Þjóðviljinn - 23.05.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.05.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Afleiðingar ofstækis Frá hersetnu svæðunum í ísrael hafa undanfama daga borist hörmuleg tíðindi um fjöldamorð á Palestínumönnum, viðbrögð þeirra í kjölfarið og síðan enn frekari manndráp ísraelskra hermanna í átökum við óvopnaða andófsmenn. Sl. sunnudag féllu fleiri Palestínumenn á einum degi en nokkru sinni síðan Intifada, uppreisn þeirra, hófst. Ofstopamenn þeir sem móta stefnu ísraels hafa gengið fram af heimsbyggðinni með miskunnarieysi sínu og að- ferðum. Palestínskum ungmennum er meinað um skóla- göngu, reynt er að viðhalda stöðugum ótta í röðum þjóðar- innar með grimmdarverkum og fólkið niðuriægt á alla vegu. Alþjóðasamtök og ríkisstjómir hafa magnlítið ályktað gegn ísraelsstjóm og jafnvel Bandaríkin hafa séð sitt óvænna og tekið undir gagnrýni annarra þjóða á framkomu hennar. Israelsmenn reyna að útskýra fjöldamorðin á sjö Palest- ínumönnum, sem urðu upphaf átakanna nú, með því að þar hafi verið að verki vanheill einstaklingur. Allir vita þó, að á bak við ofstopa af þessu tagi er kenningin sem ísraelsher notar gagnvart Palestínumönnum. Forsendumar fyrir ó- dæðisverkum ísraelsmanna er það ofstæki sem þeir beita fyrir vagn sinn og sú fýririitning sem þeir reyna að innprenta þjóð sinni á Palestínumönnum. Uppskera þessarar hel- stefnu ísraels er eins og sáð ertil, atvik eins og fjöldamorð- in á sunnudaginn geta gerst hvenær sem er meðan ísraels- stjóm lætur ekki af kúgun sinni. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra gekk lengra en svo háttsettir menn hafa gert áður með því að heimsækja Yasser Arafat í bækistöðvar hans í Túnis fýrir skemmstu. Það var þjóð okkar til sóma að sýna Palestínu- mönnum þá virðingu og þann siðferðilega stuðning. Áður hefur verið minnst á þá möguleika að íslendingar byðu hér fram aðstöðu til funda eða samningagerðar í tengslum við deilumar í löndunum fýrir botni Miðjarðarhafs. Samviska heimsins mun knýja fsraelsmenn til þess að hörfa frá núver- andi víjglínum sínum fýrr eða síðar. Það væri gæfuspor ef þáttur Islendinga í þeim efnum yrði nokkur. Horfurnar í kosningunum Nú hafa að líkindum verið birtar síðustu skoðanakann- anir sem gerðar eru í tilefni sveitarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag. Tvennt er í þeim athyglisverðast hvað varðar borgarstjóm Reykjavíkur. í fyrsta lagi hve miklu skeikar á niðurstöðum Skáís, DV og Félagsvísinda- stofnunar. Hjá tveim þeim fyrrnefndu er Sjálfstæðisflokkn- um spáð rúmlega 70% fýlgi, en Félagsvísindastofnun ger- ir ráð fyrir miklu minna fýlgi, eða að tæplega 56% reykvískra kjósenda merki við D-listann. í öðru lagi sætir það nokkrum tíðindum, að umsjónarmaður með könnun Skáís segir í Morgunblaðinu í gær, að.sem áhugamaður um stjórnmál og skoðanakannanir gæti hann ekki sagt að niðurstöður Skáís væru trúverðugar sem úrslit kosninganna.” Af þessu má ráða, að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stendur ef til vill á meiri brauðfótum en menn hugðu. Þótt tölurnar sýni heldur meira fýlgi hans en 1986 eru yfirburðirnir ekki slíkir sem ýmsir vilja vera láta. Af spá Félagsvísindastofnunar má ráða, að rúmlega 31 þúsund Reykvíkingar séu andvígir þeirri stefnu sem hefur verið framfylgt í borgarstjóminni og því fólki sem þar hefur ráðið ríkjum. Og þessir D-lista andstæðingar í Reykjavík em raunar hvorki meira né minna en rúm 17% allra kosninga- bærra manna á landinu. Og vegna áminninga um að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og að það skiptir landsbyggðina miklu máli hvernig þar er farið með völd og fé, hefði verið býsna fróðlegt að fá einhvern tíma að sjá nið- urstöður úr skoðanakönnun meðal allra landsmanna um viðhorfin til stjómarhátta í því sveitarfélagi, þar sem þeir eiga að svo mörgu leyti sameiginlegra hagsmuna að gæta, þegar öllu er á botninn hvolft. Kosningar í Reykjavík ná til fjórðungs allra kjósenda á landinu. Sumir hafa rökstutt þá skoðun, að skiptingin á fylgi Nýs vettvangs og Alþýðubandalagsins í Reykjavík geti skipt sköpum fýrir framtíð stjómmálanna á landsvettvangi. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar benti til að 42% kjósenda H-listans væru óráðnir í því hvað þeir mundu kjósa í Alþingiskosningum, en að rúm 85% fyrri kjósenda Alþýðubandalagsins mundu kjósa það aftur nú. Vísbend- ingamar í þessu verða menn að túlka hver með sínum hætti. ÓHT °* ^CíO.VAL tWIKUNG.SSS3^ Eksentrisitetens styrke - Betraktninger om en mulig fremtid for de nordiske landent xntrikeren kem hesde ot han faktisk befmner seg i en overlegen posisjon, at del kmi v<zre et intelligeni valgi rien og selte spðrsmdlstegn ved verdiene i sentrum. Dei er ncltopp den strategijeg ville folgc, hvisjeg var i de Norræn sérviska eða sárstaða Oft verður maður var við það að fólk veit ckki hvað það á að gera við Norðurlandasamvinnu. Menn eru flestir sammála um að hún sé um margt ágæt eins og hún er, en hvað svo? Hvað er til dæm- is þessi fræga sérstaða Norður- landaþjóða (sem haft er fyrir satt að Austur-Evrópuþjóðir öfundi okkur af)? Með hverju er hún étin? Þeir eru Iíka til sem halda að sérstaðan norræna sé sveita- mennska, útúrboruháttur og muni standa Norðurlandaþjóðum fyrir þrifum í Evrópu samrunans. Nýtt tímarit er að hefja göngu sína og heitir Nord Revy og ætlar að fjalla um svæðaþróun, atvinnulíf og umhverfismál. í fyrsta hefti rits- ins er fróðleg grein eftir þýska rit- höfundinn Hans Magnus Enzens- berger þar sem hann fjallar einmitt um sérstöðuna norrænu. Hann er að brýna það fyrir mönn- um að þeir kunni að meta það sem hann kallar „eksentrisitet''. Og leikur þá á tvöfaldan botn þess hugtaks: að vera „eksentrískur” er að vera utan við miðju, það er líka að vera sérvitur- að minnsta kosti er vísað til sérstöðu með orðinu sjálfu. Nokkuð góður kostur Hans Magnus Enzensberger segist ekki vilja mæla með ein- angrunarhyggju eða því að menn geri „sveilamennsku” að sinni dyggð. En hann segir að sá „eksentríski” geti vel bent á kosti þess að búa á jaðarsvæði (sam- skiptatæknin dregur líka mjög úr ókostum þess), búa á jaðarsvæði semsagt og draga þaðan í efa gildi þau sem miðjan hefur i heiðri. Og í staðinn fyrir að fylgja Ieikregl- um stóru karlanna í New York, Tokyo eða Sao Paulo, þá eigi menn að öðlast sklining á því að það að vera smár og langt frá við- urtekinni rútínu sé ekki bara góð- ur kostur heldur og skynsamlegur. Margbreytileikinn og norrænt mannlíf Undir iok greinarinnar fjallar Hans Magnus Enzensberger um margbreytileikann í mannlífmu sem ómetanlegt hnoss. Þaðan kemur hann inn á það sem Norð- urlandabúar hafa (il brunns að bera (og krossar sig um leið í bak og fyrir í von um að enginn haldi að hann telji Norðurlandabúa öðr- um mönnum fremri). Hann segir svo á þessa leið (þýtt og endur- sagt): Þegar ég legg áherslu á sér- visku Norðurlanda þá meina ég ekki hesta sem draga sleða með klingjandi bjöllum eða hreindýra- stígvél til sölu á flugvöllum. Ég er að tala um samansafnaða sögu- lega reynslu Norðurlandabúa sem er jafn einstök og hver önnur. Þar er að finna andófskraft sem menn hafa tileinkað sér í baráttu við hættur í sjóferðum og við óblítt veðurfar og náttúru. Þar er að finna hefð fyrir hjálp til sjálfs- hjálpar og fyrir gagnkvæmri hjálpsemi sem til varð á fátæktar- tímum, og þar er til þrjóska sem til hefúr orðið sem vöm fyrir á- kveðinn lífsstíl gegn innrás utan- aðkomandi afla. Þessir eiginleik- ar, segir Enzensberger, „eru vafa- laust besti hlutinn af mennskum auðlindum Norðurlanda og í þess- um skilningi, vona ég, er sérleiki Norðurlandabúa ekki rómantísk hugmynd sem útlendingar ganga með, heldur þýðingarmesta inn- eign Norðurlanda í framtíðinni”. Andskotinn á stærsta haugnum Á öðrum stað í greininni talar Hans Magnus Enzensberger um þann munað sem flestir Norður- landabúar njóta og hann telur mjög öfúndsverðan. En hann felst blátt áffam í því að lönd þeirra eru ekki þétt setin fólki. Á ferðalög- um sínum, segir hann, hljóta Norðmenn og Finnar og íslend- ingar að hafa tekið eftir þrengsl- um, hávaða, streitu og fnyk og kostnaðinum sem fylgja miklu þéttbýli. Samt efast ég um að menn geri sér að fullu ljóst hvílík friðindi þeir eiga sér að því er varðar pláss. í hefðbundinni hag- fræði er mikil samsöfnun fólks ekki bara talin vísbending um framfarir heidur og veigamikil or- sök þeirra. Þetta reyna menn svo að sanna með hagskýrslum. Þýsk- ur málsháttur segir að andskotinn skíti ávallt á stærsta haugnum. Hér er gróft til orða lekið, en það er líka satt að peningar eru vanir að rata þangað sem peningar eru fyrir og það sama má segja um verksmiðjur, skrifstofur, verslun, umferð og svo framvegis. En ým- islegt bendir til þess að í seinni tíð sé þessi rökvísi uppsöfnunarinnar að hrynja og hún mun úreldast æ meir eflir því sem tímar líða. Ég þarf ekki að minna á að umferð í borgum eins og París, Róm eða Mexíkó City er að hrynja. Fast- eignaverð í miðborgum Lundúna, Milano, Briissel og Munchen nálgast 6000 dollara á fermetra í íbúðum og er fimm sinnum hærra fyrir verslunar- og skrifstofupláss. Enn alvarlegri, þegar til lengri tíma er litið, eru umhverfisvanda- mál sem offjölgun fólks veldur. Andrúmsloftið á þéttbýlustu svæðunum er heilsuspillandi, vatnsmiðlun er í hættu, úrgangur sem þarf að losna við er að kæfa menn. Annað svið eru hinar fé- Iagslegu og sálrænu afleiðingar offjölgunar og þær eru eins alvar- legar þótt ekki séu þær eins sýni- legar. Mikið hnoss Um þetta efni segir Hans Magnus Énzensberger að lokum: „Ég tel ekki að það sem já- kvætt er við mannlíf í norrænum samfélögum eigi fyrst og fremst rætur að rekja til upplýstra póli- tískra ákvarðana. Mig grunar heldur að rekja megi hið jákvæða til almenns skorts á þrengslum á Norðurlöndum. Og mannfræða- grein sem enn er ekki til, mann- fræði rýmisins, sviðsins, ætti að geta fúndið traustar sannanir fyrir réttmæti þessarar tilgátu. Hvemig sem allt veltur þá er það víst að í framtíðinni verður það mikið hnoss fyrir ykkur Norðurlandabúa að þið hafið rúmt um ykkur, stærra hnoss en nokkru sinni fyrr í sögunni.” þJÓOVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Signjn Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.