Þjóðviljinn - 08.05.1990, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 08.05.1990, Qupperneq 11
HÓTEL BORG • FÓGETINN • DUUSHÚS X-Seltjarnarnes afl á Nesinu Bæjarmálafélag Seltjarnarness býðurfram gegn Sjálfstœðisflokknum Tveir listar bjóða fram á Sel- tjarnarnesi í vor, D-listi Sjálfs- tæðisflokks sem leiddur er af Sig- urgeir Sigurðssyni bæjarstjóra Seltirninga í tæpa þrjá áratugi, og N-listi Nýs afls sem er borinn fram af nýstofnuðu Bæjarmálafé- lagi Seltjarnarness. Félagið stendur að sameiginlegu fram- boði einstaklinga úr ýmsum stjórnmálaflokkum auk óháðra borgara. Opið prófkjör fór fram 7. aprfl og atkvæði greiddu 450 manns. Þrjú efstu sætin voru bindandi. Alþýðuflokkur fékk fjórða sætið. Siv Friðleifsdóttir Viljum opnari stjóm- sýslu Umhverfismálin eru efst á dagskránni, segir Siv Friðleifsdóttir sem skipar efsta sœti Nýs afls „Ástæða sameinaðs framboðs er að aðilar voru sammála um málefnaáherslur og vildu laða fleiri bæjarbúa til starfa að bæjarmálum, þá sem eru „óháð- ir“. Við efndum til opins próf- kjörs og samstarfið hefur gengið mjög vel,“ sagði Siv Friðleifsdótt- ir sjúkraþjálfari og efsti maður á N-lista Nýs afls á Seltjarnarnesi í stuttu spjalli við Þjóðviljann. „Eitt af okkar helstu stefnu- málum er opnari stjómsýsla þannig að íbúarnir hafi bein áhrif á stjórnun og stofnanir bæjarins. Við höfum stofnað Bæjarmálafé- lag Seltjarnarness sem er vett- Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri og efsti maður D-listans. vangur fyrir félaga um bætta stjórnun á málefnum Seltjam- arness. f félaginu munu starfa nefndir samskonar og nefndir innan bæjarins. Valdið hefur þjappast á hendur fárra Bæjarfulltrúar og kjörnir full- trúar í nefndum bæjarins munu taka þátt í opnum fundum á veg- um félagsins þannig að félags- mönnum gefst kostur á að hafa áhrif og móta stefnuna. Þannig opnast stjórnsýslan og valddreif- ing verður mikil. Þetta er þver- öfugt við þróunina hjá íhaldinu þar sem svo er komið að valdið hefur þjappast á hendur fárra. íhaldið hefur setið í tugi ára og nú er kominn tími til að ná ferskum straumum í stjórnun bæjarmála. Annað mikilvægt mál er um- hverfismálin. Við gerðum skoð- anakönnun samhliða prófkjörinu um hvaða málefni fólk vildi leggja áherslu á og þar kom skýrt fram að umhverfismálin voru sett á oddinn. Fólk vill meðal annars að eitthvað sé gert í holræsamál- unum sem eru í mjög slæmu á- standi eins svo víða á stór- Reykjavíkursvæðinu. Holræsin eru opin beint út í fjöru. Þetta viljum við bæta. Við viljum líka að gerð sé stefnumótun um hvemig best sé Siv Friðleifsdóttir: „Umhverfismálin eru efst á stefnuskránni." að vernda náttúru og fuglalíf á svæðinu vestan við núverandi byggð og endurskoða skipulag þar. Á þessu svæði þarf að bæta aðgengi og leggja göngu- og skokkstíga. Þessi skiki er merki- legur staður að því leyti að hann er einn helsti áningarstaður far- fugla á svæðinu og er því mjög viðkvæmur t.d. um varptímann. Við viljum ekki að byggt sé þarna neitt á næstunni, þetta ætti að verða grænt svæði fyrir næstu kynslóðir. Um þetta þarf að móta stefnu. Hjúkrunarheimili á Nesið Valhúsahæð viljum við láta snyrta og fegra. Þar hefur ekkert verið gert þrátt fyrir loforð þar um. Við viljum líka láta ganga frá og snyrta í kringum lóðir Val- húsaskóla og Mýrarhúsaskóla. Almennt eru umhverfísmálin ekki í nógu góðu ástandi úti á Nesi. Það vantar víða Iokafrá- gang á sameignum bæjarbúa og þetta þarf að bæta. Af öðrum stefnumálum má nefna að við viljum láta flýta byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Þá erum við að tala um heimili fyrir aldraða Sel- tirninga í manneskjulegri stærð sem hentar íbúum hér. Dagvistarmálin þarf líka að skoða, sérstaklega dagvistar- gjöldin. Þau hefur minnihlutinn viljað lækka og hafa þau í sam- ræmi við það sem gerist í ná- grannasveitarfélögunum. íþrótta- og æskulýðsstarf vilj- um við að sé öflugt á Nesinu. íþróttastarfið er gott en það er fyrst núna sem verið er að opna félagsmiðstöð fyrir unglinga og þá starfsemi viljum við vanda. Það þarf að koma heildarskipu- lagi á þessi mál og við viljum auka samstarf á milli íþróttafélagsins, skólans og félagsmiðstöðvarinn- ar þannig að dagurinn verði sem samfelldastur hjá krökkunum.“ Efstu sætin skipa þrjár konur: Siv Friðleifsdóttir, sem starfað hefur fyrir Framsóknarflokkinn, Guðrún Þorbergsdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins o^ Katrín Pálsdóttir, Kvennalista. Fjórða sætið skipar Alþýðu- flokksmaðurinn Björn Her- mannsson fræðslufulltrúi, sem var í 7. sæti en skipti við Önnu Kristínu Jónsdóttur sem hlaut kosningu í 4. sætið í prófkjöri. Það fimmta skipar Sverrir Ólafs- son rafmagnsverkfræðingur. Við síðustu kosningar vann Al- þýðubandalag mann af Sjálfstæð- isflokki, sem hafði haft fimm manna meirihluta. Alþýðu- bandalag hefur nú tvo bæjar- stjórnarfulltrúa, þær Guðrúnu Þorbergs og Svövu Stefánsdótt- ur, Sjálfstæðisflokkur fjóra og Framsókn einn. Bæjarfulltrúi Framsóknar, Guðmundur Ein- arsson, lætur af störfum í bæjar- stjórn í vor og skipar heiðurssæti N-listai;>,. Á D-listann kemur inn nýtt fólk. Forseti bæjarstjórnar, Guðmar Magnússon, fer út og í öðru sæti er Erna Nielsen sem ekki hefur verið í framboði áður. í þriðja sæti er Ásgeir Ásgeirsson bæjarfulltrúi, í fjórða sæti Petrea Jónsdóttir sem einnig er nýtt and- lit í bæjarmálapólitíkinni og í fimmta sæti er Björg Sigurðar- dóttir bæjarfulltrúi. Umræður um sameiginlegt framboð hófust strax í fyrrahaust með viðræðum Alþýðubandalags og Framsóknar. Þá tók sig saman hópur óháðra borgara sem lagði til að efnt yrði til sameiginlegs lista allra þeirra sem ekki styddu Sjálfstæðisflokkinn. Að N- listanum standa því Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag, Fram- sóknarflokkur, Borgaraflokkur, Kvennalisti og óháðir borgarar. Eitt helsta kosningamálið við síðustu kosningar var Valhúsa- hæðin, skipulag hennar og vernd- un. „Sjálfstæðismenn hétu því að ganga þar frá útivistarsvæði en hafa enn ekki tekið á því máli og það eina sem þeir hafa gert er að selja þar lóðir undir fjóra kjama einbýlishúsa,“ sagði Guðrún Þor- bergsdóttir í samtali við Þjóðvilj- ann. „í ár em það enn umhverf- ismálin sem mestur ágreiningur er um og eru sett efst á stefnuskrá Bæjarmálafélags Seltjarnar- ness.“ N-listi Bæjaimálafélags Seltjamamess 1. Siv Friðleifsdóttir. 2. Guðrún K. Þorbergsdóttir. 3. Katrín Pálsdótt- ir. 4. Bjöm Hermannsson. 5. Sverrir Ólafsson. 6. Páll A. Jónsson. 7. Anna Kristín Jónsdóttir. 8. Hallgrímur Þ. Magnússon. 9. Amþór Helgason. 10. Eggert Eggertsson. 11. Sunneva Hafsteinsdóttir. 12. Guðmundur Sigurðsson. 13. Kristín Halldórsdóttir. 14. Guðmundur Einarsson. • ÓPERUKJALLARINN • KRINGLUKRÁIN • BORGARLEIKHÚSIÐ • IÐNO • HORNIÐ • FIMMAN • HOTEL BORG • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHÚSIÐ • IÐNO • HORNIÐ p ÚTMhRKDJrtftMGdR f— \ Re/lýMMÍk 6.-13. ÞMÍ1990 ms. C/ CesHÍ !Ö E oö HOTEL BORG: Gammar FÓGETINN: Kvartett Guðmundar Ingólfssonar DUUS HÚS: FIMMAN: Súld HORNIÐ: BlúskvöldÁ/indlar Faraós ÓPERUKJALLARINN: Big band og Sextett Tónlistarskóla FÍH Kvartett Kristjóns Magnússonar GAUKUR Á STÖNG: KRINGLUKRÁIN: Borgarhljómsveitin Trió Egils B. Hreinssonar • OPERUKJALLARINN • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ • FOGETINN • DUUSHUS • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.