Þjóðviljinn - 27.06.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 27.06.1990, Síða 7
MENNING Myndlist Skeljar og Plastkúreki Guðbjörg Hjartardóttir sýnir í FÍM-salnum við Garðastræti ar eru, aðrir hafa sagt myndir mínar vera það. Það er án efa erfitt að mála algjörlega óper- sónulegar myndir. En oftast er ekki hægt að dæma um slíkt sjálf- ur. Að vissu leyti er mér illa við að tala of mikið um myndirnar. Það er svo margt í þeim. Segi ég eitthvað í dag gæti hent að ég uppgötvaði síðar eitthvað annað við myndina. Oft tekur það mig ár að átta mig á myndunum og hvað ég var að pæla þegar ég mál- aði þær. Guðbjörg nam við nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans, þaðan útskrifaðist hún vorið 1987, og þá um haustið hélt hún til náms til Lundúna. Hún stund- aði málaranám við Slade School of Fine Arts í tvö ár, og útskrifað- ist í fyrra. Hún segist hafa valið málun af því að það var það form sem henni líkaði best. I nýlista- deildinni hafði hún reynt alls konar tækni og aðferðir en mest fengist við að mála. Lundúnir urðu fyrir valinu af því að Guðbjörgu langaði til að prófa að búa í stórborg, en hún viðurkennir að það komi fyrir að hún sakni náttúrunnar. Þá er hægt að fara í lystigarðana í borg- inni, en það eru aðrir hlutir sem bæta upp vöntun á náttúru í Lundúnum, þar er margt að sjá og gera, en einnig er hægt að vera út af fyrir sig og vinna án þess að nokkuð trufíi. Ég er skorpumanneskja til vinnu. Ef ég er ekki í skapi til að vinna en reyni það samt sem áður kemur sjaldan eitthvað út úr því. Þá er best að hætta að mála og safna hugmyndum og byrja ekki að vinna aftur fyrr en maður er tilbúinn til að einbeita sér. Vonandi get ég haldið áfram að mála. Til að geta málað þurfa menn fyrst og fremst tíma, til að hafa tíma verða menn einnig að eiga peninga. Ef vel gengur get ég kannski byrjað að lifa á listinni eftir tíu ár eða svo. Á sýningu Guðbjargar eru fjórtán málverk, á efri hæð eru stærri verk, en minni í kjallara. Sýningin í FÍM- salnum er opin daglega frá kl. 14- 18, og lýkur 10. júlí næstkom- andi. BE Guðbjörg Hjartardóttir við málverkið Kex, sem mun vera Cadburys barnakex og allt annað en gott á bragðið. Guðbjörg segir hugmyndirnar að verkum sínum koma alls staðar að, úr daglega lífinu, sögum og kvikmyndum. Oft eigi hún erfitt með að gera sér grein fyrir hvernig viðkomandi hugmynd eða hugmyndir kviknuðu í upphafi. Mynd: Ari. Listasafn íslands Vettvangur listumræöu Árbók Listasafnsins kemur út öðru sinni Þetta verk Errós frá árinu 1932 er meðal gjafa listamannsins til Lista- safns islands og prýðir kápu Árbókarinnar að þessu sinni. Kex, Mér finnst sjálfsagt að mynd- list þurfi ekki alltaf að vera hræði- lega alvarleg og hátíðleg, þótt hún geti verið það líka, segir lista- maðurinn Guðbjörg Hjartardótt- ir sem opnaði málverkasýningu á laugardaginn í FÍM-salnum við Garðastræti. Hvað viðfangsefni mín varðar þá vinn ég út frá hugmyndum sem ég fæ, hugmyndum úr daglega líf- inu, sögum sem ég hef lesið, kvik- myndum og hverju sem er. Myndirnar eru yfirleitt blandað- ar, ég reyni að tengja margar hugmyndir saman í hverri mynd. Ég á oft erfitt með að vita ná- kvæmlega hvaðan hugmyndirnar og áhrifin koma. Og áhrifin eru alls ekkert frekar úr myndlist en daglega lífinu eða einhverju allt öðru, gjörsamlega ótengdu myndlist. Ég á erfitt með að segja sjálf hversu persónulegar myndir mín- Ferðaleikhúsiö Light Nights Nú eru enn á ný hafnar sýning- ar Ferðaleikhússins á Light Nights fyrir erlenda ferðamenn í Tjarnabíói. Verða haldnar sýn- ingar fjórum sinnum í viku í allt sumar. Ferðaleikhúsið hefur sýnt Light Nights í rúmlega tuttugu ár, en sýningarnar eru nokkuð breytilegar frá ári til árs. Allt efni er íslenskt og flutt á ensku, ferða- mönnum til fróðleiks um land og þjóð. Meðal efnis eru þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagn- ir og einnig eru atriði úr Egils- sögu sviðsett. Sögumaður sýningarinnar er Kristín G. Magnús. Hún er ásamt Halldóri Snorrasyni og Magnúsi S. Halldórssyni jafnframt eigandi Ferðaleikhússins. Sýningarnar í sumar verða á fimmtudags- til sunnudags kvöld- um kl. 21. Hver sýning er u.þ.b. tveir tímar, síðasta sýning verður 2. september næstkomandi. Ásgrímssafn Sumarsýning Skipt hefur verið um sýningu f Safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaðastræti 74. Þar eru nú til sýnis 26 verk, unnin í olíu og vatnsliti á árunum 1905-1930. Flest verkanna á þessari sumarsýningu eru unnin á Suður- landi þar sem Ásgrímur málaði mikið fyrstu starfsár sín eftir að hann settist að á íslandi árið 1909. Meðal verka sem sjá má á þessari sýningu er mvndin Hái- múli í Fljótshlíð, Á bökkum Þjórsár, og ævintýramyndin Fljúgðu, fljúgðu klæði. Fyrr- nefndar myndir eru í vinnustofu listamannsins, en á heimili hans hefur aðallega verið komið fyrir vatnslitamyndum. Það eru mest landslags- og þjóðsagnamyndir m.a. Álfarnir í Tungustapa. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30 til 16. Sumarsýningin stendur til ágúst- loka. Árbók Listasafns fslands 1989 er nýkomin út. Ritstjóri hennar er forstöðumaður safnsins Bera Nordal, hún ritar jafnframt for- mála bókarinnar. í Árbókinni er greint frá að- föngum safnsins á árinu, og birtar myndir af þeim. Auk skýrslu safnsins eru einnig nokkrar grein- ar er lúta að listum og listasögu í landinu í bókinni. Júlíana Gottskálksdóttir skrif- ar greinina „Að efla þekkingu og áhuga íslendinga á fögrum list- um...“, Hrafnhildur Schram skrifar um Sturluhlaup í túlkun Ásgríms Jónssonar, Viktor Smári Sæmundsson ritar grein undir yfirskriftinni Aldursgreining málverka og Rakel Pétursdóttir um Samspil bóknáms og sjón- rænnar reynslu barna. í formála bókarinnar segir Bera Nordal m.a. að Árbókin sé vettvangur iistasögurannsókna og umræðu um listmál. Á næstu árum sé ákveðið að leggja áherslu á mótunarár íslenskrar myndlistar á fyrstu áratugum þessarar aldar, og er grein Júlí- önu Gottskálksdóttur fyrst greina þess efnis. Júlíana fjallar um sögu og starf Listvinafélags- ins. Skýrsla Viktors Smára Sæ- mundssonar segir frá aldurs- greiningu á verkum sem mikið voru til umræðu í fjölmiðlum fyrir skömmu, þ.e. myndunum tveimur af Ara Magnússyni í Ögri og konu hans Kristínu Guð- brandsdóttur. Önnur myndin er í eigu Þjóðminjasafnsins en hin í einkaeign. Listasafnið keypti og fékk að gjöf samtals rúmlega sextíu verk á síðasta ári. Ber þar hæst stór- gjöf Errós til safnsins. Nokkur verk voru keypt eftir listakonuna Rósku, og einnig keypti safnið verk fjölda ungra íslenskra myndlistarmanna. Meðal verka erlendra listamanna sem safnið festi kaup á eru verk eftir Austurríkismanninn Franz Graf og Hollendinginn Kees Visser. Tvo verk færði Graf safninu að gjöf- I skýrslu safnsins segir að gestir á síðasta ári hafi verið rúmlega áttatíu þúsund, og bendir Bera Nordal á í formála sínum að safn- ið hafi eflst mjög í hinum nýju húsakynnum í miðborginni. Enn- fremur segir Bera að safnið hafi þegar sprengt af sér allt bakrými, og það vanti sýningarsali fyrir nútímaverk sem krefjast meira rýmis en safnið hefur til umráða. Eins og áður sagði er þetta í annað sinn sem Árbókin kemur út. Áðurnefndum greinum bók- arinnar fylgir flestum samantekt á ensku og annaðist Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur þýðingu þeirra. BE Miðvikudagur 27. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN - SiÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.