Þjóðviljinn - 03.08.1990, Side 3
Klámbylgja flæðir yfir Austur-Þýskaland
Fall Berlínarmúrsins óvænt búbót fyrir klámiðnaðinn. Vestur-þýska klámdrottningin Beathe Uhse
segir Austur-Pjóðverja hungra í klám og erótík
Vestur-þýski klámiönaöurinn
blómstrar aldrei sem fyrr eftir fall
Berlínarmúrsins. Forvígismenn
þessarar eðlu atvinnugreinar þar
í landi hafa ærna ástæðu til að
kætast þessar vikurnar. Þeir hafa
hreinlega ekki undan að birgja
Austur-Þjóðverja upp af tækjum
og tólum ástalífsins, enda er vart
við öðru að búast en að allar mór-
alskar gáttir bresti eftir að hafa
búið í tæpa fimm áratugi við boð
og bönn þess skírlífissósíalisma
sem rekinn var af fyrrum vald-
höfum austur þar.
- Eftir viðtökunum og eftir-
spurninni til þessa að dæma
sjáum við fram á að Austur-
Þýskaland verði mikilvægt mark-
aðssvæði fyrir okkur, segir hin
sjötuga Beate Uhse í viðtali við
blaðamann „The European" á
dögunum. í þessum efnum veit
frú Uhse örugglega hvað hún
syngur, en hún er eigandi einnar
stærstu verslunarkeðju í Vestur-
Þýskalandi á sviði hjálpartækja
ástalífsins og hvers kyns klámefn-
is.
Uhse sem hóf kaupmennskuna
snemma á sjöunda áratugnum,
rekur nú yfir 50 verslanir og 15
kvikmyndahús vítt og breitt um
Vestur-Þýskaland. Starfsmanna-
fjöldi er um 550 manns og
heildarvelta fyrirtækisins á ári er
um 107 miljón vestur-þýsk mörk.
Það er ekki ofsögum sagt að
Austur-Þjóðverja hreinlega
hungrar að komast í tæri við þær
lífsins lystisemdir sem þeim hefur
til þessa verið meinað að njóta
öðruvísi en með ærnu erfiði. Að
sögn þýska tímaritsins „Der Spi-
egel“ voru fyrrverandi valdhafar
austur-þýska alþýðulýðveldisins
kaþólskari en sjálfur páfinn þeg-
ar kom að þeim málaflokki sem
fellur undir kynlíf og ástir. Það er
því ekki að undra að ritið segir
Austur-Þýskaland vera nokkurs-
konar einskis manns land fyrir
klámiðnaðinn, eða eins og fé-
lagsfræðiprófessor frá Bremen,
Rudiger Lautmann, segir: - Eftir
ALLT
fyrirGLUGGANN
úrval, gæði, þjónusta
Hungraðir íbúar austur-þýsku borgarinnar Halle bítast um auglýsinga-
bæklinga þar sem falboðinn er áður forboðinn varningur. Der Spiegel
segir að allskyns fólk, virðulegir karlar á miðum aldri, konur með
ungabörn ívögnum, unglingar, sovéskirdátar, lögreglumenn og meira
að segja eldri frúr hafi safnast saman í um 150 metra langri biðröð til að
verða sér úti um eintak. 45.000 eintök voru rifin út á örskömmum tíma.
Rimlagluggatjöld í yfir 20
litum. Sérsniðin fyrir
hvern glugga eftir máli.
Sendum í póstkröfu um
land allt.
<12 Einkaumboö á íslandi
PtaabæF
Síðumúla 32 - Reykjavík -
Sími: 31870 - 688770.
Tjarnargötu 12 - Keflavík -
Sími: 92-12061.
í vörulista frá verslunarkeðju Beate Uhse kennir margra grasa eins og
sjá má.
áralanga bælingu kynhvatarinnar
af hálfu 'þess opinbera er fólk
glorhungrað að fá fýsnum sínum
svalað. v
Eftir fall Berlínarmúrsins í
nóvember sl. hafa Austur-
Þjóðverjar átt mun auðveldara
um vik að nálgast þennan áður
forboðna varning. Algengt er að
íbúar austurríkisins hafi tekið sér
far vestur yfir gagngert til
innkaupa á tólum.og tækjum ást-
alífsins. Þá blómstrar póstverslun
klámbúllanna aldrei sem fyrr.
Beate Ushe segir að fýrirtæki
sitt hafi ekki undan að anna
pöntunum Austur-Þjóðverja.
Daglega berast fyrirtækinu
100.000 bréf að austan; vöru-
pantanir, óskir um að fá senda
vörulista að ógleymdum þakk-
arbréfum frá ánægðum viðskipta-
vinum.
Frá því um áramót hefur Uhse
sent austur fyrir heilar lestir vöru-
bfla hlaðna af vörulistum yfir það
úrval sem verslanir fyrirtækisins
hafa upp á að bjóða og það hefur
ekki staðið á viðbrögðum við
þessum óvænta glaðningi. Velta
póstverslunar fyrirtækisins við
Austur-Þjóðverja frá því um síð-
ustu áramót nemur um einni milj-
ón þýskra marka. Enn sem
komið er hefur lögum ekki verið
breytt á þann veg í Austur-
Þýskalandi að heimili sölu og
birtingu kláms. Beathe Uhse,
verður því að láta sér nægja um
sinn að versla við Austur-
Þjóðverja í gegnum póstinn, en
hún segist staðráðin í því að færa
út kvíarnar og setja upp útibú
fyrir austan um leið og lög og
reglugerðir heimili slíkt.
-rk byggði á Der Spiegel
og The European
„Undra Wanda", uppblásin lagskona, er á meðal þess sem Austur-
Þjóðverjum stendur nú til boða að prófa fyrir 89 vestur-þýsk mörk, eða
rúmar 3.200 krónur íslenskar.
Vestur-þýski klámkaupmaðurinn Beate Uhse hefur ærna ástæða til
að brosa síðustu vikur og mánuði, enda blómstra viðskiptin sem aldrei
fyrr. Fyrst var það óttinn við eyðni sem hleypti lífi í viðskiptin, núna eru
það Austur-Þjóðverjar sem bæta um betur.
Föstudagur 3. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3