Þjóðviljinn - 14.06.1990, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14. júní 1990 108. tölublað 55. árgangur
GuðmundurHelgiÞórðarson lœknir: Heilsuvernd ávinnu
stöðum á að vera á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda
Idreifibréfl til starfsmanna
fyrirtækisins P. Arnason sf.
segir að fyrirtækið hafi ráðið sér
Minnihlutafiokkarnir í borg-
arstjórn Reykjavíkur náðu í
gær samkomulagi um skiptingu í
nefndir borgarinnar. I samkomu-
laginu felst að Nýr vettvangur fær
9 fulltrúa í nefndir en hinir flokk-
arnir 7 fulltrúa hver.
iækni. í bréfinu segir að starfs-
fólk fyrirtækisins þurfi að hringja
til læknisins fyrsta dag fjarvistar
Að sögn Sigurjóns Péturssonar
borgarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins felst í þessu samkomulagi að
skipti í borgarráði eru jöfn, þann-
ig að hver flokkanna hefur einn
mann í eitt ár í borgarráði. Hins-
vegar hefur ekki verið gengið frá
frá vinnu vegna forfalla og aftur
síðar samkvæmt samkomulagi,
séu fjarvistir lengri en 1-2 dagar.
því í hvaða röð þeir verða.
Þá skiptast flokkamir á um að
velja menn í nefndir og fær Nýr
vettvangur að velja fyrstu nefnd-
ina, þá Alþýðubandalag, Fram-
sóknarflokkur og Kvennalisti.
Þær tvær nefndir sem eftir verða
Þá segir í bréfinu að læknirinn
tölvuskrái allar fjarvistir vegna
veikinda og slysa.
í öðru dreifibréfi sem Þjóðvilj-
inn hefur undir höndum, til
starfsfólks Hagkaups, segir að ef
um veikindi sé að ræða skuli til-
kynna það til fyrirtækislæknisins
milli 9 og 13 fyrsta dag veikinda.
Þetta fyrirkomulag kemur í stað
þess að skila læknisvottorði.
Nokkuð hefur verið um það
hjá fyrirtækjum að ráða til sín
lækna til að annast heilsuvernd
starfsmanna sinna, og eru starfs-
mennirnir skikkaðir til að leita til
þess læknis, en ekki til heimilis-
læknis síns. Þetta mál hefur vakið
upp nokkra umræðu hjá bæði
launafólki og læknum, enda virð-
ist þessi starfsemi ganga þvert á
gildandi lög um heilsugæslu og at-
vinnusjúkdómavamir.
„Þarna er um einkaframtak
fyrirtækisins að ræða, en ekki
starfsemi sem stofnað er til sam-
kvæmt lögum um aðbúnað, holl-
ustuhætti og öryggi á vinnustöð-
um,“ sagði Guðmundur Helgi
Þórðarson heilsugæslulæknir við
Þjóðviljann. „Læknirinn er ráð-
inn af fyrirtækinu, en er ekki op-
inber starfsmaður eins og lög
segja til um. í lögum um atvinnu-
sjúicdómavarnir stendur að
heilsuvernd starfsmanna skuli
falin þeirri heilsugæslustöð eða
sjúkrahúsi sem næst liggur og/eða
auðveldast er að ná til. Eg held að
það sé hægt að orða þetta þannig
að sú starfsemi sem ekki er fram-
kvæmd samkvæmt þessari laga-
grein sé ekki heilsuvernd,“ sagði
Guðmundur.
„Ég veit um starfsmann sem
var nokkuð sleginn yfir þessu.
Hann gat sem sagt ekki lengur
leitað til síns heimilislæknis,
heldur var hann skyldugur að
leita til fyrirtækislæknisins og láta
hann fylgjast með sér. Ég veit að
það er uggur í fólki út af þessu,“
sagði Guðmundur.
Láru V. Júlíusdóttir lögfræð-
ingur ASÍ sagðist kannast við mál
af þessu tagi, en þau hefðu ekki
verið rædd sérstaklega innan
verkalýðsfélaganna. „Ég veit
ekki betur en að í þeim tilfellum
sem ég þekki, hafi þetta verið
gert í samráði við viðkomandi
verkalýðsfélög. í vinnuverndar-
lögum segir að heilsugæslustöðv-
ar eigi að sjá um fyrirbyggjandi
heilsugæslu á vinnustöðum, en
það má segja að þau lög hafi að
óverule'gu leyti komið til fram-
kvæmda,“ sagði Lára. „Við vit-
að lokum færNýr vettvangur svo.
Eftir er áð ganga frá því hvern-
ig þeir fulltrúar, sem minnih-
lutinn fær í nefndir með hlutkesti,
munu skiptast á milli flokkanna.
^Sáf
um sem sagt af þessu, en það hafa
ekki verið gerðar neinar athuga-
semdir við þessa starfsemi. Ef
það kæmi hins vegar upp einhver
óánægja fólks með þessa starf-
semi gæti það breyst. Þetta eru
náttúrlega mjög viðkvæm mál og
það verður fyrst og fremst að
vernda hagsmuni launafólks og
sjá til þess að réttur þess sé ekki
fyrir borð borinn,“ sagði Lára.
Ólafur Jóhannesson fulltrúi
BSRB hjá Vinnueftirliti ríkisins
sagði að það væri réttur starfs-
fólks að leita til síns heimilislækn-
is ef það væri ekki ánægt með
fyrirtækislækninn. „Fyrirtæki
geta auðvitað krafist læknisvott-
orða frá starfsfólki, og þá frá
trúnaðarlækni ef þess er óskað,
en ef starfsfólk er ekki sátt við
það er hægt að leita til heimilis-
læknis. Síðan verður að kalla til
sérfræðing til að skera úr um mál-
ið. Vottorð frá trúnaðarlækni er
ekki æðra vottorði frá heimilis-
lækni,“ sagði Ólafur.
-ns.
Frystitogarar
Betri nýting,
hæni laun
Með betri flakanýtingu en ver-
ið hefur um borð í frystitogurum
er hægt að fá aukalega 30 tonn af
flökum úr hverjum 1000 tonnum í
frystikvóta. Það þýðir aukningu á
aflaverðmæti allt að 6 miljónum
króna.
Þetta kemur fram í fréttabréfi
Rannsóknastofnunar fiskiðnað-
arins. Á síðasta ári fól sjávarút-
vegsráðuneytið stofnuninni að
þróa aðferð til að meta flakanýt-
ingu frystitogara með því að
skoða flökin í landi. Markmið
verkefnisins var einnig að fá betri
mynd af því hver flakanýting væri
og hvernig megi bæta hana.
-grh
Sleipnir
Verkfall
skollið á?
Allt benti til þess í gærkvöldi að
Sleipnir, félag langferðabifreið-
stjóra, færi í verkfall á miðnætti.
Verkfallið mun standa í fimm
daga ef ekki nást samningar.
Samningsaðilar funduðu í gær
hjá sáttasemjara en þegar blaðið
fór í prentun var ekki talið líklegt
að sá fundur bæri neinn árangur.
Verkfallið mun hafa töluyerð
áhrif, en þó ekki á ferðir Land-
leiða. Hinsvegar falla niður ferðir
til og frá Keflavíkurflugvelli.
-Sáf
Eins og lóan og rigningin eru vegaframkvæmdir sumarboðar hér á landi. Þegar skólum lýkur og dagana
lengir teppast götur um borg og bý af stórum trukkum og ungum malbikunarmönnum. Þá reynir heldur betur
á þolrifin í óþolinmóðum bílstjórum og ferðaglöðum borgarbúum. En eitt er víst að þeir sem eru svo lánsamir
að fá vinnu viö framkvæmdirnar láta bílflaut ekki á sig fá og halda ótrauðir áfram við laga götur og stræti svo
menn komist betur leiðar sinnar þegar viðgerðum er lokið. Mynd: Kristinn.
Reykjavík
Miimihlutírai nærsamkomulagi
Vettvangur fœr 9 í nefndir, aðrir 7. Jafnt í borgarráð
Fyrirtœkjalœknar
Starfsmenn skikkaöir í eftirlit