Þjóðviljinn - 10.03.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.03.1990, Blaðsíða 9
'0M ■#fáí Grunnskólar Tengdir saman með tölvu 26 grunnskólar fá úthlutaðfé úrþróunarsjóði grunnskóla Nýlega var úthlutað úr þróun- arsjóði grunnskóla í annað sinn. Tuttugu og sex skólar fengu úthlutun til 27 verkefna, alls 7,5 miljónir króna. Grunnskólinn á Kópaskeri fékk annar tveggja skóla hæsta einstaka styrkinn fimm hundruð þúsund krónur, til tilraunar til að efla samskipti um tölvur milli skóla og ýmissa aðila í skólakerfinu. Pétur Þorsteinsson skólastjóri Grunnskólans á Kópaskeri sagð- ist vera ánægður með styrkveit- inguna, en hann hefur unnið að uppsetningu tölvumiðstöðvar á Kópaskeri um nokkurt skeið. Hann sagði tölvukerfið í raun nýtast öllum þeim skólum sem vildu nýta sér það. Styrkurinn færi í að greiða kostnaðinn við tengingu móðurtölvu hans á Kópaskeri við samskiptanet Pósts og síma, sem hefði þá kosti að notendur greiddu nánast sama gjald fyrir notkun á kerfinu hvar sem þeir væru staddir á landinu. Með því að hringja með tölvu í móðurtölvu Péturs komast menn inn á póst- og ráðstefnukerfi. Pét- ur sagði móðurtölvuna vera fjöl- notavél sem líta mætti á sem tölvupósthús þar sem hver not- andi ætti sitt pósthólf. Þannig gæti hann skrifast á við aðara að- ila inni á móðurtölvunni og kom- ist inn á alþjóðleg tölvunet í gegn- um hana. Nú þegar eru um 10 skólar komnir inn á „Imbu“ eins og Pét- ur kallar móðurtölvuna og stöðugt bætast nýir notendur við. Að sögn Péturs hafa tölvusam- skipti sem þessi beint hagnýtt gildi en ekki má heldur gera lítið úr þeim mannlegu samskiptum sem geta farið fram með þessum hætti. Hann sagði raunar jafn erf- itt að lýsa gildi kerfisins og gildi talsímans. Dæmi um það hvernig kerfið getur nýst er að bráðlega kemur út fréttabréf Fræðsluskrifsto- funnar á Akureyri. Efni bréfsins skrifuðu skólamenn víðsvegar um fræðsluumdæmið en því var öllu komið til fræðsluskrifsto- funnar í gegnum tölvuna hjá Pétri. í því tilviki virkaði kerfið því eins og ritstjórn, þótt vega- lengdin á milli ritstjórnarmeð- lima mældist í hundruðum kílóm- etrum. „Þannig geta menn sem vinna td. saman að gerð hand- bókar verið sinn á hvoru lands- horninu eða heimshorninu, en samt velt á milli sín hugmyndum og handritum á nokkrum mínút- um,“ sagði Pétur Þorsteinsson. Ef stórar stofnanir eins og Kenn- væru möguleikarnir til fjarkenns- araháskóli fslands og Kenns- lu til að mynda miklir. lumiðstöðin kæmu til samstarfs -hmp Laust embætti er forseti ísiands veitir Prófessorsembætti í handlæknisfræðum við læknadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- anda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, fyrir 17. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið, 7. mars 1990 Félagsmálastofnun ReykjaVíkurborgar Droplaugarstaðir Snorrabraut 58, Reykjavík Sjúkraliðar: Þetta er orðsending frá félögum ykkar á Droplaugarstöðum. Okkur langar til að benda ykkur á, að hingað vantar sjúkraliða til starfa, samkomulag um vinnutilhögun. Hér er mjög góð vinnuaðstaða, skemmtilegt umhverfi, góður starfsandi og miðsvæðis í borginni. Einnig vantar okkur ófaglært fólk á hjúkrunar- deild í 80-100% starf. Hvernig væri að koma og skoða og kynna ykkur stofnunina. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9 og 12 f.h. alla virka daga. ip UTBOÐ UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í að- færsluæðar og dreifikerfi fyrir Hafnarfjörð 13. áfanga, Hvaleyrarholt - Reykjanesbraut. Hvaleyrarholt: Heildarlengd lagna er um 2.160 m, pípustærðir eru 0 20 - 0 200. Reykjanesbraut: Heildarlengd lagna er um 650 m, pípustærð er 0 250. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 13. mars, gegn kr. 15.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 3. apríl 1990 kl. 11.00. INN^AUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Stmi 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í verkið „Borgarholt - Aðveituæð, 1. áfangi.“ Um er að ræða byggingu á um 1.000 m af steyptum hitaveitustokki með 500 og 600 mm stálpípum. Stokkurinn liggur frá Vesturlandsvegi meðfram Víkurvegi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn k*. 15.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 3. apríl 1990 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAP ________Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 c 2 m Tilboð óskast í röntgenbúnað fyrir Landspítala og Vífilsstaðaspítala. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Til- boð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11:00 f.h. þann 24. apríl 1990 merkt: „Útboð 3571 A+B“ þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Boraartúni 7. simi 26844 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. borg- arverkfræðingsins í Reykjavík, óskareftirtilboð- um í gatnagerð og lagningu holræsa og jarð- vinnu vegna vatnslagna í Vatnagarða frá Sæ- görðum að Holtavegi. Helstu magntölur eru: Gröftur 9.000 m3 Fyllingar 6.500 m3 Lagning holræsa 410 m Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.0Q0,- skila- tryggingu. Tilboðin eru opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. mars 1990 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25300 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 19. mars kl. 20.30 að Hótel Sögu - Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir til- boðum í steypta kantsteina víðsvegar í Reykja- vík. Heildarmagn um 23 km. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 1.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudag- inn 22. mars 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR r. Frikirkjuvegi ,3 - Simi 25800 <r ALÞYÐUBANDALAGIÖ Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur Reinar Aðalfundur Reinar verður haldinn laugardaginn 17. mars kl. 13.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Heitt á könnunni. Sýnum áhuga og mætum öll. Stjómin Alþýðubandalagið í Kópavogi Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 12. mars n.k. í Þing- hóli, Hamraborg 11, og hefst kl. 20.30. 1. Aætlun skólanefndar um uppbyggingu grunnskólanna. 2. Önnur mál. Stjómin ———— ' ' Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa féiagsins verðurfyrstum sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaqa. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfólagsins og greiða fólagsgjöldin Sími 41746. , Stjórnin Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráð Alþýðubandalagið á Akranesi boðar til bæjarmálaráðsfundar ( Rein, mánudaginn 12. mars klukkan 20,30. Dagskrá: 1. Bæjarstjórnarfundur. 2. önnur mál. . . Stjómin Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld verður haldið í Þinghól, Hamraborg 11, þriðju hæð, mánudaginn 12. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Opið hús Opið hús verður í Kreml sunnudaginn 11. mars kl. 14-16. Rædd verður stefna Alþýðubandalagsins við næstu bæjarstjórn- arkosningar. Auk þess verður fjallað um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 1990. Mætum öll. Stjómln

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.