Þjóðviljinn - 03.03.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN
Mátgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
NORÐURLANDARÁÐ
tónn
Oft hefur verið bent á þann mikla og góða árangur sem
samstarfið innan Norðurlandaráðs hefur skilað á sviði
menningarmála. Þó ber svo við, að meðan umræðan um
Evrópusamvinnu og efnahagsmál dregur að sér athyglina
núna, freistast menn til að gleyma mikilvægi þessa mála-
flokks og taka blómlegt starf í honum næstum sem sjálfgefið
atriði. Gegn þessari fölsku öryggiskennd þarf að vinna og
ekki síst nú, þegar fram eru komnar tillögur um verulegan
niðurskurð á fjárveitingum Norðurlandaráðs til menningar-
mála. 20 frumkvöðlar í mennta- og menningarlífi íslendinga
sendu af því tilefni frá sér mótmælaályktun við upphaf þings
Norðurlandaráðs og vonandi hefur hún hlotið þá athygli sem
vertt er.
Norðmaðurinn Olav Anton Thommesen, sem hlaut að
þessu sinni tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, flutti við af-
hendingu verðlaunanna í Borgarleikhúsinu eina athyglis-
verðustu ræðu samanlagðra þingdaganna. Umfjöllunarefni
hans var mikilvægi listanna, grundvallarþýðing þeirra fyrir
þjóðfélagið. Hann dró dæmi frá Austur-Evrópu með öðrum
hætti en menn eru vanir þessar vikurnar. Thommesen var-
aði við sjálfumgleði Vestur-Evrópubúa, sem nú segðust
reiðubúnir að koma til liðs við granna sína í austri og færa
þeim ýmsa björg í bú.
Orðrétt sagði Olav Anton Thommesen í ræðu sinni: „Litið
er á þróunina sem sönnun þess, að markaðslýðræðið hafi
endanlega unnið sigur á miðstýrðu ríkiskerfi austursins. Það
er auðvelt að binda umræðuna við svo einfaldar andstæður.
Ef við föllum í þá freistni, missum við af einstæðu tækifæri til
að læra af þjóðum sem hafa notað menninguna í meðvitaðri
baráttu til að halda í heiðri þjóðlega og siðferðilega vitund
hverrar þjóðar um sig. Það leikur enginn vafi á því, að
austur-evrópskir listamenn eiga mikinn þátt í heiðrinum fyrir
að opna meðvitund fólks á þann hátt sem leitt hefur til
umbyltinganna sem við höfum nýlega orðið vitni að.“
Thommesen lætur líka í Ijós vissan ótta vegna þeirrar
þróunar sem í vændum kann að vera í Austur-Evrópu, ef
markaðssjónarmiðin verða jafn ráðandi í lista- og menning-
arlífi og þau hafa orðið á Vesturlöndum. Þá mundi lista-
mönnunum vera þokað út á jaðra þjóðfélagsins, eins og
víða á Vesturlöndum og listin lenda í þoku hjá fjölda fólks.
Við hlutverkum listamanna taka þeir sem kunna lagið á
sölumennsku og hávaða, eða skapa geislabauga um sjálfa
sig. Og Thommesen bendir á, að slík „listamannsgerð'1
hefur einmitt náð bestum árangri á Norðurlöndum undanfar-
ið: „Söluhæfni og skemmtanagildi í fagurri sameiningu. Af-
leiðingin: Hægfara forheimskun og þróun lífssýnar sem
metur gæði aðeins á vogarskálum efnishyggjunnar."
Það er þörf ábending hjá Thommesen, að Vestur-
Evrópubúar, að Norðurlandamönnum meðtöldum, hafa
fórnað andlegum og menningarlegum verðmætum á altari
markaðsins og viðskiptanna. Hann álítur einnig, að fái frum-
skógalögmálið að ráða í ríki hugmyndanna, lifi þær hvorki af
sem séu dýpstar eða þýðingarmestar. Hann segist hafa haft
þann skilning á lýðræðinu, að það sé þjóðfélag sem leyfi
margvíslegum hugmyndum að þrífast hlið við hlið. Hins
vegar sé málum svo komið núna að orðið „lýðræðislegt"
þýði einfaldlega „söluhæft".
Meðal annars af þessum sökum eru tónlistar- og bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs mikilvæg. Þau gefatæki-
færi til að benda á kjarnmikinn gróður á sviði menningarinn-
ar, þótt hann skorti umbúðir eða hafi farið varhluta af auglýs-
ingamennskunni. í fjölmiðlum keppa listir og menning um
athyglina við frásagnir af glæpaverkum og hneykslum eða
viðtöl þar sem seilst er í ólíklegustu áttir til að slá fólki upp.
Þetta kallar tónskáldið Olav Anton Thommesen „markaðs-
ritskoðun". Og hún eflir þær raddir sem segja, að menning-
una eigi ekki að styðja, að hún eigi að standa sig í frjálsri
samkeppni við æsifregnir, stjórnmálaþrasið og metsölu-
bækurnar og dægurblaðamennsku.
Thommesen sagði í lok ræðu sinnar: „Þegar við nú lítum
til hinnar óþekktu Evrópu, þá skulum við ekki horfa á hana
sem nýjan og spennandi markað fyrir framleiðsluvörur okk-
ar. Höfum það hugfast, sem menningin hefur látið af hendi
rakna og viðurkennum þau verðmæti sem lönd Austur-
Evrópu hafa varðveitt."
Hér sló tónskáldið sem oftar réttan tón og megi sem flestir
heyra. ÓHT
Páll Pétursson
Hjálparkall Dana
Páll Pétursson forsetiþings Norðurlandaráðs: Merkar og hreinskilnar
umrœður og mikilvœgar ályktanir
Þingið hefur tekist mjög vel.
Húsakynnin hafa reynst ágæt-
lega, starfsfólkið hefur staðið sig
með mestu prýði og það vil ég
þakka alveg sérstaklega. Raf-
magnið fór að vísu af og setti ailt
úr skorðum um tíma, en annars
gekk allt vel, sagði Páll Péturs-
son, forseti nýafstaðins þings
Norðurlandaráðs, í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Páll sagði að almennu umræð-
urnar í upphafi þings hefðu verið
mjög mikilvægar og merkilegar.
„Mér finnst þær merkilegri
eftir því sem lengra líður. Þessar
umræður voru hreinskilnar,
menn sögðu það sem þeim lá á
hjarta. Það skyggði hins vegar á
að sænska ríkisstjórnin skyldi
ekki geta tekið fullan þátt í störf-
um þingsins," sagði Páll.
f þessum umræðum.skammaði
Páll einmitt danska forsætisráð-
herrann fyrir að vilja draga hin
Norðurlöndin með sér í Evrópu-
bandalagið.
Aðspurður um þetta sagði Páll
að þessi málflutningur Dana
hefði aldrei verið eins áberandi
og nú.
„Sannleikurinn er sá að Danir
eru lítils ráðandi í EB. Sjónarmið
þeirra um félagslegt öryggi mega
sín lítils þar. Asókn Dana í að fá
okkur hin í EB byggist á því að
þeir vilja fá af okkur stuðning
innan bandalagsins. Þeir eru ein-
mana og vilja fá hjálp.“
Páll sagði þingið hafa sam-
þykkt margar merkar ályktanir
og þar hafi umhverfismálin borið
hæst.
Páll Pétursson sleit þingi Norðurlandaráðs eftir hádegið í gaer.
„Þessi umræða er merkileg og
skilar vonandi árangri. Þar á ég
ekki síst við endurskoðaða áætl-
un um varnir gegn mengun í haf-
inu. Þar höfum við hert á ýmsum
hlutum.
Menningarmálin eru íslend-
ingum einnig mjög mikilvæg. Við
samþykktum m.a. að skora á ráð-
herranefndina að koma á fót
samstarfsverkefni á tungumála-
sviðinu og það er mjög brýnt fyrir
norrænt samstarf.
Einar Karl Haraldsson hefur
bent á mikilvægi þessa og hve
mikil fötlun það er fyrir t.d. ís-
lenska stjórnmálamenn að geta
ekki tjáð sig á öðru norrænu
máli,“ sagði Páll.
Norðurlandaráð hefur sam-
kvæmt venju orðið fyrir
gagnrýni. Menn segja að ráðið sé
fyrst og fremst pappírs- og
veisluráð en það komi lítið út úr
því að öðru leyti. Á þessi
gagnrýni ekki rétt á sér að vissu
marki?
„Þeir sem tala mest um papp-
frsflóðið eru þeir sem ekki nenna
að lesa pappírana en það verða
menn að gera ef þeir ætla að geta
tekið skynsamlegar ákvarðanir.
Umræðan um veislurnar er líka
mjög yfirdrifin. En það er vissu-
lega rétt að ráðið er ekki mjög
skilvirkt. Ráðið er bara ráðgef-
andi og upp á ríkisstjórnir komið
með framkvæmd og því ganga
málin hægar en ef við hefðum
löggjafarvald. Ég vil ekki koma
hér á kerfi í sama dúr og þeir hafa
í Evrópubandalaginu,“ sagði
Páll.
-gg
Hjörleifur Guttormsson
Þurfum aukin samskipti
við Austur-Evrópu
Hjörleifur Guttormsson umþing Norðurlandaráðs: Aætlanir um um-
hverfisvernd ganga ekki nógu langt. Gagnrýnin á ráðið
Almennu umræðurnar um
þróunina í Austur-Evrópu voru
mjög athyglisverðar. Það komu
fram mjög ólík viðhorf um við-
brögð Norðurlandanna við þró-
uninni þar, og tillaga okkar sósí-
alistanna um sérstakt aukaþing
um Austur-Evrópu vakti mikla
athygli. Svo virðist sem margir
séu hikandi í þessu, en flestir
viðurkenna að við þurfum að
auka samskipti okkar austur,
sagði Hjörleifur Guttormsson við
Þjóðviljann í gær.
„Austur-Evrópa var hið nýja í
umræðunni, en umræðan um
EFTA og EB endurspeglaði þá
biðstöðu sem þau mál eru í. Eg
ítrekaði gagnrýni mína á máls-
meðferð ráðherra varðandi
EFTA og EB og benti á afleiðing-
ar hins evrópska efnahagssvæðis.
Það getur orðið til þess að um-
ræða um efnahagsmál falli að
mestu úr norrænu samstarfi.
Það kom fram tillaga um að
koma á fót utanríkisnefnd á veg-
fjarstœðukennd
um ráðsins og ég styð það. Eg
held að ráðið muni í auknum
mæli láta utanríkismál til sín
taka.
Umhverfismálin settu svip sinn
á þingið bæði í tillöguflutningi og
umræðum. Ég held að áætlanir
um varnir gegn mengun í hafi og
lofti séu til bóta, en þær ganga
ekki nógu langt í ýmsum atriðum.
Það skortir einnig á að þeim sé
fylgt eftir í hveriu landi fyrir sig,
þar á meðal á Islandi. Það fæst
ekki nægilega mikið fjármagn til
þessara verkefna.
Ég tel að við þurfum eina sam-
eiginlega áætlun um varnir gegn
mengun, enda er mengun í lofti,
hafi og á landi nátengd.
Við þurfum líka að setja saman
orkumálaáætlun fyrir Norður-
löndin með það í huga að draga
úrorkunotkun. Það erm.a. mjög
brýnt að Svíar og Finnar hætti við
notkun kjarnorku.
Mín skoðun er sú að Norður-
lönd standi á krossgötum. Það
mega ekki líða mörg misseri áður
en Norðurlandaráð fótar sig í
hinni nýju stöðu í Evrópu. Við
þurfum að ná saman á breiðari
grundvelli en áður og opna ráðið
fyrir fleiri þjóðum, fyrst og
fremst þjóðunum við Eystrasalt.
Mér finnst að mjög vel hafi ver-
ið staðið að þinginu nú. En sú
gagnrýni sem hefur komið fram á
störf ráðsins er fjarstæðukennd.
Hún byggist á því að menn setja
sig ekki inn í starfshætti ráðsins,
t.d. því að hér er verið að leggja
síðustu hönd á verk sem unnið er
að á milli þinga.
Menn kvarta undan pappírs-
flóði en virðast ekki átta sig á því
að það er óhjákvæmilegur fylgi-
fiskur alþjóðlegrar samvinnu. Ég
held að menn myndu hrökkva við
ef þeir sæju pappírinn í EFTA og
EB.
En ég er alveg sammála því að
það má ýmislegt bæta til þess að
gera ráðið skilvirkara,“ sagði
Hjörleifur Guttormsson. -gg
ÞJÓÐVILJINN
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Sími:68 13 33
Símfax:68 19 35
Útgefandi: Útgáfufóiag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason.
Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson.
Aðrirblaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Garöar
Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, ÞrösturHaraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiöur Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreiðslu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 37, Reykjavík,sími:68 13 33.
Símfax: 68 19 35.
Auglýsingar: Síðumúla 37, sími 68 13 33.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Askriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN I Laugardagur 3. mars 1990