Þjóðviljinn - 23.05.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.05.1990, Blaðsíða 14
FRETTIR Listahátíð Brátt myndast biðraðir Um þrjátíu mannsfá boðsmiða á Listahátíð ísumar. Miðasala á hátíðina hefst á fimmtudag VIÐHORF Framhald á bls.12 uggt val til vinstri“ og hann hafi heilsteypta(i) vinstri stefnu“. Auk íhaldsseminnar og óttans við breytingar eru notuð rök sam- særisins gegn H-listanum. Fyrst er því haldið fram að Alþýðu- flokkurinn sé aðalóvinur Al- þýðubandalagsins og hafi í raun og veru ávallt verið það. Þannig er tekinn upp þráður einangrun- arsinna í Kommúnistaflokki ís- lands frá árunum 1930-1935. Þessu næst er staðhæft að H- listinn sé ekki annað en dulbúið framboð Alþýðuflokksins. Æt- last er til að reykvískir kjósendur bæði trúi þessum kenningum og telji þær vera ógnvekjandi! í margbreytni felst styrkur Ég kann betur við mig í „tæt- ingsliði á víðum vettvangi“ en í lokuðu byrgi útvalinna manna. Þess vegna hef ég ákveðið að styðja H-lista Nýs vettvangs í borgarstjórnarkosningunum næstkomandi laugardag. En sam- tímis hvarflar hugur minn oft að örlögum G-lista utan Reykjavík- ur. Eiga þeir að gjalda ástands G-listans í höfuðborginni? Slíkt væri sannarlega ómaklegt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík óttast Nýjan vettvang en lætur sér í léttu rúmi liggja hvernig hinum andstæðingunum vegnar. Nokkrir mandarínar í skrifræðiskerfi borgarinnar hafa hótað einstökum stuðnings- mönnum H-listans brottrekstri úr starfi ef þeir létu ekki af stuðningi við listann. Slíkum kárínum sæta ekki aðrir andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins. Hér er raunar um að ræða beint framhald af kosningum til stjórnar Starfs- mannafélags Reykjavíkur sl. vet- ur en þá neyttu þessir sömu há- embættismenn allra ráða til að tryggja að framboð þeirra næði kjöri; framboð þeirra var nánast „samfylking“ kosningavélar íhaldsins og einstakra stuðnings- manna G-listans í Reykjavík. Nýr vettvangur er eina fram- boðið í borgarstjórnarkosning- unum í Reykjavík sem hefur það yfirlýsta markmið að fella meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins. Þetta voru forsendurnar fyrir stofnun Nýs vettvangs, stuðningsmenn H- listans láta sér ekki nægja að segj- ast ætla „að veita meirihluta Sjálfstæðisflokksins aðhald“ eins og hin minnihlutaframboðin hafa gert. Vaxandi stuðningur ungra kjósenda við H-listann, auk góðs stuðnings annarra aldurshópa, þ. á m. nokkurra Sjálfstæðismanna, við listann, gerir hann að raunverulegri ógn við meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Inga Björk Sólnes, fram- kvæmdarstjóri Listahátíðar Reykjavíkur, segir um þrjátíu manns geta valið sér boðsmiða á viðburði hátíðarinnar í sumar. Að meðaltali fái menn miða á þrjú til fimm atriði. Alls eru 20 atriði á Listahátíð og heildarsætafjöldi um 20 þús- und, segir Inga Björk Sólnes. Þeir sem fá boðsmiða eru stjórn hátíðarinnar í ár og síðustu Lista- hátíðar, borgarstjóri, mennta- málaráðherra, forsætisráðherra og um tíu embættismenn frá ríki og borg. Auk þess fá nokkrir nán- ir samstarfsmenn Listahátíðar miða. Inga Björk sagði ennfrem- ur að fleira fólk fengi boðsmiða á einstaka sýningar. Menn sem hefðu með einhverju móti staðið að eða unnið með Listahátíð að viðkomandi framlagi og fjölmiðl- ar. Þó er ekki lengur um að ræða að ritstjórar allra blaða og ann- arra fjölmiðla fái boðsmiða á hát- íðina. Miðað við boðsmiða á síðustu hátíð hefur einhver niðurskurður á boðsmiðum átt sér stað en hann hefur ekki verið mikill, sagði framkvæmdastj órinn. Listahátíð hefur úr 14 miljón- um að moða, auk tekna af miða- sölu. Helmingur framlagsins kemur frá ríki og hinn helmingur- inn frá Reykjavíkurborg. Verði kostnaður umfram framlög og tekjur skipta ríki og borg á milli sín hallanum. Inga Björk sagði erfitt að segja til um það hvort áætlanir stæðust því að ekki væri auðvelt að spá fyrir um aðsókn. Listahátíð er ekki eins umfangs- mikil að þessu sinni og oft áður til að spenna bogann ekki of hátt og fara þannig fram úr útgjaldaáætl- unum. Þau atriði sem Inga Björk telur verða vinsælust eru sýning San Fransiskó balletsins, undir stjórn Helga Tómassonar, og Vínar- drengjakórinn. Inga Björk sagði að reynt hefði verið eftir megni að stilla miða- verði í hóf. Ódýrasti miðinn kost- ar 800 krónur en sá dýrasti 2200, aðgangur að poppinu verður 1600 krónur. Miðasala hefst á uppstigningardag, fimmtudaginn 24. maí. Listahátíð í Reykjavík verður sett í Borgarleikhúsinu 1. júní næstkomandi. Þar verður íslensk dagskrá fyrir boðsgesti. Að sögn Ingu Bjarkar er stjórn Listahátíð- ar í lófa lagt að hafa opnunina með þeim hætti sem hún kýs. Sú hugmynd kom upp, sagði hún, að hafa opnunina undir berum himni og öllum opna, en framan- greind hugmynd varð ofan á. BE AUGLYSINGAR ÆSKULYÐSFYLKINGIN Samfylking til sigurs Spjallfundur fyrir lokasókn H-listans í Tæknigarði að kvöldi upp- stigningardags kkl. 20.30. n Kristín Hrafn % Ólína Árni Stutt ávörp, spjallað yfir kaffi og kleinum, skipulagt fyrir kjördag. Reynir mætir með nikkuna. Allir velkomnir. Stjórn Birtingar - Stjórn ÆFR Alþýðubandalagið í Reykjavík Sjálfboðaliðar NÚ ER LOKASÓKNIN AÐ HEFJAST! Sjálfboðaliðar til starfa á kosningaskrif- stofu: Látið skrá ykkur til starfa eða komið á kosningaskrifstofu G-listans Hverfisgötu 105 og takið á með okkur. Sjálfboðaliðar með bíla: Látið skrá ykkur til aksturs á kjördag. Vinnum öll saman í lokasókninni "Ontfft innsftij _ Alþýðu- bandalagiö 62 54 70 62 54 73 1 75 00 Laus staða deildarstjóra upplýsinga- og félagsmáladeildar Tryggingastofnunar ríkisins Staða deildarstjóra upplýsinga- og félagsmála- deildar Tryggingastofnunar ríkisins er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 15. júní 1990. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið veitir stöðuna. TRYGGINGASTOFN UN RÍKISINS KJÖRSTAÐIR við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 26. maí 1990 verða þessir: ,6IÁIftamýrarskóli Árbæjarskóli Austurbæjarskóli Breiðagerðisskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Foldaskóli Langholtsskóli Laugarnesskóli Melaskóli Miðbæjarskóli Sjómannaskóli Ölduselsskóli Auk þess verða kjördeildir í Elliheimilinu Grund, Hrafnistu og í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Kjörfundur hefst laugardaginn 26. maí, kl. 9.0C árdegis, og lýkur kl. 23.00. Athygli er vakin á því, að ef kjörstjórn óskar ska kjósandi sanna hver hann er með því að fram vísa persónuskilríkjum eða á annan fullnægj andi hátt. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur Austurbæjarskólanum og þar hefst talning at kvæða þegar að loknum kjörfundi. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, Guðmundur Vignir Jósefsson Helgi V. Jónsson Guðríður Þorsteinsdótti AUGLYSINGAR IMÓÐVIUINN Laust starf Staða auglýsingastjóra Þjóðviijans er laus til umsóknar. Umsóknir, þar sem m.a. skal greint frá menntun og fyrri störfum, þurfa að berast framkvæmdastjóra blaðsins, eigi síðar en mið- vikudaginn 23. maí. Iiniinn 0JOÐVILIINN Blaöburður er táá BESTA TRIMMIÐ ms\ og borgar sigi BLAÐBERAR ÓSKAST Vantar blaðbera víðs pscss) veggr i um j bæinn iJT Hafðu samband við okkur þJÓÐVILIINN 0 68 13 33 I VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENNUM BELTIN hvar sem við sitjum í bílnum. ÚUMFERÐAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.