Þjóðviljinn - 27.06.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 27.06.1990, Page 5
Við útsýnisskífuna á Þingvöllum. Elísabet drottning og Steingrímur forsætisráðherra glöggva sig á kenni- Ejísabet drottning og Vigdís forseti gróðursetja sína björkina hvor í leitum á meðan Filipus hertogi horfir hugfanginn út yfir vellina. Vináttuskógi í landi Kárastaða. FRETTIR Annar dagur opinberrar heim- sóknar Elísabetar II Englands- drottningar hófst með heimsókn hennar og hertogans, ásamt Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta Is- lands, á hrossabúið í Dal. Það vakti athygli að drottningin kaus að ferðast með rútu í þetta skiptið og óku límósínur á eftir. Töldu breskir blaðamenn þetta vera í annað skiptið sem Elísabet hefði þennan háttinn á, á sínum langa ferli, og voru að vonum svolítið hissa. í Dal fór fram reiðsýning og voru drottningu sýndir tólf ís- lenskir hestar, allt verðlauna- og kynbótahross. Meðal annars sýndu knaparnir hinum konunglegu gestum að knapi getur haldið á bjórglasi og látið íslenska hestinn tölta hring- inn án þess að missa svo mikið sem einn dropa niður. Hvasst var í veðri en drottning lét það lítt á sig fá og sýndi hestunum mikinn áhuga. Einhvers staðar í hópi landa hennar úr fjölmiðlastétt voru þau orð látin falla, að það hefði nú verið í lagi þótt höfuðfat- ið haggaðist í rokinu, svona til að skapa svolitla tilbreytingu frá hinni fastmótuðu dagskrá. En þeim til nokkurrar gremju gekk allt samkvæmt áætlun að venju og að lokinni reiðsýning- unni skoðaði drottningin nokkra íslenska hunda. Að því búnu sýndu Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir, eigendur hrossa- búsins í Dal, drottningu og fylgd- arliði hennar hesthúsin. Frá Dal var haldið að Nesja- völlum þar sem Gunnar Kristins- son hitaveitustjóri skýrði gestun- um frá hvernig hitaveitukerfið virkar. Frá Nesjavöllum var ekið til Þingvalla þar sem Steingrímur Hermannsson og Edda Guð- mundsdóttir heilsuðu hinum konunglegu gestum og fylgdu þeim niður Almannagjá ásamt Heimi Steinssyni þjóðgarðs- verði. Úr Almannagjá var gengið fram á útsýnispallinn á Lögbergi og þar skýrði þjóðgarðsvörður í stuttu máli frá sögu Þingvalla. Síðan snæddu drottningin og hertoginn af Edinborg hádegis- verð í sumarbústað forsætisráð- herrahjónanna. Að honum loknum var Þing- vallakirkja skoðuð og raskaðist tímaáætlun nokkuð þar eð gest- unum dvaldist þar lengur en áætl- að var. Klukkan rúmlega þrjú kom rúta drottningarinnar að Kára- stöðum þar sem nú er hafin rækt- un svokallaðs Vináttuskógar. Þann 16. júní síðastliðinn gróður- settu fulltrúar allra sendiráða á íslandi fyrstu plönturnar þar og er markmiðið að erlendir gestir haldi verkinu áfram í framtíðinni. Elísabet og Vigdís settu niður eina birkiplöntu hvor með aðstoð frá starfsfólki Skógræktarfélags íslands. Ekki var laust við að nokkurs undrunarsvips gætti á andlitum fylgdarliðs gestanna þegar það svipaðist um eftir skóg- inum íslenska og brostu sumir vandræðalega þegar málið var út- skýrt. Rútan ók síðan áleiðis til Reykjavíkur og bílalestin á eftir að Höfða þar sem haldin var mót- taka í boði borgarstjórahjónanna í Reykjavík. f gærkvöld héldu Elísabet drottning og Philip hertogi svo kvöldverðarboð til heiðurs Vig- dísi Finnbogadóttur forseta um borð í snekkjunni Brittaniu og lauk því um kl. 23.00 með leik herlúðrasveitar. í dag er síðasti dagur heimsóknarinnar og mun drottn- ingin hefja hann á því að heimsækja stríðsgrafreit breska samveldisins í Fossvogskirkju- garði. Þaðan verður farið að Bessastöðum og síðan til Krísu- víkur. Um kl. 13.00 fer Philip prins og hertogi af Edinborg til Bretlands með þotu krúnunnar en Elísabet drottning heldur til Kanada með flugvél kanadíska flughersins. -vd. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri skýrir fyrir gestunum hvernig hita- Drottningin dáist að glæstum töltara. veitukerfið virkar. Myndir: Kristinn. _ . . , . ,, Opinber heimsokn Drottning í rútu Elísabetskoðaði íslenska hesta og hunda, Nesjavelli og Þingvelli Miðvikudagur 27. júní 1990 , ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.