Þjóðviljinn - 08.05.1990, Page 16

Þjóðviljinn - 08.05.1990, Page 16
—SPURNINGIN' Hvað finnst þér um ár- angur Stjórnarinnar í Evrópusöngvakeppn- inni? þlÖÐVILIINN Þriðjudagur 8. maí 1990 83. tölublað 55. örgangur SÍMI 681333 SÍMFAX 681935 Bjarni Sveinbjörnsson hljómlistarmaður Mér finnst árangurinn frábær. Reyndar bjóst ég viö góöum ár- angri af Grétari Orvarssyni og fé- lögum hans. Svanberg Hjelm verkamaður Mór fannst þetta mjög góður ár- angur. Ég bjóst ekki viö aö við næðum upp fyrir 10. sætið. Stjórnin kom íslandi vel á blað í Zagreb. Frá vinstri eru Þorsteinn Gunnarsson, Grétar Örvarsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Einar Bragi Braga- son, Eiður Arnarsson og Jón E. Hafsteinsson. Mynd: Kristinn. HrLJ % f f/rm pJ /T * . t % \ -WIMglllllgptHP ® s&m fg£ 1 mk o* Æ Þórný Björnsdóttir iðnverkakona Ég var mjög ánægð með þetta. Ég vonaðist til að við lentum í miðju en bjóst ekki við þessu. Björgvin Þóroddsson og Brynjar Óðinsson Þetta var alveg frábært, að ná að fara úr neðsta sæti í fjórða sæti. Jónsi gítarleikari var rosalega góður. Hilmar Sigurðsson viðskiptafræðingur Þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég hafði reiknað þeim í eitt af fyrstu átta sætunum. Evrópusöngvakeppni Þegar þjoðin stóð á öndinni Sigríður Beinteinsdóttir: Fékk sting í magann þegarfyrsta landið gaf okkur 12 stig. Stjórnin varðí4. sæti Evrópusöngvakeppninnar á laugardag. Margir möguleikar hljómsveitinni opnir að er óhætt að segja að hjart- að í íslensku þjóðarsálinni hafi tekið kipp á laugardags- kvöldinu síðasta þegar hljóm- sveitin Stjórnin náði þeim ágæta árangri að lenda í 4. sæti Söngv- akeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í Zagreb í Júgóslavíu. Sig- ríður Beinteinsdóttir söngkona hfjómsveitarinnar segist hafa ver- ið afslöppuð í upphafi stigagjaf- arinnar en þegar stigin hafi safn- ast upp strax í upphafi, hefði hún farið að fá sting í magann. Full- trúi Ítalíu varð í fyrsta sæti með lag sitt um sameinaða Evrópu 1992. Meðlimir Stjórnarinnar hafa staðið í ströngu undanfama daga en það aftraði þeim ekki frá að hitta blaðamenn og fleiri í gær- dag. „Þegar fyrstu tólf stigin komu fór maður fyrst að fá í mag- ann,“ sagði Sigríður Beinteins- dóttir. En það voru Bretar sem gáfu okkur 12 stig ásamt Portúg- ölum. Stemmningin var góð í salnum þar sem flytjendur fylg- dust með framvindunni og allir klöppuðu fyrir því landi sem fékk tólf stig hverju sinni, að sögn Sig- ríðar. Það kom að því að Sigríður og félagar hennar hugsuðu hvað gerðist ef Stjórnin sigraði í keppninni. „Við vorum lengst af í 3.-5. sæti og oftast í fjórða en við fómm einu sinni í annað sætið og þá fékk maður fiðring,“ sagði Sigríður, „en við erum fyllilega ánægð með fjórða sætið.“ Fólk hefur verið misjafnlega ánægt með þessa söngvakeppni í gegnum árin. Sigríði finnst keppnin hafa farið aðeins upp á við í gæðum. Eftir keppnina í fyrra hefði hún verið komin ansi neðarlega og fólk jafnvel haft á orði hvort nokkuð ætti að vera að taka þátt í henni, við hefðum ekki tungumálið í þetta og svo fram- vegis. En keppnin virtist hafa meiri meðbyr nú en oft áður, að mati Sigríðar. „Það em fyrst og fremst lögin sjálf sem ráða velgengni í þessari keppni, fluttningurinn á þeim og sviðsframkoman hugsa ég líka,“ sagði Sigríður. Hún telur að dans hennar og Grétars Örvarssonar meðsöngvara hennar hafi haft sitt að segja. Þá spillti það ekki fyrir að hafa reynslu af því að koma fram í tónlistarsýningum hér heima og í sönglagakeppnum, en Stjómin sigraði einmitt í Lands- laginu þegar það var haldið í fyrsta skipti 1989. „Maður er því ekki alveg með sama sviðs- skrekkinn ogí upphafi, hefur lært að vera í einhverju hlutverki og með því hugarfari fór maður inn á sviðið,“ sagði Sigríður. Hún hefði þó stressast upp rétt áður en hún fór inn á sviðið, eftir að hafa setið í rólegheitum inni í búnings- herberginu. Þá hefði hún dregið andann djúpt og sagt við sjálfa sig að þetta mætti ekki og gengið inn á svið. Hún sagðist ekki hafa hugleitt það á sviðinu í Zagreb að hún væri að syngja fyrir einn milljarð manna, það hefði svo mikið verið að gerast í kring að enginn tími hefði verið til slíks. En þegar komið var út af sviðinu hefði stressið fyrst komið. Sigurður Öm Amgrímsson var fararstjóri íslenska liðsins í Zag- reb. Hann sagði að ítalir hefðu kannski unnið keppnina en Stjómin hefði unnið partýið. Þar vísar hann til þess að Stjórnin lék í samkvæmi sem haldið var flytj- endum og aðstandendum að lok- inni keppni og náði að heilla alla viðstadda með leik sínum. Pétur Kristjánsson útgáfustjóri Skíf- unnar sagði tvo umboðsmenn hafa komið til Stjómarinnar á eftir og boðið henni að fara í tón- leikaferðalag um Noreg og Dan- mörku í ágúst í sumar. Þá náðist höfundaréttarsamningur við Warner Chapell og dreifingar- samningar em í burðarliðnum. „Eitt lag enn“ kemur út í Skandinavíu í þessari viku að sögn Péturs, og stóra platan sem hljómsveitin hefur þegar tekið upp kemur út í Skandinavíu þeg- ar lokið er við þýðingu textanna. Stjómin kemur einnig fram á tón- leikum í Noregi í sumar á vegum norska Rauða krossins, þar sem Tina Tumer verður á meðal gesta ásamt ítalanum Toto Cotugno, sem sigraði keppnina með lagi sínu „Insieme: 1992“. Þegar hef- ur verið ákveðið að „Eitt lag enn“ komi út með sænskri poppstjömu í sumar. -hmp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.