Þjóðviljinn - 21.03.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Blaðsíða 1
f S veitarstjórnir Konur hætta Könnutt Jafnréttisráðs: Meirihluti sveitar- stjórnarkvenna œtlar að hœtta í vor. Reynsla margra er neikvœð Meirihluti þeirra kvenna sem nú eiga sæti í sveitarstjórnum ætl- ar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Stór hluti kvennanna segist enda hafa neikvæða reynslu af starfi sínu í sveitarstjórnum. Þetta kemur fram í könnun sem Stefanía Traustadóttir vann fyrir Jafnréttisráð. Tæplega 130 konur eru aðal- menn og 158 konur eru varamenn í sveitarstjórnum á fslandi. Leitað var til þeirra allra og svör- uðu 76 aðalmenn og 47 varamenn spurningum könnunarinnar. 61 af hundraði aðalmanna segist ætla að hætta í vor. Margar eru í vafa. Þegar spurt er hvers vegna konumar ætli að hætta, bera flestar við tímaskorti. Aðrar ástæður eru neikvæð reynsla, persónulegar ástæður, að starfið sé erfitt og beri ekki árangur og margar svara því til að þær vilji gefa öðrum tækifæri. í könnun Stefaníu er dregin upp einfölduð mynd af hinni dæmigerðu sveitarstjórnarkonu og hún er eitthvað á þessa leið: Hún er á aldrinum 31 til 40 ára, hún er vel menntuð miðað við kynsystur sínar, vinnur gjarna hjá hinu opinbera eða á skrifstofu og vinnur langan vinnudag. Hún er einnig gift og á ung börn og síðast en ekki síst; hún er á sínu fyrsta kjörtímabili í sveitarstjórn. -gg Nýr vettvangur Bjarni í slaginn Þetta verður hörð barátta, en ég er tilbúinn til þess að slást við hvem sem er um fyrsta sætið í prófkjöri Nýs vettvangs og Alþýðu flokksins. Ég vona að Kristín Á. Ólafsdóttir taki einnig þátt í bar- áttunni um fyrsta sætið, segir Bjarni P. Magnússon, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins í samtali við Þjóðviljann. Bjarni hellir sér þar með út í baráttu við Ólínu Þorvarðardótt- ur dagskrárgerðarmann um ef- sta sætið í prófkjöri Nýs vett- vangs og Alþýðuflokksins. Ólína lýsti yfir því í Þjóðviljanum í gær að hún stefndi að efsta sætinu. Bjarni skorar á Kristínu Á. Ól- afsdóttur, borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, að blanda sér einnig í þessa baráttu, og vonar að niðurstaðan verði sú að hún skipi annað sæti listans. „Það hefur lengi verið skoðun mín að Kristín eigi að skipa ann- að sætið. En við erum að tala um opið prófkjör og fólkið á auðvit- að að ráða þessu. Það er af og frá að ég taki þátt í einhverjum samningum um það fyrirfram hvernig listinn á að líta út og sætti mig auðvitað við það ef ég lendi í þriðja sæti,“ segir Bjarni. ■gg Miðvikudagur 21. mars 1990. 55. tölublað 55. árgangur Alþýðubandalagið Kristín krafin svara Guðrún Ágústsdóttir: Kristín verður að velja á milli Nýs vettvangs og Alþýðubandalagsins. Sigurjón Pétursson: Við Kristín ekki lengurfulltrúar sama aðila í borgarstjórn. Kristín Á. Ólafsdóttir: Mun ekki starfa í óþökk borgarmálaráðs Kristín verður að velja á milli Nýs vettvangs og Alþýðu- bandalagsins. Maður getur ekki starfað á fullu í tvennum stjórnmálasamtökum í kosninga- baráttu, segir Guðrún Ágústs- dóttir, borgarfuiltrúi Alþýðu- bandalagsins, um stöðu Kristínar Á. Ólafsdóttur í Alþýðubanda- laginu eftir að hún tilkynnti þátt- töku i prófkjöri Nýs vettvangs og Alþýðuflokksins. Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi er svipaðrar skoðunar, en segist eftir sem áður geta starfað með Kristínu á sama hátt og hann starfar með borgarfulltrúum ann- arra minnihlutaflokka. „Mér dettur ekki í hug að taka þátt í kosningaundirbúningi hjá Alþýðubandalaginu. Mér finnst hins vegar eðlilegt að ég starfi áfram í borgarmálaráði sem borgarfulltrúi og er tilbúin til þess að starfa með Sigurjóni og Guð- rúnu eins og áður,“ segir Kristín. f blaðinu í dag birtist erindi hennar til borgarmálaráðs, sem fundar síðdegis í dag. Þar biður Kristín ráðið að ákveða hvort það telji rétt að hún sitji áfram í borg- arstjórn og nefndum á vegum Al- þýðubandalagsins. „Ég hef ekki áhuga á að starfa þarna áfram í óþökk borgarmála- ráðs,“ sagði Kristín í samtali við Þjóðviljann. „Ég lít ekki lengur þannig á að við Kristín séum fulltrúar sama aðila í borgarstjórn og mér fynd- ist óeðlilegt ef hún ætlaði að sitja áfram í borgarmálaráði Alþýðu- bandalagsins. Þar eiga einungis að sitja stuðningsmenn G-listans og ég reikna ekki með því að Kristín sé í þeirra hópi. Mér finnst einnig að sá sem gengur til liðs við ný samtök eigi að segja skilið við þau sem hann var í áður,“ sagði Sigurjón Pét- ursson í samtali við Þjóðviljann. Innan Alþýðubandalagsins, og þá ekki síst innan Æskulýðsfylk- ingarinnar, hafa verið uppi raddir um að flokkurinn eigi að ganga til liðs við Nýjan vettvang. Æsku- lýðsfylkingin fundaði um málið í gærkvöldi. Sigurjón vísar þessari hug- mynd á bug. „Það var tekin ákvörðun um að bjóða fram G-lista og síðan hefur ekkert breyst annað en að hluti þeirra sem urðu undir í atkvæða- greiðslu þá vilja ekki una því og hafa gengið til liðs við önnur framboð," segir Sigurjón. Mál þessi bar á góma á fundi framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins í gærkvöldi, án þess að vera þar formlega á dagskrá. Formaður flokksins minnti á þá hefð, að flokksforystan hefði ekki afskipti af sveitarstjórnar- framboðum og framkvæmda- stjórnin sá ekki ástæðu til álykt- ana eða aðgerða af þessu tilefni. -gg Á Seltjarnarnesi og í Mosfellssveit hafa stjórnmálaflokkar ákveðið að sameinast í framboði gegn Sjálfstæðisflokknum. Á Seltjarn- arnesi funduðu fulltrúar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags ígaerþarsem þessi ákvörðun var staðfestog ákveðið aö bjóðafram undir nafninu „Bæjarmálafélag Seltjarnarness“. En flokkarnir höföu samþykkt þetta hverfyrirsig á mánudag. Þessi mynd vartekin í upphafi sameiginlegs fundar flokkanna á Seltjarnarnesi í gær. Mynd: Jim Smart. Alverið Verkfall mögulegt Slitnað upp úr samningaviðrœðum stéttarfélaganna og stjórnar Álvers- ins í Straumsvík Ifyrrakvöld slitnaði upp úr samningaviðræðum um kjara- samninga starfsmanna í Álverinu í Straumsvík. Verkalýðsfélögin ætla að funda um stöðu mála á morgun og að sögn Sigurðar T. Sigurðssonar formanns Hlífar í Hafnarfirði mun stjórn félagsins að öllum líkindum fara fram á verkfallsheimild til að knýja á um lausn málsins. „Deilan snýst um tvær ein- greiðslur sem eru í síðustu samn- ingum og við höfum marglýst því yfir að samkvæmt 1. grein samn- ings ASÍ og VSÍ eigi þær að halda sér. Þessar greiðslur voru upp á rúmlega 26.000 krónur og 20.000 krónur og ef þær verða felldar út nægja þessar tvær kauphækkanir upp á 1,5% sem eiga að koma 1. febrúar og 1. júní ekki til að vega upp tekjutapið. Það á með öðr- um orðum að lækka laun starfs- fólks í álverinu. Við segjum að það komi ekki til greina, ASÍ og VSÍ geti ekki lækkað kaupið í ál- verinu, hvorki bæði saman né hvort í sínu lagi. Stjórnendur ál- versins eru ekki til viðræðu um annað en að þessar greiðslur falli niður en við teljum það jafngilda því að við gæfum hrók í forgjöf í samningunum,“ segir Sigurður. Verkalýðsfélögin sem eiga hlut að samningunum í álverinu ætla að boða fundi með sínu fólki á morgun, fimmtudag, og bjóst Sigurður við því að amk. stjórn Hlífar færi fram á að henni yrði veitt heimild til að boða verkfall. „Ég hef það á tilfinningunni að þessi stífni álversmanna tengist viðræðunum sem nú fara fram milli ríkisvaldsins og Atlantal- hópsins um staðsetningu nýs ál- vers. Kannski vilja ísal-menn að það spyrjist til Atlantal-hópsins að nú sé órói meðal starfsmanna í Straumsvík og því vissara að fara eitthvað annað með nýja álver- ið,“ sagði Sigurður T. Sigurðs- son. Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur í þessari kjara- deilu og henni hefur heldur ekki verið vísað til sáttasemjara. _þjj Sjóslys Eins manns saknað Sjöstjarnan VEfórst út af Elliðaey í gœr Eins manns er saknað cftir að Sjöstjarnan VE fórst út af Elliða- ey í gærmorgun eftir að hafa feng- ið á sig brotsjó. Fimm menn úr áhöfninni komust í gúmmíbjörg- unarbát og bjargaði lóðsinn í Vestmanneyjum þeim um miðjan dag í gær. Ahöfninni tókst ekki að senda út neyðarkall en merki frá neyðarsendi björgunarbátsins voru numin hjá flugturni í Vestmannaeyjum. Leit að sjötta skipverjanum hafði ekki borið árangur þegar blaðið fór í prent- un í gærkveldi. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.