Þjóðviljinn - 08.05.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 08.05.1990, Side 3
FRETTIR Neytendur Eflum íslenskan iðnað Félag íslenskra iðnrekenda og Hagkaup hafa tekið höndum saman til stórátaks í kynningu ogsölu á íslenskum iðnaðarvörum dagana 10.-19. maí Aðaltilgangur þessa átaks er að kynna íslenskar neytenda- vörur og minna á nauðsyn þess að efla innlenda framleiðslu og fjölga þar með atvinnutækifær- um í landinu, sögðu þeir Víg- lundur Þorsteinsson formaður Fé- lags íslenskra iðnrckenda og Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Hagkaups. Félags íslenskra iðnrekenda og Hagkaup hafa tekið höndum saman til stórátaks í kynningu og sölu á íslenskum iðnaðarvörum á neytendamarkaði undir kjörorð- unum: Hagkaup á heimavelli — íslensir dagar maí ‘90. Markmið þessara daga er að efla iðnað í landinu með kynningu og sölu ís- lenskra framleiðsluvara og styrkja samstarf og nauðsynlega samvinnu verslunar og iðnaðar í landinu. Átakið er liður í um- fangsmiklu kynningarstarfi sem Félag íslenskra iðnrekenda hefur staðið fyrir undanfarin tvö ár. Nafngiftin á dögunum er skír- skotun til þess átaks sem sömu aðilar stóðu fyrir í maí árið 1985. Um 70 íslensk iðnfyrirtæki munu taka þátt í þessu átaki og kynna vörur sínar í verslunum Hagkaups víðs vegar um landið dagana 10.-19. maí. Að undir- búningi og framkvæmd þessa átaks leggja um 900 starfsmenn Hagkaups hönd á plóg ásamt fleiri hundruðum starfsmanna í iðnfy rirtæk j unum. -grh Endurvinnslan h.f. 68% dósa í endurvinnslu Arið 1989 var skilað til Endur- vinnslunnar h.f. alls 16,6 milljónum umbúða sem saman- standa af 11,6 milljónum áldósa, 3,7 milljónum af plastflöskum Nýr vettvangur Styður Svavar Nýr vettvangur lýsir yfir stuðn- ingi við meginhugmyndir í frum- varpi menntamálaráðherra um leikskóla og telur að málaflokkur- inn eigi heima i menntamálaráðu- neytinu, segir í fréttatilkynningu frá Nýjum vettvangi. t>á segir að starfsemi leikskóla og dagheimila sé fyrst og fremst uppeldis- og menningarstarfsemi og beri því að heyra undir menntamálaráðuneytið, auk þess sem eðlilegt sé að forðast að dreifa einstökum málaflokkum á fleiri ráðuneyti en nauðsyn ber til. Undir þetta rita þau Bjarni P. Magnússon, Kristín Á. Ólafs- dóttir og Kristín Dýrfjörð. _Sáf undan gosdrykkjum og 1,3 milljónum af einnota glerflöskum fyrir öl og gosdrykki. AUs greiddi Endurvinnslan h.f. 83,3 mifjónir króna í skilagjald fyrir þessar umbúðir. í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu kemur fram að reiknuð skila- prósenta af seldum umbúðum er 68% sem telst mjög góður árang- ur á fyrsta starfsári, miðað við reynslu annarra þjóða. Hagnað- ur af rekstrinum árið 1989 varð 8,3 miljónir. Á þessu ári er áætlað að skilað verði rúmlega 36 miljónum um- búða og er sala einnota umbúða í landinu á sama tíma áætluð tæp- lega 54 miljónir. Á síðasta ári voru allar áldósir sem bárust til endurvinnslu pressaðar og seldar til bræðslu erlendis. Samtals voru pressuð 220 tonn eða um 10.000 rúmmetrar af ópressuðum dósum sem annars hefði þurft að aka með og urða á sorphaugum með miklum tilkostnaði. Um næstu mánaðamót flytur Endurvinnslan starfsemi sína úr Dugguvogi í Knarrarvog 4. Jacques Mer, sendiherra Frakka á íslandi, veitir Sigurði Pálssyni riddaraorðu lista og bókmennta. Mynd-Jim Smart. Rlddari lista og bókmennta Sigurður Pálsson skáld var sœmdur riddara- orðu lista og bókmennta Frakka á föstudag Sigurður Pálsson skáld var sæmdur orðu lista og bók- mennta við hátíðlega athöfn í Iðnó síðastliðinn föstudag. Jack Lang menntamálaráð- herra Frakklands útnefndi Sigurð riddara lista og bókmennta fyrir framlag hans til útbreiðslu og kynningar á franskri menningu á íslandi. Sendiherra Frakklands á ís- landi Jacques Mer sæmdi Sigurð orðunni að aflokinni ræðu þar sem hann fór fögrum orðum um verk Sigurðar, bæði þýðingar hans á frönskum bókmenntum og frumsmíðar hans á íslensku. BE Svona skildi Bandaríkjaher eftir sig á Heiðarfjalli. Myndin er tekin í júní 1980 þegar Vararmáladeild utanríkisráðuneytisins taldi sig hafa hreinsað svæðið. En hættulegasta mengunin er samt ekki fólgin í yfirborðsrusli heldur sorpi og efnaúrgangi sem var urðaður. Mengun Landgæðum fómað fyrir herinn Viðskilnað Bandaríkjahers á Heiðarfjalli á Langanesi, þar sem hann rak ratsjárstöð árin 154 til 1969, er varla hægt að kalla annað en varanleg náttúruspjöll. Eigendur flskeldisstöðvar við rætur fjallsins neyddust tU að leggja hana niður vegna mengun- arhættu á síðasta ári. í framhaldi af því hefur komið í ljós að utanríkisráðuneytið gerði samning við herinn árið 1970 þar sem öllum skaðabótarétti vegna afnota Bandaríkjamanna af Heiðarfjalli er afsalað fyrir hönd íslenska ríkisins og allra íslenskra ríkisborgara eins og skýrt var frá í laugardagsblaði Þjóðviljans. PCB-efni á Heiðarfjalli Þjóðviljinn hefur fengið upp- lýsingar sem virðist sanna ótví- rætt að spennar með PCB-efnum hafi verið í notkun í ratsjárstöð- inni á Heiðarfjalli. Þar hafi verið að minnsta kosti fimmtán til tutt- ugu olíukældir spennar. Hver þeirra hafi innihaldið að minnsta kosti 50 lítra af olíu. Þetta stangast á við fullyrðing- ar Varnarmáladeildar utanríkis- ráðuneytisins sem hefur viljað gera sem minnst úr mengunar- hættu vegna umsvifa Vamarliðs- ins á Heiðarfjalli og Straumnes- fjalli við Aðalvík. í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttorms- sonar á síðasta þingi um mengun frá þessum herstöðvum em líkur færðar að því að svonefndir þurrspennar hafi verið notaðir í þessum stöðvum auk þess sem fullvíst þyki að þeim hafi verið komið til nýtingar annars staðar. Ekki hefur tekist að afla upp- lýsinga um það hvað varð um PCB-spennana þegar ratsjár- stöðin var lögð niður á Heiðar- fjalli. En samkvæmt heimildum Þjóðviljans hentaði spenna þeirra ekki íslenskri notkun og er ólíklegt að þeir hafi farið í aðra notkun innanlands. Það er því alls ekki hægt að útiloka að þeir hafi verið urðaðir á staðnum vegna þess að herinn flutti nánast ekkert burt nema það væri nýtanlegt annars staðar. Ótti við mengaðan fisk Hafi mörg hundruð lítrar af PCB-olíu verið urðaðir í Heiðar- fjalli er ljóst að vatnsból við rætur fjallsins verða hættulega menguð í marga áratugi í það minnsta. Hitt er þó alvarlegra að berist PCB-mengun frá Heiðarfjalli og Straumnesfjalli í hafið er ekki hægt að útiloka þann möguleika að hún mengi fisk. Jafnvel þótt slík mengun yrði svo lítil að hún væri vart mælanleg gæti umfjöll- um um hana erlendis orðið til að eyðileggja fiskmarkað íslend- inga. Þetta á sérstaklega við um Bandaríkin þar sem almenningur óttast mjög hvers kyns efna- mengun í matvælum. Þess er skemmst að minnast að franski vatnsframleiðandinn Perrier neyddist til að innkalla allt vatn vegna þess að snefill af leysiefn- um fannst í því þrátt fyrir að það væri svo lítið að það gæti alls ekki valdið heilsutjóni. En jafnvel þótt engin PCB- mengun reynist frá sorpgryfjum vamarliðsins er ekkiþar með sagt að öllu sé óhætt. Ymiss konar þungmálmar og önnur eiturefni í BRENNIDEPLI Líkur eru á að viðskiln- aður Bandaríkjahers á Heiðarfjalli hafi valdið einu alvarlegasta meng- unarslysi hérlendis og samningur íslenska ríkis- ins við Bandaríkjamenn þar um er stjórnarfarslegt hneyksli kunna að hafa verið urðuð í gryfj- unum þar sem lítill skilningur var á þeirri mengunarhættu, sem af þeim stafaði, þegar ratsjárstöðv- arnar voru reknar. Ólögleg réttindasvipting Eigendur fiskeldisstöðvarinn- ar Naustin h.f. á Eiði á Langanesi telja engan vafa leika á því að bandarísk stjómvöld eigi að bæta þeim það tjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna mengunarhættu við Heiðarfjall. Umsvif bandaríska hersins á fjallinu og sorpurðun hans hafi mengað svæðið svo að ekki sé hægt að stunda fiskeldi þar. Það kom þeim því verulega á óvart að Vamarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins hefur ítrekað sagt þeim að beina bótakröfum sínum til ísienska ríkisins en ekki bandarískra yfirvalda. Eigendur fiskeldisstöðvarinnar segja það af og frá þar sem íslenska ríkið hafi ekki valdið þeim neinu tjóni heldur bandaríski herinn. í síðasta mánuði dró svo loks- ins Varnarmáladeildin upp sam- komulag frá árinu 1970 þar sem ríkisstjóm íslands afsalar sér fyrir eigin hönd og hönd allra íslenskra ríkisborgara öllum kröfum á hendur Bandaríkjum Ameríku vegna afnota af Langanesstöð- inni. Hörður Bjamason skrifstofu- stjóri hjá Varnarmáladeild segir að samkomulag þetta hafi á sín- um tíma verið undirritað í sam- ræmi við Varnarsamninginn. Samkvæmt honum skuli ekki gerðar neinar skaðabótakröfur á hendur Bandaríkjunum fyrir tjón sem verði á eignum á samnings- svæðunum. Þetta hafi verið skilið sem svo að íslenska ríkið láti Varnarliðinu í té það land sem það þurfi og ekki komi til neinna krafa um skaðabætur eftir á af hálfu íslendinga. Lagaprófessor, sem Þjóðvilj- inn bar þetta undir, lét í ljós undr- un yfir því að fulltrúi íslenska ríkisins teldi sig umkominn þess að svipta íslenska ríkisborgara rétti til skaðabóta á hendur þriðja aðila. Það geti engan veginn stað- ist lagalega ef gerður hafi verið samningur um slíkt. Þetta vekur aftur spurningar um túlkun Vamarmáladeildar á herstöðvasamningnum og laga- legu gildi hans hvað varðar skað- abótarétt íslenskra ríkisborgara gagnvart hernum. Samkvæmt samningnum ábyrgist íslenska ríkið bætur fyrir íslenska ríkis- borgara vegna skaðabótaskyldra verka bandaríska hersins hér á landi. Jón Oddsson hæstaréttarlög- maður fulltrúi eigenda fiskeldis- stöðvarinnar Naustin h.f. segist h'ta svo á að þetta sé til að auðvelda íslenskum ríkisborgum að sækja rétt sinn en útiloki ekki að þeir fari í mál beint við banda- rísk yfirvöld vegna tjóns sem um- svif hersins hafa valdið. Þekktir bandarískir lögmenn, Lindsay, Hart, Neil og Weigler í Seattle, sem hafa tekið málið að sér vestra fyrir fiskeldisstöðina, eru sammála þessari túlkun. Þeir hafa lagt málið fyrir bandaríska þingnefnd og kynnt henni skaða- bótakröfur skjólstæðinga sinna gagnvart bandarískum yfirvöld- um. Hvaða augum sem menn ann- ars líta á umsvif Bandaríkjahers hér á landi var það varla ætlunin að veita honum leyfi til að valda varanlegu tjóni á landinu. _rb Þriðjudagur 8. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.