Þjóðviljinn - 03.03.1990, Side 11
í VIKULOK
Krabbamein
Til sigurs
Krabbameinsfélagið helgar marsmánuð baráttunni gegn krabbameini.
Halldóra J. Rafnar stýrir þjóðarátaki gegn krabbameini: Með mark-
vissum aðgerðum er þetta viðráðanlegt. Mynd: Kristinn.
KrabbameinsfélagiS bauð
nokkrum af helstu fyrirmönnum
þjóðarinnar tiJ holls morgun-
verðar á fimmtudag. Þar með
hófst þriðja þjóðarátak félagsins
gegn krabbameini. Atakið stend-
ur allan marsmánuð og nær há-
marki sínu 31. mars og 1. aprfl
þegar gengið verður í hvert ein-
asta hús á landinu og íslendingar
beðnir um að láta fé af hendi
rakna til stuðnings Krabbameins-
félaginu.
„Það var ákveðið að helga
marsmánuð baráttunni gegn
krabbameini og þess vegna byrj-
uðum við á táknrænan hátt með
hollum morgunverði. Við feng-
um mörg góð fyrirtæki til að
leggja okkur til hollustufæði, og
það er alveg dæmigert fyrir þann
mikla velvilja sem félagið mætir
alls staðar," sagði Halldóra J.
Rafnar, sem stjórnar herferð
Krabbameinsfélagsins.
Krabbameinsfélagið efndi til
fyrsta þjóðarátaksins 1982 og þá
safnaðist fyrir húsinu þar sem
starfsemi félagsins fer nú fram.
Fjórum árum síðar var aftur
leitað til þjóðarinnar um fjár-
stuðning. Þá safnaðist fé fyrir
rannsóknastofu og einnig var
hægt að hleypa af stokkunum að-
hlynningu í heimahúsum. Mark-
mið hennar er að gera krabba-
meinssjúklingum kleift að dvelja
sem lengst heima við. Fyrir af-
rakstur söfnunarinnar var einnig
keypt brjóstamyndatæki, sem
gerir það að verkum að hægt er
að fara reglulega út á Iand. Og nú
vantar fé til að halda allri þessari
starfsemi áfram.
Morgunverðargestunum á
fimmtudag var kynnt veggspjald
með tíu heilsuboðorðum og ætl-
unin er að aðrir landsmenn kom-
ist einnig í kynni við þau. Heilsu-
boðorð þessi eru unnin af vís-
indamönnum úti í Evrópu og
ýmsir þeirra halda þvf fram, að
fari menn eftir þeim alla ævi,
minnki líkurnar á að viðkomandi
fái krabbamein um allt að 50
prósent.
Heilsuboðorðin tíu hljóða svo:
1. Reykjum ekki og forðumst
reyk frá öðrum. Notum ekki nef-
tóbak eða munntóbak. 2. Tak-
mörkum neyslu áfengra drykkja.
3. Vörumst óhófleg sólböð. 4.
Fylgjum leiðbeiningum um með-
ferð efna og efnasambanda, sem
sum eru krabbameinsvaldandi. 5.
Borðum mikið af grænmeti,
ávöxtum og trefjaríku fæði. 6.
Drögum úr fituneyslu og forð-
umst offitu. 7. Leitum læknis ef
við finnum hnút eða þykkildi eða
tökum eftir að fæðingarblettur
stækkar, breytir um lit eða verður
að sári; einnig ef við verðum vör
við óeðlilegar blæðingar. 8.
Leitum læknis ef við fáum þrá-
látan hósta, hæsi eða meltingar-
truflanir eða léttumst að tilefnis-
lausu. Tvö síðustu heilsuboðorð-
in eru sérstaklega ætluð konum:
9. Förum reglulega í legháls-
skoðun. 10 Skoðum brjóstin
mánaðarlega og förum reglulega
í brjóstamyndatöku eftir fertugt.
Halldóra J. Rafnar sagði að
baráttan gegn krabbameininu
hefði gengið vel. Skipulag þessar-
tr baráttu á íslandi er einsdæmi í
eiminum og erlendar heilbrigð-
isstofnanir leita fyrirmynda hing-
að. Fjöldi greindra krabbameina
er tæplega 900 á ári og hefur
fjölgað um eitt prósent að með-
altali á undanförnum árum, en
árangur í baráttunni gegn þeim
hefur á sama tíma orðið miklu
meiri. Þannig hefur t.d. legháls-
krabbamein þokað úr öðru sæti í
það sjöunda meðal greindra
krabbameina hjá konum. Og það
er m.a. að þakka betri leit og
greiningu. En er þá þörf á svona
baráttumánuði?
„Já,“ sagði Halldóra. „Við för-
um fram undir kjörorðinu „Til
sigurs“. Það er ekki sigur á morg-
un eða hinn, en það er reiknað
með að fullnaðarsigur vinnist í
fyrirsjáanlegri framtíð. Þessum
sjúkdómi verður náttúrlega ekki
útrýmt, en með markvissum að-
gerðum er þetta viðráðanlegt.“
-Að lokum, Halldóra, ferðu
sjálf eftir heilsuboðorðunum tíu?
„Ég held ég geti sagt með góðri
samvisku að ég geri það, og ég
hvet fólk til að gera það og styðja
okkur í baráttunni til sigurs,"
sagði Halldóra J. Rafnar, sem
stýrir þjóðarátaki Krabbameins-
félagsins gegn krabbameini.
-gb
Hvar fæ ég höfði hallað?
Þegar ég var ungur og smár olli ein hending í
heimþráarljóði Jónasar, Ég bið að heilsa, mér
ómældum heilabrotum og hugarvfli. Lokaorðin í
þessu fagra ljóði eru nefnilega svona: „Þröstur
minn góður/það er stúlkan mín“. Hvað á maðurinn
við? hugsaði ég. Er hann virkilega að efast um
kynferði mitt?
Þessi söngur sem hljómaði í öllum óskalagaþátt-
um Ríkisútvarpsins greyptist í sinnið og varpaði
mér út í það sem á norrænum tungum er nefnt
ídentítetskrísa, ritstjórinn vill kalla það sjálfuml-
eikakreppu. Allar götur síðan hefur farið drjúgur
tími í vangaveltur um það hvað í ósköpunum maður
sé eiginlega.
Næsta stig þessarar kreppu var þegar ég var lam-
inn til að skipta um knattspyrnufélag. Ég hafði fyrir
einhvern misskilning látið ánetjast KR á unga aldri
en svo flutti ég í hatrammasta hluta Fram-hverfisins
og þegar vitnaðist um grugguga fortíð mína á
knattspyrnusviðinu var mér hótað daglegum bar-
smíðum og útskúfun ef ekki yrði breyting á. Ég lét
ekki berja mig lengi heldur gekk í Fram og held
ennþá með því ágæta félagi.
Og svo kom pólitíkin. Að vísu verð ég að játa að
hún olli mér ekki neinum teljandi efaköstum. Ég
var alinn upp á góðu og gegnu kommaheimili og
gekk því sjálfkrafa inn í Fylkinguna og Flokkinn.
Það var ekki fyrr en seinna sem efinn kom...
En eitt af því sem blandast inn í pólitískar vanga-
veltur ungs manns er afstaðan til þjóðernisins.
Auðvitað er maður íslendingur með stórum staf
(þótt mér finnist nú betra að skrifa það með litlum á
la Magnús Torfi). Á tímum 68-uppreisnar og Víet-
namstríðs var þjóðernisstefnan ekkert sérstaklega
vinsæl. Þá voru allir sannir vinstrimenn boðberar
alþjóðahyggjunnar, amk. þeir sem voru undir þrí-
tugu og þeir einir töldust marktækir. Það var tekist á
um það hvort maður væri á móti hernum í heiðinni
af því hann hefði svívirt fjallkonuna eða af því hann
væri partur af því fólskugengi sem myrti saklausa
bændur austur í Asíu og víðar um heim. Að sjálf-
sögðu tilheyrði ég síðarnefnda hópnum.
Allt er í heiminum hverfult og fyrr en varði voru
unnendur alþjóðahyggjunnar roknir í hár saman.
Alþjóðahyggjan klofnaði í tvennt. Og það sem
verra var: þeir sem við hrekklausir mörlandar
höfðum stutt við bakið á í bestu meiningu voru allt í
einu farnir að slást innbyrðis eða við einhverja enn
aðra.
Þá var þrautalendingin sú hjá mörgum að líta í
eigin barm og rækta garðinn sinn. Enn þvældist þó
spurningin fyrir manni: hver er ég og með hverjum
ber að halda í þessum flókna knattspyrnuleik sem
lífið er?
Og þá varð það fyrir mörgum okkar að reyna að
leita að sínu hlutabréfi í þjóðarsálinni. Það nægði
þó ekki því þjóðarsálin er bara partur af alheimssál-
inni og þar þarf maður að finna sér rétta hillu. Menn
fóru að leita sér að samhljómi í einhverju landi, td. í
Evrópu eða Skandinavíu.
Norræn samvinna reyndist mörgum heilladrjúg í
þessari leit. Ekki nóg með að þeir fyndu sér ágæta
menningu til að bergja af heldur var jafnvel hægt að
verða sér úti um ferðastyrki til að heimsækja við-
komandi lönd.
Síðasta ár sparkaði svo endanlega undan mér
fótunum. Fyrst hætti það að jafngilda landráðum að
nefna EB og EFTA óbölvandi og svo splundraðist
járntjaldið. Nú er eins og norræn samvinna sé að
færast inn í EFTA sem er á leiðinni inn í EB með
viðkomu í Varsjárbandalaginu sem er að sækja um
aðild að Nató.
Er það furða þótt ég ruglaður?
-ÞH
þJÓÐVILIINN
fyriröOárum
Happdrætti Háskóla íslands.
Hvað fá menn meira en happ?
Það er rétt að vinna og rækja
störf sín, án þess að treysta um of
á heppni. En lífið væri grátt og
hversdagslegt, ef það geymdi
ekki í skauti sér möguleika til
happa. „Sveltursitjandi kráka, en
fljúgandi fær,“ segirmáltækið.
Jafnvel höppin koma varla, nema
menn beri sig eftir þeim. Og
höppin eru svo margvísleg. Svo
kveður Jónas Þór: Hann er ís-
lands Háski/ happ og sigur
_______________í DAG
3. mars
Laugardagur. 62. dagurársins.
Jónsmessa Hólabiskups á föstu.
20. vika vetrar byrjar. Sólarupp-
rás í Reykjavík kl. 8.29-sólarlag
kl. 18.52.
Viðburðir
Þjóðhátíðardagur Marokkó.
Björn Sigurðsson læknirfæddur
árið 1913.3. Alþjóðasambandið
stofnað í Moskvu (Komintern)
árið 1919.
þjóðinni,/ happ er skólans
happdrætti,/ happið mesta
pyngjunni.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna
2. mars-8. mars er í Lyfjabúðinni löunni og
Garðs Apóteki.
Fyrrnef nda apótekiö er opiö um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er
opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur............sími 4 12 00
Seltj.nes............sími 1 84 55
Hafnarfj.............simi 5 11 66
Garðabær.............sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavík............sími 1 11 00
Kópavogur............sími 1 11 00
Seltj.nes............sími 1 11 00
Hafnarfj.............sími 5 11 00
Garðabær.............sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrlr Reykjavik, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiönir, símaráöleggingar og tíma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sím-
svara 18888.
Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildin er opin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
simi 53722. Næturvakt lækna simi
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsimi vaktlæknis 985-23221.
Ketlavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdelld
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spitalinn: alladaga 15-16og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16og 19-19.30. Sjukrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavík: alla daga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allan sólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum. Sími 687075.
MS-félagið Alandi 13. Opiðvirkadagafrá
kl.8-17. Síminner 688620.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum vestur-
götu3.Opiðþriðjudagakl.20-22, ,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing
ámiövikudögumkl. 18-19, annarssím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- ogfimmtudagskvöldum kl. 21-
23, Simsvari á öðrum tímum. Síminn er
91-28539.
Bilanavakt rarmagns- og hitaveitu: s.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
sími 652936.
Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi
21260allavirkadagakl. 1-5.
-ögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aöstandendur þeirra á
fimmtudögumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um ainæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringiö í síma91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
27. febrúar 1990
Bandaríkjadollar........... 60,62000
Sterlingspund................102,19000
Kanadadollar................. 50,89600
Dönsk króna................... 9,31900
Norsk króna................... 9,30040
Sænsk króna................... 9,91170
Finnskt mark................. 15,25030
FransKur franki.............. 10,58220
Belgískur franki.............. 1,71900
Svissneskur franki........... 40,76660
Hollenskt gyllini............ 31,77570
Vesturþýskt mark............. 35,80730
Itölsk líra................... 0,04844
Austurrískur sch.............. 5,08340
Portúg. escudo................ 0,40740
Spánskur peseti............... 0,55700
Japanskt jen.................. 0,40802
Irskt pund................... 95,18900
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 dys 4 ró 6
endir7missa9tauga-
áfall 12 furða 14 eðli 15
fax16kaka19bindi20
fljótinu 21 tvístra
Lóðrétt: 2 sef a 3 f Ijót-
ræði4skort5blóm7
Óviljugt8fingur10
maðkana 11 áhaldið 13
bor 17 vafi 18 blekking
Lausnásíðustu
krossgátu
Lárétt:1skro4eldi6
rof 7 ómak 9 laus 12
falin14und15góa16
röska 19 kvef 20 önug
21 pláss
Lóðrétt: 2 kám 3 orka
4 efli 5 dóu 7 ólukka 8
afdrep10angans11
slanga13lús17öfl18
kös
Laugardagur 3. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11