Þjóðviljinn - 03.08.1990, Síða 6
20 flokkar
í Sovétríkjum
Rúmlega 20 stjórnmálaflokkar
meö mótaða stefnuskrá eru starf-
andi í Sovétríkjunum á lands-
grundvelli auk óteljandi stað-
bundinna samtaka, að sögn Val-
entíns Kuptov, sem á sæti í
stjórnmálaráði miðstjórnar
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna. Flokkar þessir hefðu enn
sem komið væri tiltölulega fáa fé-
laga, en myndu að öllum líkind-
um halda áfram að þróast. f fram-
tíðinni myndi kommúnistaflokk-
urinn væntanlega verða að
mynda bandalög og samfylkingar
með sumum þessara flokka.
Unnandi Síberíu
Þeir James Baker og Eduard
Shevardnadze, utanríkisráðherr-
ar Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna, hittust í vikunni og ræddu
heimsmálin í Irkútsk í Síberíu.
Þeir brugðu sér þá út á Bajkal-
vatn, þar sem sjöttungur alls
ferskvatns jarðar er samankom-
inn, auk yfir 50 fisktegunda. Þeir
renndu fyrir fisk og dró Shevard-
nadze tvo en Baker engan. Eigi
að síður var Baker hinn kátasti og
sagði: „Ég elska Síberíu." („I
love Siberia.“).
Leiðtogaráðstefna
um ungbarnadauða
Á hverjum degi deyja um
25.000 börn í þriðja heiminum
vegna ófullnægjandi heilbrigðis-
þjónustu, að sögn James Grant,
framkvæmdastjóra Barnahjálp-
arsjóðs Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF). Ungbarnadauði
verður aðalmálið á ráðstefnu á
vegum UNICEF, sem stendur til
að halda í septemberlok í New
York. Gert er ráð fyrir að um 100
ríkisleiðtogar mæti þar, þar á
meðal Bush Bandaríkjaforseti og
hugsanlega Gorbatsjov Sovétr-
íkjaforseti.
Laus eftir
líknardrap
Ríkisstjórinn í Flórída til-
kynnti á miðvikudag að hann
hefði náðað Roswell Gilbert,
rúmlega áttræðan mann sem 1985
var dæmdur til ævilangrar fang-
elsisvistar fyrir líknardráp á konu
sinni, sem var með Alzheimers-
veiki. Ástæðu til náðunarinnar
kvað ríkisstjórinn vera að Gilbert
væri mjög farinn að heilsu og
bentu líkur til að heilsu hans héldi
áfram að hraka, ef hann yrði
áfram í fangelsi. Hann er blindur
á öðru auga, farinn að tapa heyrn
og þjáist af hjarta- og lungnasjúk-
dómum.
Sex hippar myrtir
Þrír „hippar“, tveir franskir og
einn vesturþýskur, voru í vikunni
ákærðir í Montauban í Frakk-
landi fyrir morð á sex félögum
sínum í húsi einu þar í borg.
Höfðu hipparnir þar aðsetur.
Uppvíst varð um morðin fyrir
tveimur vikum er nágrannar fóru
að finna þef af rotnandi líkum.
Þeir látnu höfðu verið barðir og
stungnir til bana. Talið er að
þetta hafi leitt af ágreiningi út af
hverjir teldust eiga húsið.
í kjölfar
Kólumbusar
Eftirlíkingar af skipum þeim
þremur, er Kólumbus fór á vestur
yfir Atlantshaf 1492 er hann fann
Ameríku, létu úr höfn á Spáni í
fyrradag og munu næstu mánuð-
ina sigla á ýmsar spænskar hafnir
og heimsækja níu önnur Evrópu-
lönd á næsta ári. Síðan verður
skipunum, sem mönnuð eru
spænskum sjóliðsforingjum og
sjálfboðaliðum, siglt vestur yfir
haf sömu leið og Kólumbus fór.
Fer þetta fram í sambandi við
hátíðahöld í tilefni 500 ára afmæl-
is þessarar siglingar Kólumbusar.
Stríð sem gæti b
Verulegar líkur eru á að írak komist upp með að leggja undir sig Kúvœt og að Sa
þá virðingu að teljast leiðtogi allra ara
Stríði Iraks og Kúvæts, sem
hófst með árás fyrrnefnda
ríkisins eldsnemma í gærmorgun,
verður ef til vill lokið þegar þetta
Helgarblað kemur út. Smáríkið
Kúvæt hefur hernaðarlega séð
nánast enga möguleika í slag við
langöflugasta her arabaheimsins.
Og eins og svo oft hefur viljað
verða í sögunni þegar smáríki
eiga í hlut, þá eru a.m.k. í
bráðina ekki ýkja miklar horfur á
að Kúvæt fái hjálp, sem dugi til
að knýja árásaraðilann til undan-
halds.
Af valdsherrum þriðja
heimsins er Saddam Hussein,
einræðisforseti íraks, líklega sá
ískyggilegasti nú um stundir,
fyrst og fremst vegna þess að ríki
hans er meðal þeirra olíuauðug-
ustu í heimi og þar að auki ræður
hann yfir mjög öflugum her, sem
hann nú í annað sinn sýnir í verki
að hann er reiðubúinn að nota
gegn öðrum ríkjum. í íraska
hernum eru um miljón manns (af
17 eða 18 miljónum landsmanna)
og hann er með besta móti búinn
vopnum, með um 600 flugvélar af
nýjum gerðum, yfir 4500 skrið-
dreka, eldflaugar sem ekkert
land þar í grennd getur verið ör-
uggt fyrir og býsn af eiturgasi. Á
móti þessu hefur (eða réttara sagt
hafði) vesalings emírinn af Kú-
væt, nú stokkinn úr landi til
Saúdi-Arabíu, ekki nema um
20.000 manna her sem dugði
skammt gegn ofureflinu, enda
þótt hann væri sæmilega væddur
bandarískum og breskum vopn-
um.
Veit hvað hann
kemst upp með
Saddam Hussein er af frétta-
skýrendum kallaður óútreiknan-
legur, mikilmennskubrjálaður,
samviskulaus m.m. Það getur allt
satt verið, en þessi „kappi íslarns"
(sem hann er samkvæmt yfirlýs-
ingu trúarleiðtoga hvaðanæva úr
íslamslöndum nýverið) hefur
áður sýnt að hann er ekki ólmari
en svo að hann gerir það eitt sem
hann telur sig hafa sæmilega
möguleika á að komast upp með.
Það á bæði við um athafnir hans
innan- og utanlands.
Af öllum ríkjum heims er frak
eitt það versta, hvað viðvíkur
harðstjórn og hryðjuverkum á
eigin þegnum, og svo hefur það
lengi verið. Kúrdneski þjóðernis-
minnihlutinn hefur frá stofnun
ríkisins sætt ofbeldi og kúgun og
nú upp á síðkastið fjöldamorðum
með eiturgasi. Af sjítum, sem eru
í meirihluta meðal araba þar-
iendis, voru að sögn drepnir um
100.000 manns á fáeinum vikum í
það mund og stríðið var íran var
að hefjast, efalaust til að fyrir-
byggja að þeir hjálpuðu trú-
bræðrum sínum þar. Aftökur eru
svo hversdagslegir viðburðir í
frak að varla nokkur fréttastofn-
un nennir að eltast við þær. írask-
ir ráðamenn vita vel að heiminum
er nokkuð sama um Kúrda og
enn frekar um Íraks-sjíta; það er
engin hætta á að hryðjuverkin
þarlendis verði aðalefni hjá
heimMressunni líkt og intifödu-
átök Israela og Palestínumanna,
sem eru smámunir miðað við það
sem gerst hefur í írak.
Á gjaldþrots-
barmi
Hussein fór sem alkunna er í
stríð við fran 1980 og mun þá hafa
ætlað að leggja undir sig Kúsest-
an, strandsvæðið austan Persa-
flóa innanverðs þar sem það
mesta af írönsku olíunni er. Hann
taldi sér skjótan sigur vísan vegna
uppnámsins í íran eftir fall keisa-
rans og íslömsku byltinguna, sem
þar að auki var svo óvinsæl er-
lendis að ólíklegt var að íran gæti
vænst aðstoðar annarra ríkja.
Það síðarnefnda stóðst, það fyrr-
nefnda ekki. Það stríð kostaði
írak mannslíf í hundruðþúsund-
atali og skildi við það á gjaldþ-
rotsbarmi. Skuldir erlendis eru
að upphæð um 80 miljarðar doll-
ara og skortur er á brýnustu
lífsnauðsynjum. Mestan hluta
tekna sinna af útflutningi fær írak
fyrir olíu og tiltölulega lágt verð
hennar á heimsmarkaðnum und-
anfarið bagar efnahag landsins.
Það varð upphaf reiði fraks-
stjórnar í garð Kúvæts, sem und-
anfarið hefur með framleiðslu
fram úr olíukvóta sínum frá Sam-
bandi olíuútflutningsríkja
(OPEC) gert sitt til að olíuverðið
hefur haldist niðri og jafnvel
lækkað.
Heggursá er
hlífa skyldi
Við þetta bætist landamæra-
deila íraks og Kúvæts, sem hófst
svo að segja jafnsnemma og
síðarnefnda ríkið varð fullsjálf-
stætt 1961. Áður hafði það verið
breskt „verndarsvæði" og Bretar,
sem fóru með völd og höfðu ítök í
írak frá lokum heimsstyrjaldar-
innar fyrri til 1958, höfðu verið
hirðulausir um að draga landa-
mæralínu milli þessara tveggja
skjólstæðingsríkja sinna. Á
eyðimörkinni vestan við Kúvæt,
þar sem landamæri þess ríkis, ír-
aks og Saúdi-Arabíu koma sam-
an, er enn „hlutlaust" svæði. Þar
að auki hafa frakar þráfaldlega
sýnt mikinn áhuga fyrir kútvæt-
sku eyjunum Bubijan og Warba
innst á Persaflóa. Olía mikil er í
jörðu á markasvæðum þessum.
Kúvætum finnst efalaust að nú
höggvi sá er hlífa skyldi, því að í
stríði írans og íraks hjálpuðu þeir
síðarnefnda ríkinu með því að
lána því 14 miljarða dollara og
leyfa írökum að flytja inn herg-
ögn og annan varning gegnum
Kúvæt, sem íranir þorðu ekki að
bomba. Nú kallar Hussein það
gróft fjandskaparbragð af Kú-
vætsemír að hann skuli ekki vilja
gefa frak eftir þá skuld.
Mikið herfang
Að öllum líkindum hefur
Hussein um innrás þessa látið
stjórnast af svipuðum rökum og
margir herkonungar fyrr á tíð.
Meðal þegna hans og ekki síst í
hernum sýður óánægja út af
kröppum kjörum og því að
leiðtoganum hefur ekki enn tek-
ist að fá írani til að skila tugþús-
undum íraskra stríðsfanga. Með
því að senda herinn til tiltölulega
áhættulítilla frægðarverka í ann-
að land er trúlega hægt að leiða
athyglina frá hversdagslegum
áhyggjuefnum í bili. Þar að auki
verður herfangið ekkert smá-
ræði. Kúvæt er svo stórauðugt af
olíu, að verg þjóðarframleiðsla
þar er með því mesta sem gerist í
heimi, miðað við fólksfjölda, og í
gjaldeyrisvarasjóðum á fursta-
dæmið um 80 miljarða dollara -
álíka mikið og frak skuldar er-
lendis. Verulegar líkur eru því á
að Hussein græði beinlínis efna-
hagslega á þessu stríði, og það
gerist ekki alltaf þegar stríð eru
háð.
Þar að auki má nefna að ein
meginástæðan til að írak er að
sligast efnahagslega, þrátt fyrir
sinn olíuauð, er kostnaðurinn við
uppihald hersins. Hussein kann
að hafa þótt sem hann ætti um
tvennt að velja: að stórfækka í
hernum eða nota hann meðan
hann enn væri svo sterkur sem
hann er.
„Ein þjóö,
eitt land
Verulegar líkur eru á að írak
komist upp með þetta. Assad
Sýrlandsforseta, óvini Husseins
um árabil, líst áreiðanlega ekki á
blikuna, en hann er of flæktur í
málin í Líbanon og staða hans
heimafyrir þar að auki of hæpin
til að hann hætti á að skerast í
leikinn. Saúdi-Arabía hefur litið
á sig sem verndara Kúvæts og
innrásin er því auðmýking fyrir
valdhafa þar, en Saúdættin er
þrátt fyrir allan sinn olíuauð
pappírstígrisdýr, her hennar að
vísu væddur skæðum bandarísk-
um búnaði en ekki nema 65.000
manns. Af öflugri ríkjum annars-
staðar virðast Bandaríkin hafa
áhuga á að taka í lurginn á Huss-
ein, en hætt er við að iðnvæddi
heimurinn hafi meiri áhuga á
stöðugleika olíuverðs en sjálf-
stæði slíks smáríkis sem Kúvæt
er. Niðurstaða hernaðarævintýris
þessa gæti því orðið sú að Huss-
Saddam Hussein í viðeigandi um-
hverfi - nota skal herinn meðan
hann er.
ein yrði það, sem hann helst vill
vera: viðurkenndur leiðtogi ara-
baheimsins á sama hátt og Nasser
hinn egypski var.
íraksstjórn hefur þráfaldlega
látið í ljós þá skoðun að Kúvæt sé
í raun íraskt land, og ber því við
Kúvætá
Kúvætar verjast þó á stö
Persaflóa. Arabastjó
Irakar hófu innrás í Kúvæt fyrir
birtingu í gærmorgun og frettir
í gærkvöldi bentu til að fursta-
dæmi þetta, sem er um 18.000
ferkflómetrar að stærð, væri þá
þegar að mestu á þeirra valdi.
Ríkin á norðurhluta hnattarins
hafa flest fordæmt innrásina, ara-
baríkin eru sögð skelfd og hikandi
og olíuverðið á heimsmarkaðnum
er rokið upp um 15 af hundraði.
íraska hernum virðist hafa
veist auðvelt að sundra þeim kú-
vætska, sem er margfalt fámenn-
ari, og aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir upphaf innrásar-
innar náðu írakar á sitt vald em-
írshöllinni í Kúvætborg, höfuð-
borg furstadæmisins, og öðrum
mikilvægustu stöðum þar. Emír-
inn, Sheikh Jaber al-Ahmed al-
Sabah, komst undan á flótta til
Saúdi-Arabíu, en yngri bróðir
hans féll við að verja höllina, sem
íraskar herþotur og þyrlur skutu
á. Borgin er ein sú nýtískulegasta
í arabaheiminum. Skothríð og
sprengingar bergmáluðu frá ský-
jakljúfum hennar úr steini og
gleri.
Síðdegis bárust fréttir um að
kúvætskir herflokkar verðust enn
af hörku á ýmsum stöðum utan
höfuðborgarinnar. Sheikh Saad
al-Abdulla al-Sabah, sem bæði er
krónprins og forsætisráðherra
emírsdæmisins, ávarpaði þá fólk
sitt í útvarpi, hét á það að gefast
ekki upp og kvaðst ætla að halda
áfram baráttu þangað til
innrásinni hefði verið hrundið.
Kúvætsstjórn hefur og beðið
Bandaríkin og arabaríki um
hjálp.
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. ágúst 1990