Þjóðviljinn - 03.08.1990, Síða 16

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Síða 16
Kyn- þokka- fyllstu knatt- hetj- umar Kvenkyns lesendum enska knattspyrnukjaftablaösins Match gefst um þessar mundir tækifæri til að láta það í Ijós í skoðana- könnun, hvaða knatthetja á HM á Ítalíu hafi heltekið hjörtu þeirra. Ritstjórar blaðsins treysta hins vegar stúlkunum ekki til að velja úr þeim aragrúa kynbomba sem sprungu út á Ítalíu og tilreiddu því „matseðil" fyrir stúlkurnar. Lítum á aðalréttina og umsagnir ritstjór- anna: Claudio Caniggia - Hin ljós- hærða og leiftrandi argentíska elding fékk allar stelpur til að snúa sér við og hrífast af ljósum lokkum sínum. Gary Lineker - Tottenham leik- maðurinn snyrtilegi og vel greiddi snerti viðkvæma strengi í brjóstum kvenna með drengja- legu útliti sínu. Ally McCoist - Kynþokkafyllsti framherji Skota. Roberto Baggio - „Herra græn augu“. Kynþokkafull augu hans kveiktu í hjörtum stúlkna. ftalsk- ar konur kusu hann myndarleg- asta leikmann keppninnar. Giuseppe Giannini - Kraftmikill og svalur, ólgandi orka hans flæddi yfir leikvöllinn og púls stúlknanna sló hraðar. John Barnes - Kvenfólkið gapir af undrun og ánægju þegar hann sveiflar mjöðmunum og spennir íturvaxin læri sín. Lothar Matthaus - Vestur þýski herforinginn hreif marga stúlk- una með öruggri og háttvísri framkomu sinni. Enzo Scifo - „Babyface" sjarmi belgíska undradrengsins hertók hjörtu knattspyrnuaðdáenda af kvenkyni. el IÞROTTIR Oflugasti öldukleyfirinn. Frakkinn Pascal Maka hefur hraðast manna stýrt seglbretti yfir öldutoppa úthafanna. Þessi mynd var tekin af honum fyrir utan Kanaríeyjar fyrir skömmu er hann tók þátt í móti sem var liður í heimsmeistarakeppni atvinnumanna. Rúmlega tvítugur garpur er nefndur er Björn Dunkerbeck (og er ekki Svíi heldur Spánverji) hefur veitt heimsmethafanum harða keppni í sumar og systir Björns, Britt Dunkerbeck leiðir stigakeppnina í kvennaflokki. Johnny Be Good Englendingar hafa aldrei get- að skilið af hverju sóknarmaður- inn snjalli John Barnes hefurekki sýnt jafn snjallan leik með enska landsliðinu og með þeim félags- liðum sem hann hefur leikið með, Watford og Liverpool. Eftir að fyrrum framkvæmda- stjóri Barnes hjá Watford, Gra- ham Taylor var ráðinn landsliðs- þjálfari Englendinga hafa þar- lendir gert sér vonir um að Jón taki heldur að hressast. Barnes hefur haldið því fram að hann hafi ekki fengið nógu ákveðið hlutverk undir stjórn Bobby Robson en það kann að breytast eftir að Taylor tekur við, því dag- skipun hans við leikmenn sína hjá Watford var mjög einföld: Kom- ið bara boltanum til Barnes eins fljótt og mögulegt er. Gula pressan í Englandi tók Barnes í gegn eftir dapra frammi- stöðu hans á HM á Ítalíu. Nú vænta menn betri tíðar með blómum í haga og erlendum bak- vörðum í skógarferð eftir illa meðferð Barnes. Match orðaði óskina á einfaldan hátt: Nonni vertu góður eða Johnny be Good. el Þróttarar í rífandi uppsveiflu Knattspyrnufélagið Þróttur hefur undanfarin ár verið í tal- sverðri lægð. Bæði handknatt- leiks- og knattspyrnulið félagsins voru fyrir áratug eða svo í fremstu röð á landinu en lækkuðu flugið all hressilega þegar tók að líða á tíunda áratuginn. Nú virðast þó Þróttarar vera að lifna hressilega við, félagsaðstaða þeirra við Sæ- viðarsund jafnast á við það besta sem gerist á landinu og knatts- pyrnulið félagsins trónir nú á toppi 3. deildar og árangurinn er ekkert slor: 11 sigrar og aðeins eitt tap. Á miðvikudagskvöldið báru Þróttarar sigurorð af nöfnum sín- um frá Neskaupstað, 5-2, og tróna nú langefstir í deildinni með 33 stig að loknum 12 um- ferðum. Eina tap Þróttar hingað til var gegn ÍK í Kópavogi en ÍK er í harðri baráttu við Hauka um annað sætið í deildinni og eru lið- in 5 og 6 stigum á eftir Þrótturum. Knattspyrnuþjálfarinn kunni Magnús Jónatansson hefur hald- ið um stýrið á hinni hraðsigldu Þróttaraskútu. Nýtt Helgarblað spjallaði við Magnús á dögunum. Ertu ánægður með árangur liðsins? - Já, það verð ég að segja. Mikill uppgangur er á öllum sviðum í félaginu og von- andi náum við að klára dæmið og fara upp í 2. deild. Ef Þrótturber gæfu til þess að fara upp er ég ekki í minnsta vafa um að félagið á eftir að standa sig vel í annarri deildinni. Nú var fyrirkomulaginu á 3. deildinni breytt talsvert fyrir þetta keppnistímabil, liðum Nemendur! Stórkost/egtti/boð tí/ykkar. CST 386 SX tölva. 1. Mb. innra minni. 40. Mb. harður diskur, 25 ms. 2. samhliðatengi. 1. raðtengi. 1. stýripinnatengi. 1. "5 1/4 diskadrif. 1. "3 1/2 diskadrif. "14 Einlitaskjár. (Hægt að fá VGA litaskjá) MS-DOS 4,01 & GW-BASIC. Kr. 158,500.- fækkað um helming og riðlaskipt- ing aflögð, hafa þessar breytingar verið til góðs? - Deildin er miklu sterkari náttúrlega, breiddin jókst til muna. Það sem mælir gegn þess- um breytingum er mikill ferða- kostnaður sem oft er þungur baggi að bera fyrir lið í neðri deildunum sem ekki geta státað af miklum áhorfendafjölda. Það væri þannig minni ferðak- ostnaður fyrir Þrótt að vera í 2. deild. En eru neðri deildirnar sterk- ari nú en fyrir áratug eða svo? - Breiddin er meiri, það eru fleiri frambærilegir leikmenn sem leika í neðri deildunum nú en áður og leikmenn æfa ekkert minna en 2. deildar leikmenn. Ég hef lengi haldið því fram að bestu liðin í 3.deild gætu verið í 2. deild og bestu liðin í 2.deild gætu reyndar vel verið í l.deild. Þetta sést best á því að við Þróttarar slógum efsta liðið í 2.deild, Fylki út úr bikarnum og ÍBK sem er neðarlega í 2.deild komst í und- anúrslit. En þó breiddin hafi aukist er því miður ekkert meira framboð af virkilega góðum knattspyrnumönnum, það má segja að meiri flatneskja ríki. Hvaða lið fer með Þrótti upp? - Ef að Þróttur fer upp...þá verður sennilega hreinn úrslita- leikur milli ÍK og Hauka í seinni umferðinni. Þessi þrjú lið bera nokkuð af öðrum liðum í deildinni, einfaldlega vegna legu sinnar. Onnur lið sitja alls ekki við sama borð hvað varðar undir- búningstímabilið sem er lengra og betra hjá sunnanliðunum. Þessi lið náðu þarafleiðandi for- skoti strax í upphafi og það hefur haldist. Það er nefnilega þannig að lið hætta frekar í neðri deildunum ef þau eiga ekki möguleika. Er Þróttur gott félag? - Já, svo sannarlega. Hér hef- ur orðið alger bylting á tveimur árum. Ég hef til dæmis ekki kom- ið inn í neitt félagsheimili á landinu þar sem jafn vel er haldið utan um hlutina og í Þrótt- heimum. Aðstaðan hefur batnað til muna sem og öll stjórnun á félaginu. Stjórnarmeðlimir og leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir þyrftu að staldra við og endurskoða ýmislegt í sambandi við félagið. Menn gerðu sér grein fyrir því að eitthvað þyrfti að gera til að rífa félagið upp. Meiri virð- ing er nú borin fyrir öllu í sam- bandi við félagið. Kemst Þróttur aftur í fremstu röð? - Haldi þetta skipulag áfram er ég ekki í vafa um það. Þetta er vinna og aftur vinna en hefst allt með þolinmæðinni, sagði harð- jaxlinn Magnús Jónatansson, þjálfari Þróttar. el Þetta einstæða verð er í tilefni af 5. ára afmæli Pegasus hf. og gert í samvinnu við CST. verksmiðjurnar. Tilboðið gildir til 15. ágúst, eða á meðan þetta takmarkaða magn endist, því er nauðsynlegt að hafa snör handtök og staðfesta pöntun strax. Pegasus hf. Ármú/a 38 105 fívk. Sími 91-688277. Hver var bestur? Umsjónarmanni íþróttasíðu er ekki kunnugt um að nokkur leikmaður hafi enn verið útnefndur besti leikmaður HM á Ítalíu. Það kemur varla á óvart, enginn leik- maður stóð upp úr. Og eins og áður þegar Þjóðverjar bera sigur úr býtum vilja menn ekki tala meira um keppnina en þörf kref- ur. Þó er bót í máli að sigur Þjóðverja í úrslitaleiknum var verðskuldaður og eng- inn snillingur féll óverðskuldað í valinn, eins og Cruyff 1974 og Puskas 1954. el Myndin af Ferenc Puskas er birt í minn- ingu sannrar snilldar. Amen.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.