Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 12

Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 12
nSPURNINGIN Áttu gæludýr? Þórir Gíslason leigubílstjóri: Nei ég á ekki gæludýr og hef aldrei átt. Mig langar heldur ekkert í það. Hans H. Scheving málari: Já, ég á hund sem heitir Petró. Eg hef ált hann í sex ár. Helgi Guðjónsson tækniteiknari: Nei, það á ég ekki. Eg hef aldrei átt gæludýr og hef ekkí hugleitt að fá mér slíkt. Það væri helst að ég fengi mér hund ef ég væri að velta fyrir mér að fá mér gæludýr. Margrét Runólfsdóttir húsmóðir: Nei, ég á ekki gæludýr núna. Eg hef átt kanarífugl og kött, en ég ætla ekki að fá mér dýr aftur. Lilja Sigurðardóttir skrifstofumaður: Nei, ekki núna. Eg átti einu sinni part í hundi, en mig langar ekki í dýr aftur. þiómnMiNN Miðvikudagur 27. júní 1990 —116. tölublað 55. árgangur Nú stendur yfir á Kópavogs- hæli hin árlega sumarhátíð heimilis- og starfsmanna og er dagskráin fjölbreytt að venju. Hátíðin hófst sl. sunnudag og við setningu hennar spilaði Hornaflokkur Kópavogs og á- vörp voru flutt. Þá var helgi- stund séra Arna Pálssonar og hljómsveitin Upplyfting spilaði fyrir heimilismenn. Omar Ragnarsson kom í heimsókn og sprellaði, sýnt var listflug, kór- söngur og fleira. A mánudag var siglt um sundin blá með Viðeyjarferjunni og þeir sem geta gengið fóru í gönguferð um Viðey, meðan hinir sem eru í hjólastólum sigldu um og skoð- uðu eyjuna frá ferjunni. Boccia Þegar Þjóðviljinn heimsótti Kópavogshæli í gær, stóð sem hæst deildakeppni í Boccia, en það er mjög vinsæl íþrótt hjá fotl- uðum. Urslit urðu þau að í þriðja sæti varð deild 5, í öðru sæti deild 10 og í fyrsta sæti varð lið sam- býlis B, sem fékk í verðlaun for- Starfsmenn I koddaslag I sundlauginni á Kópavogshæli við mikinn fögnuð heimilismanna. Myndir Ari. Þroskaheftir Sumarhátíð á Kópavogshæli Fjölbreytt dagskrá með skemmtiatriðum, ferðalögum og íþróttum láta bikar sem Lionsklúbburinn Muninn gaf. Einnig gaf Muninn i- þróttafélaginu Hlyn, sem er í- þróttafélag Kópavogshælis, 20 nýja æfmgagalla fyrir vistmenn. Ragnheiður Olafsdóttir íþrótta- fræðingur á Kópavogshæli, sagði að boccia væri ein vinsælasta í- þrótt fatlaðra, þrátt fyrir að sumir vistmenn hælisins skildu ekki al- veg tilgang leiksins. „Þetta er eig- inlega eina íþróttin sem nær allir þroskaheftir og fatlaðir geta tekið þátt í,” sagði Ragnheiður. Við starfrækjum hér íþróttafélagið Hlyn og æfum meðal annars boccia. Við höfum tekið þátt í ls- landsmeistaramóti í boccia og ætlum að taka þátt í Íþróttahátíð ISI sem verður bráðlega. Þótt bil- ið hjá þroskaheftum sé mjög mik- ið, geta næstum allir leikir boccia. Sumir hafa ekki skilning á til- gangi leiksins, en það hafa aliir jafn gaman af honum þrátt fyrir það,” sagði Ragnheiður. Ekki voru allir að keppa í boccia, og margir sátu í kring og horfðu á og hvöttu sína menn. Það var augljóst að leikurinn nýt- ur mikilla vinsælda hjá vistmönn- um. Amgrímur Erlendsson er einn af þeim sem æfa boccia stífl og hefur keppt á ýmsum mótum. „Eg hef æft í nokkur ár og finnst þetta mjög gaman. Ég er að fara til Skotlands með Iþróttafélagi fatl- aðra 27. júní og verð i viku og keppi í boccia. Eg hef líka æft hlaup og sund og fleiri íþróttir. Á hátíðinni núna verð ég með í leik- Sigurliðið i boccia: Gunnar Axelsson, Sigurður Ingimundarson og Amgrímur Ertendsson. Mikil spenna rikti í úrslitakeppninni f boccia. sýningunni og leik Skáldið. Svo verð ég fimmtugur á morgun (í dag),” sagði Amgrímur, sem var í sigurliðinu í boccia. Koddaslagur ísundlaug Eftir að úrslit vom ljós í boccia, var farið að sundlaug hæl- isins, þar sem starfsmenn kepptu í koddaslag. Það var greinilegt að vistmenn kunnu vel að meta slag- inn, því gífúrleg fagnaðaróp, klöpp og köll glumdu við þegar einhver datt í laugina. Eitthvað fyrir alla Kjörorð hátíðarinnar er „Eitt- hvað fyrir alla” og á dagskránni er að sjá að svo er. Heimilsmenn leggja að mestu niður vinnu þessa viku sem hátíðin stendur yfir og njóta alls þess sem boðið er upp á. Sem fýrr segir em skemmtiatriði fjölbreytt, og m.a. má nefna að Brúðubíllinn kemur i heimsókn, Valgeir Guðjónsson, Ari Jónsson, hljómsveitin Hey á miili og skátar úr Kópavogi ætla að sjá um kvöldvöku. Allir þeir skemmti- kraftar sem koma fram og aðrir sem aðstoða við hátíðina, gera það endurgjaldslaust. En það eru ekki bara utanað- komandi skemmtikraftar sem halda uppi fjöri, því leikfélagið Loki, sem starfrækt er af heimilis- mönnum, ætlar að vera með leik- sýninguna Bóndinn og Skáldið. Þá hefur Heimakórinn æft af kappi og syngur fyrir gesti og vistmenn. Fleiri ferðir verða famar en Viðeyjarferðin, því farin verður Fossvogssigling, farið til Hvera- gerðis og á kvikmyndasýningu í Háskólabíói. Hátíðin stendur til laugardagsins 30. júní og endar með dansleik í Þinghólsskóla. ns.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.