Þjóðviljinn - 08.05.1990, Síða 7
X-Hveragerði
Talið frá vinstri: Gísli Garðarsson, Magnea Ásdís Ámadóttir, Hjörtur Már Benediktsson og Ingibjörg Sigmundsdóttir. Þau þurfa öll að komast inn ef fella á meirihluta
Sjálfstæðisflokksins. Tr »•
H-listinn
Stefnum að meirihluta
Ingibjörg Sigmundsdóttir, oddviti H-listans: Gagnrýnum starfsað ferðir meirihlutans ogfjárhagsstöðuna. Ætlum að
lagfœra skuldastöðuna verulega á tveimur tilþremur árum. Gerum okkar góðar vonir um meirihluta
Við leggjum áherslu á að koma
á lýðræðislegri stjórnunar-
háttum, að greiða niður skuldir
bæjarins, að gera úrbætur i um-
hverfísmálum og efla félagslega
þjónustu. Við gerum okkur góða
von um að ná meirihluta og geta
hafíst handa við þessi verkefni að
kosningum loknum, segir Ingi-
björg Sigmundsdóttir, garð-
yrkjubóndi og efsti maður á H-
listanum í Hveragerði, í samtali
við Þjóðviljann.
Alþýðubandalag, Framsókn-
arflokkur, Alþýðuflokkur og
óháðir standa sameiginlega að H-
listanum, sem býður einn fram
gegn lista Sjálfstæðismanna.
Framkvæmdir í
lágmarki
Fjárhagsstaða Hveragerðis er
mjög erfið og jafngilda skuldir
bæjarsjóðs nú árstekjum hans.
Þriðja hver króna fer í fjármagns-
kostnað, en framkvæmdir eru í
algjöru lágmarki.
Heildartekjur bæjarins í ár eru
áætlaðar um 150 miljónir króna,
en þar af fara 139 miljónir í rekst-
ur. Það verður því óvenjulega
lítið afgangs til framkvæmda.
Rúmlega níu miljónir fara í gjald-
færða fjárfestingu, gatnagerð og
þess háttar, en aðeins innan við
miljón í eignfærða fjárfestingu.
„Við höfum sett okkur að
leggja áherslu á að minnka fjár-
magnskostnaðinn verulega á
næstu tveimur til þremur árum.
Það er ljóst að við verðum að
halda framkvæmdum í lágmarki á
þessum tíma, en jafnframt er
nauðsynlegt að hagræða í rekstri
fyrirtækja og stofnana bæjarins.
Með þessu teljum við okkur geta
lagfært fjárhaginn verulega,"
segir Ingibjörg við Þjóðviljann.
Gagnryna
starfsaðferðir
Hún segir yfirstjórn bæjarins
H-listinn fékk liðsauka
Oddvitaskipti hjá D-listanum sem hefur haft meirihluta síðastliðin tvö
kjörtímabil. Ingibjörg og Gísli höfðu sœtaskipti á H-listanum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft meirihluta í bæjarstjórn
Hveragerðis undanfarin tvö
kjörtímabil. I kosningunum 1982
slógust bæði Framsóknarflokkur
og Alþýðubandalag við Sjálf-
stæðisflokkinn um hylli kjósenda,
en 1986 voru aðeins tveir listar í
boði, D-listi og H-listi félags-
hyggjufólks. Sá fyrrnefndi fékk
fjóra bæjarfulltrúa en H-listinn
fékk þrjá. H-listanum hefur nú
borist liðsauki óflokksbundinna.
Hafsteinn Kristinsson fram-
kvæmdastjóri var oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í síðustu kosning-
um, en Hans Gústafsson garð-
yrkjubóndi hefur nú tekið við
fyrsta sætinu. Hans var þriðji á
lista flokksins síðast.
Alda Andrésdóttir bankafull-
trúi verður áfram í öðru sæti
D-listans, en Marteinn Jóhannes-
son byggingameistari skipar nú
þriðja sætið. Hann var áður í
fjórða sæti. Fjórða sætið nú
skipar Ólafur Óskarsson bygg-
ingameistari og hefur hann fært
sig upp um eitt sæti síðan síðast.
Erla Alexandersdóttir sölumað-
ur er í fimmta sæti D-listans.
Sætaskipti
Gísli Garðarsson kjötiðnaðar-
maður leiddi H-listann í kosning-
um 1986 og Ingibjörg Sigmunds-
dóttir garðyrkjubóndi var þá í
öðru sæti. Þau hafa nú haft sæta-
skipti, enda hafði Ingibjörg sigur
í prófkjöri.
Nýtt fólk skipar þriðja og
fjórða sæti. Hjörtur Már Bene-
diktsson garðyrkjustjóri er ó-
flokksbundinn og skipai þriðja
sæti listans. Magnea Ásdís Áma-
dóttir húsmóðir er í fjórða sætinu
og þar með í baráttusætinu.
Aðrir á H-listanum em:
5. Stefán Þórisson vélfræðing-
ur, 6. Björn Pálsson skrifstofu-
stjóri, 7. Gísli Rúnar Sveinsson
vélfræðingur, 8. Gróa Frið-
geirsdóttir hjúkrunarfræðingur,
9. Sæmundur Skúli Gíslason
byggingameistari, 10. Gunnar
Hrafn Jónsson vélstjóri, 11. Úlf-
ur Björnsson ráðgjafi, 12. Sig-
urður Eyþórsson verkamaður,
13. Auður Guðbrandsdóttir, 14.
Valdimar Ingi Guðmundsson
garðyrk j ufræðingur.
gg
hafa verið mjög slaka á kjörtím-
abilinu, upplýsingar hafi borist
seint og því hafi bæjarfulltrúar
ekki haft nægilega glöggar upp-
lýsingar um fjárhagsstöðuna þeg-
ar teknar vom ákvarðanir um
lántökur og útgjöld.
Hún nefnir sem dæmi að á
kjörtímabilinu var tekið 45 milj-
óna króna erlent lán þegar árs-
tekjur námu 70 miljónum króna.
Lánið var tekið án þess að bæjar-
fulltrúar vissu hver raunvemleg
staða bæjarsjóðs var og án þess
að fyllilega væri vitað hvernig átti
að ráðstafa fénu. Þetta lán er
bænum nú mjög þungt í skauti.
„Meirihluti Sjálfstæðisflokks-
ins hefur gert sig sekan um mjög
gagnrýniverðar starfsaðferðir á
kjörtímabilinu og það hófst strax
í upphafi þess þegar sveitarstjóri
var ráðinn. Bæjarfulltrúar voru
látnir kynna sér umsóknir
fimmtán aðila, en þegar kom að
því að fjalla um þær kom í ljós að
meirihlutinn hafði ákveðið að
ráða mann sem sótti um löngu
eftir að umsóknarfresturinn var
útranninn. Okkur var ekki gefinn
nokkur kostur á að bregðast við
því. Annað hefur verið eftir
þessu,“ segir Ingibjörg.
Óánægja með
meirihlutann
H-listinn hyggst stofna bæjar-
málaráð, þar sem sæti munu eiga
bæjarfulltrúar og varamenn
þeirra, fulltrúar listans í nefndum
og aðrir þeir sem láta sig bæjar-
málin varða. Þannig ætlar H-
listinn að virkja fleiri til áhrifa á
málefni bæjarins.
„Við höfum verið með vísi að
bæjarmálaráði á þessu kjörtíma-
bili og það hefur gefist mjög vel,“
segir Ingibjörg.
H-listinn segist leggja mikla
áherslu á umhverfismál, fegmn
bæjarins og endurbætur í holræs-
amálum.
„Við leggjum mikið upp úr fé-
lagslegri þjónustu, hlýlegu og
Ingibjörg Sigmundsdóttir: Ætlum
að laga fjárhagsstöðuna veru-
lega á næstu tveimur til þremur
árum. Myndir gg.
mannlegu umhverfi. Leikskólinn
er orðinn allt of lítill, enda em
biðlistar mjög langir. Dagheimili
vantar okkur alveg hér í Hvera-
gerði.
Atvinnumálanefnd var stofnuð
fyrir atbeina okkar í minnihlutan-
um, en hún hefur aðeins einu
sinni komið saman. Við viljum
gera hana virka og beita okkur
fyrir því að laða hingað fyrirtæki
með því að kynna þá kosti sem
Hveragerði hefur upp á að bjóða
fyrir atvinnurekstur.
Við finnum það greinilega að
Hvergerðingar em óánægðir með
störf Sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn og teljum að við eigum
raunhæfa möguleika á að ná hér
meirihluta,“ segir Ingibjörg.
-gg
Þriðjudagur 8. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7