Þjóðviljinn - 03.08.1990, Page 13
)
Stundum færhann gistingu hjá kunningj-
um, jafnvei nokkrar nætur íröð. Enþaðer
ekki alltaf svo gott. Eferfiðlega gengur
að fá gistingu, mælirhann götur fram eftir
nóttu. Eitt sinn komst hann inn í bíiskúr
og hallaði sér þar. Stundum hefurhann
sofið í hálfkláruðum húsum. Þegarsvona
stendurá vaknar hann snemma tilþessað
losna við röflið í venjulegum borgurum
þegar þeir koma á fætur eða til vinnu.
hann á sextánda afmælisdegi sín-
um, fyrir rúmu ári síðan. Upp frá
því hefur hann verið heimilislaus.
„Ég hafði ekkert gagn af því að
fara á þessar stofnanir, nema
síður sé. Þegar ég var orðinn sex-
tán ára var ég farinn að nota dæl-
ur. Síðast liðið sumar sprautaði
ég mig með spítti og var illa farinn
á því.
Einn daginn var ég að labba
með kunningjum mínum niðri á
torgi. Áður hafði ég komist í
ágætan lyfjaskáp í húsi og ákvað
að sturta því bara í mig. Allt í einu
datt ég meðvitundarlaus niður á
torgið og froðufelldi. Tveimur
dögum síðar rankaði ég við mér á
gjörgæsludeild."
Víma daglega
Síðastliðið sumar var Siggi á
óvenjulega harðri keyrslu, eins
og það er kallað. Hann umgekkst
meðal annars sér eldri menn og
neytti hvers sem vera skal. Eitt af
því kallar hann hest, en það er
götumál fyrir heróín.
Að undanförnu hefur hann far-
ið sér mun hægar. Hann segist að
mestu leyti láta sér nægja að
reykja hass, sem hann kallar
stuð. Auk þess drekkur hann.
Helst vill hann komast í vímu
daglega.
En hann hefur ekki sopið
seyðið af síðasta sumri. Mikil
neysla vímuefna kallar á talsverð
fjárútlát, og fjárins aflaði hann að
miklu með lánum og afbrotum.
Hann á yfir höfði sér dóma fyrir
síendurtekið ávísanafals, innb-
rot, bílaþjófnað og líkamsárásir.
Hann hefur það meðal annars
á samviskunni að hafa misþyrmt
drykkjufélaga og stolið pening-
unum hans. Drykkjufélaginn átti
nóg af seðlum, en var orðinn
eitthvað þreytandi, svo Siggi og
félagi hans ákváðu að binda endi
á sambandið að sinni.
Ávísanafalsið segir hann hafa
verið nauðsynlegt svo hann gæti
borgað lánardrottnum sínum.
Annars hefði hann getað átt von
á misþyrmingum.
Ilorðna
Margir þeirra sem við erum í
sambandi við eru fullir vonleysis
og vonbrigða. Það er upplausn á
heimilum þeirra, þeir hafa fengið
litla uppörvun eða þeim hefur
hreinlega verið hafnað.
Svona þróun verður ekki snúið
við á einum degi. Það verður að
byggja upp sjálfstraust þessara
krakka og gefa þeim von um að
þeir geti spjarað sig. Við verðum
að trúa því að okkur takist þetta
og auðvitað sjáum við stundum
árangur. Sumir hætta í neyslu og
rétta úr kútnum.
En það er alltaf einhver hópur
sem ekki nær sér út úr vandræð-
unum. Þessir krakkar neyta oft
sterkra vímuefna, allt upp í heró-
ín, þau borða pillur og sveppi og
drekka áfengi. Áfengi er reyndar
lang algengasti vímuefnagjafinn
og mikil áfengisneysla er of al-
geng hjá krökkum, jafnvel allt
niður í þrettán ára aldurinn."
Ekkert er
vonlaust
„Það var mér mjög mikið áfall í
fyrstu að uppgötva að 17 ára
krakkar eru á götunni og eiga
engan að. Maður hefði ekki trúað
þessu sem almennur borgari.
Þessir krakkar sjá ekki leið út úr
ógöngunum. Þeir hafa oft ekki
klárað grunnskóla og eiga sjaldan
völ á -vinnu sem þeim þykir
spennandi. Mörg þeirra geta ekki
leitað til fjölskyldna sinna með
vandamál sín.
Stundum finnst okkur að við
höfum lítið að bjóða þessum
krökkum. Eiturlyfin eru stund-
um það eina sem gerir þeim lífið
bærilegt. Það er ekkert vonlaust,
en það þarf að sýna krökkunum
að þau hafi von. Þetta tekur
langan tíma og maður lærir að
vera þolinmóður í starfi sem
þessu,“ segir Bergljót Sigur-
björnsdóttir.
-gg
Afplánun
Hann býst við að þurfa að af-
plána eitthvað af þessum brotum
innan tíðar, en vonast til þess að
komast á Kvíabryggju í stað
Litla-Hrauns. Á Kvíabryggju
verða menn að vera hreinir og ef
þeir eru staðnir að neyslu vímu-
efna, eru þeir sendir rakleiðis á
Hraunið. Þangað hefur Siggi ekki
áhuga á að fara.
Hann virðist ekki kippa sér
upp við það þegar hann er spurð-
ur um afbrot og væntanlega af-
plánun. Hann er æðrulaus á yfir-
borðinu, en það er erfitt að átta
sig á hversu djúpt það ristir. Það
er raunar sama hvað spurt er um,
fjölskyldu eða annað, hann svar-
ar öllu með kulda töffarans.
Blaðamaðurinn á þó erfitt með
að láta sannfærast, og eftir nokk-
urt þóf viðurkennir Siggi að hann
er ekki eins ánægður með þetta
líferni sitt og hann vill vera láta.
Enginn þarf sosum að undrast
það. Siggi hefur lítið sem ekkert
samband við fjölskyldu sína og
það er greinilegt af frásögn hans
að hann hefur ekki fengið mikið
aðhald á heimilinu.
„Sambandið við múttu er ekki
slæmt, en við getum ekki búið
saman,“ segir hann.
Betlar daglega
Hann hefur farið sínu fram,
hvað sem yfirvöld eða fjölskylda
hafa viljað. Starfsfólkið á útideild
hefur þó unnið traust hans.
Hann kemur daglega til úti-
deildarinnar, spjallar við starfs-
fólkið og fær sér snarl. Þegar við
hittumst þar niður frá situr hann í
sóffa og horfir á ameríska
spennumynd fsjónvarpinu, nart-
ar öðru hverju í brauðsneið með
mysingi og drekkur djús með.
Hann segist geta horft á mynd-
bönd hvfldarlaust í sólarhring.
Á vegginn að baki honum hafa
verið límdar myndir af öðrum
skjólstæðingum útideildar. Fyrir
sumum þeirra er komið eins og
Sigga. Þar má sjá blíð bros fall-
egra unglingsstelpna og kaldan
hörkusvip töffaranna. Fjórtán
ára gamall unglingur hefur stillt
sér upp á stælmynd, góður með
sig að sjá.
Siggi segist ekki kannast við
„Ég hef ekki pælt í af hverju þetta er svona. Þetta bara er svona. Það er alltaf hægt að finna sér einhverja
afsökun, en ég hef ekki pælt í þessu." Mynd Kristinn.
vændi á meðal unglinganna. En
þeir betla sem mest þeir mega.
Siggi segir það yfirleitt takast vel,
sumir láta sem þeir sjái hann
ekki, en flestir gauka klinki að
honum.
„Ég betla daglega. Stundum
fer maður niður á torg og betlar
af fjölda manns. Maður hefur
alltaf eitthvað upp úr því.“
Til hvers
aö vinna?
Og þegar einn eignast pening,
njóta kunningjarnir góðs af þvf.
Þannig gengur þetta fyrir sig.
Siggi hefur aldrei getað verið í
vinnu nema í stuttan tíma í senn.
„Til hvers? Ég þoli ekki að láta
ráðskast með mig. Gerðu þetta,
gerðu hitt. Ég hef yfirleitt verið
rekinn úr vinnu eða hætt að
mæta,“ segir hann.
Þegar hann var í Kópavogi,
náut hann reglulegrar aðstoðar
félagsmálastofnunar. Félags-
málastofnun í Reykjavík hefur
einnig komið honum til aðstoðar,
en blaðamaður verður vitni að
því að hann bölvar kerfinu eftir
misheppnað símtal inn í Síðu-
múla.
„Mamma segist heldur vilja
deyja en að fara á borgina. En ég
er svarti sauðurinn í fjölskyld-
unni.
Það var eins gott af feló að láta
mig hafa eitthvað því þeir vita að
annars myndi ég bara verða mér
úti um pening á óheiðarlegan
hátt. Ég nota þessa peninga í mat
og sígarettur."
Blaðamanni verður starsýnt á
brotnu tennumar í munni hans.
Hann gerir ekki mikið úr ofbeld-
inu á meðal þeirra sem hann um-
gengst. Þar þykir þó sjálfsagt að
svara áreitni með ofbeldi. Siggi
orðar þetta þannig:
„Ef einhver „böggast“ í mér
„böggast" ég í honum.“
Hvar á ég
að sofa?
Miðað við frásögn Sigga lifir
hann ekki viðburðaríku lífi. Þeg-
ar hann yfirgefur næturstaðinn
röltir hann niður á Hlemm eða
niður í bæ til þess að hitta krakka
sem hægt er að „hanga“ með. Svo
fer hann niður á útideild, spjallar
við starfsfólkið og fær sér að
borða. Einhvern tíma dagsins
reynir hann að komast í vímu, en
um þessar mbndur lætur hann sér
nægja að reykja hass, drekka
áfengi og éta töflur. Á kvöldin fer
hann að huga að stað þar sem
hann getur hallað höfði um nótt-
ina.
Stundum fær hann gistingu hjá
kunningjum, jafnvel nokkrar
nætur í röð. En það er ekki alltaf
svo gott. Ef erfiðlega gengur að
fá gistingu, mælir hann götur
fram eftir nóttu. Eitt sinn komst
hann inn í bflskúr og hallaði sér
þar. Stundum hefur hann sofið í
hálfkláruðum húsum. Þegar
svona stendur á vaknar hann
snemma til þess að Iosna við röfl-
ið í venjulegum borgurum þegar
þeir koma á fætur eða til vinnu.
Ef illa vill til gistir hann í Hverf-
issteininum, en hann reynir að
forðast það. Hann hefur þó ekki
tölu á hve oft hann hefur gist þar,
hvort sem hann hefur átt það
skilið eða ekki. Hann er greini-
lega ekki hrifinn af þeim svart-
hvítu og fuilyrðir að hér sé lög-
regluríki.
„Þeir hirða mann bara ef þeir
hafa ekki annað að gera.“
Gistiskýli
„Það þyrfti að vera gistiskýli
fyrir heimilislausa krakka. Við
þurfum einhvers staðar að gista.
Það mættu vera eins og tveir
starfsmenn þarna til þess að sjá
um að farið verði eftir reglunum.
Svo væri ágætt ef það væri hægt
að fá máltíð áður en maður fer á
•morgnana.“
Siggi segist ekki vera minni
maður þótt hann búi ekki eins og
annað fólk. Þó verður maður var
við kergju í garð þeirra sem lifa í
allsnægtum.
Götubarn gerir ekki áætlanir
langt fram í tímann. Siggi segist
hafa ágæta stjórn á vímuefna-
neyslunni núna, en býst við að
fara í meðferð einhvern tíma
seinna. Það sem er nærtækara er
að finna sér herbergi fyrir haust-
ið. Helst vildi hann þó geta kom-
ist til Amsterdam og verið þar.
Hann er leiður á Reykjavík. -gg
Föstudagur 3. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 13