Þjóðviljinn - 10.03.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR
Sjávarútvegur
Færeyingar velja byggðakvóta
Ákvörðunin byggð á reynslu íslendinga af kvótakerfinu. Kvóti bund-
inn fiskvinnslustöð en ekki skipi
Asama tíma og íslendingar
virðast ætla að halda fast við
núverandi form á fiskveiðistjórn-
inni að binda kvóta alfarið við
skip hafa Færeyingar valið
byggðakvóta. Þessa ákvörðun
sína byggja þeir meðal annars á
þeirri reynslu sem fengist hefur af
fiskveiðistjórnun okkar, sem
þeim finnst samkvæmt þessu vera
víti til varnaðar.
Takmark hinnar nýju fisk-
veiðistjórnunar hjá frændum
okkar Færeyingum er að minnka
fiskiskipastólinn og koma í veg
fyrirbyggðaröskun. Byggðakvóti
Skoðanakönnun
íhaldið með 70%
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
70% atkvæða í borgarstjórnar-
kosningunum í Reykjavík í vor-
samkvæmt skoðanakönnun sem
DV birti í gær. Samkvæmt því
fengi hann 12 fulltrúa í borgar-
stjórn en Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur og Kvennalisti
myndu skipta hinum þremur á
milli sín. Framsóknarflokkurinn
fengi ekki mann kjörinn.
Alþýðubandalagið og Alþýð-
uflokkurinn fá hvor um sig 7,6%,
Kvennalisti 8,9% og Framsókn-
arflokkur 5,6%.
Úrtakið var 600 manns og jafnt
skipt milli kynja. Óákveðnir voru
31% og 4% neituðu að svara.
-Sáf
Færeyinga miðast við það að
kvótinn sé bundinn vinnslustöð
sem þýðir að viðkomandi stöð er
tryggt nægjanlegt hráefni til
vinnslunnar. Því þarf fiskvinnslu-
fólk, bæjar- og sveitarstjórnir og
aðrir íbúar sjávarplássa í Fær-
eyjum ekki að hafa eins miklar
áhyggjur af því þótt einstaka út-
gerðarmenn vilji selja báta sína
og skip og verið hefur hér á landi.
Ef þessi tilhögun yrði að veru-
leika hérlendis mundi hún svo
gott sem útrýma öllu braski með
kvóta og leiða til fækkunar skipa
sem virðist ekki vera vanþörf á.
Að sögn Árna Benediktssonar
framkvæmdastjóra og stjórnar-
manns í Félagi Sambandsfrysti-
húsa hefur þessi leið Færeyinga
verið skoðuð all ítarlega meðal
fiskvinnslumanna hér á landi.
Hins vegar telur hann farsælast
að fara meðalveginn sem er að
kvótanum yrði skipt á milli skipa
og fiskvinnslustöðva til að koma í
veg fyrir áframhaldandi byggða-
röskun hérlendis. Árni sagði
jafnframt að afnám sóknar-
marksins, eins og gert er ráð fyrir
í frumvarpi sjávarútvegsráð-
herra, yrði til að minnka fjárfest-
ingar útgerðarmanna í nýjum
skipum og leiða þar með til fækk-
unar í fiskiskipastólnum.
-grh
Undirmálsfiskur
Sjómenn eigi fiskinn
Svanfríður Jónasdóttir: Undirmálsfiskur ogfiskúrgangur eins og lifur
verði eign sjómanna og utan skipta
Svanfríður Jónasdóttir, sem nú
situr á Alþingi fyrir Steingrím
J. Sigfússon samgöngu- og land-
búnaðarráðherra, hefur lagt
fram þingsályktunartillögu þess
efnis að Alþingi feli sjávarútvegs-
ráðherra að undirbúa löggjöf sem
skyldi útgerðarfyrirtæki til að
gera sjómönnum kleift að hirða
allan undirmálsfisk sem um borð
kemur. Aflinn verði eign sjó-
manna og ekki inni í hluta-
skiptum og það sama gildi um
fiskúrgang eins og lifur.
í greinargerð minnir Svanfríð-
ur á mikla umræðu um að undir-
málsfiski sé hent fyrir borð á ís-
lenskum skipum í talsverðum
mæli. Þessi umræða sé ekki ný af
nálinni en hafi aukinn þunga nú
vegna takmarkaðra veiði-
heimilda. Nýleg könnun SKÁÍS
fyrir Kristin Pétursson alþingis-
mann gefi vísbendingu um að um
mikla sóun geti verið að ræða á
verðmætum. Reynt hafi verið að
sporna gegn þessu með setningu
reglugerðar en greinilegt sé að
það dugi ekki.
f dag er 1/3 undirmálsfisks tal-
inn til kvóta nema hann fari yfir
10% af afla, þá telst hann allur til
kvóta, segir í greinargerði. Reynt
hafi verið með verðlagningu
verðlagsráðs að koma í veg fyrir
að smáfiskur berist á land og þess
vegna sé hvorki útgerð né áhöfn
hagur í að hirða þennan afla.
Stærðarmörk og verðlagning segi
hins vegar ekkert um möguleika
á nýtingu né hugsanlegt verðmæti
þessa afla.
„Veiddur fiskur er dauður fisk-
ur og okkur ber skylda til að nýta
hann. Til þess að það geti orðið
þurfa sjómenn að sjá sér hag í að
hirða allan undirmálsfisk," segir
orðrétt í greinargerðinni. Hið
sama eigi við um innyfli, enda
sýni reynsla að lifur sé einungis
hirt þar sem mannskapurinn fær
að eiga hana og sjái sér þannig
hag í aukinni vinnu.
-hmp
Byggingarnefnd
Lokubúnaður
krefst leyfis
Byggingarnefnd Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum á
fimmtudag tillögu frá þeim
Gunnari H. Gunnarssyni og Giss-
uri Símonarsyni um að allir sem
hafa rafdrifinn lokubúnað á bif-
reiðastæðum þurfi að sækja um
að fá að hafa slíkan búnað ella
verði búnaðurinn fjarlægður á
kostnað eiganda. Frestur er gef-
inn til 1. maí.
Hér er um að ræða ítrekun á
tillögu sem nefndin samþykkti í
nóvember á síðasta ári í kjölfar
þess að ákveðið var að láta fjar-
lægja lokubúnaðinn við Frímúr-
araplanið. Þeirri tillögu var aldrei
fylgt eftir af embætti byggingarf-
ulltrúa og því var tillagan ítrekuð
nú og settur ákveðinn frestur.
-Sáf
Vilja óbreytt
ástand
Fjölmargir salfiskframleiðend-
ur hafa undanfarna daga sent
Jóni Baldvin Hannibalssyni utan-
ríkisráðherra áskoranir um að
breyta ekki núverandi sölufyrirk-
omulagi á saltfiski. Einnig segjast
þeir styðja þá ákvörðun sjávarú-
tvegsráðuneytisins að banna út-
flutning á ferskum, flöttum fiski
og flökum.
Hér er um að ræða skeyti frá á
annað hundrað saltfiskframleið-
endum víðs vegar um landið, þar
sem þeir lýsa hver á fætur öðrum
yfir þeim góða árangri sem sölu-
fyrirkomulag Sölusamtaka ís-
lenskra fiskframleiðenda hefur
haft íyrir afkomu þeirra. -grh
Jarðhrœringar
Lausn fyrir hendi
Þorleifur Einarsson: Hitaveitustjóra á að vera
vel kunnugt um áhrif ofdœlingar úr borholum
á jarðhitasvœðum.
orleifur Einarsson jarðfræð-
ingur telur að hægt sé að
koma í veg fyrir frekari jarð-
hræringar við Laugaveginn með
Ástæður þess að Höfrungur 2.
frá Grindavík strandaði rétt vest-
an við innsiglinguna í fyrradag
var að stýrimaðurinn sofnaði við
stjórnvölinn. Þá var svokallaður
vökustaur ekki í sambandi þar
sem skipverjum þótti hann pípa
of oft.
Þessar upplýsingar komu fram
við sjópróf sem haldin voru f gær
hjá bæjarfógetaembættinu í
Keflavík. Að sögn Ásgeirs Eiríks-
sonar hjá embættinu verður mál-
ið sent til umsagnar Ríkissak-
sóknara og Siglingamálastjórnar.
í gær voru skemmdir á Höfr-
ungi 2. kannaðar betur í slipp-
num hjá Skipasmíðastöð Njarð-
víkur og kom þá í ljós að botns-
tykki skipsins er ónýtt, kjölurinn
mikið skemmdur sem og skrúfa
skipsins.
Höfrungur 2. strandaði í fyrra-
dag þegar skipið var á landleið úr
róðri. Tíu manna áhöfn var um
borð en engan sakaði og náðist
skipið, sem er 179 tonna stálbát-
ur, út á hádegisflóðinu þann
sama dag.
því að taka Nesjavallavirkjun
strax í notkun og veita heitu vatni
þaðan og inn á veitukerfi Hita-
veitunnar. Þar með má hvíla
önnur svæði Hitaveitunnar og
síðan td. dæla heitu vatni ofan í
borholurnar við Laugaveginn.
Með því verður hita haldið við í
holunum á svæðinu og hugsan-
lega koma í veg fyrir frekara inn-
streymi sjá var á svæðið og kólnun
berggrunnsins.
„Að vísu mun þetta kosta
mikla peninga," segir Þorleifur
Einarsson, en segir einnig að það
muni kosta miklu meira fé að
eyða þeim orkulindum sem eru
fyrir á Reykjavíkursvæðinu. Þar
má nefna Þvottalaugasvæðið í
Laugardai og Blesugrófarsvæðið
við Elliðaár. Þessi svæði má því
geyma til framtíðar og nota í
miklum kuldaköstum. Því sé það
vel þess virði að framkvæma
þessa tilraun.
Þorleifur sagði jafnframt að
hitaveitustjóra ætti að vera vel
kunnugt um að þar sem ofdæling
hefur átt sér stað úr borholum á
jarðhitasvæðum verði vart við
jarðhræringar. „Um það má
meðal annars lesa í sumum
kennslubókum í jarðfræði,"
sagði Þorleifur. Máli sínu til enn
frekari stuðnings vísar Þorleifur
til þess sem hefur átt sér stað við
svipaðar aðstæður á Nýja-
Sjálandi. Þá gerðu Bandaríicja-
menn tilraun í Colorado með því
að dæla köldu vatni niður í bor-
holur íil þess að geta dælt upp
heitu vatni á eftir. Þeir urðu að
hætta þessum tilraunum sökum
mikillar skjálftavirkni á svæðinu.
-grh
Höfrungur 2.
Stýrimaður
svaf
Listasafn ASÍ
Úr hugarheimi
Sýning á verkumfatlaðra opnuð í Listasafni ASÍ. Alda Sveinsdóttir:
Minnum á það sem hægt er að gera í gegnum myndmenntina
Eitt af verkunum á sýningunni er Gamla Grýla eftir Valdemar, sem
hefurþetta að segja um myndina: „Krókódíllinn aftan í Grýlu er halinn.
Krókódílar þola ekki frost, þess vegna setti Grýla húfu á halann til þess
að honum yrði ekki kalt. Síðan hefur þannig húfa verið á börnum Grýlu,
jólasveinunum. Þegar Grýla stal börnum hafði hún þau í erminni og gaf
krókódílnum. Hattur Grýlu er sópskófla. Þessi hugmynd er fengin í
bollasýn".
r
Ur hugarheimi heitir sýning á
verkum fatlaðra, sem verður
opnuð í Listasafni ASÍ við Grens-
ásveg kl. 15 í dag. Sýningin er
haldin á vegum Landssamtak-
anna Þroskahjálpar og Öryrkja-
bandalags íslands og eiga yfir
hundrað manns, sem eiga við ein-
hvers konar fötlun að stríða verk
á sýningunni. Forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir verður
heiðursgestur við opnun sýning-
arinnar og menntamálaráðherra,
Svavar Gestsson ávarpar sýning-
argesti.
Alda Sveinsdóttir mynd-
menntakennari, sem hefur safn-
að verkunum saman og stjórnaði
uppsetningu sýningarinnar,
kveðst hafa leitað fanga víða um
land og lagt áherslu á að fá á sýn-
inguna verk, sem væru ekki snot-
urt föndur, unnið undir stjórn
annarra, heldur væru sjálfstæð
tjáning, sprottin úr hugarheimi
þess sem skapaði.
- Tilgangur sýningarinnar er
bæði að hvetja fatlaða til sjálf-
stæðrar tjáningar í gegnum
myndmennt og aðrar listir og eins
að sýna hvað þeir geta gert þrátt
fyrir oft og tíðum miklar hindran-
ir, segir hún. - Þess vegna fannst
okkur nauðsynlegt að segja deili
á öllum þeim, sem eiga verk á
sýningunni og taka fram hver
þeirra fötlun væri. Þetta hefur að-
eins vafist fyrir fólki en er ekki
gert til að draga fram það
neikvæða við fötlunina heldur til
að sýna hvað viðkomandi getur
gert þrátt fyrir hana. Ég held að
-grh
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. mars 1990