Þjóðviljinn - 21.03.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1990, Blaðsíða 9
MINNING Útför tengdamóður minnar Guðrúnar Valdimarsdóttur fyrrverandi Ijósmóður Dalbraut 27 ferfram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 13.30. Að ósk hinnar látnu eru blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Slysavarnafélag ís- lands njóta þess. Fyrir hönd systkina hennar, sonarbarna, fjölskyldna þeirra og annarra vandamanna. Christina Kjartansson íbúð óskast! Blaðamaður óskar eftir að taka á leigu 3ja her- bergja íbúð miðsvæðis í Reykjavík, sem fyrst og helst ekki seinna en 1. apríl n.k. Hafið samband við Vilborgu, sími 94-4560 og 94-4570. AUGLYSINGAR Vináttufélag íslands og Kúbu Aðalfundur Vináttufélags íslands og Kúbu verður haldinn í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, fimmtudaginn 22. mars n.k. kl. 20.30. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf. - Sagt frá vinnuferð til Kúbu síð- astliðið sumar. - Rætt um ástandið á Kúbu í Ijósi nýjustu heimsviðburða. Mætumöll! Stjórnin Kjörskrá til borgarstjórnarkosninga, er fram eiga að fara 26. maí n.k., liggur frammi almenningi til sýnis í Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúla- túni 2,2. hæð, alla virka daga frá 25. mars til 22. apríl n.k., þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 11. maí n.k. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 20. mars 1990. Borgarstjórinn í Reykjavík. fcSRARIK RkL N RAFMAGNSVEmjR RlKISINS Útboð RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-90003: Dreifispennar 31,5 - 2000 kVA Opnunardagur: Fimmtudagur 26. apríl 1990 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 21. mars 1990 og kosta kr.500,- hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík Til sölu Volkswagen árg. ‘73 til niðurrifs eða töluverðrar boddíviðgerðar. Vél keyrð ca. 40.000 km. Einn- ig er til sölu steypuhrærivél. Upplýsingarísíma 72072. Matthías Jónasson Undarlegt. Fjörgamall kunn- ingi fellur frá og það kemur manni í opna skjöldu. Matthías! Mannvinur, barnavinur, húman- isti, í bestu merkingu þeirra orða. Hann var mér einstaklega góður meðan ég vara bernsk, svo og systkinum mínum. Börnum mín- um var hann líka góður, á ná- kvæmlega sama hátt. Þau gleyma honum aldrei. Hann var eins og klettur í brimróti mannlífsins að því leyti. Börn áttu alltaf til hans erindi, hjá honum athvarf. Óbrigðull vinur barna var hann, enda hafði hann til að bera þá einlægni og einurð sem flestir vaxa upp úr - en aldrei hann. Ekki hann Matthías. Svo óx ég úr grasi og enn var Matthías vinur minn. Sameigin- legur einkabfll okkar var strætó. Þar hittumst við oft og röbbuðum saman. Ég get ekki lýst því með fátæklegum orðum hve dýrmætar þær stuttu stundir urðu mér. Það eru að sönnu forréttindi að hafa komist í kynni við slíkan heims- mann sem Matthías var. Hann var stórbrotinn hugsuður, en einnig orðsins töframaður, eins og sést á ritum sem eftir hann l'ggja- Ég kveð kæran vin. Heimurinn er ekki samur. Ólöf Pétursdóttir AUGLÝSINGAR MENNTAMÁLARAÐUNEYTIÐ Styrkir Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjómvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Japan háskólaárið 1991-92 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1993. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. - Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 30. maí n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Nor- egs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1990-91 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofn- anir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss kon- ar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á (slandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.500 d.kr., í Finn- landi 24.000 mörk, í Noregi 21.200 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 25. apríl n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmæl- um. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13. mars 1990 MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Lausar stöður við Háskólann á Akureyri Við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar eftirtaldar lektorsstöður: 1) Við heilbrigðisdeild tvær lektorsstöður í hjúkrunar- fræði. 2) Við rekstrardeild lektorsstaða í þjóðhagfræði. 3) Við sjávarútvegsdeild lektorsstaða í efnafræði og lektorsstaða í lífefna- og örverufræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, og og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 17. apr- íl n.k. Menntamálaráðuneytið, 15. mars 1990 AUGLÝSINGAR FRÁ SJÓMANNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Ákveöið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um heimild til vinnustöðvunar á fiskiskipum. Atkvæðagreiðslan hefst 21. mars á skrifstofu félagsins og um borð í skipunum. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 16.00 þann 27. mars n.k. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur Vegheflar Tilboð óskast í 8 veghefla fyrir Vegagerð ríkis- ins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 25. apríl 1990 merkt: „Útboð 3565/90“ þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTÖFNUNRÍKISINS Borgartuni 7, sími 26844 Málefnaumræðu fram haldiö i kvöld, uppi á Punkti og pasta (áður Torfunni), hefst kl.20.30. Umræðuefni: Hafið bláa hafið. Hópnefnd ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýdubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður haldið í Þing- hól, Hamraborg 11 mánudaginn 26. mars og hefst klukkan 20.30. Allir velkomnir. , , Stjómln Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Félagsfundur Alþýðubandalagið Kjósarsýslu heldur félagsfund fimmtudaginn 22. mars nk. kl. 20.30 í Félagsheimilinu Urðarholti 4, Mosfellsbæ. Dagskrá: 1. Málefnasamningur og framboðslisti. 2. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Selfossi Opið hús Opið hús með Margréti Frímannsdóttur verður haldið að Kirkju- vegi 7 á Selfossi, laugardaginn 24. mars kl. 10. Félagar fjölmennið. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.