Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 6
Margaret Thatcher — klúbbur hennar sprengdur. Sprenging í West End- klúbbi írski lýðveldisherinn (IRA) hefur lýst á hendur sér sprengju- tilræði á mánudagskvöld í Carlton Club í West End, Lund- únum. Fjórir menn særðust af völdum sprengingarinnar, þeirra á meðal Kaberry lávarður, rúm- lega áttræður fyrrverandi vara- formaður íhaldsflokksins breska. Klúbbur þessi er af fínna taginu og mikið sóttur af háttsettum mönnum í íhaldsflokknum. Margaret Thatcher er þar félagi. Lögregla telur að þetta geti verið ábending um að IRA hyggist auka árásir á óbreytta borgara og þá sérstaklega forustufólk Ihalds- flokksins. Heitrof forseta Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að ekki yrði hægt að minnka hallann á fjárlögum Bandaríkj- anna, sem er allmikill, nema með því að tekjur ríkisins af sköttum hækkuðu. Er talið að þar með sé Bush að rjúfa það heit um að leggja ekki á neina nýja skatta, sem hann marggaf kjósendum í kosningabaráttunni fyrir forseta- kosningarnar 1988. Einhuga Ungverjaþing Ungverska þingið samþykkti í gær með 232 atkvæðum gegn engu að mæla með því að ríkis- stjórnin hefji samningaumleitan- ir með það fyrir augum að Ung- verjaland gangi úr Varsjárbanda- laginu. Stjórnin hafði áður gefið til kynna að hún hefði það í hyggju. _______ERLENDAR FRÉTTIR__________________ Mengistu Eþíópíuforseti Föðuriandið að hruni komið Unglingar og eftirlaunaþegar kvaddir íherinn. Uppreisnarmenn nálgast höfuðborgina ing Eþíópíu samþykkti í gær að allir karlmenn þarlendir, sem vettlingi gætu valdið, yrðu án tafar kallaðir í herinn, væru þeir ekki þeim mun bundnari við önnur störf. Meðal þeirra, sem nú verða kvaddir til þjónustu í eþíópska hernum eru her- og lög- reglumenn sem komnir eru á eft- irlaun. Bendir nú flest til þess að alger ósigur vofi yfir stjórnar- hernum í eþíópska borgarast- ríðinu, sem staðið hefur yfír f næstum þrjá áratugi. Mengistu Haile Mariam Eþí- ópíuforseti, sem þarlendis hefur ríkt lengst af frá því að keisaran- um var steypt af stóli, sagði á þingi í s.l. viku að Eþíópía væri að hruni komin og hvatti alþýðuna til að bregðast við föðurlandinu til bjargar. Þetta er nýtt frá Mengistu, sem hingað til hefur yfirleitt borið sig borginmann- lega og látist vera sigurviss. Fyrri fregnir hafa hermt að undanfarið hafi piltar undir 15 ára aldri verið teknir í herinn. Stríðið hefur verið mikill hrak- fallabálkur fyrir Eþíópíustjórn frá því í ágúst s.l. ár. Síðan þá hafa uppreisnarmenn í Tígre ver- ið í sókn suðureftir. Munu þeir nú hafa norðurhluta landsins mest- anpart á sínu valdi og vera farnir að nálgast Addis Ababa, höfuð- borgina, að norðan. Eritrea er nú á valdi þarlendra uppreisnar- manna, að frátalinni Asmara, höfuðborg þess fylkis, og fá- einum minni borgum. Um 120.000 manna stjórnarher er í herkví uppreisnarmanna í Asm- ara og nágrenni og mun stjórnar- herinn eiga erfitt með að koma birgðum til hins umsetna hðs. Bardagar í stríði þessu hafa marg- ir verið mjög mannskæðir, og tal- ið er að stjómarherinn hafi farið illa út úr átökunum undanfarnar vikur. Reuter/-dþ. EB-leiðtogar Samþykkja aðstoð við Sovétríkin Leiðtogar Evrópubandalags- ríkja ákváðu á ráðstefnu sinni í Dublin að veita Sovétríkjunum drjúga efnahagsaðstoð áður en langt um liði og er gert ráð fyrir að undirbúningur og fram- kvæmdir í því sambandi fari fram í nánu samráði við sovésk stjórnvöld. Boðar þetta mestu af- skipti vestrænna ríkja af efna- hagsmálum Sovétríkjanna hing- að til. Helmut Kohl, sambandskansl- ari Vestur-Þýskalands, var á ráð- stefnunni ákafastur talsmaður þess að Sovétríkjunum yrði veitt efnahagsaðstoð þegar í stað og án teljandi skilyrða. Auk Vestur- Þýskalands éru á þeirri skoðun Frakkland, Spánn, Ítalía og Hol- land, en Margaret Thatcher hin breska vill flýta því hægar og hef- ur með sér í því Danmörku og Portúgal. Þeir Kohl og Mitter- rand Frakklandsforseti lögðu til í gær að vestræn ríki veittu Sovét- ríkjunum aðstoð upp á 15 milj- arða dollara. Teljandi ráðstafana í framhaldi af samþykkt leiðtog- anna í Dublin er þó að líldndum Gorbatsjov - Kohl og Mitterrand telja að ekki verði seinna vænna að koma honum til aðstoðar. ekki að vænta fyrr en í okt. n.k. Reuter/-dþ. EB-leiðtogar um umhverfisvernd Björgum Amazonskógum A tveimur árum var eyddurþarskógur á stærð við Sviss Leiðtogar Evrópubandalags- ríkja, sem s.l. tvo daga voru á ráðstefnu í Dublin, sendu frá sér efnismestu yfirlýsinguna um um- hverfisvernd, sem hingað til hef- ur komið frá leiðtogaráðstefnum þeirra. Þykir þetta bera vott um aukið vægi umhverfismála í al- þjóðastjórnmálum. f yfirlýsingunni er sérstök áhersla lögð á að ráðstafanir verði án tafar gerðar til bjargar Amazonskógum og er í henni hvatt til viðræðna við stjórn Bras- ilíu um það mál. Að sögn Jose Goldemberg, vísinda- og tækni- málaráðherra Brasilíu, eyddu landnemar skógi á 46.000 ferkfló- metra svæði í Amazonlöndum árin 1988 og 1989. Er þetta eydda svæði heldur stærra en Sviss og eyðingin hálfu meiri en sú sem Amazonskógar hafa að meðaltali orðið fyrir árlega á níunda ára- tugnum. Eyðing Amazonskóga með eldi á sinn þátt í gróðurhússáhrif- unum, þ.e.a.s. hitnandi loftslagi. Að sögn Goldembergs fer því þó fjarri að Brasilía sé mesti skað- valdurinn hvað þetta snertir. Hann segir Brasilíu ábyrga fyrir aðeins 5,1 af hundraði þess koldí- oxíðs, sem út í andrúmsloftið fer, en það efni veldur mestu um gróðurhússáhrifin. Um fimmt- ungur þessa efnis, sem út í loftið fer, kemur frá Bandaríkjunum, eða meira en frá nokkru öðru ríki, næst eru Sovétríkin með 16 af hundraði og í þriðja sæti Kína með 14 af hundraði. Reuter/-dþ. Yunnan 14 eitur- lyfjasalar líflátnir 14 menn, sem fundnir höfðu verið sekir um eiturlyfjasölu, voru teknir af lífi í gær í Kunm- ing, höfuðborg kínverska fylkis- ins Yunnan. Voru þeir leiddir inn á íþróttalcikvang borgarinnar, þar sem um 40.000 manns voru samankomnir á baráttusamkomu gegn eiturlyfjaplágunni, dómarn- ir lesnir upp yfir þeim og þeir síð- an færðir á brott til aftöku. Sjónvarpað var frá samkom- unni. Á henni voru brennd um 520 kfló af heróíni og um 480 kfló af ópíum, sem náðst hefur af eiturlyfjasölum undanfarið þar í fylki. He Zhiqiang, fylkisstjóri, var á samkomunni og hét griðum þeim eiturlyfjasölum, sem gæfu sig yfirvöldum á vald og bættu ráð sitt. „Gullni þríhyrningurinn" illræmdi, eitt mesta eiturlyfja- framleiðslusvæði heims, nær inn í Yunnan að sunnan og eiturlyfja- neysla hefur færst þar í vöxt síð- ustu ár. í Kína er algengt að dauða- dæmdir menn séu teknir af lífi með skammbyssuskoti í hnakk- ann. Reuter/-dþ. Óeirðir í Sambíu Gegn verð- hækkun Washington Borgarstjóri sakaður um nauðgun Fjórar konur frá Jómfrúareyj- um vitnuðu í gær í réttarhöld- unum yfir Marion Barry, borgar- stjóra í Washington, sem standa Ungverska dagblaðið Nepszab- adsag skýrði svo frá í fyrra- dag að um 13.000 arabar dveldust nú í landinu í óleyfi stjórnvalda og fjölgaði þeim með degi hverjum. Koma arabarnir sem venjulegir ferðamenn og neita svo að fara aftur til heimahaga. A frétt blaðs- ins er svo að sjá að þetta séu eink- um Líbýumenn, Palestínumenn og Sýrlendingar. Flestir þeirra koma til Ung- yfir þar í borg. Ein þeirra, tveggja barna móðir að nafni Linda Maynard, hélt því fram að borgarstjórinn hefði haft kynmök verjalands í þeirri trú að þaðan sé auðvelt að komast til Vestur- Evrópu, en þar hyggjast þeir setj- ast að. Ungverjar klipptu niður sinn hluta járntjaldsins s.l. ár, og telur talsmaður utanríkisráðu- neytis þeirra að þegar það fréttist út um þriðja heim hafi fólk þar farið að halda að einfalt mál væri að komast til Vesturlanda þá leiðina. En reyndin hefur orðið önnur. Ungverjum er fyrir sitt við hana nauðuga á hótelherbergi sínu þar á eyjunum, er hann dvaldist þar um skeið í mars 1988, og látið eftir hjá henni að leyti ekkert um þessa gestakomu, sumpart vegna þess að þar er fyrir fjöldi flóttamanna frá Rúmeníu, sem flestir eru ungverskrar ættar, og öðrum þræði vegna þess að samlyndið er ekki sem best með Ungverjum og arabískum komu- mönnum, að því er talsmaður utanríkisráðuneytisins gefur í skyn. Reuter/-dþ. skilnaði 50 dollara. Barry er borinn 14 ákærum í sambandi við eiturlyf og vofir yfir honum allt að 1,85 miljón dollara sekt og 26 ára fangelsisvist, verði hann sekur fundinn. Jómfrúar- eysku konurnar segjast hafa fundið á lyktinni að borgarstjór- inn hafi reykt krakk og marijú- ana, meðan hann dvaldist á eyjunum, en engin þeirra kvaðst hafa séð það. Sá sem kynnti þær fyrir Barry var Charles nokkur Lewis, eiturlyfjasali sem nú hefur hlotið dóm. Hann hefur borið fyrir rétti að þeir Barry hafi reykt kókaín saman nokkrum sinnum. Barry, sem verið hefur borgar- stjóri höfuðborgar Bandaríkj- anna í rúman áratug og vinsæll af mörgum borgarbúa, tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til þess emb- ættis einu sinni enn. Reuter/-dþ. á maísmjöli Óeirðir stóðu í fyrradag og gær yfir í Lusaka, höfuðborg Afríku- ríkisins Sambíu, og hermdu fregnir frá sjúkrahúsum þar í borg í gær að 14 menn hefðu verið drepnir og a.m.k. 150 særðir. Mun flest það fólk hafa orðið fyrir skotum hermanna, sem stjórnin sendi gegn mótmæla- fólki. Óeirðirnar brutust út þegar fólk safnaðist saman í mótmæla- skyni er stjórnin hafði tilkynnt að verðið á maísmjöli, sem er aðal- fæða landsmanna, yrði hækkað um helming. Felst í hækkuninni mikil kjararýrnun fyrir þorra fólks þar. Kenneth Kaunda, sem stýrt hefur Sambíu frá því 1964, er hún varð sjálfstætt ríki, og ver- ið mjög svo einráður, ákvað fyrir skömmu að hætta niður- greiðslum á maísmjöli og mun hafa gert svo að áeggjan Alþj óðagj aldeyrissj óðsins. Stúd- entar og fleiri eru og farnir að krefjast innleiðslu fjölflokkak- erfis en Kaunda, sem styðst við einsflokkskerfi, hefur ekki tekið vel undir það. Reuter/-dþ. Arabar til Ungverjalands Miðlungi velkomnir 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.