Þjóðviljinn - 29.03.1990, Side 9
FERMINGAR
ana. Og þar með var fermingunni
lokið.
Ég fylgdist með kirkjufólkinu
út á hlað, settist sfðan á vegginn
og hafði plaggaskipti en nokkuð
hafði hysjað úr sokkunum móti
sólinni. Að því búnu fór ég niður
fyrir kirkjuna til að forðast fólkið
og var lagður af stað heim að
Bakkaseli enda hafði ég lofað
föður mínum því að koma heim
um kvöldið. En þegar ég kom
suður fyrir kirkjuna er þar stadd-
ur Tómas bóndi á Auðnum og var
með tvo hesta undir hnakk og
sagði mér að stíga á bak öðrum
hestinum, riðum við síðan heim
að Auðnum og var þetta gert eins
og af tilviljun en var þó allt undir-
búið. Mikill var höfðingsskapur
þeirra Auðnahjóna að taka mig
heim til sín á þessari stundu og
þegar við Tómas komum í bað-
stofuna var þar uppbúið borð
með kökum og kræsingum. Vel
man ég eftir þeim Auðnahjónum
þarna við borðið og Aðalsteini,
syni þeirra, sem gaf mér
fermingarkort sem ég geymi enn
þó gulnað sé. En einmitt svona
var fólkið í Öxnadalnum, það
sem ég kynntist.
Á Auðnum sat ég við góðan
fagnað fram eftir degi en síðan
flutti Tómas mig á hestum fram
að Hálsi og gerði þennan
fermingardag að einum af ham-
ingjudögum ævi minnar. Ég var
glaður í lund þegar ég sté krapa-
fönnina suður frá Hálsi á heim-
leið og þó mjög væri seingengið
þar sem fönnin steigst víðast hvar
í kálfa vegna sólbráðar um dag-
inn þá var ég vanur að ganga í
lausum snjó og sóttist því furðu
vel. En svo fór þreytan að segja
til sín og ömurleiki jökul-
breiðunnar lagðist að hug og
hjarta. Þegar ég fór fram hjá
Varmavatnshólum var fólkið þar
gengið til náða og eins á Gili og
það var komið langt fram á nótt
þegar ég loksins þrotinn að
kröftum dróst inn göngin í
Bakkaseli.
Ráðskonan var enn vakandi og
hún tók mér æði fálega að ég
skyldi eyða tíma í að þvælast
heim að Auðnum og koma svona
seint heim. Ég hafði tamið mér
að svara aldrei ósanngjörnum á-
sökunum og háttaði ofan í rúmið
mitt þögull og svangur með kulda
jökulbreiðunnar í huganum. Svo
fór ég að hugsa um hana Ólöfu á
Bakka, Auðnafólkið og hann
Baldvin á Hálsi og fann að þrátt
fyrir allt er fólkið gott. Hún
Guðný í Bakkaseli var bara svo
sár, sárfátæk.
BERNSKULOK
Siguröur A. Magnússon
segir frá fermingu sinni í bók-
inni Möskvar morgundagsins.
Sigurðurvarfermdurástríðs-
árunum í skugga erlends
setuliðs, stríðs, fátæktarog
drykkjuskapar á æskuheim-
ilinu.
Fermingin var öllu dapurlegri.
Athöfnin fór fram í Dóm-
kirkjunni þarsem ég mætti í nýju
fötunum og var enn sem fyrr
hreykinn af, þó hinir strákarnir
væru allir í jafnfínum eða fínni
fötum. Ég sat ásamt fermingar-
systkinunum fremst í kirkjunni
og hafði stólum verið raðað þvert
á bekkjaraðimar þannig að við
snerum vöngum að kirkju-
gestum. Annarsvegar sátu stúlk-
urnar, hinsvegar strákarnir.
Kirkjan var yfirfull af fólki sem
pískraði í hálfum hljóðum, hast-
aði á yngri börn og var á sífelldu
iði. Ég klúkti á stólnum og skotr-
aði öðmhverju augum til Lára
sem sat skáhallt gegnt mér, prúð-
búin og tíguleg og fjarlægari en
nokkru sinni fyrr. Aldrei mundi
mér auðnast að nálgast þessa
þóttafullu þokkadís. Hún var
óhagganleg í reisn sinni og lét
ekki svo lítið að senda mér eitt
augnatillit.
Þegar fermingarbörnin voru
nefnd með nafni um ieið og prest-
urinn blessaði þau risu foreldrar
og aðrir aðstandendur úr sætum.
í vaxandi angist fylgdist ég með
hvernig misstórir hópar af fólki
stóðu upp hér og hvar í kirkjunni
hvenær sem nafn var nefnt. Ég
vissi að enginn ættingja minna
var í kirkjunni nema pabbi. Hann
var uppá lofti og þegar orðinn
þéttkenndur, enda byrjaður að
tárfella um leið og við stigum inní
kirkjuna. Ég beit á jaxlinn og
reyndi að harka af mér með þeirri
röksemd að ættmenni skiptu ekki
máli við þessa athöfn, sem snerist
um það eitt að taka mig í tölu
fullorðinna, en fann hvernig ég
titraði í hnjáliðunum og varð eitt
blóðstykki í framan þegar prest-
urinn nefndi nafn mitt og ég reis
úr sæti. Hann tók í hönd mér og
las einkunnarorðin sem hann
hafði valið: „Vertu trúr allt til
dauða og Guð mun gefa þér lífs-
ins kórónu."
Allt til dauða, hugsaði ég og
mynd Ragnars skaut uppí huga
mér. Alstaðar skyldi dauðinn
koma við sögu.
Að fermingu afstaðinni löbb-
uðum við pabbi útá Lækjartorg
til að ná í strætisvagn. Andlit
hans var társtokkið og hann ákaf-
lega meyr, fór aftur að tárfella í
strætisvagninum og ég skammað-
ist mín niðurfyrir allar hellur,
óskaði þess heitt og innilega að ég
væri kominn útí hafsauga og
hefði aldrei verið fermdur. Öm-
urleiki dagsins magnaðist fyrir þá
sök að ég stóð í strætisvagninum
uppábúinn og allir nærstaddir
fengu að vita hvaðan ég væri að
koma, en það var engin undan-
komuleið. Mér var skapi næst að
fara líka að skæla eða reka upp
skaðræðisóp og skjóta öllum
þessum forvitnu og samúðarfullu
andlitum eftirminnilega skelk í
bringu.
Pegar heim kom hafði Marta
dúkað borðið og bar fram kókó
og kökur, en ég hafði litla lyst á
eftirlætisgóðgæti mínu, sat með
hangandi höfuð og bölvaði í
hljóði þeim blindu örlaganornum
sem spunnið höfðu lífsþráð minn.
Pabbi var enn klökkur og hélt
uppi einræðum um blessaðan
prestinn sem hefði verið svo alúð-
legur og skilningsríkur þegar
hann sá vín á honum í kirkjunni.
Munur eða helvítis stórbokkarnir
og hræsnaramir í hans ungdæmi.
Þegar pabba tók að leiðast ein-
talið og fann þungt andrúmsloftið
á heimilinu, reis hann á fætur og
kvaðst ætla að taka mig með sér
til frænku sinnar við Klepps-
veginn. Þó ég væri síður en svo i
skapi til að fara í heimsóknir hjá
ókunnugum, þá fannst méi
skárra að skömminni til að kom-
ast útundir bert loft en sitja
aðgerðalaus í óvistlegri stofunni.
Svo við skunduðum vestur
Kleppsveg og litum inn hjá
frænku sem tók okkur tveim
höndum, alltaf sama alúðin. Ég
var varla sestur þegar hún tók of-
anúr hillu litla bók sem hún
kvaðst ætla að gefa mér í
fermingargjöf. Ég opnaði bókina
með eftirvæntingu og um mig fór
hlýr þakklætisstraumur þegar ég
las á titilblaðinu „Hundrað bestu
ljóð á íslenska tungu“. Þetta var
eina fermingargjöfin sem ég
eignaðist með heiðarlegum hætti.
Eftir fullnaðarpróf vann ég
fulla vinnu í hænsnabúinu og varð
að vakna fyrir allar aldir til að
annast morgunverkin, svo eig-
andinn gæti sofið svefni réttlátra
og látið sig dreyma um stærilátar
hispursmeyjar. Mér var mikil
raun að vakna svo snemma vegna
óreglunnar á heimilinu, en reyndi
sem ég gat að standa í stykkinu
með hjálp vekjaraklukku sem ég
fékk að láni. Fyrsta sinni sem ég
svaf yfir mig fékk ég stranga
áminningu, enda valt rekstur
búsins á stundvísi, nákvæmni og
reglusemi. Þegar ég svaf yfir mig í
annað sinn viku seinna var ég um-
svifalaust rekinn úr starfi og stóð
uppi atvinnulaus nýkominn í tölu
fullorðinna.
„ Fermingar og áfengi
eigaekkisamleið. Eyði-
leggjum ekki hátíðleika
fermingarinnar með
neyslu áfengra drykkja.
Munum að bjór er einnig
áfengi. “
Vímulaus æska,
Húsmæðrafélag Reykjavíkur,
Prestafélag íslands,
Áfengisvarnaráð,
Átak til ábyrgðar,
Í.V.T.
Á ÓSKALISTANUM
l ' fr=h r—1
■
\\ \ . AKAI
HLJÓMTÆKI MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ
AKAI m370 samstæðan * 2x50 m/vatta * Útvarp með 5 stöðva minni á rás. * Geislaspilari með 16 laga
minni. * 60 m/vatta (Two Way) hátalarar. * Fjarstýring og fl.
*
Ef að líkum Iætur mun þessí vinsæla Akai hljómtækjasamstæða slá öll fyrri sölu-
met okkar. Þessí frábæra 100 m/vatta samstæða með vönduðum geislaspilara og
fjarstýringu mun reynast ómetanleg eígn þegar fram Iíða stundír.
(Réttverð 62.900.)
Fermíngartílboð kr. 49.900.
AKÁI
5ÁRAÁBYRGÐ
SENDUM í
PÓSTKRÖFU
SÍMI687720
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA g