Þjóðviljinn - 03.08.1990, Qupperneq 19
9 W, .*Ý*‘ V***Jt
Pl*t
m%
■\;,*-«*./,r *§,.* íW's.«í
.•S vSEXÍ
Fjöldamót-
mæli gegn
þeim sem báru
ábyrgö á
sprengjutil-
ræðinu í járn-
brautarstöð-
inni í Bologna
2. ágúst 1980.
[ gær, réttum
tíu árum eftir
hroðaverkin
boðuðu verka-
lýðsfélögin í
Bologna til
allsherjar-
vinnustöðvun-
ar til þess að
árétta við
stjórnvöld að
enn væru ekki
öll kurl komin
til grafar í mál-
inu.
Hitnar í eiturkötlunum
Uppljóstranir bandarísks leyniþjónustumanns valda titringi í
undirheimum ítalskra stjómmála
Á meðan brennandi ágústsólin
hellir sér yfir Ítalíu og skilur eftir
skrælnaða jörð og kæfandi raka-
mettað andrúmsloft, þannig að
íbúar stórborganna flýja
unnvörpum í leit að svala á strönd
eða fjalli, þá sitja höfuðpaurar ít-
alskra stjórnmála í kraumandi
eiturpyttinum sem aldrei fyrr: í
dag, 2. ágúst, þegar nákvæmlega
10 ár eru liðin frá sprengjutil-
ræðinu á járnbrautarstöðinni í
Bologna (sjá fréttapistil í síðasta
helgarblaði) kemur Giulio And-
reotti, forsætisráðherra Ítalíu,
fyrir sérstaka rannsóknarnefnd
þingsins um fjöldamorð (Com-
missione stragi) til að þess að
gera grein fyrir vitneskju sinni
um öll hugsanleg tengsl erlendra
leyniþjónustna og ríkisstjórna
við hryðjuverkastarfsemi sem
átti sér stað hér á Ítalíu á árunum
1969-1985.
CIA og P2
Tilefnið er óvenjulegt: sérstök
tilmæli frá Francesco Cossiga,
forseta lýðveldisins, í tilefni
meintra uppljóstrana, sem komið
hafa fram í fréttatímum rásar 1
hjá ítalska ríkissjónvarpinu
undanfarna daga og vikur. Pessar
„uppljóstranir" hafa ekki bara
varðað beina aðstoð stjórnvalda í
A-Evrópu við hryðjuverkamenn
Rauðu herdeildanna hér og í V-
Þýskalandi, heldur er fyrst og
fremst um að ræða „uppljóstran-
ir“ sem raktar eru til Richards
nokkurs Brenneke, Bandaríkja-
manns, sem segist hafa verið
einskonar verktaki hjá banda-
rísku leyniþjónustunni á þessum
árum.
Uppljóstranir Brennekes eru
reyndar þess eðlis að þær hafa
ekki bara kynt undir því eitraða
andrúmslofti sem einkennir ít-
ölsk stjórnmál: Þær eru orðnar að
alvarlegu milliríkjamáli milli ítal-
íu og Bandaríkjanna og snerta
auk þess stjórnvöld fleiri ríkja í
austri og vestri.
í stuttu máli ganga upp-ljóstr-
anir Brennekes út á það, hvemig
bandaríska leyniþjónustan CIA
notfærði sér frímúrararegluna P2
og höfuðpaur hennar, fjárglæfra-
manninn og samsærismanninn
Licio Gelli, til þess að ýta undir
hryðjuverkastarfsemi hér á Ítalíu
og í fleiri löndum, stunda ólög-
lega vopnasölu og eiturlyfjasölu,
koma ólöglegum peningum í um-
ferð og setja ríkisstjórnum ein-
stakra ríkja afarkosti. Meðal
annars átti Gelli að hafa skipulagt
morðið á Olof Palme fyrir tilmæli
CIA vegna vitneskju hans um
ólögleg vopnaviðskipti við íran
og Irak. Sömuleiðis hafði Brenn-
eke fullyrt að fulltrúar CIA ásamt
með George Bush, þáverandi
varaforsetaframbjóðanda, hefðu
átt fund með írönskum stjómar-
erindrekum í París skömmu fyrir
kosningu Reagans, til þess að
semja um og greiða fyrir að
bandarískum gíslum yrði ekki
sleppt úr haldi fyrr en Ronald Re-
agan kæmi til valda, svo að hon-
um yrði eignaður heiðurinn en
ekki Jimmy Carter.
Afskipti Cossiga
Uppljóstranir þessar þóttu
reyndar svo ótrúlegar, að fáir
tóku þær trúanlegar í fyrstu, en
brátt kom í ljós að þær voru
studdar umtalsverðum gögnum.
Francesco Cossiga forseti Ítalíu
brást við með mjög óhefðbund-
num hætti þegar hann skrifaði
forsætisráðherra óopinbert bréf
um málið í síðasta mánuði þar
sem hann fór í raun fram á að
annaðhvort yrðu fréttamaðurinn
og yfirmenn fréttastofu rásar 1 á
ríkissjónvarpinu dregnir til saka,
eða ef satt reyndist, að gert væri
hreint borð á milli stjórnvalda í
Bandaríkjunum, Ítalíu, Svíþjóð
og fleiri löndum, sem tengjast
uppljóstrununum. Þetta bréf
forsetans var gert opinbert í frétt-
atímaritinu Panorama í síðustu
viku og hefur leitt til þess að mál-
ið hefur fengið nýja athygli. Yfir-
maður fréttastofu rásar 1 hefur
mátt sæta þungri gagnrýni og
ljóst er að málið hefur reynt mjög
á stjórnmálasamskipti Banda-
ríkjanna og Ítalíu á bak við tjöld-
in.
En þrátt fyrir alla gagnrýnina
hafa yfirmaður fréttastofunnar
og umræddur fréttamaður staðíð
fast á sínu og haldið áfram frétt-
aflutningi af málinu. Þrem
dögum eftir að ríkislögreglan
hafði gert húsrannsókn á frétt-
astofunni og hirt skjöl varðandi
málið upp á 1000 blaðsíður eða
svo, var síðastliðinn þriðjudag
birt nýtt viðtal við Brenneke, þar
sem hann lýsti því m.a. hvemig
hann hefði fyrir reikning CIA
keypt sprengiefni í Tékkóslóvak-
íu, sem síðan var notað af hryðju-
verkamönnum á Italíu, f Mið-
Austurlöndum og víðar.
Fréttamaðurinn og yfirmaður
fréttastofu rásar 1 hafa þannig
hætt stöðu sinni, starfsheiðri og
mannorði fyrir þessar útsending-
ar, sem verið hafa í yfirlýstri
óþökk yfirstjómar sjónvarpsins
og forseta lýðveldisins. Rétt er að
hafa í huga að hér er ekki um
neina einkastöð að ræða, heldur
þá fréttastofu Ríkissjónvarpsins
(RAI) sem nýtur mestrar hylli og
hefur verið á sérstakri ábyrgð
Kristilega demókrataflokksins.
Gömul áætlun
Fljótlega vaknar sú spurning,
hvaða ástæður gætu hugsanlega
hafa rekið bandarísk stjórnvöld
og bandarísku leyniþjónustuna
til þeirra myrkraverka sem hér
um ræðir. ítalskir blaðamenn
hafa líka spurt sig þeirrar spurn-
ingar, og í vikuritinu Espresso í
þessari viku er skýringin rakin
allt til inngöngu Ítalíu í NATO
1949, en í kjölfar þess atburðar á
að hafa verið gerður leynilegur
samningur á milli CIA og örygg-
isþjónustu ítalska hersins um
myndun leynilegra samtaka er
ættu að hafa bolmagn til að
standa gegn hugsanlegum áhrifa-
mætti kommúnista á Ítalíu. Eru
tilgreindir gamlir vbitnisburðir
um tilvist þessara samtaka, og
jafnframt um að tilgreindur
leynilegur fundir hafi átt sér stað,
með fulltrúum CIA og ítalskra
aðila innan þessa ramma árið
1975, þar sem Licio Gelli var
meðal þátttakenda. Á þeim
fundi, sem haldinn var á tíma
vaxandi áhrifa ítalska kommún-
istaflokksins, var ákveðinn sér-
stakur fjárstuðningur til Licio
Gelli og ítölsku leyniþjónustunn-
ar til að kaupa sig inn í stærsta
dagblað Ítalíu, Corriere della
Sera.
Amitalia
Corporation
Samkvæmt vitnisburði um-
rædds Brenneke fóru þessi af-
skipti CIA fram í gegnum sér-
stakt fyrirtæki, Amitalia
(America-Italia), sem hafði að-
setur í Luxemburg. í gegnum
þetta fyrirtæki segir hann að á
tímabili hafi farið um 10 miljónir
dollara á mánuði á leyniiegan
bankareikning í Sviss, sem Licio
Geli hafði aðgang að. Þessir pen-
ingar áttu, samkvæmt Brenneke,
að renna til P2-stúkunnar, til
hryðjuverkastarfsemi og annarr-
ar neðanjarðarstarfsemi er grafið
gæti undan vaxandi áhrifum
kommúnista undir merkjum
„sögulegra sátta“ við Kristilega
demókrataflokkinn, sem þá voru
boðaðir af Enrico Berlinguer,
leiðtoga kommúnista. Brenneke
fullyrðir jafnframt að P2-stúkan
starfi að fullum krafti enn í dag
undir nýju formerki - nú gangi
hún meðal annars undir nafninu
P7.
Forsetinn
í eldlínunni
Vikublaðið Espresso gerir í
umfjöllun sinni um málið grein
fyrir því að Licio Gelli hafi á ár-
unum 1975-80 verið í nánu sam-
bandi við helstu valdamenn á ít-
alíu, m.a. Francesco Cossiga,
• sem gegndi forsætisráðherra-
embætti hið örlagaríka ár 1980,
þegar Itavia farþegaþotan af
gerðinni DC9 hvarf við eyjuna
Ustica og þegar Bologna-
sprengjan varð. Blaðið spyr m.a.
þeirarr ögrandi spurningar hvaða
menn það séu í æðstu valdastöð-
um á ftalíu, sem Licio Gelli hafi í
hendi sér vegna gamalla kynna og
óþægilegrar vitneskju, og má
óbeint lesa úr greininni að sjálfur
forsetinn kunni að vera í röðum
þeirra. Hefur umfjöllun þessi
valdið hneyksli og sérstökum
mótmælum forsetans, sem er
einsdæmi í sögu forsetaembætti-
sins.
Trúnaðarbrestur
Hver sem sannleikurinn kann
að vera á þessari ótrúlegu sögu,
þá er ljóst að söguburði sem þess-
um mub ekki linna á meðan leynd
er haldið yfir því sem í rauninni
gerðist í Ustica og Bologna. Ljóst
er að það eru valdaöfl innan ríkis-
kerfisins sem þar hafa brugðið
hulu yfir sannleikann. Þannig
sagði Nilde Iotti, forseti neðri-
deildar ftalska þingsins í gær, í
tilefni þess að 10 ár eru liðin frá
sprengingunni á járnbrautarstöð-
inni í Bologna, að meðan ekkert
annað sannaðist yrði ítalska ríkið
að taka á sig ábyrgð á glæpnum.
Ekki bara leynilögreglan, sem er
uppvís að því að hafa villt um
fyrir dómsrannsókninni af ásettu
ráði, heldur ríkisvaldið f heild
sinni, á meðan það tæki þátt í að
hylma yfir sannleikann.
I dag er allsherjar vinnustöðv-
un í Bologna, verkalýðsfélög,
stjórnmálaflokkar og almanna-
samtök hafa boðað til útifundar
og grafarþögn mun ríkja í borg-
inni á þeirri örlagaríku stund kl.
10.25 þegar 2. farþegarými járn-
brautarstöðvarinnar sprakk í loft
upp og 85 fórust en 200 særðust.
Þá myndaðist trúnaðarbrestur á
milli þjóðarinnar og stjórnkerfis-
ins sem mun ekki gróa fyrr en
sannleikurinn sér dagsins ljós.
Porto Verde 2. ágúst 1990
Ólafur Gíslason
Frá Ólafi
Gíslasyni
fréttaritara
Þjóðviljans í
Porto Verde
Föstudagur 3. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19