Þjóðviljinn - 03.03.1990, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 03.03.1990, Qupperneq 7
Æðahnútar á vélindanu Englendingar eru heimsmeist- arar í þeirri íþrótt aö búa til sjónvarþsefni, þessvegna má oft treysta því aö manni leiðist ekki þær stundir sem maður spander- ar á efni frá BBC. Bretum hefur jafnvel tekist aö gera listaverk fyrir sjónvarpsskjáinn, einsog þeir vita sem sáu framhaldsþátt- inn „The singing detective" i fyrravetur, og þá þætti má setja í flokk meö verkum einsog „Berlin Alexanderplatz" Fassbinders; þunnskipaöan flokk sjónvarps- ópusa sem hægt er aö líkja viö afrek listamanna úr öðrum grein- um s.s. tónlist, bókmenntum og gerð bíómynda. Þessa forystu geta Englending- ar þakkað skilningi sinna manna á því að sjónvarpið er sérstakur og óvenjulegur miðill sem lýtur eigin lögmálum; þessa sérstöðu má m.a. sjá af því að breskar bíó- myndir virðast hvorki batna né versna þótt þarlendir nái meistaratökum á sjónvarpsleik- ritum. sálarmorð Ekkert er jafn ömurlega sálar- drepandi og hallærislegar sjón- varpsmyndir; því verr sem þjóðir hafa verið sér meðvitaðar um þessa staðreynd, því lakara sjón- varpsefni hafa þeir búið til. Það orð hefur til dæmis farið af frænd- um okkar Finnum að þeir hafi lag á að framleiða langdregin og leiðinleg verk fyrir skjáinn. Ef al- menningur ætti að raða þjóðum upp eftir hæfileikum á þessu sviði myndu Englendingar þannig efa- laust fara á toppinn en Finnar vera nálægt botninum. En áður en við íslendingar för- um að hlæja með öllum kjaftin- um að Finnum eða einhverjum öðrum fyrir að vera mislagðar hendur á þessu sviði væri samt hollt að minnast þess að við sjálf, með RÚV gamla, berum ábyrgð á mörgu því daprasta og blátt áfram hlægilegasta sem sorgar- saga sjónvarpsmiðilsins kann frá að greina á veraldarvísu. Frammistöðu okkar á því sviði má jafna við þátttökuna í Evr- ópusöngvakeppninni, svo átakanlegur er sá hrakfallabálk- ur. englar Um daginn var sýnd íslensk sjónvarpsmynd sem mér þótti skemmtileg, en það voru Engla- kroppar þeirra Friðriks og Hrafns. Skoðun mín á myndinni er náttúrlega ekkert til að rjúka með í blöðin; hinsvegar gengur heiftin í tali og skrifum sumra eða: beiskjudeildin gegn Friðrik Þór sem hafa tjáð sig um myndina fram af mér. Það er allat í lagi með sjón- varpsrýni Ólafs H. Torfasonar þótt ekki hafi hann verið par hrif- inn af myndinni; þeir sem skrifa krítík verða að fá að hafa sína skoðun og Ólafur hefur þess utan oft verið reyndur að því að skrifa kvikmyndagagnrýni af sanngirni og heiðarleik. Kauðalegt spaug Skaða um myndina í síðasta Helgarblaði er heldur ekkert til að kippa sér upp við; vonandi verður bara meiri húmor í hans gríni næst. Hulduherinn sem hringir í Þjóðarsálina og úthellir bleksvörtu galli ergi sinnar er að sama skapi bara skemmtilegt rannsóknarefni í sjálfu sér og jafnan spennandi stúdía áhuga- fólks um mannlegt sálarlíf. Það merkilegasta við nefndan út- varpsþátt, Þjóðarsálina, þá daga sem menn hringdu til að láta í ljós álit sitt á Englakroppunum var samt líklega hversu margir tóku sig til og hringdu til að segja ein- faldlega að þeir hefðu skemmt sér yfir myndinni. Mér þótti bara gaman, sögðu menn, og voru ekkert að fara ofan af því þótt þeir væru krafnir um háfleygari sjónarmið. En það eru nokkur tíðindi þegar fólki fer að finnast gaman að íslenskum sjónvarps- myndum. „Athyglisvert“, hafa sumir sagt, „vekur mann til um- hugsunar", hefur stundum verið viðkvæði þeirra pósitífu, og jafnvel hefur heiðarlegum gagnrýnendum tekist að hrósa framleiðslu RÚV af þessu tagi með því að horfa framhjá því að þar hafi verið um að ræða sjón- varpsefni en mæla það útfrá kröf- um sem gerðar eru til áróðurs- bæklinga, eða alþýðlegra rita um þjóðháttafræði. En skemmtileg- heit og gaman, þá er nú farið að tíra á skarinu. „drekkhleðsla torræðra tákna...“ Verulega undrandi varð ég fyrst þegar Olga Guðrún Árna- dóttir lagði krók á hala sinn og fór að skrifa ótilkvödd beiskju- þrungna grein í Nýju Helgarblaði þann 23. þ.m. („Nýju fötin keisa- rans“, bls. 13) Orðin „leiðindi“ og „hallærisgangur" ganga einsog leiðarstef í gegnum þessa stuttu grein, ásamt með formælingum um bull, klisjur, rugl, tilgerð, af- káraskap, „drekkhleðslu tor- ræðra tákna, þessar teiknimynd- afígúrur í mannsmynd, blaðrandi Einar Kárason skrifar innantóman þvætting..." (ef það væri líka hægt að hrækja og skyrpa á prenti þá hefði Olga lík- lega gert það). Hvað gengur eiginlega á? Olga hefur Hrafn Gunnlaugsson sérstaklega að skotspæni, kallar hann reyndar Hrafn „nokkurn“ Gunnlaugsson, en að láta svo ofnotaða smekk- leysu frá sér fara bendir til að Olga hafi ekki einu sinni talið ómaksins vert að lesa skrif sín yfir. Hvaða óskapar heift er þetta í garð Hrafns? Hann hefur nátt- úrlega gert misgóða hluti einsog við hin sem erum að duðra við listsköpun, hinsvegar hefur hann mér vitanlega ekki fallið í þá gryfju að reyna að upphefja sjálf- an sig með níði um verk annarra hérlendra listamanna. Og það er nokkurs virði. Enda bera svo- leiðis aðfarir yfirleitt ekki merki um farsæla dómgreind; sá sem ræðst með stórum fúkyrðum að verkum kollega síns er náttúrlega í og með að biðja um samskonar aðför að sínum eigin, og hljóta þeir sem hætta sér í þann leik að vera harla sannfærðir um eigið ágæti og að þeirra listsköpun liggi ekki vel við illgjarnri gagnrýni. Áttu því fáir von á að Olga Guð- rún færi að kasta stríðshanskan- um, en það er spurning hvort Olga sé ekki hér að blanda saman persónulegum tilfinningum í garð Hrafns og myndarinnar sem byggir á handriti hans. eitt andskotans reiðarslag Þó sætir mestri furðu viðtal sem Þráinn Bertelsson lætur hafa við sig í DV um síðustu helgi. Reyndar er það viðtal rann- sóknarefni frá fleiri sjónarhorn- um en hægt er að gera skil í blaða- grein. En merkilegt hlýtur að vera fyrir þá sem stúdera hina andlegu loftvog og sjá hvað kvik- myndaleikstjóranum er efst í huga er góðir menn hafa tekið sig til og veitt honum ágæta viður- kenningu. En viðbrögð hans renna helst stoðum undir fræga kenningu meistara Jóns Vídalíns að heiftin sé „eitt andskotans reiðarslag... afmyndar alla mannsins limi og liði, hún kveikir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasirnar, bólgu í kinnarnar, æði og stjórnleysi í tunguna..." DV ákvað semsé að Þráinn skyldi hljóta menningarverðlaun blaðs- ins að þessu sinni, og vill vita hvað hann hafi að segja við þau tímamót. Ánægjuvotti hefði ein- hver átt von á, ekki kannski að hann færi að gráta hamingjutár- um einsog nýkrýnd fegurðar- drottning, en að hann léti að minnsta kosti í ljós sáttfýsi í garð lífsins. En ekki örlaði á því: ein- ungis beiskjuna og súrlyndið hafði skáldið að bjóða lesendum blaðsins. Þráinn hefur að vísu einhverra hluta vegna tamið sér æ grátklökkvari píslarvættistón á undanförnum árum, svo að nú virðist það komið út í eitt samfellt sífur. Reyndar er það gömul reynsla mannkynsins að margir þeir sem alltaf tala um að þeir séu ofsóttir, þrá í rauninni ekkert heitar en að vera það; listamenn sem sífelldlega láta einsog allir aðrir standi sköpunarstarfi þeirra fyrir þrifum eru oft í rauninni að afsaka fyrir sjálfum sér eigið kjarkleysi. Þegar Þráinn talar þannig um það í áðurnefndu við- tali sem sérstakar ofsóknir á hendur sér að Friðrik Þór fái styrk þetta árið en ekki hann sjalfur þá held ég að hann fái ekki marga til að hrærast til með- aumkvunar. Allir vita að Þráinn fékk ríflega styrki bæði í fyrra og hittifyrra, án þess Friðrik Þór fengi krónu, þannig að Þráinn gerir sig að fífli með því að tala um það sem samsæri gegn sér að dæmið snúist einu sinni við. Nema að Þráinn telji sig persónu- lega þann Snorra Sturluson vorr- ar aldar sem kvikmyndagerðar- menn nefna stundum þegar þeir tala um mikilvægi listgreinar sinnar fyrir þjóðernið; það sé þannig úrslitaatriði fyrir menn- ingarlegt sjálfstæði okkar að hann einn fái að gera bíómyndir, og þá væri gaman að sjá hver af sínum verkum hann legði á borð- ið því til staðfestingar. „geðsjúklingur aftan úr öldum“ Efni í sérstaka grein hefði verið sú afstaða til listsköpunar sem lesa má út úr viðtalinu við Þráin. „Það er eflaust mikil nauðsyn að gera kvikmynd um þennan geð- sjúkling aftan úr öldum...“ mælir hann beisklega um þá ákvörðun úthlutunarnefndar að veita undirbúningsstyrk til kvikmynd- unar á einni af sérkennilegustu perlum íslenskra miðaldabók- mennta: Píslarsögu séra Jóns Magnússonar. f staðinn fyrir að gera myndir um „þetta fyrir- bæri“, einsog Þráinn kallar einnig sömu Píslarsögu, teflir hann fram sjálfum sér sem gerir „kvikmynd- ir handa venjulegu fólki“. Ég veit ekki hvað svona speki á að fyrir- stilla; einhverskonar sambland af kenningum frægra böðla um „úrkynjaða list“ og svo því heimskuhjali um list handa „venjulegu fólki“ sem Guðberg- ur gerir svo stórkostlega grín að í Tómasi Jónssyni metsölubók, er hann segir frá köllunum í fremri matstofunni sem kunnu bara þessa einu setningu um bók- menntir: „Það á að skrifa bækur fyrir fólkið sjálft“. En hvað sem á að lesa útúr viðtalinu við Þráin um þessi mál, þá má í það minnsta fullyrða að það sé eins- dæmi að heyra svo flatneskjuleg sjónarmið frá manni sem kallar sig bæði rithöfund og kvikmynda- leikstjóra. En Snorri Sturluson barst í tal, og þá rifjast upp fyrir mér að við vorum að tala um íslenskar sjón- varpsmyndir fyrr og nú. Höfuð- kosturinn við Englakroppa fannst mér vera að það virtist öllum aðstandendum ljóst að meiningin var að búa til sjón- varpsmynd, en ekki eitthvað ann- að. Smásögunni sem handritið byggði á skemmti ég mér yfir fyrir margt löngu þegar hún birtist fyrst, í Lesbókinni minnir mig, og hún reyndist líka ágætlega fallin til að vera uppistaða í sjónvarps- mynd, einsog Friðrik ÞÖr sýndi fram á. Að vísu mætti segja að Hrafn hafi kannski flýtt sér full- mikið við að setja punktinn aft- anvið; ég held honum hefði getað orðið meira úr svo ágætri hug- mynd. En með því það var ekki gert fóru aðstandendur myndar- innar þá háréttu leið að reyna ekki að láta líta svo út að þarna væri eitthvað meira á ferðum en tilefni gaf til. Þeir reyndu ekki að teygja lopann með dramatískum þögnum og hljómskreyttum hest- um í landslagi, heldur drifu myndina áfram hratt aog fag- mannlega svo að útkoman varð taktföst, sniðug og kraftmikil smámynd. Englamyndin var semsé fram- för frá þeim seigdrepandi leiðind- um sem leikin íslensk sjónvarps- verk hafa oftast verið í gegnum tíðina, og mig langar í því sam- bandi til að rifja upp örlitla sögu. maður er nef ndur Snorri Á árunum 1979-83 bjó ég í Danmörku, en var með hugann heima. Það er alltaf dálítið stutt í sjálfumgleði nýlenduherrans hjá Dönum; þeir eru andskoti naskir á að grípa tækifæri til að gera grín Framhald 4 bls. 9 er þjónusta sem gerir fjármálastjórum, gjaldkerum og _ — J II landsbankans sendimönnum fyrirtækja lífið léttara. Með því að tengja tölvu fyrirtækisins við BOÐLÍNUNA opnar fyrirtækið í raun sína eigin bankaafgreiðslu sem opin er frá kl. 8:00-19:00 alla virka daga. Með BODLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða reikning sem er í hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun án þess að fara í banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans og mánaðamótin verða léttari. Allar nánari upplýs- J ingar fást í bæklingi sem liggur frammi í næsta Landsbanka. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.