Þjóðviljinn - 03.03.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.03.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Afríska þjóðarráðið Mandela ótvíræður leiðtogi Framkvæmdanefnd Afríska þjóðarráðsins staðfesti forystu- hlutverk Nelsons Mandela með því að kjósa hann i embætti að- stoðarformanns á tveggja daga fundi sínum í Lusaka, höfuðborg Zambíu sem lauk í gær. Þar með er Mandela raunveru- lega orðinn æðsti forystumaður samtakanna þar sem Oliver Tambo forseti Afríska þjóðar- ráðsins hefur ekki getað sinnt leiðtogahlutverki sínu frá því að hann fékk heilablóðfali á síðasta ári. Framkvæmdanefndin sam- Fangar svelta sig Um það bil þrjú hundruð og fimmtíu suður-afrískir fangar taka þátt í hungurverkfalli í fang- anýlendu á Robbeneyju. Þeir krefjast þess að allir pólitískir fangar verði látnir lausir i Suður- Afríku. Flestir fanganna hafa verið í hungurverkfalli í sex daga. Þeir hófu það til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda að láta ein- ungis þá fanga lausa sem ekki eru sakaðir um að hafa beitt ofbeldi í baráttu sinni gegn suður-afrísku stjórninni. Talið er að um þrjú þúsund pólitískir fangar séu í suður-afrískum fangelsum. Fimm hvítir fangar í fangelsi í Pretoríu hafa líka hætt að neyta matar. Þeir eru sagðir félagar í skæruliðaher Afríska þjóðar- ráðsins. Á annað þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum til stuðnings föngunum í miðborg Pretoríu í gær. Suður-afrísk stjórnvöld neydd- ust til að láta úr haldi mörg hundruð pólitíska fanga á síðasta ári eftir að alda hungurverkfalla breiddist út í fangelsum. Reuter/rb MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýst er eftir umsóknum um störf námstjóra í grunnskóladeild menntamálaráðuneytisins (áður skólaþróunardeild). Á verksviði deildarinnareru eink- um þróunarverkefni á grunnskólastigi sbr. aðalnám- skrá grunnskóla. Bæði er um að ræða 4-5 stöður við deildina og hins vegar verkefnaráðningu til ákveðins tíma. A) Fjórar til fimm stöður námstjóra: Verkefni þeirra verða: að stuðla að almennri skólaþróun og stjórna og vinna með starfshópum sem sinna þróun í ákveðnum námsgreinum, námsgreinaflokkum og á ákveðnum aldursstigum. Námstjórar: - vinna með fræðsluskrifstofum, skólum sem annast kennaramenntun. Námsgagnastofnun og öðrum sem sinna skólaþró- un - skipuleggja og hafa með höndum eftirlit og ráðgjöf - fylgjast með þróun skólamála innanlands og utan - miðla upplýsingum um skólamál. Ráðið er í þessar stöður frá 1. ágúst 1990. B) Ennfremur er auglýst eftir umsóknum um störf námstjóra sem ráðið verður í tímabundið í eitt til fjögur ár frá 1. ágúst 1990 til að sinna sérstökum verkefnum. Ráðning í hálft starf kemur til greina. Þau verkefni sem fyrst um sinn verður lögð áhersla á eru eftirfarandi: Ráðgjöf um námsmat, umsjón með samræmdum grunnskólaprófum og könnunarprófum, íslenska, stærðfræði, list- og verkgreinar, umhverfismennt. Auglýst er eftir fólki í öll þessi störf sem hefur menntun í uppeldis- og kennslufræðum, menntun á ákveðnum greinasviðum og reynslu af störfum í skólakerfinu. Störfin krefjast frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skipulagshæfni. Mjög reynir á samstarf við aðra. Um laun fer samkvæmt launaskrá ríkisins. Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. Umsóknarfrestur ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til menntamála- ráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Auglýsið í B»llililllllll,lLll Þjóðviljanum ® 6813 33 þykkti að flytja höfuðstöðvar samtakanna frá Lusaka til Jó- hannesarborgar við fyrsta tæki- færi. Hún ákvað enn fremur að þig- gja boð F. W. de Klerks forseta Suður-Afríku um að mæta á fund til að ræða skilyrði Afríska þjóð- arráðsins fyrir samningavið- ræðum við hvítu minnihluta- stjórnina. Mandela neitaði- að staðfesta orðróm um að hann kæmi til með að hafa forystu fyrir sendinefnd samtakanna og sagði að framkvæmdastjórnin myndi taka ákvörðun um það. Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Framkvæmdanefnd Afríska þjóðarráðsins vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar um vopnabar- áttu samtakanna gegn Suður- Afríkustjórn en hún hefur að mestu leyti legið niðri frá því De Klerk aflétti banni á starfsemi samtakanna 2. febrúar. Mandela sagði að vopnabaráttan væri ekki höfuðmálið heldur aðskilnaðar- stefnan. Mandela ávarpar fjöldafund í Lusaka í dag áður en hann leggur af stað í heimsókn til Zimbabwe, Tanzaníu og Svíþjóðar þar sem Tambo formaður Afríska þjóð- arráðsins liggur á sjúkrahúsi. Reuter/rb Suður-Afríka Mandela ekki bara blökkumannaleiðtogi Pritz Dullay sérlegur fulltrúi Afríska þjóðarráðsins segir að Nelson Mandela sé ekki bara blökkumannaleiðtogi heldur sé hann þjóðarleiðtogi allra Suður- Afríkumanna. Dullay, sem býr í Danmörku, kom í heimsókn til íslands nú í vikunni til að verða við tónleika sem haldnir voru til að fagna frelsun Mandela. Ennfremur ræddi hann við íslenska ráða- menn um mikilvægi þess að halda áfram efnahaglegum refsiaðgerð- um gegn Si^ður-Afríku til að neyða hvítu minnihlutastjórnina til að afnema forréttindi hvítra manna. Dullay hefur einu sinni áður komið til íslands. Hann kom í apríl 1988 til að aðstoða við stofn- un íslenskra samtaka til stuðnings baráttunni gegn apartheid- stefnunni og til að hvetja íslensk stjórnvöld til að fylgja fordæmi annarra Norðurlandaþjóða og setja viðskiptabann á Suður- Afríku. Nokkrum vikum síðar voru samþykkt lög á alþingi um við- skiptabann á Suður-Afríku sem gekk í gildi 1. janúar 1989. Dullay sagði í viðtali við Þjóð- viljann að það væri mikilvægt að halda viðskiptabanninu áfram til að þrýsta á suður-afrísk stjórnvöld að aflétta kynþátta- kúgun sinni og semja við Afríska þjóðarráðið um að afnema að- skilnaðarstefnuna og koma á lýð- ræði í Suður-Afríku. Barattan heldur áfram Dullay leggur áherslu á að bar- áttunni sé ekki lokið þótt Nelson Mandela hafi verið sleppt úr haldi og starfsemi Afríska þjóð- arráðsins leyfð. „Það verður að halda áfram að berjast gegn aðskilnaðarstefn- unni með fjöldaaðgerðum innan- lands og viðskiptaþvingunum á alþjóðavettvangi. Baráttuaðferðirnar breytast við að banni við starfsemi Afríska þjóðarráðsins hefur verið aflétt. Nú geta samtökin staðið opinber- lega fyrir fjöldafundum og mót- mælaaðgerðum. Horfur eru á að hægt verði að flytja útvarpsstöð Afríska þjóðarráðsins til Suður- Afríku á næstunni en hún hefur útvarpað frá Zambíu í aldarfjórð- ung. Stjórnvöld beita samt ennþá ofbeldi til að bæla niður réttinda- kröfur svarta meirihlutans. Afr- íska þjóðarráðið hlýtur því að halda áfram vopnaðri baráttu gegn kynþáttakúguninni þar til stjórnin fellst á kröfur þess um friðsamlega lausn. Lögregla og her beita nær daglega vopnavaldi til að bæla niður friðsamleg mót- mæli blökkumanna og jafnvel í Pritz Dullay sérlegur fulltrúi Afr- íska þjóðarráðsins segir að Nel- son Mandela sé þjóðarleiðtogi allra Suður-Afríkumanna. þessari viku bárust fréttir um að lögregla hefði skotið til bana þrjá unglinga. Afríska þjóðarráðið vonast til að hvíta minnihlutastjórnin hætti að beita ofbeldi. Þá leggi það líka vopnin á hilluna vegna þess að Afríska þjóðarráðið tók einungis upp vopn til að verjast ofbeldis- aðgerðum stjórnvalda. Skilyrði Afríska þjóðarráðsins fyrir samningaviðræðum við stjórnvöld eru mjög einföld. Neyðariög, sem gefa lögreglu rétt á að handtaka menn án dómsúr- skurðar, verði afnumin. Öllum pólitískum föngum verði sleppt úr haldi. Suður-afrískir útlagar fái leyfi til að snúa heim og vopn- aðar sveitir lögreglunnar hverfi burt úr bæjum blökkumanna. Ef stjórnvöld ganga að þessum skilyrðum og skuldbinda sig til að afnema kynþáttamisrétti þá er Afríska þjóðarráðið reiðubúið til samningaviðræðna um hvernig staðið verði að afnámi aðskilnað- arstefnunnar og lýðræðisumbóta í Suður-Afríku.“ Sameiginleg barátta allra litarhatta Dullay segir að stöðugt fleiri hvítir íbúar 'Suður-Afríku hafi gengið til liðs við réttindabaráttu blökkumanna. Nú hafi til dæmis borist fréttir um að fimm hvítir fangar hafi bæst í hóp 343 svartra fanga sem hófu hungurverkfall fyrir sex dögum í fanganýlend- unni á Robben-eyju. Þeir krefj- ast þess að allir pólitískir fangar verði látnir lausir í Suður-Afríku. „Það er misskilningur að Afr- íska þjóðarráðið sé eingöngu samtök blökkumanna. Fjöldi fólks af öðrum litarhætti er líka í samtökunum. Sjálfurerégafind- verskum uppruna og margir hvít- ir menn eru félagar í Afríska þjóðarráðinu. Stöðugt fleiri hvít- ir menn taka þátt í mótmælaað- gerðum Afríska þjóðarráðsins. Nelson Mandela er ekki bara blökkumannaleiðtogi heldur er hann þjóðarleiðtogi sem berst fyrir mannréttindum allra Suður- Áfríkumanna af hvað litarhætti sem þeir eru. íbúar Suður-Afríku eru um það bil 40 miljónir talsins. Þar af eru um fimm miljónir hvítir, rúm- lega ein miljón af asískum upp- runa og fjórar miljónir kynblend- ingar. Blökkumenn eru um 30 miljónir. Áfríska þjóðarráðið berst fýrir því að allir íbúar landsins fái jafn- an rétt. Það vill koma á lýðræði þar sem hver maður hafur eitt at- kvæði. Hvítir menn hafa enga ástæðu til að óttast, þar sem rétt- indi allra einstaklinga verða vern- duð með lögum.“ Blandað hagkerfi Hvítir eignamenn í Suður- Afríku hafa látið í ljós nokkurn ótta við þjóðnýtingarstefnu Afr- íska þjóðarráðsins. Dullay segir að þjóðnýting sé nauðsynleg í nokkrum lykilatvinnugreinum eins og námuvinnslu til að koma á raunverulegu kynþáttajafnrétti. Hins vegar stefni Afríska þjóðar- ráðið ekki að því að þjóðnýta all- an atvinnurekstur. „Nelson Mandela hefur lýst því yfir að hann vilji koma á blönduðu hagkerfi í Suður- Afríku. Öll helstu fyrirtæki og iðnaður er í höndum hvíta minni- hlutans. Hann hefur sópað til sín afrakstrinum af vinnu blökku- manna. Það verður að endurút- hluta auðnum til að skapa jafnrétti. Þjóðnýting námu- vinnslu, banka og nokkurra ann- arra mikilvægra atvinnugreina er þess vegna nauðsynleg." -rb 6 SlÐA — ÞJÓÐVIL. ; Laugardagur 3. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.