Þjóðviljinn - 23.05.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Menntamálaráðuneytið Raunaukning rannsóknarfjár Menntamálaráðuneytið segir upplýsingar Rannsóknaráðs um samdráttáframlögum til hagnýtra rannsókna villandi en Rannsóknaráð stendur við fyrri fullyrðingar Menntamálaráðuneytið sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þess efnis að raun veruleg aukning á rannsóknafjármunum á vegum menntamálaráðuneytisins sé 13% á milli áranna 1989 og 1990. í tilkynningunni segir að hún sé send út vegna villandi upplýsinga sem komið hafi frá Rannsókna- ráði rfldsins í þessum efnum. Menntamálaráðuneytið segir að samanburður á fjárlögum áranna 1989 og 1990 sýni glöggt að ekki sé einhlítt í þessu efni að bera saman fjárveitingar til Rannsóknarsjóðs. Heildarfjárveitingar til rann- sókna á vegum ráðuneytisins á síðastliðnum ári hafi numið 414 miljónum króna á verðlagi þessa árs. Langstærsta talan sé Háskóli íslands, þá Rannsóknasjóður og loks Byggingarsjóður rannsókna- stofnana atvinnuveganna. Sambærileg tala í ár samkvæmt fjárlögum sé 465 miljónir króna sem er 13% hækkun milli ára. Þjóðviljinn leitaði til Vilhjálms Lúðvíkssonar framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs og spurði hvort það væri rétt sem kæmi fram í fréttatilkynningu menntamála- ráðuneytisins að Rannsóknaráð hefði sent frá sér villandi upplýs- ingar í þessu efni. Vilhjálmur segir fráleitt að' upplýsingar Rannsóknaráðs, sem kynntar voru á fréttamannafundi um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir skömmu um samdrátt í framlögum til hagnýtra rannsókna á síðustu árum, séu rangar eða villandi. Samkvæmt upplýsingum Rannsóknaráðs um framlög ríkisins á fjárlögum til rann- sóknastofnana undanfarin tíu ár nam það mest 1,5 miljarði króna árið 1987 á núvirði. Síðan hefur það snarminnkað og er nú minna en við byrjun áratugarins en svip- að og árin 1984 til 1986. Framlagið í fyrra og í ár er á bilinu 1,2 til 1,3 miljarðar. Vil- hjálmur vildi ekki tjá sig um tölur menntamálaráðuneytisins að öðru leyti en því, að þar væri greinilega átt við annan hlut en það sem upplýsingar Rannsókna- ráðs eiga við. Vilhjálmur kvaðst hafa veru- legar áhyggjur af þeirri öfugþró- un og stöðnun sem orðið hefði á framlögum til rannsókna á ís- landi á meðan stöðugt stærri hluta þjóðartekna er varið til rannsókna í nágrannalöndunum. Mikið væri fjárfest í menntun hér á landi en sáralítið gert til að nýta sérþekkingu. íslendingar missi fólk til útlanda vegna skorts á rannsókna- og þróunarstarfi. -rb Landgrœðsluskógar Sendiherrar gjafmildir Flest þau ríki sem hafa sendiráð í Reykjavík hafa gefið fé til átaks til ræktunar Landgræðslu- skóga 1990. í gærdag gekk Char- les E. Cobb sendiherra Banda- ríkjanna á fund stjórnar fram- kvæmdanefndar Landgræðslu- skóga og afhenti Sveinbirni Dag- finnssyni ráðuneytisstjóra land- búnaðarráðuncytisins, 200 þús- und krónur að gjöf til átaksins. Öll Norðurlöndin hafa gefið fé til Landgræðsuskóga 1990. Sveinbjörn Dagfinnsson sagði Þjóðviljanum að sendiherrann gæfi helming þessarar peninga- gjafar persónulega, en hinn helmingurinn kæmi frá banda- rískum stjórnvöldum. Sendiher- rann hefði óskað eftir því að hluti peninganna færi til ræktunar í Heiðmörk og annar hluti til rækt- unar í Viðey, með samráði við rétta aðila. Þá hefur sendiherra Sovétríkj- anna haft milligöngu um að út- vega Landgræðsluskógum 1990 50 kíló af mjög sjaldgæfu lerki- fræi frá Arkangelsk í Sovétríkj- unum. En fræið mun gefa af sér einstaklega fallegar lerkiplöntur. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans er þetta fræ mjög dýrt. En það mun ekki síst vera sambönd- um Sigurðar Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóra í austurvegi að þakka, að þetta fræ kemur til landsins. _hmp Kópavogur Deilt um leikskólanefnd í gærkvöldi var ákveðið að vísa til næstu bæjarstjórnar tillögu Heiðrúnar Sverrisdóttur bæjar- fulltrúa Alþýðubandalags um að kjörin yrði sérstök stjórnunar- nefnd fyrir leikskóla bæjarins. í greinargerð með tillögunni var bent á að með sérstakri leik- skólanefnd væri bæjarstjórn að viðurkenna mikilvægi leikskóla- þáttarins í starfi bæjarfélagsins. Jafnframt benti flutningsmaður á að leikskólar hlytu í framtíðinni að verða augljósari hluti af skóla- kerfinu en nú er, og því væri eðli- legt að þeir heyrðu undir skóla- skrifstofu í framtíðinni. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu þessarar hugmyndar eins og áður sagði, og samþykkti bæjarstjórn að hún yrði afgreidd með fleiri fyrirhuguðum breytingum á stjórnkerfi Kópavogs. Þjóðaipúlsinn í prósentum Hvað er þjóðarsálin að hugsa? Mynd: Jim Smart. Skoðanakannanir ýmis konar njóta mikilla vinsælda hjá íjöl- miðlum landsins, þó litlum sögum fari af vinsældum þessa talnaleiks hjá lesendum og hlustendum fjöl- miðlanna. Ef Dagblaðið Vísir gerir að eigin sögn könnun á við- horfum íslendinga eða Reykvík- inga í einhverjum tilteknum mál- um, verður það að uppsláttar- frétt í ríkisfjölmiðlunum, á Stöð 2 og í öðrum dagblöðum. Þar eru niðurstöður á púlstöku Dagblaðs- ins matreiddar eins og stórfrétt og fullyrt „að þetta yrði niðurstaðan í kosningum ef kosið yrði nú“. Síðan er bætt við „ef marka má...“. Ef menn ætlast til þess að kann- anir gefi raunhæfa mynd af þankagangi þjóðarsálarinnar snýst allur þessi fréttaflutningur einmitt um þessi þrjú orð; „ef marka má“. Hins vegar þarf það alls ekki að vera markmið könn- unar að fá fram raunhæfa mynd. Það má vel hugsa sér að gera könnun sér til gamans, annað hvort til að fróa ímyndunaraflinu eða til að fóðra óskhyggjuna og það má jafnvel gera kannanir í annarlegum tilgangi. Viltu nammi væna? í Bandaríkjunum þar sem kannanir eiga hvað lengsta hefð og þar sem þær eru notaðar sem hjálpartæki við alls konar mark- aðssetningu, vilja menn fá sem nákvæmastar niðurstöður sem gefa þessa marg um töluðu „raunhæfu mynd“. Ef fram- leiðslufyrirtæki hyggst setja á markað nýjan kóladrykk lætur það gjarnan gera markaðskönn- un fyrir sig, þar sem vandlega val- ið úrtak Bandaríkjamanna er spurt hvort það myndi prófa nýj- an kóladrykk kæmi hann á mark- að, hvort hann þyrfti að vera ódýrari en aðrir kóladrykkir og svo framvegis. Framleiðendur sápuóperuþátta fylgjast náið með horfun á meðan á útsendingu stendur og efni þátta er breytt eftir þessum niðurstöðum og tími þeirra færður til í dagskránni ef þurfa þykir. Áhorfendur eru jafnvel spurðir hvort tiltekin hjú í ákveðnum sápuþætti eigi að draga sig saman eða ekki og nið- urstaðan hefur áhrif á handritið. Nú er það svo þegar DV, Skáís og Félagsvísindastofnun gera kannanir hér á landi á fylgi stjórnmálaflokkanna, er það sjaldnast gert að frumkvæði þess sem á að selja í þessu tilviki, þe. stjórnmálaflokkanna. Það er óþarfi að gera DV 'upp hvatir varðandi kannanagerð blaðsins, vafalaust er stærsti þátturinn þar á bakvið að eigendur blaðsins og ritstjórn telja að þessar kannanir selji blaðið. Hins vegar er fullkomlega réttlætanlegt að setja spurningarmerki við al- mennt fréttagildi þessara kanna og kannana Skáíss. Almenningur hefur ekki feng- ið í gegnum skólagöngu sína til- sögn í því hvað er vel unnin könn- un og hvað ekki og hvers vegna ein tegund af könnun er betri en önnur. Hann sér því niðurstöður allra kannana með sama hætti: Þar er verið að birta vilja hans sjálfs. Það sem almenningur síð- an gerir er að samsama sig ein- hverjum þeirra hópa sem koma fram í viðkomandi könnun. Er þjóðarsálin heima? Ef menn ætla að gera vandaða könnun vilja þeir fá að vita hvernig eitthvert tiltekið mengi fólks skiptist niður í hópa í af- stöðu sinni til stjórnmálaflokka, einhverrar vöru og svo framveg- is. Þegar spurt er til að mynda um hvað fólk ætli að kjósa í sveitar- stjórnarkosningum í Reykjavík, er verið að reyna að komast að því hvernig fólk á aldrinum 18 ára og upp úr ætlar að ráðstafa at- kvæði sínu. Til að komast að hinu sanna lægi auðvitað beinast við að hringja í allt kosningabært fólk í Reykjavík, en það yrði bæði dýrt og tímafrekt. Hér kemur það til sögunnar sem kallað er „úrtak“. Úrtak er hópur fólks sem á að geta komið fram sem fulltrúi allra kosninga- bærra einstaklinga, þar sem hlut- föllin eru þau sömu og ef allir Reykvíkingar yrðu spurðir. Nú er það svo að félagsvísinda- menn hafa fundið nokkrar að- ferðir til að finna þennan hóp sem virkað getur sem fulltrúi heildar- innar. Aðferðir til kannana hafa verið í þróun í nokkra áratugi og er sú leið mörkuð mörgum og af- drifaríkum mistökum, sem ekki verða tíunduð hér. Ein afrifarík- ustu mistökin voru þó gerð í Bandaríkjunum þegar verið var að kanna afstöðu manna til for- setaframbjóðendanna Trumans og Deweys og niðurstöður kosn- í BRENNIDEPLI Það má vel hugsa sér að gera könnun sér til gam- ans, annað hvort til að fróa ímyndunaraflinu eða til aðfóðra óskhyggj- una og það má jafnvel gera kannanir íannar- legum tilgangi inganna urðu þveröfugar miðað við það sem kannanir höfðu sagt. Þá þóttust menn finna orsökina í því að könnunin var gerð í gegn- um síma, en á þeim tíma var sím- aeign ekki almenn í Bandaríkjun- um og republikanar áttu frekar síma en demókratar. Þannig náð- ist ekki í stóran hóp ákveðinna fulltrúa og þess vegna gaf könn- unin alranga mynd. Félagsvísindamenn þykjast líka hafa fundið út að þúsund manna tilviljunarúrtak úr hópi allra kosningabærra gefur raun- hæfustu niðurstöðuna. Og þó það kunni að hljóma einkennilega þá skiptir engu máli hvort um ísland eða Bandaríkin er að ræða, það virðist þurfa þúsund manna úrtak á báðum stöðum. Þannig virðist eðlilegust dreifing viðhorfa nást fram. Þó símaeign sé vissulega al- menn á íslandi þá er stór hópur kjósenda engu að síður ekki skráður fyrir síma og kemur þar margt til. Með símaúrtaki næst því ekki með skipulegum hætti í þennan hóp kjósenda. Einn helsti munur á könnunum Félag- svísindastofnunar annars vegar og Skáíss og DV hins vegar er einmitt sá að Félagsvísindastofn- un tekur sitt úrtak úr þjóðskrá en Skáís og DV úr símaskrá. Úrtak Skáis og DV er einnig í flestum tilfellum minna en eitt þúsund manns. Samkvæmt þeim vinnu- reglum sem reynslan og tölfræðin hefur kennt félagsvísinda- mönnum er þarna um grundvall- armun að ræða en ekki neinn smámun, vilji menn fá sem raun- hæfasta mynd. Að skora skekkjumörk Þegar menn uppfylla ekki ýtr- ustu vísindaleg skilyrði góðra kannanna koma fram í þeim skekkjumörk. Þeir sem gera „vondar“ kannanir segja oft sem svo að þeir hafi aðeins verið að mæla viðhorf fólks á einhverju tilteknu augnabliki, viðhorfin geti breyst á nokkrum dögum en engu að síður sýni könnunin ákveðna fylgisstrauma. Þessar fullyrðingar geta átt rétt á sér innan ákveðinna marka. Könnun sem ekki uppfyllir ýtrustu skil- yrði sýnir ekki fylgisstrauma eða tilhneigingu í eina átt. Skekkju- mörkin geta bæði verið neikvæð og jákvæð. Þannig gæti illa unnin könnun sýnt að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 6-12 borgarfulltrúa í borgarstj órnarkosningunum, skekkjumörkin gætu verið það stór. Fyrir þá sem ætla sér að byggja eitthvað á niðurstöðum kannana er nauðsynlegt að vita af þessum annmörkum. En málin eru ekki svona einföld. Góð könnun getur líka haft í sér stór óvissumörk, ma. vegna sístækkandi hóps þeirra sem ákveða sig á síðustu dögum fyrir kosningar eða jafnvel í kjörklefanum á kjördag, eins og rannsóknir Ólafs Þ. Harð- arsonar lektors við Háskóla ís- lands gefa til kynna. Með því að spyrja þá óákveðnu frekar, eins og Félagsvísindastofnun gerir td. með því að spyrja hvað viðkom- andi þyki líklegast að hann kjósi, er hægt að draga aðeins úr óviss- unni. Það eru fleiri þættir sem spila hér inn í og skipta máli varðandi góða könnun, sem of flókið væri að fara út í hér. Hins vegar er ljóst að vönduð skoðanakönnun fæst ekki með því að taka upp símann og hringja síðan ómarkvisst út í bláinn. Eftir stendur spurningin um hvaða niðurstöður eru „frétt“ og hvaða niðurstöður ber að flokka undir gamanmál. Geypi- legur munur á niðurstöðum Fé- lagsvísindastofnunar, Skáíss og DV í nýlegum könnunum gæti verið innlegg í þá hugleiðingu. -hmp Miðvikudagur 23. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.