Þjóðviljinn - 23.05.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.05.1990, Blaðsíða 10
X-KOPAVOGUR Meirihluti A-flokkanna f fallhættu Kvennalistinn býður fram ífýrsta skipti í Kópavogi Þau skipa fjögur efstu sætin á G-listanum: Ólafur Hjálmarsson, Elsa Þorkelsdóttir, Bima Bjamadóttir og Valþór Hlöðversson. fi \ y ^ j? | gL._ Jk ■. ' A1 Hulda Harðardóttir er 11. Guðmundur Oddsson er Gunnar Birqisson er I 1. Sigurður Geirdal er f 1. sæti á V-lista Kvennalist- 1. sæti á A-lista Alþýðu- sæti D-lista Sjálfstæðis- sæti B-lista Framsóknar- flokks. fiokks. flokks. Við síðustu kosningar unnu A-flokkarnir mikinn sigur, bættu báðir við sig einum manni og gátu myndað meiri- hluta án þátttöku Framsóknar- flokks sem hafði verið í meiri- hlutasamstarfi við þá síðan 1978. A-flokkarnir fengu þrjá menn hvor, tóku einn af Fram- sókn og einn af Sjálfstæðis- flokki. I minnihluta eru því fjórir fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og einn fulltrúi Fram- sóknarflokks. Auk þessara flokka býður Kvennalistinn einnig fram, en Flokkur mannsins býður ekki fram nú. Skoðanakannanir síð- ustu daga hafa gefið vísbendingu um að Kvennalistinn muni koma að einum manni, Sjálfstæðis- flokkur vinni einn og A-flokkam- ir haldi ekki meirihluta sínum. Þeir hafa báðir, sem og Fram- sóknarflokkur, gefið það skýrt til kynna að samstarf með Sjálfstæð- isflokki komi ekki til greina en óljóst er hvað Kvennalistakonur hafa hugsað sér að gera, komi þær manni að. Nýtt fólk á listum A lista Alþýðubandalagsins er nokkur uppstokkun. Efsta sætið skipar Valþór Hlöðversson blaða- maður og bæjarfulltrúi en hann skipaði þriðja sætið við síðustu kosningar. I öðru sæti er Elsa Þor- kelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, sem verió hefur varamaður í bæjarstjóm. I þriðja sæti er nýr maður, Olafur Hjálm- arsson verkfræðingur, og í því íjórða er Birna Bjamadóttir sem er einnig ný á framboðslista í Kópavogi. Heimir Pálsson, sem var í efsta sætinu síðast, skipar nú 12. sætið, Heiðrún Sverrisdóttir, sem við síðuslu kosningar var í öðru sæti, er nú í 22. sæti og Kristján Sveinbjömsson sem var í Ijórða sæti 1986 er nú í áttunda sæti. Alþýðuflokkurinn hefur einnig skipt út fólki. Rannveig Guðmundsdóttir og Hulda Finn- bogadóttir hafa báðar dregið sig í hlé og þrjú efstu sætin skipa nú Guðmundur Oddsson, sem verið hefur bæjarfulltrúi síðan 1978, Sigríður Einarsdóttir og Helga E. Jónsdóttir. Þær eru báðar nýjar á lista. Hjá Framsókn er einnig nýtt fólk í efstu sætum. Skúli Sigur- grímsson hefúr dregið sig í hlé og tvö efstu sætin skipa þau Sigurður Geirdal og Inga Þyri Kjartans- dóttir. D-listi Sjálfstæðisfiokksins býður nýjan mann fram í efsta sætið, Gunnar Birgisson, en i næstu þremur sætum er fólk sem alit hefiir verið ofarlega á listum í gegnum tíðina. Það em þau Guðni Stefánsson, Bima Friðriks- dóttir og Amór Pálsson. Kvenna- listinn setur í efsta sætið Huldu Harðardóttur og í annað sætið Guðbjörgu Emilsdóttur. -vd. G-listinn 1. Valþór Hlöðversson 2. Elsa Þorkelsdóttir 3. Ólafúr Hjálmars- son 4. Bima Bjamadóttir 5. Þórunn Bjömsdóttir 6. Ásgeir Matthíasson 7. Unnur S. Bjömsdóttir 8. Krist- ján Sveinbjömsson 9. Sigríður Hagalínsdóttir 10. Flosi Eiriksson 11. Elísabet Sveinsdóttir 12. Heimir Pálsson 13. Flildur Einars- dóttir 14. Bjöm Ólafsson 15. Ragna Margrét Norðdahl 16. Egg- ert Gautur Gunnarsson 17. Unnur Sólrún Bragadóttir 18. Helgi Helgason 19. Sigurður Jóhannsson 20. Heiður Gestsdóttir 21. Sigurð- ur Ragnarsson 22. Heiðrún Sverr- isdóttir. Birna Biarnadóttir Betur má ef duga skal Aframhaldandi uppbygging félagslegrar þjónustu. Hœgt að endurnýja gömlu göturnar á sex árum án þess að taka lán Bima Bjamadóttir skipar 4. sæti G-listans: Menn verða að átta sig á þvl fyrir hverju er verið að berjast. Birna Bjarnadóttir skipar fjórða sæti G-listans í Kópavogi: „Þau stefnumál sem við setj- um á oddinn em sem fyrr upp- bygging félagslegrar þjónustu, umhverfismál og gatnamál,” sagði hún. „Við höfum gert mikið átak í dagvistarmálum í gegnum árin en betur má ef duga skal. Stefnan er að fullnægja alveg þörfinni fyrir dagvistun og þá þurfum við fyrst og fremst að huga að yngstu bömunum. Það em átta leikskólar í Kópavogi og tvö skóladagheimili. Síðan opnar einn Ieikskóli til viðbótar á Álfa- heiði í haust og hann rúmar 60 böm. Það er rétt að geta þess að hér tölum við alltaf um leikskóla en ekki dagheimili, og á þeim má sækja um sveigjanlegan vistunar- tíma, allt frá fjómm til níu tíma. Við byrjuðum þessa tilraun með sveigjanlega vistunartíma í fyrra- haust á þremur skólum, síðan bætist sá fjórði við fljótlega og sá fimmti í haust þegar Álfaheiði verður tekin í gagnið. Stefnan er sú að dagvistar- stofnanimar séu fremur skólar en geymslustaðir og við höfúm lagt áherslu á vandað innra starf þeirra. Það hefúr gengið vel og t.d. má nefna að í dag er fag- menntuð fóstra á hverri deild. Við höfum einnig lagt af svo- kallaða forgangshópa einstæðra foreldra og námsmanna þannig að allir hafa jafnan rétt til að sækja um. Að sjálfsögðu er þó reynt að leysa brýn vandamál en ég vil einnig benda á að við höfum hér gott dagmæðrakcrfi. Dagmæð- umar hafa starfsmann hjá félags- málaráði scm sér um þcirra mái og auk þess höfum við sett á stofn leikfangasafn sem þær hafa afnot af að vild.” Fjáimálastaðan góð „Á þessu kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn helst gagn- rýnt okkur fyrir lélega fjármála- stjóm og fyrir að hafa ekki gengið frá gömlu götunum í bænum. Þessari gagnrýni er fljótlegt að svara. Fjármálastaðan er ágæt. Heildarskuldir bæjarins em 1381 miljón. Hlutfall þeirra af eignum bæjarins er því 19%. Af þessari 1381 miljón em 840 miljónir hag- stæð langtímalán. Tekjur bæjarfé- lagsins á ári em tveir miljarðar þannig að það getur hver reiknað dæmið fyrir sig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni að ganga frá þessum 15 kílómetrum af göml- um götum á fjórum ámm með því að taka lán fýrir framkvæmdum. Alþýðubandalagið hefur hins vegar gert sex ára áætlun um þessar framkvæmdir sem þýðir að lán em óþörf og bæjarfélagið þarf ekki að eyða stómm upphæðum í fjármagns- og vaxtakostnað. Nú síðustu vikur hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins einnig hamr- að á iþróttamannvirkinu sem á að rísa í Kópavogsdal og reynt að gera það að kosningamáli. Það skondna við það mál er að íhaldið segir eitt í dag og annað á morgun og virðist ekki geta gert upp við sig hverju það er á móti og hvað það styður. Hugmyndir um í- þróltamannvirki sem væri einnig skólabygging, sem við þurftum hvort eð er að reisa, vom fyrst ræddar í Alþýðubandalaginu en oddviti sjálfstæðismanna eignaði sér þá málið og kom því fyrstur í fjölmiðla, þegar hann var í próf- kjöri. Þegar samið hafði verið við ríkið um byggingu hússins um 300 miljónir króna úr ríkissjóði fannst Sjálfstæðisflokknum þáttur rikisins alltof lítill og auk þess fannst þeim mannvirkið alltof stórt fyrir bæjarfélagið. Og til að kóróna allt saman þá er oddviti flokksins, Gunnar Birgisson, sem er kominn í byggingamefnd húss- ins, farinn að halda því fram opin- berlega að mannvirkið sé of lítið.” Kvennalisti liðsauki íhaldsins „Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana em töluverðar líkur á að Kvennalisti taki sín at- kvæði frá A-flokkunum og takist að koma manni að. Litlu má þó muna og allt eins hætta á að at- kvæðin falli dauð. Ég lít svo á að atkvæði greidd Kvennalistanum séu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum því að þessir flokkar hafa mjög svip- aðar áherslur. Kvennalistinn er f raun aðeins liðsauki fyrir ihald- ið,” sagði Bima. „Kvennalistinn segist fara í framboð til að tryggja að konur sitji í bæjarstjóm. Þetta er algjört öfugmæli því miðað við síðustu skoðanakönnun veldur framboð þeirra því að konur á listum fé- lagshyggjuflokkanna em í fall- hættu. Það er því ekki gott að segja til um hver tilgangurinn með þessu ffamboði er, en núna fyrir stuttu fengum við nokkra skýringu frá fyrrverandi bæjar- fúíltrúa Alþýðubandalagsins sem er ein af driffjöðmm ffamboðs um Kvennalista í Kópavogi. Hún kom til okkar á kosningaskrifstof- una og tilkynnti okkur að ef A- flokkamir hefðu stutt hana þegar hún sótti um ákveðið starf í bæn- um þá hefði þetta framboð aldrei komið til. Þá spyr ég: Em konum- ar að bjóða fram til að hefna per- sónulegra ósigra eða vegna mál- efna? Þetta er stór spuming. Kvennalistakonur hafa auk þess niðurlægt okkur konur sem vinn- um með körlum i okkar flokkum með því að tala um það að eitt meginmarkmið þeirra sé að bæta atvinnuþátttöku kvenna í bænum með því t.d. að auka hingað ferða- mannastraum þannig að konur geti eldað súpu ofan í túrista í Þingholtsskóla! Þetta er vægast sagt niðurlægjandi afstaða þegar við höfúm náð þvi marki að 60% þeirra kvenna sem útskrifast úr menntaskóla fara í háskóla. Er meiningin þá að láta þessar konur fara að elda súpur og skúra gólf? Menn verða að átta sig á því fyrir hveiju er verið að berjast.” -vd. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.