Þjóðviljinn - 03.03.1990, Qupperneq 9
Æðahnútar...
Framhald af bls. 7
að eyjabúum Norðuratlantshafs-
ins. fslendingar þar á móti manna
montnastir af þjóðerni sínu, út-
koman varð dálítið taugastríð. Ef
íslendings var að góðu getið í þar-
lendum blöðum skoruðum við
nokkra punkta. Listamenn okkar
unnu til viðurkenninga, Jón L. og
Helgi rúlluðu öllum upp á mótum
í Danmörku; að maður tali nú
ekki um þegar landslið okkar í
handbolta var að koma út og
velgja þeim dönsku undir uggum,
þá rigsuðu nú mörlandar harla
roggnir um götur Hafnar.
En þess í milli hrundi allt sem
þannig hafði verið upp byggt með
miklum bresti,en það var þegar
íslenskar sjónvarpsmyndir voru
sýndar í danska eða sænska. Hví-
líkt reiðarslag! Þeir íslendingar
sem sóttu skóla eða vinnustaði
lærðu fljótt að halda sig heima
fyrstu dagana eftir að „islandsk
tv-drama“ hafði verið á dag-
skránni.
En ekkert komst þó í hálfkvisti
við það þegar „Snorri Sturluson“
var á dagskrá danska sjónvarps-
ins. Skreytnin og háðsglósurnar
sem íslendingar í Danmörku
máttu þola eftir þá hörmung urðu
mörgum næstum óbærilegar; til
var fólk sem hreinlega flúði land
eftir þau ósköp. Áðurnefnd
mynd var einsog flestum er í
beisku minni hreint ótrúlega
löng, og þegar hún var sýnd úti
átti hún að leggja undir sig lung-
ann úr dagskránni tvö kvöld í
röð. Þegar langt var liðið á seinna
kvöldið varð hinsvegar bilun;
þetta mun hafa verið í eitt af þeim
fáu skiptum á eftirstríðsárunum
sem rafmagnið fór af Kaup-
mannahöfn.
Allt fór á annan endann; fólk
sat fast í lyftum, vindubrýr stöðv-
uðust, umferðarljós slokknuðu
með tilheyrandi öngþveiti og á-
rekstrum, málmbræðslur kóln-
uðu og járnblendi stirðnaði í
kerjum. Blöðin voru uppfull af
svona voveiflegum fréttaskýrsl-
um næstu daga.
Samt voru nær allir háðfuglar
pressunnar, dálkahöfundar og
fjölmiðlagagnrýnendur, á þeirri
skoðun að hörmulegasta af-
leiðing rafmagnsleysisins hefði
þó verið sú að danska þjóðin
þurfti af völdum þess að afbera
íslensku kvikmyndina um Snorra
Sturluson þriðja kvöldið í röð.
Auðvitað er þetta bara fyrst og
fremst spaugilegt þegar maður
lítur til baka. Hinsvegar eru á
þessu máli alvarlegar hliðar, sér-
staklega fyrir íslenska kvik-
myndagerðarmenn. Ég er nefni-
lega ekki í nokkrum vafa um að
hin bitra reynsla annarra Norður-
landabúa af þessum sjónvarps-
verkum hefur stórspillt mögu-
leikum á að fá íslenskar bíómynd-
ir sýndar í þessum löndum. Sjálf-
ur þekki ég fullt af fólki, aðallega
í Danmörku og Svíþjóð, sem er
mjög áhugasamt um flest sem ís-
lenskt er; les bækur sem eru
þýddar héðan og vill fá senda ís-
lenska tónlist og myndlist. En ís-
lenskar bíómyndir segir það, nei
takk því miður og þú verður að
fyrirgefa; við höfum séð meira en
við kærum okkur um af því tagi í
sjónvarpinu.
Það er reynsla margra hér-
lendra listamanna að bestir og
nærtækastir möguleikar til að
koma verkum sínum á framfæri
utan landsteinanna séu í þessum
nágrannalöndum okkar. Svo hef-
ur reynst fólki úr öllum listgrein-
um, nema kvikmyndum. Hin
norrænu löndin virðast einu stað-
irnir í heiminum þarsem áhuginn
á íslenskum ræmum er alveg við
frostmark, velgengni Hrafnsins í
Svíþjóð er þar alger undantekn-
ing.
I ofangreindu viðtali við Þráin
Bertelsson lumar hann á einni
bjartsýnni nótu; hann segir að
mynd hans Magnús sé „sú fyrsta
síðan Hrafninn flýgur var sem á
möguleika á einhverri verulegri
dreifingu erlendis". Guð láti gott
á vita, ég óska Þráni af heilum
hug velfarnaðar í að selja mynd-
ina nágrannaþjóðunum. En í
öllum bænum Þráinn, ef það á að
takast máttu alls ekki fyrir nokk-
urn mun láta spyrjast út hver hafi
verið leikstjóri hinnar frægu sjón-
varpsmyndar um Snorra Sturlu-
son.
28. febrúar 1990
Einar Kárason
Sjúkrastöð SÁÁ
Aldrei meiri
aðsókn
Eittárfrákomu
bjórsins
„Það er Ijóst að bjórinn hefur
farið illa með marga og þá kann-
ski sérstaklega ungt fólk sem
misst hefur fótanna með tilkomu
hans. Hér hjá okkur hefur til
dæmis aldrei verið meiri aðsókn
en á síðasta ári,“ sagði Þórarinn
Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi.
I gær var eitt ár liðið frá því
bjórinn var lögleiddur á ný hér á
landi en þá hafði landið verið
bjórlaust samkvæmt lögum í 76
ár. Á þessu fyrsta ári bjórsins
nam neysla íslendinga 6.946.656
lítrum eða 27,5 lítrar á mann. Af
einstökum bjórtegundum hefur
mest selst af Löwenbrau og því-
næst af Tuborg og Budweiser.
Þórarinn sagði að með tilkomu
bjórsins hefði hann aukið á þá
þróun sem fyrir var sem er sú að
sífellt verður auðveldara að
verða sér úti um áfengi. í því sam-
bandi hefur útsölustöðum áfengis
fjölgað auk þess sem boðið er
upp á áfenga drykki á mörgum
veitingahúsum. Þetta hefur haft
þær afleiðingar að drykkjumun-
stur landans hefur breyst mjög
mikið. Frá því að drekka aðeins
um helgar eða taka túra í það að
drekka dagsdaglega.
-grh
Leiðrétting
Bókmenntahópur MAÍ kemur
saman í Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3 í dag kl. 13, en ekki kl. 15
einsog misritaðist í Nýju Helgar-
blaði í gær.
ALÞÝPUBANDALAGIÐ
AB Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi
Kvöldskemmtun í Gaflinum
Alþýðubandalagsfélögin í Hafnarfirði, Garðabæ og
Bessastaða hreppi halda sameiginlega kvöldskemmtun
í Gaflinum föstudaginn 9. mars kl. 20.
Léttur kvöldverður og skemmtiatriði. Ræðustúfa flytja
Magnús Jón Árnason og Hilmar Ingólfsson.
Miðaverð kr. 1300.
Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Stjórnirnar
Alþýðubandalagið Ólafsvík
Almennur félagsfundur
Alþýðubandalagið Ólafsvík heldur almennan félagsfund
í Mettubúð sunnudaginn 4. mars kl. 14.
Dagskrá:
1. Tillaga uppstillingarnefndar á framboðslista.
2. Kosning í blaðstjórn.
3. Kynning á fjárhagsáætlun fyrir 1990. Stjórnin
Æskulýðsfylkingin
Sameiginlegur stjórnarfundur
Sameiginlegur stjórnarfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda-
lagsins og Æskulýðsfylkingar Reykjavíkur verður haldinn sunnu-
daginn 4. mars kl. 16.00 á Hverfisgötu 105. Athugið breytta
dagsetningu.
Á dagskrá er m.a. norðurlandþing æskunnar og málefni EFTA og
EB, auk æskulýðsstarfs Alþýðubandalagsins.
Oddviti
Tilboð óskast í ýmsar gerðir af röntgenfilmum
ásamt framköllunarefni fyrir ríkisspítala og
nokkur sjúkrahús.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupa-
stofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík.
Tilboðsfrestur er til kl. 11.00 f.h. þann 23. apríl
n.k.
ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RÍKISIIMS
_________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Skip til sölu
Kauptilboð óskast í Vitaskipið Árvakur, þar sem
það liggur við suðurhöfnina í Hafnarfirði, í því
ásigkomulagi sem skipið er nú.
Skipið verður til sýnis eftir nánara samkomulagi
við forstöðumann Vitamálastofnunar og gefur
hann jafnframt allar nánari upplýsingar: Sími
27733.
Tilboð leggist inn á skrifstofu vora eigi síðar en
14. mars n.k. kl. 11.00 f.h. og verða þá opnuð í
viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Boraartúni 7. sími 26844
/Sjfs
TRÉSMIÐJAN STOÐ
• Smíðum hurðir og glugga í
ný og gömul hús.
• Önnumst breytingar og
endurbætur á gömlum
húsum úti sem inni.
• Smíðum sumarbústaði og
seljum sumarbústaðalönd.
Trésmiðjan Stoð
Reykdalshúsinu Hafnarfirði
Sími 50205, kvöldsími 41070.
FRÁ MENNTAMÁLA-
RÁÐUNEYTINU:
Staða deildarstjóra í handritadeild Landsbókasafns
Islands er laus til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs-
feril sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. mars
n.k.
Fyrri auglýsing um stöðuna, dags. 19. febrúar s.l.
sem birtist í dagblöðum og sem lesin var í útvarpi er
hér með afturkölluð.
Menntamálaráðuneytið,
26. febrúar 1990
OAGVIST BARIVA
Forstaða dagheimilis
Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns
við dagheimilið Austurborg lausa til umsóknar.
Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til
17. mars næstkomandi. Upplýsingar veita
framkvæmdastjóri og deildarstjóri fagdeildar
dagvistar barna í síma 27277.
Starfsleiðbeinandi
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar að
ráða starfsleiðbeinanda í hlutastarf til starfa í
vinnu- og föndurstofu Vinnu- og dvalar-
heimilisins. íbúar dvalarheimilisins sækja þang-
að vinnu eftir hádegi 5 daga vikunar.
Æskilegt er að umræddur starfsmaður hafi
starfað með fötluðum, eigi auðvelt með að um-
gangast fólk, geti starfað sjálfstætt og hafi
starfsreynslu á þessu sviði. Nánari uppl. veitir
Hildur Jónsdóttir alla virka daga frá kl. 1 -4 í síma
29133.
Umsóknir skulu berast Vinnu- og dvalarheimili
Sjálfsbjargar Hátúni 12, Reykjavík fyrir 16. mars
n.k. merktar „Starfsleiðbeinandi".
*■» «■»*
'V Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur
Lóðirnar 6A, 6B og 8 við Há-
tún, staðgr.r. 1.235.3, sem
markast af Hátúni, Laugarnes-
vegi og Laugavegi
Hér með er auglýst samkv. 17. og 18. gr. laga
nr. 19/1964 nýtt hámark nýtingar á ofan-
greindum reit og flokkast reiturinn samkv. Aðal-
skipulagi Reykjavíkur 1984-2004 þannig:
Blönduð athafnahverfi miðsvæðis 0,70-
1,10.
Er þessi breyting einnig samræmd aðliggjandi
reit sem er með viðmiðunar nýtingu 0,70-0,89.
(Lóðirnar Hátún 6 og Nóatún 17).
Nánari upplýsingar eru veittar á Borgarskipu-
lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3,3. hæð alla virka
daga frá kl. 09.00-16.00 til 17. apríl 1990.
Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila
skriflega á sama stað eigi seinna en 2. maí
1990.
ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9