Þjóðviljinn - 03.08.1990, Síða 2
SKAÐi SKRIFAR
Mig
dreymir
kjaramál
Mig, Skaða, dreymdi draum.
Mér þótti sem ég byggi í dal vænum fyrir
norðan þar sem þjóðernið er og átti ég þrjá
sonu. Við rákum saman hundasúrurækt og
gekk hún vel og færði þjóðinni hollustu og
björg í bú.
Einn sonurinn hét Blámundur, annar Hvít-
mundurog hinn þriðji Hámundur. Blámundur
gekk jafnan í bláum galla til sinnar vinnu:
hann var erfiðismaðurinn sem bar á hunda-
súrutúnin, sló og safnaði í hlöður, skildi
stöngla og blöð, pressaði hinn dýra safa.
Hvítmundur var fínni í tauinu, sat í sinni hvítu
skyrtu á skrifstofu - hann hakkaði að vísu
hundasúru stundum og tappaði safa á flösk-
ur, en einkum færði hann bókhald, seldi
smærri kúnnum, auk þess sem hann kenndi
barnabörnum mínum hundasúrufræði. Há-
mundur aftur á móti sat hæst í virðingarstig-
anum: hann skrifaði skýrslur og áróður um
gildi hundasúrunnar fyrir baráttu gegn eyðni,
krabbameini og heilarýrnun, hann gerði
stóra samninga, hann hannaði umbúðir og
hann var líka verkfræðingurinn sem fann upþ
betri flokkunarvélar og kenndi Blámundi á
þær.
Ég var hygginn faðir og lét því engan þeirra
vita hvað hinir hefðu í kaup. Ég sagði bara si
sona við hvern og einn: [ hundasúruræktinni
fær hver það sem honum ber, enda erum við
ein fjölskylda. Að vísu álpaðist það einu sinni
upp úr Blámundi á veikleikastundu sálarinn-
ar hvað hann fengi í sinn vasa svo bræður
hans vissu nokkuð um það - þó ekki allt.
Svo gerðist það að strákarnir fréttu af því
að eitthvað væri til sem héti starfsmat og af
því ég hafði einu sinni sagt þeim að vísindin
efldu alla dáð, þá fóru þeir að trúa því að
þarna væru fundin fræði sem vissu upp á hár
hvað hver ætti að hafa í kaup og gætu útilok-
að mína duttlunga og allskonar tilfinninga-
semi og fjölskyldulaumukommúnisma.
Blámundur barði upp á og sagðist þurfa
kauphækkun. Af hverju? spurði ég. Vegna
þess, sagði hann, að það er ég sem vinn
verkin, juða og puða. Bræður mínir sitja bara
á rassgatinu á skrifstofum og kjafta í síma og
eru ekki við meðan ég hamast eins og þræll.
Þú hefur mikið til þíns máls vinur. Þú skalt
fá 2,5% og þú fengir jafnvel 3% ef ekki væru
vargarnir bærður þínir og verðlagið á hunda-
súrumarkaðnum.
Svo kom Hvítmundur og vildi líka kjarabót.
Ég er allur svo vanmetinn, sagði hann.
Þarna sit ég eins og lús á milli tveggja nagla:
annarsvegar er Blámundur sem er með ein-
hvern verkalýðsyfirgang og gorgeir, hinsveg-
ar Hámundur með sinn menntahroka og
stjórnhroka og þykist allt vita. Svo fæ ég
hvorki að vinna úti eins og Blámundur jaegar
gott er veður né fara til útlanda fyrir firmað
eins og Hámundur og þetta er ekki
mannsæmandi líf.
Þetta er alveg rétt hjá þér vinur, sagði ég.
En það eru bara bræður þínir, þú veist, þeir
verða arfavitlausir og svo er það hundasúru-
sölutregðan...
Svo kom Hámundur og sá var reiðastur.
Ég frétti það, karl, sagði hann, að þú sért
eitthvað að gauka að þessum bræðrum mín-
um ef bræður mætti kalla. Það er ekki verið
að hugsa um mig sem verð að dragnast með
allaskonar hugsanir og áhyggjur af hunda-
súrum ailan sólarhringinn. Meðan Blámund-
ur þarf ekki að hugsa neitt heldur getur bara
unnið í sína tíma og komið heim svo fullur af
heilbrigðri þreytu að hann sofnar strax fyrir
framan sjónvarpið. Og Hvítmundur getur
sofnað fyrir framan tölvuna sína áður en
hann fer heim. Það er svosem eftir íhalds-
hrossi eins og þér að kunna ekki að meta
hugvit og vísindi og ábyrgð og taugar.
Eins og mælt út úr mínu hjarta, Hámundur,
sagði ég. En þú veist: það er allt svo sam-
tengt og verðbólgið og hundasúrumarkaðs-
staðan...
Ég get sagt þér eitt, sagði sonur minn Há-
mundur við mig í draumnum. Það er mál til
komið að þú hættir að vera stikkfrí.
Ég stikkfrí? Ég sem hef fengið ykkur stað í
tilverunni, og leyft ykkur að rækta hundasúr-
ur og gefið ykkur kauphækkanir og forðað
ykkur frá því að þið bituð hver annan á bark-
ann, sagði ég.
En nú fór súgur um draumsali og mér þótti
sem synir mínir þrír hefðu um stund gleymt
hve innilega þeir hötuðu hver annan og þeir
stefndu að mér með ygglibrún og söngluðu
ískyggilega:
Þú hefur deilt og drottnað og haldið þér á
floti sem landsföður, spilað þig ómissandi og
slegið ryki í okkar augu og þóst vera eitthvað
á heimsmarkaðinum og aldrei gert neitt af viti
og kjaftað okkur í hel með flærðarbrosi en nú
skal hausinn af, elski pápi, seint koma sumir
dagar en koma þó.
Synir mínir, hrópaði ég, Skaði, í örvænt-
ingu, flanið ekki að neinu, hvað ætlið þið að
gera þegar mín nýtur ekki lengur við?
Við ætlum til Evrópu, sögðu þeir, þar sem
allir hafa bestu laun.
Og þá vaknaði ég.
r------------------------f
Við í BHMR eru lánsöm að ™
eiga félagsdóm að. Best að ná
í launahækkunina.
I RÓSA-
GARÐINUM
LIFA ÞAR FAIR
EN HUGSA HÁTT
Efnahagskreppan sem við
blasir eftir úrskurð Félagsdóms
um 4,5 prósent hækkun til há-
skólamanna er... „made in Selt-
jarnarnes".
DV
VÍSINDIN
EFLA ALLA DÁÐ
Mikill mannfjöldi safnaðist
saman og umferðaröngþveiti
myndaðist þegar fólk kom að
Háskólanum til að fylgjast með
þriggja miljón króna bíl keyra á
stálklump. Bfllinn er gjörónýtur.
D V
ER ÞAÐ NÚ EKKI
FULLMIKIÐ SAGT?
Nú mundi öll þjóðin hlægja ef
hún væri ekki dauð.
D V
ÁGULLÖLD
GLASNOSTS
Það er nægilegt að hafa bara
Morgunblaðið eitt blaða.
Morgunblaðið
HINIR ÓSKEIKULU
Það virðist vera að DV sé að
missa stjóm á sér í blaðamennsk-
unni. Sem betur fer gerir Morg-
unblaðið það aldrei.
Sama Morgunblaó
LANDVÖRNIN
BESTA FUNDIN
Við ( fslendingar) getum aldrei
gengið í Evrópubandalagið með
svona stjórnmálamenn.
Morgunblaðið
MARX VILL
BEIN UPP GRAFA
Tilraun var gerð til að einoka
fornleifarannsóknir hér á landi
nýverið í þeim tilgangi að
auðvelda fullkomnun nýrrar
landnámssögu samkvæmt kenn-
ingum marxískrar hugmynda-
fræði.
Tíminn
ÉG ER VISS
UM AÐ HANN ER
Á MÓTI ÞEIM
Jónas Jónasson hefur sínar
skoðanir á hlutunum. í dag fjallar
hann um drukkna ökumenn.
Alþýðublaðið
LOKS FÓR SÚ
FJÖLSKYLDA
AÐ VITKAST
í stað þess að lesa lögfræði
eyðir harin (J.F. Kennedy yngri)
tíma sínum í að hvísla fallegum
ástarorðum í eyru kvenna.
Tíminn
FRAM ÞJÁÐIR
MENN VIÐ
ÞÚSUND SKERMA!
Það er ekki hægt að búa öllu
lengur við yfirgang íþróttafrétta-
manna ríkissjónvarpsins.
Morgunblaðið
2 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ | Föstudagur 3. ágúst 1990