Þjóðviljinn - 21.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Blaðsíða 7
MENNING Ásmundarsalur Ævintýra- heimur Margrét Zóphóníasdóttir: Held það skipti mestu að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum ser - Ætli það hafi ekki bara verið kominn tími til að gera eitthvað, segir Margrét Zóphóníasdóttir, sem þessa dagana heldur sína fyrstu einkasýningu í Ásmund- arsal við Freyjugötu. Margrét stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1975-77 og við Myndlista- skóla Reykjavíkur 1974-77, og var við framhaldsnám við Skolen for Brugskunst á árunum 1977- 81. - Ég lærði grafík og hef fram undir þetta beitt henni við allt sem ég geri, segir hún, - eða þangað til í fyrrasumar, þá byrj- aði ég að mála. Ég lærði í sex ár og safnaði í sarpinn á þeim tíma, hef fylgst vel með því sem hefur verið að gerast í myndlistinni og hef alltaf verið að kenna, svo mér fannst orðið kominn tími til að fara að gera Sinfónían Selló- konsertar eftir Haydn og Sallinen Finnski sellóleikarinn Arto Noras leikur einleik með Sinfóníunni annað kvöld Tveir sellókonsertar, annar frá átjándu öld og hinn frá 20. öld verða fluttir á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói annað kvöld. Alls verða fjögur tónverk á efnisskrá tónl- eikanna: Sellókonsert í C-dúr eftir Jósef Haydn, Sellókonsert nr. 2 eftir Aulis Sallinen, Náttreið og sólaruppkoma, tónaljóð eftir Jean Sibelius og Rhapsody Esp- agnol eftir Maurice Ravel. Einleikari verður finnski selló- leikarinn Arto Noras, sem er tæplega fimmtugur að aldri. Hann er talinn einn fremsti selló- leikari heims og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir sellóleik sinn, meðal annars dönsku Sonn- ingverðlaunin. Auk þess að leika einleik á selló með hljómsveitum víða um heim leikur Noras reglu- lega kammertónlist með Kvartett Sibelíusar akademíunnar í Hels- inki og Tríói Helsinkiborgar. Finnska tónskáldið Aulis Sall- inen yar um tfma framkvæmda- stjóri Finnsku útvarpshljóm- sveitarinnar. Hann hefur kennt við Sibeliusar akademíuna og var á árunum 1976-81 skipaður pró- fessor í listum af finnska ríkinu. Sallinen er meðal annars höfund- ur þriggja ópera og fjögurra sin- fónía. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 annað kvöld. Hljómsveitarstjóri verður aðalstjórnandi Sinfóní- unnar, Petri Sakari, sem nýlega hefur framlengt samning sinn við hljómsveitina til vors 1992. LG eitthvað sjálf í stað þess að vera endalaust að segja öðrum til. Myndirnar eru flestar unnar í fyrrasumar. Ég fékk góða að- stöðu og málaði þá í nokkra mán- uði þangað til ég þurfti aftur að fara að kenna. Síðan var ég aftur í fríi í febrúar og málaði þá fjórar af þessum myndum hér á sýning- unni. Undirbúningurinn hefur þannig verið klipptur í sundur af brauðstritinu en ég veit ekki hvort ég málaði betur eða meira þótt ég hefði algjört næði, fullkomna vinnustofu og allan minn tíma. Það er einhver ævintýraheimur í þessum myndum, en það er ekk- ert sem var fyrirfram ákveðið. Ég held að það skipti mestu máli að vera heiðarlegur gagnvart sjálf- um sér. Vera ekki að ákveða fyrirfram að fylgja einhverri stefnu heldur leyfa hlutunum að þróast á léreftinu því mynd getur komið manni skemmtilega á óvart ef maður er opinn fyrir henni. LG Margrét Zóphóníasdóttir: Fannst kominn tími til að gera eitthvað sjálf... Mynd: Kristinn m Bók og plata verða gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli Sigfúsar Hall- dórssonar þann sjöunda september næstkomandi. Afmæli Bók og plata til heiðurs Sigfúsi Bókaútgáfan Reykholt hefur ákveðið að gefa út bók og hljóm- plötu í tilefni þess að Sigfús Hall- dórsson tónskáld og listmálari verður sjötugur á árinu. Verkið hefur hlotið nafnið Kveðja mín til Reykjavíkur og kemur bókin út í nóvember, en á afmælisdegi Sig- fúsar þann 7. september verður forútgáfa bókar og plötu. í bókinni verða annars vegar litprentaðar myndir af fjölmörg- um málverkum Sigfúsar, einkum Reykjavíkurmyndum. Hins veg- ar verða í henni viðtöl og rit- myndir af afmælisbarninu teknar af Jónasi Jónassyni auk þess sem brugðið verður upp svipmyndum af ævi og eiginleikum Sigfúsar. Hljómplatan fylgir bókinni en á henni verða sýnishorn af tónperl- um Sigfúsar og eru sum laganna úr hópi þekktustu laga hans en önnur ný og óþekkt. Torfi Jónsson hannaði útlit bókar og plötu og ritstjóri verks- ins er Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur en í útgáfuráði sitja auk hans Einar Hákonarson listmálari, Jón Þór Hannesson umsjónarmaður tónlistarefnis og Guðmundur Sæmundsson frá Bókaútgáfunni Reykholti hf. Leitað var til Reykjavíkurborgar um stuðning svo þetta viðarmikla verk gæti orðið almenningseign og hefur nú verið ákveðið að Borgin kaupi hluta upplagsins. Mun Davíð Oddsson borgarstjóri skrifa stuttan formála að bókinni. Miðvlkudagur 21. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Aristofanes sýnir Hlaupvídd sex Aristofanes, leiklistarfélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýnir nú Hlaupvídd sex eftir Sig- urð Pálsson í leikstjórn Péturs Eggertz, og er tilefni sýningar- innar að 50 ár eru liðin frá því að erlendir hermenn gengu um göt- ur Reykjavíkur. Að sýningunni standa 25 leikarar, 3 búningahönnuðir og 7 manna hljómsveit undir stjórn Harðar Björgvinssonar, en tón- listin er eftir Sigurð Bjólu. Erótík í Borg Sýning á erótískum verkum ís- lenskra iistamanna verður opnuð í Gallerí Borg á morgun kl. 17-19 og mun það vera í fyrsta sinn sem slík sýning er sett upp hér á landi. Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Alfreð Flóki, Bragi Ásgeirsson, Harpa Björns- dóttir, Jóhannes Jóhannesson, Jón Axel Björnsson, Magnús Kjartansson, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Sverrir Ólafsson, Valgarður Gunnarsson og Ör- lygur Sigurðsson. Sýningin verð- ur opin virka daga kl. 10-18 og 14-18 um helgar og stendur til 3. apríl. „Foodscape“ Mynd marsmánaðar í Lista- safni íslands er Matarlandslag (Foodscape) eftir Erró, olíumál- verk frá árinu 1964 og er myndin í eigu Nútímalistasafnsins í Stokk- hólmi. Leiðsögnin Mynd mánað- arins fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13:30. Leið- sögnin er ókeypis og er öllum heimill aðgangur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.