Þjóðviljinn - 29.03.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Síða 6
Hvað kostar fermingin? Fermingarriar nálgast nú óð- fluga eins og jafnan á vorin. Þær og sauðburðurinn hafa haldist í hendur í áraraðir. Það fer í sjálfu sér ekki illa á því þar sem annað er endurnýjun lífs en hitt endur- nýjun sáttmála og upphaf nýs tímabils í lífi unglinga. En fermingarnar gera fleira en marka tímamót, þeim fylgja veisluhöld, gjafir og ný föt. Til- standið í kringum fermingarnar vex á hverju ári og nú er svo kom- ið að mörgum þykir nóg um. Menn tala um að ferming sé nú orðið meira í ætt við Mammons- blót en kristilega athöfn. Til- gangur, tilefni fermingarinnar týnist í eyðslukapphlaupi sem oftar en ekki leiðir foreldra í stór- skuldir þegar ósköpin eru afstað- in. En hvað sem öllum skyn- semissjónarmiðum líður heldur efnishyggjan velli og blómstrar í ár eins og ævinlega í ótal fermingarveislum. En hvað skyldu svo herlegheitin kosta meðalforeldra í dag? Þjóðviljinn kannaði málið í nokkrum versl- unum og fyrirtækjum og reiknaði meðaltalið. Allsstaðar var tekið milliverð, ekki það dýrasta og ekki það ódýrasta. Byrjunin er ævinlega ferm- ingarfötin en þar reyndist heldur ódýrara að eiga stelpu en strák. Meðalverð á fötum á stráka með skóm reyndist vera um 19.000,00 kr. en meðalstelpan gat komist af með 17.000,00 kr. Flestir sem tal- að var við vildu þó hafa fyrirvara á þeirri tölu sem gefin var upp því þeir töldu að stelpurnar þörfnuð- ust ýmissa fylgihluta sem ekki væru teknir með í dæmið. Hér var um að ræða skartgripi, slæður, hanska og allskonar skraut í hár- ið. Það er þá kannski óhætt eftir nánari skoðun að ákvarða að það ríki jafnrétti á þessu sviði og fermingarstelpan sé jafn kostnaðarsöm og stallbróðir hennar. Maturinn 40-50.000 Næsta skref er svo veislan því einhverju verða veislugestir að nærast á. Nú, nú þar er um tvennt að velja, annað hvort að bjóða upp á mat eða kaffi. Mörg veitingahús og veislumiðstöðvar hafa til sölu kaffihlaðborð. Þessi kaffihlaðborð eru með eða án kransaköku, með bóktertu, sér- stakri rjómafermingartertu að ó- gleymdum snittum og brauð- Kransakökur fýrir ferminguna m ® ** ** & lalZarkmeistarinru SUÐUR-V-IvR-I “íi SAHYOll 14"„Hitt“sjónvarpstækiö CEP 3011 NYTT ÁRGERÐ’90 MMinii v iíÍIsp® VERÐ: 29,800 stgr-. JAPÖNSK FRAMLEIÐSLA <2\ • Fullkomin fjarstýring með 32 aðgerðum og skjátexta sem sýnir framkvæmd vals • Svefnstilling ”Sleep timer” 30/60/90 mín. • Videorás, tenging fyrir heyrnatæki og ”Av” • Örlampi ”quick start picture tube” ofl. • Heyrnartæki Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 tertum. Verðið er að sjálfsögðu misjafnt eftir því hvort kransa- kakan eða bóktertan er vinsælli hjá væntanlegu fermingarbarni. Svo eru líka ýmiskonar tilboð í gangi sem veita afslátt fyrir á- kveðinn tíma ef staðgreitt er, eða ef greitt er með greiðslukorti. En að öllum þessum þáttum athug- uðum reynist meðalkaffiborð í fermingarveislu fyrir 30 manns kosta 25.500,00 kr. En það er líka hægt að halda matarveislu og þá er ekki síður úr ýmsu að velja. Það er hægt að kaupa kalt borð og fá sent heim, sumir bjóða allan borðbúnað að auki. Svo er líka til eitthvað sem kalla mætti volgt borð en þá er boðið upp á einn eða tvo heita rétti með þeim köldu. Verðið fer svo að sjálfsögðu eftir því hversu margir heitur réttirnir eru og hvað fylgir af meðlæti svosem brauði, salati og allskonar sósum. En þar með er ekki allt talið, því það er hægt að bjóða upp á heita máltíð á veitingahúsi og þá er bara valinn matseðillinn og allt annað kemur af sjálfu sér. Að sögn taka veitingahúsin ekki sér- staka leigu fyrir húsnæðið en maturinn er að sönnu heldur dýr- ari ef veislan er haldin á veitinga- stað, en það að meðaltali 50.000,00 kr. fyrir 30 manna hóp, ef valinn er þríréttaður matseðill. Heimsent hlaðborð kostar hins vegar um 43.000,00 kr. að með- altali fyrir þessa þrjá tugi manna. Vissulega má svo spara eitthvað með því að halda veis- luna heima, balca sjálfur eða elda en hætt er við að nútíma foreldrar svitni við tilhugsunina um að eyða kvöldunum eftir að komið er heim úr vinnu í látlítinn bak- stur og endalausa eldamennsku. Það er þá mun þægilegra að eyða kvöldunum frá miðjum mars og fram að fermingu í eftirvinnu svo hægt sé að borga hlaðborðið. INN- VÍGSLA PéturGunnarsson segirfrá fermingu Andra í bókinni Ég um mig frá mér til mín. Andra verðurekki síðuren Þórbergi tíðhugsað um Guð og eðli hans, en gefum þá Pétri orðið: Ferming er til í öllum þjóð- félögum og táknar innvígslu í samfélagið. Þeim var sagt að at- höfnin væri endurnýjun á samn- ingnum við Guð. Ha? Þau komu af fjöllum. Það hafði verið gerður samningur fyrir þeirra hönd með- an þau voru hvítvoðungar og nú var þeim í sjálfs vald sett að stað- festa hann eða rifta. Úlfur var ekki einusinni skírður og þurfti að vinda bráðan bug að því að gera þennan samning svo hægt yrði að staðfesta hann. Úr, prím- us og tjald eru einnar messu virði. Hver var hann þessi Guð sem var verið að gera samning við? „Guð er hið góða“, sagði prestur- inn. Andri hafði einusinni lesið tvær blaðsíður í Biblíunni, og sá ekki betur en Guð væri algjör brjálæðingur. Öfundsjúkur, nískur og hefnigjarn. Brjálaðist þegar Adam og Eva átu af skilningstrénu af því hann var svo hræddur um að þau yrðu jafn klár og hann. Var alveg á nálum um að þau ætu af lífstrénu og yrðu eilíf. Endaði með því að reka þau úr aldingarðinum, af því að þau vildu ekki ganga allsber. Seinna lét hann sig ekki muna um að drekkja hverju einasta kvikindi á jörðinni - börn, konur og gamal- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN FERMI í Meðalverð á köldu borði fyrir 30 manns er 43 menni meðtalin. Meiraðsegja Hitler fölnaði við hliðina á þessu mikilmenni... Kirkjan var ein af þessum í nýju hverfunum, heil ósköp af börnum og fermingin fyrir bragð- ið með færibandasniði, prestur- inn lét þau krjúpa eitt og eitt, hafði yfir einhverja þulu og gaf þeim málshátt. Andri kveið fyrir því að roðna þegar röðin kæmi að honum. Vonaði að málshátturinn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.