Þjóðviljinn - 03.08.1990, Page 7
orgað sig
dam Hussein hljóti útá óttann við hersinn
la
að fyrri ríki í Mesópótamíu hafi
ráðið þessu svæði. Eftir íransk-
íraska stríðið sendi Kúvætsemír
utanríkisráðherra sinn til Bagdað
íþeirri von, að íraksforseti myndi
að launum fyrir hjálpina gegn
íran gera við Kúvæt samning um
að landamæri þess yrðu virt. En
Hussein sneri upp á sig og svar-
aði: „Við erum ein þjóð og eitt
land. Pessvegna er engin þörf á
landamærum okkar á milli.“
Glíuauður skóp velsæld
Lífskjör í Kúvæt er með því besta sem gerist í
heiminum. Innfœddir eru færri en aðfluttir
Kúvæt er vestan við botn Persa-
flóa, hefur landamæri að írak
í norðri og norðvestri og að
Saúdi-Arabíu í suðri. í austri er
Persaflói. Furstadæmi þetta er
18.000 ferkflómetrar að stærð og
íbúar tæplega tvær miljónir. Að-
eins um 40 af hundraði þeirra
teljast innfæddir Kúvætar, og
veldur þar mestu um gífurlegt að-
streymi fólks í mikla vinnu og góð
lífskjör sem olíuvinnslunni hafa
fylgt. Þar er fjöldi fólks frá öðrum
arabalöndum, þar á meðal Pal-
estínu, verkamenn frá Suður-
Asíu og margt manna íranskrar
ættar.
Mikill meirihluti íbúanna er
súnna-múslímar að trú en sjítar
eru einnig fjölmennir, einkum
meðal íranskættaðra lands-
manna.
Olíuvinnsla er helsti atvinnu-
vegur og svo til allar útflutnings-
tekjur sínar fá Kúvætar fyrir olíu.
Lífskjörin í landi þessu, sem fyrir
tíð olíuvinnslunnar var fátækur
eyðimerkurfláki, eru með þeim
bestu í heimi, tekjur á mann
hærri en í flestum öðrum löndum
heims. Olíuauðurinn hefur m.a.
verið notaður til að kaupa stóra
hluti í erlendum fyrirtækjum og
bönkum, t.d. Dailmer-Benz og
Dresdner Bank í Vestur-Þýska-
landi. Iðnaður er lítill er olíu-
vinnslunni sleppir, og mestur
hluti matvæla og iðnaðarvarnings
er fluttur inn.
Kúvæt hefur verið til sem
furstadæmi undir stjórn ættarinn-
ar Sahah síðan laust eftir miðja
18. öld, framan af undir yfir-
ráðum Tyrkja en frá 1889 undir
breskum yfirráðum. Furstarnir,
sem titlaðir eru emírar, réðu þó
mestu um innanríkismál. Kröfur
sínar til yfirráða í Kúvæt byggja
írakar á því, að á tyrkneska tím-
anum hafi furstadæmið stjórnarf-
arslega séð verið hluti af Suður-
írak.
Kúvæt varð alsjálfstætt 1961.
Síðan þá hefur emírinn ýmist
stjórnað einvaldur eða Ieyft
þegnum sínum að kjósa á þing. í
utanríkismálum hefur fursta-
dæmið að vissu marki gætt hlut-
leysis, en hallast þó fremur að
vestrænum ríkjum og Saúdi-
Arabíu en svokölluðum rót-
tækum arabaríkjum.
valdi írakshers
:u stað. Bandaríkin sendaflugvélamóðurskip til
nirþögular. Olíuverð rýkur upp um 15%
Bandaríkin, sem hafa átta her-
skipaflotadeild á Persaflóa, hafa
stefnt þangað í viðbót utan af
Indlandshafi flugvélamóðurskip-
inu Independent og sex her-
skipum öðrum. Bush Banda-
ríkjaforseti hefur sett viðskipta-
bann á írak og vill að Natóríkin
öll hætti að kaupa olíu af því, í
von um að lama megi þannig
efnahagslíf þess. Bandaríkin,
Bretland og Frakkland hafa fryst
kúvætskar innstæður í bönkum í
þessum löndum, til þess að þær
komist ekki í hendur stjórn
hlynntri írökum, sem þeir hafa
sett á ráðherrastóla í Kúvæt. So-
vétríkin hafa stöðvað vopnaflutn-
inga til íraks, en það ríki hefur
lengi keypt mestan hluta vopna
sinna frá Sovétmönnum.
Stjórnir arabaríkja hafa látið
fátt eftir sér hafa um atburði
þessa og virðast hikandi og
skelfdar. Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna kom saman á fundii
fyrir dögun í gærmorgun, ford-
æmdi innrásina og skoraði á ír-
aksstjórn að kalla her sinn heim.
Fulltrúar allra ríkja í ráðinu voru
á einu máli um þetta nema full-
trúi Jemens, eina arabaríkisins í
ráðinu. Hann tók ekki þátt í
atkvæðagreiðslunni.
Við fréttina af innrásinni rauk
olíuverðið á heimsmarkaðnum
svo upp að það hefur ekki verið
hærra í fjögur ár, enda kemur um
fjórðungur allrar olíu, sem dælt
er upp í heiminum, frá Persaflóa-
löndum. Sjö af hundraði
heimsframleiðslunnar koma frá
frak og Kúvæt.
íraksstjórn þvertekur fyrir að
hún sé í árásarstríði við Kúvæt,
heldur hafi hún brugðist við til
hjálpar „ungum byltingar-
mönnum sem steypt hafa emírn-
um af stóli og myndað frjálsa
bráðabirgðastjórn.“ Segja írakar
byltingarmenn þessa hafa beðið
írak hjálpar. Iraksstjórn varar
önnur ríki við að skerast í leikinn
með vopnum og segist þá munu
„breyta Kúvæt í grafreit." Stjórn-
in hefur og kvatt til vopna mikinn
fjölda varaliðs.
Kvíða viðskiptastríði
Ahrifamenn á olíumarkaði og
sérfræðingar um þau við-
skipti segjast óttast að innrásin í
Kúvæt hafí efnahags- og viðskipt-
astríð í för með sér. Einn þeirra,
Steve Turner hjá Smith New Co-
urt í Lundúnum, telur líklegast
að eitt af þrennu gerist á næstunni
í illdeilu þessari:
„í fyrsta lagi bandarísk hernað-
aríhlutun, í öðru lagi viðskipta-
bann á Irak, í þriðja lagi að írakar
fari heim. Það síðasttalda er ólík-
legast.“
Aðrir olíukaupsýslumenn
segja að þótt Bandaríkin kaupi
ekki olíu af írak sé ólíklegt að
olíuskortur hljótist af. Bandarík-
in muni í staðinn kaupa meira af
olíu annarsstaðar frá og aðrir
flytja þá inn þeim mun meiri olíu
frá írak.
Föstudagur 3. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA,!7 ,
Alþýðubandalagið naut ekki bak-
lands verkalýðshreyfingarinnar í
þessari deilu eins og flokkurinn
hefur áður gert í sókn og vörn,
segirSvavarGestsson. Mynd:
JimSmart.
Svavar Gestsson:
Okkur tókst að koma
í vegfyrir að launa-
fólkyrðisvipt
mannréttindum.
BHMR-deilan sýnir
að A Iþýðubandalag-
ið verður að rækta
betur tengslin við
verkalýðshreyfing-
una
Bara vondir kostir að lokum
Ríkisstjórnin náði lendingu í
deilunni við BHMR í gærdag
með setningu bráðabirgðalaga.
Um tíma leit út fyrir að lífdagar
ríkisstjórnarinnar væru taldir
vegna þess að innan hennar var
ekki samstaða um innihald þeirra
laga sem setja átti. Hörðust var
andstaðan innan Alþýðubanda-
lagsins þar sem eru háværar radd-
ir gegn hvers kyns lagasetningu á
verkalýðshreyfinguna. Það lítur
út fyrir að Alþýðubandalaginu
hafi tekist að milda aðgerðir
ríkisstjórnarinnar miðað við
hörðustu hugmyndimar sem uppi
voru. Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra segir flokkinn hafa
staðið gagnvart vondum kostum í
stöðunni.
Hvernig líst þér á niðurstöðuna
í þessu máli?
f fyrsta lagi er niðurstaðan sú
að bráðabirgðalögin taka í raun
og veru á tveimur aðalefnisat-
riðum. Því að fresta 4,5% launa-
hækkun Bandalags háskóla-
manna í þrjá mánuði, sem í stað-
inn fá 2% hækkun fyrsta desemb-
er, 2,5% fyrsta mars og2% fyrsta
júní. Hvað varðar kaupmátt
standa þeir ekki lakar en þeir
hefðu gert.
í öðru lagi afnema bráða-
birgðalögin 15. grein samnings
BHMR og stöðva því um leið
víxlverkun launahækkana. Þetta
eru efnisatriðin.
Síðan er talað um það í lögun-
um, að þeir aðilar sem lögin ná
einnig til, Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja og Alþýðusamband-
ið skuli líka fá þessar kauphækk-
anir eins og þær eru útfærðar fyrir
BHMR. En það grundvallarat-
riði verða mennað hafa í huga, að
allir sem á annað borð hafa lausa
samninga, geta ef þeir ná til þess
stöðu, samið sig frá þessu. Þannig
að mannréttindaákvæði laga,
stjórnarskrár og leikreglna í
þjóðfélaginu eru á sínum stað,
hvort sem um er að ræða rétt til
uppsagnar, samninga og verk-
falla. Pólitískt séð fyrir Alþýðu-
bandalagið er þetta meginatriðið
í mínum huga.
Alþýðubandalagið missir þá
ekki andlitið við setningu þessara
laga?
Ég tel að þessi niðurstaða sé
langt í frá þannig að flokkurinn
geti hrópað húrra yfir henni.
Hins vegar tel ég að úr því að
tókst að koma í veg fyrir allsherj-
ar lögbindingu launa eins og uppi
var tillaga um, úr því að tókst að
koma í veg fyrir að þeir sem ekk-
ert eiga sökótt við stjórnkerfið
yrðu líka bundnir, og það tókst
að koma í veg fyrir að
mannréttindaákvæði laga og
leikreglna yrðu þurkuð út, að hér
sé um að ræða niðurstöðu sem
ekki réttlæti að rjúfa ríkisstjórn-
ina með þeim afleiðingum sem
það hefði haft.
Til viðbótar við það sem ég hef
þegar nefnt gerum við ráð fyrir
tímabundinni mjög harðri verð-
stöðvun. Hún á að tryggja að
efnahagslífið fari ekki úr böndun-
um, þrátt fyrir að þessi 4,5% hafa
farið tímabundið út og þrátt fyrir
stórkostlegar verðbólguvænting-
ar í þjóðfélaginu vegna umræð-
unnar síðustu vikur.
Margir hafa gagnrýnt ríkis-
stjórnina fyrir sinnuleysi
gagnvart BHMR og segja að hægt
hefði verið að taka á þessu máli
fyrir löngu í stað þess að bíða fél-
agsdóms. Hvað segir þú um þessa
gagnrýni?
Mér finnst að umræðan um
BHMR samninginn hafi verið
mjög ósanngjörn undanfarnar
vikur, bæði í garð BHMR-
manna og ríkisstjórnarinnar. Við
hvaða aðstæður var BHMR
í BRENNIDEPLI
samningurinn gerður? Það hafði
staðið verkfall í sex vikur. Það lá
fyrir að skólaárið 1988-1989
hefði orðið ónýtt hjá nær öllum
framhaldsskólanemendum í
landinu. Einnig lá fyrir að þessir
sömu nemendur höfðu lent í
vinnutöfum frá sínu námi ár eftir
ár þar á undan. Þanpig að það var
gífurlega mikilvægt að ná friði á
þessum vinnumarkaði með
samningum.
f annan stað verða menn að
muna að BHMR samningurinn
var gerður við allt aðrar aðstæður
en þjóðarsáttin svo markaði. Þá
voru menn að tala um að hækk-
anir upp á 4-5% gætu sloppið í
verðbólgu á bilinu 25-35%. Þeg-
ar þjóðarsáttin er gerð fara menn
að tala í miklu lægri verðbólgu-
tölum. Þess vegna er ljóst að það
hefði verið æskilegt að ná samn-
ingum við BHMR um málið strax
og þjóðarsáttin var gerð. Ég tel
að okkar mistök séu þau að
Ieggja ekki meiri áherslu á að ná
slíkum samningum. Ég tel einnig
að BHMR-menn hefðu sömu-
Ieiðis mátt leggja meira á sig í
þessum efnum.
Ég vil hins vegar ekki gagnrýna
BHMR-menn sem verkalýðs-
leiðtoga fyrir að ná samningum
sem að allra annara mati eru tald-
ir of góðir. Slíkt hefði ein-
hverntíma þótt meðmæli með
verkalýðsleiðtogum í okkar
flokki, frekar en hitt.
Þetta mál er töluvert flókið
fyrir Alþýðubandalagið vegna
þess að flokksmenn eru þarna á
öllum vígstöðvum. Þeir eru í for-
ystu ASI, BHMR og þeir eru í
ríkisstjórn. Hefur það torveldað
lausn málsins að þarna eru menn
sem hafa verið kenndir við ólíkar
fylkingar innan flokksins?
Það held ég í raun og veru ekki.
Hitt er hins vegar alveg ljóst að
þessi lota undanfarna mánuði
sýnir mér að flokknum ber að
leggja áherslu á að vera með virkt
og svo gott sem daglegt samband
við verkalýðshreyfinguna, hvort
sem um er að ræða BHMR, ASÍ
eða BSRB. Þær kenningar sem
voru uppi í flokknum fyrir nokkr-
um árum um að höggva á tengsl
flokksins og verkalýðshreyfing-
arinnar vegna þess að flokkurinn
væri fjötraður af verkalýðshreyf-
ingunni, hafa reynst vitleysa að
mínu mati. Þetta kemur best í ljós
í þessari deilu þegar ráðherrarnir
leita til trúnaðarmanna í verka-
lýðshreyfingunni til að komast í
gegnum þessa lotu.
Það er hins vegar hárrétt að
deila af þessu tagi er mjög erfið
fyrir Alþýðubandalagið. Flokk-
urinn á í raun og veru aðeins
vonda kosti í stöðunni að lokum.
Að vega saman hvort sett eru lög
af þessu tagi eða hvort ríkis-
stjórnin fer, með þeim efnahags-
legu og pólitísku afleiðingum sem
það hefði.
Hvaða aflciðingar hefði hörð
andstaða ykkar gegn hvers konar
lögum og stjórnarslitghaft?
í fyrsta lagi hefðu þessi 4,5%
farið yfir alla línuna og þar með
hefði verðbólgan farið af stað og
fórnir launamanna á undanförn-
um mánuðum orðið til einskis.
Hverjir hafa lækkað verðbólg-
una? Það er launafólkið, fólkið
sem hefur lækkað við sig kaupið
um 10-15%. Verðbólgulækkunin
er ekki fyrst og fremst afrek ríkis-
stjórnarinnar, heldur fólksins
sem býr við þetta lága kaup.
Auðvitað berum við líka
ábyrgð gagnvart skulduga fátæka
fólkinu sem verðbólgan er verst
fyrir. Það hefði verið mikið
ábyrgðarleysi hjá okkur að
hlaupa frá þessu verki við núver-
andi aðstæður. f annan stað geri
ég ráð fyrir því að menn hefðu
leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda
á nýjan leik á þeim forsendum
sem hann vill starfa. Við erum
ekki tilbúin til þess þegar það
liggur fyrir að okkur tekst að
verja íaunafólk fyrir þeirri
mannréttindasviptingu sem uppi
var krafa um.
Ein ástæða þess að flokkurinn
nær ekki að stöðva þessar hug-
myndir að verulegu leyti, er að
hann á engan hljómgrunn í stöðu-
nni. Það er yfirgnæfandi ákall
með þjóðinni að BHMR verði
svift þessum 4,5%. Það sem
meira er, flokkurinn nýtur ekki
stuðnings í viðleitni sinni í þess-
um efnum af verkalýðshreyfing-
unni að öðru leyti. Það lá alveg
fyrir að verulegur hluti verka-
lýðshreyfingarinnar var þeirrar
skoðunar að það ætti að taka af
þessi 4,5%. Það sem alltaf hefur
gefið flokknum styrk til að verj-
ast og sækja í ríkisstjórnum, hef-
ur verið baklandið frá verkalýðs-
hreyfingunni. Nú var þvf ekki til
að dreifa, vegna þess að forystu-
menn í verkalýðshreyfingunni
sögðu ekkert síður en aðrir: strik-
um þessi 4,5% út. -hmn