Þjóðviljinn - 14.06.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN
Færðu hausverk?
Þorgrímur Skjaldarson
matreiðslumeistari
Nei sem betur fer þekki ég ekki
þennan kvilla. Til að koma í veg
fyrir hausverk tel ég best að lifa
heilsusamlegu lífi og hvílast vel.
Sigurður Stefánsson
verslunarstjóri
Það er sárasjaldan og þá smá
verk. Þá hugsa ég um eitthvað
annað en verkinn og þá hverfur
hann eins og dögg fyrir sólu.
Sigrún Benediktsdóttir
skrifstofukona
Ég fæ stundum hausverk þegar
ég er þreytt og spennt. Þá hvíli ég
mig og það dugar til að losna við
hann.
Hrefna Guðmundsdóttir
læknir
Ég fæ stundum hausverk þegar
ég er þreytt. Til að losna við hann
hvíli ég mig vel og það hrífur.
Lára Ólafsson
húsmóðir
Nei ég fæ aldrei hausverk. Ef ég
hinsvegar fengi verk mundi ég
neyta meira af ávöxtum, græn-
meti og annarri hollri fæðu en ég
geri, og þó borða ég mikið af
henm.
þlÓÐVIUIN
Fimmtudagur 14. júní 1990 108. tólublað 55. órgangur
SIMI 681333
SÍMFAX
681935
Gerðuberg
Sæskrímsli og hafmeyjar
Börn í listasmiðjunni Gagn oggaman
ogfullorðnir á leiðbeinendanámskeiði starfa
saman einn dag uppi í Breiðholti
Pað var einu sinni fiskur í sjón- að þessu sinni liður í Listahátíð.
um skreyttur demöntum, Leiðbeinandanámskeiðið var
hins vegar liður í átaki mennta-
málaráðuneytisins til að auka
barnamenningu um allt land.
Barnamenningarnefnd ráðu-
neytisins vonast til þess að
leiðbeinendanámskeiðið verði
að var einu sinni fískur í sjón-
um skreyttur demöntum,
segir í ljóði sem krakkarnir í list-
asmiðjunni Gagn og gaman
sömdu við stefið haf. Þegar blað-
amann ber að er líf og fjör uppi í
Gerðubergi. Þar eru saman
komnir tuttugu leiðbeinendur og
jafnmörg börn niðursokkin í að
teikna, mála og föndra sæ-
skrímsli, hafmeyjur, haftröll,
stjörnuskrímsli og fleiri verur
sem lifa í hafínu umhverfís
landið.
Óskar 6 ára sýnir blaðamanni
Sjóbatman, í sögunni um þann
ofurkappa segir Óskar: „Hann
notar ekki vopn. Hann á Bat-
manleyndarmál. Hann og Robin
eiga það saman. Þetta er ekki
venjulegur Batman, þetta er Sjó-
batman.“
Alls staðar eru hafmeyjar
skreyttar skeljum og bleiku
glimmeri, ein heitir Sædís, önnur
Sólrún og hafmeyjan hennar Ásu
7 ára er kölluð Bleika
gullmeyjan, hún á heima í gullb-
leikri höll. Tinna 7 ára bjó til Sól-
rúnu, sem skoðar skeljar og eltir
fiska.
Síðastliðinn mánudag var
tveimur námskeiðum slegið sam-
an, annars vegar listasmiðjunni
Gagn og gaman, sem hefur verið
starfrækt undanfarin sumur, og
hins vegar leiðbeinendanám-
skeiði fyrir kennara, áhuga-
leikara og annað áhugasamt fólk
utan af landsbyggðinni, sem lagði
land undir fót til þess að kynna
sér starfsemi listasmiðjunnar og
hvernig það gæti síðan stuðlað að
skapandi starfi meðal barna í
sinni heimabyggð.
Bæði námskeiðin eru skipu-
lögð og haldin af menningar-
miðstöðinni Gerðubergi. Á veg-
um menntamálaráðuneytisins ér
starfandi nefnd um barnamenn-
ingu og hafði hún frumkvæði að
leiðbeinendanámskeiðinu, sem
haldið var um síðustu helgi.
Gagn og gaman listasmiðjan er
sem flestum hvatning til að skipu-
leggja listasmiðjur eins og Gagn
og gaman úti á landi. Harpa Arn-
ardóttir leikkona og Sigurjón B.
Sigurðsson skáld sáu um
leiðbeinendanámskeiðið, en þau
voru meðal skipuleggjenda list-
asmiðjunnar í upphafi.
Bára L. Magnúsdóttir leik-
kona og leiðbeinandi á Gagn og
gaman námskeiðinu segir þau að
þessu sinni hafa valið hafið sem
stef í smiðjunni. Þau fóru niður á
höfn, á Faxamarkaðinn, dorguðu
og skoðuðu fiskibát. Síðan mál-
uðu þau myndir af hafinu.
Á námskeiðinu kynnast börnin
tónlist, myndlist, leiklist, og ljóð-
list. Börnunum er skipt niður í
litla hópa sem ferðast milli
leiðbeinenda í hverri listgrein, og
spreyttu sig á þeim öllum.
Við fórum líka í fjöruferð og
átum kræklinga, segir Bára, á
eftir vinnum við úr því sem við
höfum séð. Við reynum ekki að
kenna börnum neitt, eða segja
þeim hvemig þau eigi að gera
hlutina, heldur reynum við að
víkka sjóndeildarhring þeirra og
virkja ímyndunaraflið. Annars
lærir maður kannski mest sjálfur,
segir Bára.
Sara R. Valdimarsdóttir tók
þátt í leiðbeinendanámskeiðinu,
hún er komin alla leið norðan úr
Skagafirði þar sem hún starfar
sem kennari. Hún segir ekki víst
að hún geti notfært sér hugmynd-
ina að listasmiðjunni í heild sinni,
heldur muni hún fremur leitast
við að flétta hugmyndum hennar
inn í kennsluna, og í félagsstarfið
í skólanum. Nú hefur kennslu-
stundum 6 ára barna verið fjölg-
að og það eru tilmæli frá mennta-
Unnið úr hugmyndum og reynslu af ferð niður í fjöru, dorgi og heim-
sókn í fiskibát í listasmiðjunni Gagn og gaman.
málaráðuneytinu að reyna að
nýta þessar viðbótarstundir sem
mest í listir, mynd- og hand-
mennt. Úti á landsbyggðinni
vantar oft mynd- og hand-
menntakennara, segir Sara, og
því er nauðsynlegt að gera al-
menna kennara færari í að kenna
börnum listir og listsköpun. í litl-
um skólum úti á landi eru ekki
kennarar í hverju fagi og því sér
einn kennari um alla kennslu
bekkjanna, einnig myndlist, það
ætti því að vera hægt að flétta
saman listsköpun og almennri
kennslu. Mikilvægt er að vinna
með börnunum en ekki leiða
þau, þau verða að fá að ráða sér
sjálf, segir Sara. Þau eru svo frjó,
og þau stoppar ekki neitt. ímynd-
unarafli þeirra eru engin takmörk
sett. Námskeiðið er því leyti frá-
brugðið því Sem kennarar fást við
í skólanum að ekki þarf að ganga
út frá ákveðnu námsefni, en það
ætti að vera hægt að kenna náms-
efni á sama hátt og þemavinnan
er í listasmiðjunni, segir Sara að
lokum.
Áhugi á listasmiðjunni og
leiðbeinendanárriskeiðinu er
mikill, og verða tvær listasmiðjur
til viðbótar í sumar, og einnig er
fýrirhugað að halda annað
leiðbeinendanámskeið því færri
komust að en vildu. Þegar list-
asmiðjunni lýkur verður haldin
sýning á verkum bamanna. Sýn-
ingin verður opnuð í Gerðubergi
með leiksýningu á laugardaginn
kl. 14.
BE
Stolt listakona við Haftröllið ógurlega.
Eftir að vinnu við hafmeyjar og aðrar hafskepnur var lokið settust börn
og leiðbeinendur niður og skrifuðu sögur. MyndiriKristinn.