Þjóðviljinn - 08.05.1990, Side 15

Þjóðviljinn - 08.05.1990, Side 15
Af vettvangi stjómmála og stéttabaráttu Síðastliðinn þriðjudag, þann 1. maí var þess minnst víðsvegar um heimsbyggðina að 100 ár eru liðin frá því að verkamenn víða um lönd, helguðu sér þennan dag í baráttunni fyrir mannsæmandi vinnudegi: Þeir kröfðust 8 tíma vinnudags, 8 stunda frítíma og 8 tíma svefns. Kröfur sem allt nú- tímafólk í lýðræðisríkjum telur nú bæði sjálfsagðar og eðlilegar. 1. maí er dagur sem hefur mjög sérstæða þýðingu í huga þeirra sem hafa skapað verðmætin í samfélagi stéttanna. Hann er há- tíð hinna vinnandi stétta, tákn fyrir frelsi og sameiningarmátt starfandi alþýðu. Á þessum degi hefur verkalýðurinn fengið viðurkenningu erfiðis síns - viðurkenningu á framlagi sínu til verðmætasköpunarinnar, viður- kenningu á rétti sínum. Sú viðurkenning sem enn þann dag í dag snertir við streng í brjóstum nútímafólks - var af- rakstur áratuga þrotlausrar bar- áttu. Hún kostaði margar sigg- grónar hendur og beygðu margt bak. Hún kostaði blóð, svita og tár. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að verkalýðurinn steig sín fyrstu skref í sameiginlegri bar- áttu gegn miskunnarlausu auð- valdi og • samviskulausri stétta- skiptingu. Miklu hafa frumkvöðlar verka- lýðsbaráttunnar áorkað er þeir hófu fánann á loft fyrir hundrað árum, og ruddu brautina fyrir miljónirnar sem seinna fetuðu í þeirra spor í tímans rás. Miklu getur samtakamátturinn hrundið af stað. 1. maí er sannkallaður hátíðis- dagur hinna vinnandi stétta. En hann er einnig hátíð í víðtækari skilningi. Hann er sá dagur sem allt hugsandi fólk kennir við sam- einingu og réttlátari skiptingu lífsgæða. Forsendur stéttabaráttu hafa mikið breyst frá því á morgni verkalýðsbaráttunnar. Þá bitust menn um brauðið - nú bítast menn um aðra hluti. En grund- Ólína Þorvarðar- dóttir skrifar „Forsendur stéttabaráttu hafa mikið breystfráþví á morgni verkalýðsbar- áttunnar. Þá bitust menn um brauðið, nú bítast menn um aðra hluti. “ vallarhugsunin er ætíð hin sama. Þá - eins og nú - stóð styrrinn um hin sjálfsögðu lífsglæði og rétt hins vinnandi manns. Sú barátta stendur enn - og hún hefur færst yfir á önnur svið. Viðureignin hefur færst af vett- vangi stéttabaráttunnar yfir á vettvang stjórnmálanna. Nú á tímum snýst hún ekki ein- ungis um kaup og kjör, heldur einnig um rétt þjóðfélags- þegnanna til þess að njóta lífs- gæðanna úr sameiginlegum sjóð- um. Hún snýst um rétt þeirra sem afla teknanna í samfélaginu og standa þannig undir velferð og velmegun. Hún snýst um það hvort allir þegnar eigi að sitja við sama borð, eða hvort fáir útvaldir eigi að njóta veizlufanga á kostn- að hinna. Hér í Reykjavík snýst baráttan um það hvort eigendur borgar- innar - þ.e.a.s. við sem lifum og störfum í þessari borg - getum notið þeirra sjálfsögðu mann- réttinda sem okkur ber sem skatt- greiðendum. Hvort við getum tryggt börn- um okkar mannsæmandi uppeldi og aðbúnað á meðan við öflum þeim og okkur lífsbjargar. Hvort við getum treyst því að sómasam- lega sé búið að öldruðum ættingj- um okkar, hvort okkur eru sköpuð þau skilyrði að geta bæði starf að og lifað - sem manneskj ur - sem fjölskyldufólk - og sem hluti af heildinni. Þetta snýst m.ö.o. um grundvallarþarfir ein- staklingsins og samfélagsins. Þetta snýst um það, hvort þær þarfir séu hafðar í fyrirrúmi þegar lífsgæðunum er úthlutað af hálfu þeirra sem deila og drottna. Við sem búum í þessari borg vitum að svo er ekki. Við vitum að hér ríkir hvorki jöfnuður né réttlæti. Hér ríkja hagsmunir hinna fáu en stóru á kostnað heildarinnar. Þessu fær ekkert breytt, nema máttur samtakanna. Sameining ólíkra afla sem mynda nýja breið- fylkingu hugsandi fólks úr öllum flokkum og utan flokka. Það er það sem þarf: Nýtt afl. Þetta nýja afl hefur nú náð að myndast á Nýjum vettvangi. Inn á þann vettvang hafa flokkar, félagasamtök og einstaklingar kosið að ganga með þeirri dirfsku og því áræði sem fylgir ábyrgri stjórnmálahugsun, albúnir að takast á við þau verkefni sem brýnast er að leysa. Frjálslynt og félagslega sinnað fólk úr öllum flokkum eru að sameinast - þar með hefur opnast ný leið, nýr farvegur í stjórnmálum borgar- innar. Sá farvegur getur borið þungan straum og harðan. Og það verður sá straumur sem endanlega knýr okkur fram til sigurs í krafti jafnaðarstefnu og sameiningar. Þess vegna var síðasti þriðju- dagur líka hátíð okkar sem viljum breyta þessari borg. Sá dagur er tignarlegasta varðan á okkar leið - vegvísirinn inn í betra samfélag. Olína Þorvarðardóttir er dag- skrárgerðarmaður og situr í 1. sæti H-listans í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 26. maí. AÐ UTAN Bandaríkin Lokaö á listamenn Frá Indriða H. Indriðasyni, fréttaritara Þjóðviljans í Bandaríkjunum Kvikmyndagerðarmaðurinn Elie Chouraque þurfti að bíða í' tvær vikur eftir vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, og hún fékkst fyrst eftir að borgarstjóri Parísarborgar hafði stöðvað upp- tökur á bandarískri kvikmynd í París. lfönnuðurinn Philippe Stark fékk sér lögfræðing og leitaði aðstoðar hjá utanríkis- ráðuneyti og menntamálaráðu- neyti Frakklands til að fá áritun vegna vinnu viið hótel á Manhatt- an. Rokkhljómsveitin Niagara varð að hætta við tónleika í Balt- imore í febrúarmánuði s.l. þar sem þeir fengu ekki vegabréfs- áritun. Hvað kom til? Þessi atvik ásamt ótal fleiri, sem komið hafa til vegna hertra reglna Bandaríkjanna á útgáfu vegabréfsáritana til listamanna, hafa orðið til þess að vekja gagnrýnisraddir í franska menningarmálaráðuneytinu. Um er að ræða vegabréfsáritun merkta H-1, sem er gefin út með stuttum fyrirvara til fólks með sérstaka hæfileika. Til þess að sanna að viðkomandi hafi eitthvað sérstakt fram að færa þarf þrenns konar pappíra, sem sýna að viðkomandi hafi hlotið: Alþjóðlega viðurkenningu í al- þjóðlegri samkeppni, jákvæða umfjöllun gagnrýnenda eða vins- ældir. Til er önnur tegund vega- bréfsáritunar, H-2, sem ekki hef- ur þessi skilyrði, en henni fylgir mikil skriffinnska og tekur allt að 4 mánuði að fá hana. Fyrir marga listamenn er það of langur tími. Auk þess mega aðilar með H-2 áritun ekki koma í stað innlends vinnuafls. Það þýðir að sviðs- mönnum, róturum og öðrum fylgifiskum listamannanna er í mörgum tilfellum ekki heimilt að starfa með þeim. Andstætt Bandaríkjunum er Frakkland galopið listamönnum og haft er eftir Bruno Lion, sem fer með málefni rokks og skemmtana í menningarmála- ráðuneyti Frakklands, að ef sömu reglur giltu í Frakklandi og Bandaríkjunum væru einu er- lendu skemmtikraftarnir sem fengju að skemmta í Frakklandi Madonna og Michael Jackson. Jack Lang menningarmálaráð- herra hefur farið fram á breyting- ar á áritunarreglum Banda- rfkjanna og hann hefur einnig rit- að menningarmálaráðherrum Evrópubandalagsríkjanna bréf þar sem hann fer fram á að þau samræmi aögerðir sínar á fundi þeirra í apríllok. „Þetta er tegund menningar-verndunarstefnu," sagði Lang. „Það er staðreynd að í dag er Moskva aðgengilegri en Washington.“ Lang var þó sjálfur talsmaður verndunarstefnu, þeg- ar umræður fóru fram um tak- markanir á erlendu sjónvarpsefni innan Evrópubandalagsins. Lang kveður það þó gegna öðru máli þar sem erlent sjónvarpsefni í Evrópu sé gríðarmikið. Bandaríska sendiráðið í Frakk- landi segir að ekki hafi verið gerðar breytingar á lögum, að- eins hafi verið dregnar skýrari línur um það hverjir geti fengið H-1 og H-2 áritanir. En sama hvað gert var, róðurinn hefur þyngst hjá þeim listamönnum, sem vilja viðra list sína í Banda- ríkjunum. Hvort íslenskir lista- menn mega eiga von á ein- hverjum erfiðleikum í framtíð- inni á eftir að koma í ljós. Próf- steinninn verður e.t.v. áætluð tónleikaferð hljómsveitarinnar Bless um Bandaríkin í haust. Þá ætti að verða ljóst við hverju ís- lenskir listamenn mega búast ef Bandaríkin eru innan sjón- deildarhrings þeirra. iMÓDyiUINN fyrir 50 árum "Þingvallanefnd bannarÆsku- lýðsfylkingunni að halda mót á Þingvöllum. En mótið verður haldið við Þrastarlund dagana 15.-17. júní. Hinni svoköljuðu sjómannadeilu er lokið. Útgerð- armenn komust að samkomulagi við stéttarbræður sína í stjórn Al- þýðusambandsins og sjómanna- félaganna um að hindra f lestar kröfursjómanna. Eru verka- lýðsfélögin ekki búin að fá þá reynslu sem þau þurfa af forystu atvinnurekenda. í DAG 8. maí þriðjudagur. 128. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.37— sólarlag kl. 22.14. Viðburðir Alþjóðadagur Rauða krossins og rauða hálfmánans. Friðardagur- inn 1945. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 4. til 10 maí er f Lyfjabergi og Ingólfs Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22 til 9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekiðer opið á kvöldin 18 til 22 virk daga og á laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík............sími 1 11 66 Kópavogur............sími 4 12 00 Seltjarnarnes........sími 1 84 55 Hafnarfjörður ......sími 5 11 66 Garðabær.............simi 5 11 66 Slökkvillð og sjúkrabilar: Reykjavík............sími 1 11 00 Kópavogur............sími 1 11 00 Seltjamarnes.........sími 1 11 00 Hafnarfjörður........sími 5 11 00 Garðabær.............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes, og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til kl. 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, sima- ráðleggingar og tímapantanir í síma 21230. Uppiýsingar um lækna- og lyfja- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspftalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki haf a heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspital- Inn: Göngudeildin er opin kl. 20 til 21. Slysadelld Borgarspítalans er opin all- an sólarhringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt sími65666, upplýsingar um vaktlækna sími51100. Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 áLækna- miðstöðinni sími: 23222, hjá slökkvilið- inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki sími 22445. Farsími vaktlæknis 985- 23221. Kef lavík: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna sími 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar. Landspítalinn: Alla daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspítal- Inn: Virka daga 18:30 til 19:30, um helg- ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð- Ingardeild Landspítalans: 15 til 16. Feðratimi 19.30 til 20.30. Öldrunar- lækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14 til 20 og eftirsamkomu lagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30. Heilsuverndarstöðln við Barónsstíg opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30. Landakotsspítali: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Barndelld: Heimsóknirann- arraenforeldrakl. 16til 17daglega. St.Jósefsspftall Hafnarfirði: Alladaga 15 til 16og 19til 19.30.Kleppsspftal- inn: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til 16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra- ness: Alla daga 15.30 til 16 og 19til 19.30. Sjúkrahúsið Húsavfk: Alladaga 15 til 16 og 19.30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyöarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðlstöðin. Ráðgjöf í sálfræði- legumefnum. Sími:687075. MS-fólagið, Álandi 13. Opið virkadaga frá kl. 8 til 17. Siminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga 13.30 til 15.30ogkl. 20til 22, sími 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra, sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, sími 21500, sfm- svari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beintsamband við lækni/hjúlrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin 78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Sfmsvari á öðrum timum. Síminn er 91 -28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: sími: 27311. Rafmagnsveita bilanavakt sími: 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, sími: 652936. Vlnnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugaf ólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaðaog sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 -2240 alla virka daga. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, f raeðsla, upplýsingar. - Vestur- götu 3, R. Símar: 91-626868 og 91-626878 allan sól- arhringinn. GENGIÐ Bandaríkjadollar.............. 60,9000 Sterlingspund................ 99,41000 Kanadadollar................. 52,34000 Dönsk króna................ 9,54170 Norsk króna................... 9,32760 Sænsk króna................... 9,98610 Finnskt mark................. 15,31880 Franskur franki.............. 10,81180 Belgískur franki.............. 1,75710 Svissneskur franki........... 41,63110 Hollenskt gyllini............ 32,23330 Vesturþýskt mark............. 36,25540 (tölsk líra................... 0,04945 Austurrískur sch.............. 5,15160 Portúg. escudo................ 0,40930 Spánskur peseti............... 0,57330 Japanskt jen.................. 0,38296 (rskt pund................... 97,28500 KROSSGÁTA Lárétt: 1 áforma4karl- dýr 6 haf 7 skúf 9 hóta 12náðhús14ferskur 15 gufu 16 stakri 19 vegur20aur21 snáði Lóðrétt: 2 traust 3 úr- gangsefni4vaxa5 gæfa7sveiflast8hál 10 tignarmaður 11 vor- kennir13fax17svelg- ur 18veiðarfæri Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 gröf 4 höll 6 eir7gafl9óska12 raust 14 fró 15 rót 16 Maggi 19 gaul 20 ótæk 21 riðla Lóðrétt: 2 róa 3 fela 4 hrós5lík7göfugi8 frómur10strita11 af- taka13ugg17ali18 gól Þriðjudagur 8. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.