Þjóðviljinn - 03.08.1990, Side 22

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Side 22
Birgir Svan Símonarson Um daginn og veginn Um daginn var ég á ferð um hring- veginn á mínum gamla skóda með mína fjallglöðu fjölskyldu. Við vor- um á hröðu undanhaldi úr sólinni sem var búin að hrella fólk hér sunnan- lands svo dögum skipti. Þetta ferða- lag hefði að öllu jöfnu ekki verið í frásögur færandi, ef ég hefði ekki ver- ið gróflega misnotaður á vegum úti. Eg hafði ekið glaður í mínum eðal- vagni og tékkneska sigurverkið gengið eins og klukka og malbikið virtist hreint endalaust. En var það samt ekki. Skyndilega vorum við orð- in þátttakendur í að byggja upp marggleymdan vegarspotta. Okkar hlutverk í þessu ævintýri var að leika valtara. í veginn hafði verið ekið ruddagrófri urð sem bflamir voru látnir berja niður. Með erlendum þjóðum tíðkast hins vegar að nota valtara til slíkra verka. Það var á þess- um vegarspotta sem ég ákvað að lýsa yfir stríði við vegagerðina. Það mætti ætla að forstjóri vegagerðarinnar væri ástríðufullur pústkerfasafnari. En það skal sá góði maður vita, að það sem hann gerir mínum tékkneska vagni það gerir hann mér. En kannski er þýðingarlaust að slást við smáfugla, mér hefur alltaf reynst best að fara beint í yfirmeni® ina. Mér finnst í öllu falli að ég búi yfir reynslu sem hæstvirtur ráðherra vegamála verði að fá að njóta. Eg vona að enginn taki það sem áróður þó ég opinberi þá skoðun mína, að vegir séu fyrir fólk en ekki öfugt. Þess vegna lít ég svo á að sann- ur vegaskilningur byggist á því að góðir vegir séu lagðir með kurteis- legum hætti þar sem flest fólk þarf á þeim að halda. Þetta hljómar meira að segja lýðræðislega enda þótt það sé ekkert úrslitaatriði fyrir okkar menn. Mergurinn málsins er sá að það ætti fyrir lifandis löngu að vera búið að malbika þennan blessaða hringveg. Sumir segja að ef ráðherrar vegamála hefðu staðið vörð um veg- asjóðinn, þá hefði mátt steypa um- ræddan veg sex sinnum. Því miður hafa þeir ekki borið gæfu til þess og því getur saklaus Dagsbrúnarmaður í sátt við land og þjóð og ríkisstjórn átt von á því að vera gróflega misnotaður á vegum úti. En ég segi: Við mótmæl- um allir! Margir samgönguráðherrar hafa verið sömu skoðunar og ég, að vegir væru lagðir fyrir fólk. En nú vill svo undarlega til að samgönguráðherra úr okkar eigin röðum hefur viðrað skoðanir sem virðast langt fyrir utan og ofan minn takmarkaða skilning. Þessi ráðherra virðist hafa einshvers konar ofnæmi fyrir malbiki. Hann vill helst hætta að leggja þetta efni á veg- ina en vill þess í stað sprengja göt á fjöll. Ég hef að vísu reynt að stinga puttunum upp í eyrun þegar þessi Skallagrímur flytur fjallræður sínar, en mér er þó farið að skiljast að þessi íþróttafrömuður ætli í raun og veru að gera alvöru úr því að sprengja sig í gegnum helstu fjöll á Vestfjarða- kjálkanum og á fjörðum eystra. Ef enginn ætlar að stoppa manninn þá er eins gott að ég lesi honum pistil. Álfar og draugar hafa frá upphafi átt drjúgan þátt í að móta okkar lífss- tíl og þó sérstaklega okkar vegagerð. Enginn meiriháttar vegur hefur verið lagður án samráðs við álfa og huldu- menn á viðkomandi stað. Um þetta er auðvitað ekki nema gott eitt að segja en, gamanið kárnar þegar einn versti draugur samanlagðar íslandssögu- nnar er orðinn helsti ráðgjafi sam- gönguráðherra. Þessi draugur er stundum nefndur byggðastefna. Stefnan hefur gengið út á það að ausa milljónum á milljónum ofan í gjald- þrota og vonlaus fyrirtæki úti á lands- byggðinni. Þessa dagana er byggðast- ofnun, pólitískt hæli fyrir fólk sem enginn vill ráða í vinnu, að kynna hvernig þeir fóru að því að týna tæp- um 200 milljónum á einu ári. Það fundust reyndar strax aftur 67 milljónir sem voru laun sem stofnun- armenn borguðu sér fyrir að tapa fénu. Það hefði mátt ætla að þetta væri fréttatilkynning frá spaugstof- unni en svo var ekki. Byggðastefnan hefur gengið út á að borga fólki fyrir að vera þar sem það vill ekki vera. Borga fólki fyrir að vera þar sem enginn lífsgrundvöllur finnst. Byggðastefnupostularnir segja að það væri svo sorglegt að aka um sveitir sem farnar væru í eyði. En er það ekki einmitt það sem alla dreymir um? Þessi jeppakaup á fólki virðast ekki benda til þess að því ieiðist ósnortin náttúra. Þar að auki er annað en gaman að horfa framan í fólk sem 'er á launum við að vera þar sem það vill ekki vera. Það má færa rök að því að ekki sé mikið á slíku byggjandi. Og hvað ef byggðastofnun hætti að moka gulli í þesa botnlausu hít. Ég vona að það sé engin frjálshyggjustækja af því, þótt ég lýsi því hér yfir að mér hefur alltaf fundist að staðir byggðust vegna þess að þeir hefðu upp á afkomu að bjóða og þeir leggjast í eyði þegar aðrir staðir bjóða betri afkomu. Ég get ekki séð að það sé nein þörf á því að standa á bremsunni til að halda fólki þar sem það getur ekki verið. í alda- nna rás hafa fslendingar hvarflað milli landshluta og staða og jafnvel rekist til annarra landa í hallærum og þá var engin byggðastofnun. Það er sem sagt vinsamleg ábending frá mér sjálfum að þetta fólk sé látið í friði og að samgönguráðherra setji byggða- stofnunarmóra af sem sinn helsta ráð- gjafa. Sú hugmynd að gera göt á helstu fjöll fyrir vestan og austan er auðvitað fyrst og fremst listræns eðlis og súrre- alístísk. En ef hún kæmist í fram- kvæmd er vísast að einu áhrifin sem hún hefði væru að auðvelda brottf- lutninga. Það er þekkt að þegar veg- agerðarmenn luku loks við að ryðja vegi norður Strandir þá tók fólk sig upp um leið og vegurinn náði til þess. Það gæti hvarflað að manni að fólk úr dreifbýli væri öðrum þræði að flytja vegna mannlega þáttarins. Það dreymir alla undir niðir um að lifa ríkulegu menningarlffi í andlegu sam- bandi við aðra. Þess vegna eigum við að láta fólkið í friði leyfa því að koma og fara að vild. Ég hefi heyrt að byggðastefnan sé í raun einokunarverslun með atkvæði. Það getur þó varla staðist. Það hlýtur að vera hægt að ná niður verðinu á þessum atkvæðum með einhverju móti. Mætti ekki breyta kjördæmask- ipaninni? Skallagrímur er auðvitað í vondum málum, en hefur hann sér þá ekkert til afsökunar? Það er næsta víst að það er ekki gaman að vera ráðherra ofikar sem erum á taxtakaupinu, en fá ekki að hækka daglaunin svo á þeim sé hægt að lifa, eða lækka þau svo rækilega með þjóðarsátt svo menn geti hreinlega dáið með heiðarlegum hætti. í slíkri stöðu fara menn oft að takast á við drauga og fjöll og lái það manninum hver sem vill. Mikið væri þó gaman ef ráðherrann vildi leggja frá sér dýnamíttúpurnar og stíga aftur niður á jörðina til okkar hinna. Ég tala nú ekki um ef hann vildi snúa sér aftur að því að leggja ærlega vegi fyrir venjulegt fólk. Ráðherrann gæti sem hægast hrundið úr vör ódýrri auglýsingaherferð með slagorðum eins og: Meira malbik! Meiri lífshamingja! Ég er viss um að eftir viku væri dýnamítið gleymt. Aldrei ek ég hringveginn án þess að hafa með mér og lesa bókina um veg- inn. Þessi bók ætti að vera skyldulesn- ing fyrir samgönguráðherra hvar í flokki eða flokkum sem þeir standa. Þar stendur til dæmis að góður stjórn- andi stjórni án þess að beita afli og án þess að eftir stjórn hans sé tekið. Það verður því miður ekki sagt að stjórn- list Skallagríms, og Ólafs Ragnars ef út í það er farið, einkennist af slíkri hæverslu. Þetta er víst orðið lengra en ég ætl- aði og víst hef ég tekið stórt upp í mig, eins og konan sagði. En þið virðið það mér til vorkunnar. Ég hefi verið gróflega misnotaður á vegum úti og enn sem komið er finnst hér á landi ekkert athvarf eða meðferðarheimili fyrir okkur. Myndlist Hreyfing bygging og rúm „Nína fann þessa íbúð þegar hún var enn í byggingu, og við klifruðum hingað upp til að skoða útsýnið. Um leið og Nína sá það ákvað hún að kaupa íbúðina," segir Alcopley þegar blaðamað- ur Nýs helgarblaðs minnist á fag- urt útsýnið þaðan sem við sitjum og röbbum um líf hans og tvöfald- an frama, bæði sem vísinda- og listamanns. Alcopley er allt annað en ók- unnur hérlendis, hingað hefur hann komið minnst árlega síðan árið 1950, en hann var giftur list- akonunni Nínu Tryggvadóttur. Verk eftir hana hanga á öllum veggjum, en það er ekki um þau sem við ætlum að ræða, heldur um verk Alcopleys sem nú hanga í Nýhöfn við Hafnarstræti, list hans og um það hvernig á því stóð að vísindamaðurinn A. L. Copl- ey tók upp á því að mála. Krot á blaðsnepli „Eins og svo margt annað sem skiptir sköpum í lífinu var það hrein tilviljun að ég fór að mála. Þannig var að árið 1939 starfaði ég í Kansas City. Ég átti þar vin- konu að nafni Jean, sem starfaði sem innanhúsarkitekt. Eina helgi fórum við ekki út, eins og vant var því að hún átti mikið af vin- um, vegna þess að hún þurfti að vinna. Ég sat hjá henni og las. Næsta morgun kallaði hún á mig og spurði mig hvort ég kannaðist við smámynd sem hún hafði fundið samanvöðlaða í pappírs- körfu. Ég gat ekki neitað því að hafa krotað þetta á blað en skildi ekki áhuga hennar á þessari litlu vatnslitamynd. En hún sagðist hrifin af henni og heimtaði að fá að ramma hana inn og hengja upp. Ég þráaðist við og sagði krotið allt of ómerkilegt til þess, en hún gafst ekki upp, og að lok- um samþykkti ég að myndina mætti hún ramma inn með því skilyrði þó að hún segði ekki nokkrum manni að ég hefði mál- að hana. Stúlka þessi átti gott safn verka eftir kunna listamenn og meðal þeirra hengdi hún upp myndina mína. Skömmu seinna héldum við samkvæmi og þangað komu margir listunnendur, og mynd- irnar á veggjunum fóru að sjálf- sögðu ekki fram hjá þeim. Þegar menn komu að litlu myndinni minni beið ég spenntur eftir við- brögðunum. Myndin féll gestun- um vel í geð, og þeir gátu ekki gert það upp við sig hvort hún væri eftir Soutine eða Rouault, sem voru þeir listamenn sem ég dáðist hvað mest að á þessum tíma. Næsta dag þegar ég kom heim til mín voru átta kassar af öllum stærðum og breiddum fyrir utan dyrnar hjá mér. Á korti sem þeim fylgdi stóð: Þú ert Iistmálari, elskan. Kveðjur, Jean. í kössu- num var allt sem til þurfti til að mála; olíulitir, vatnslitir, strigi, pappír, penslar, trönur, o.fl. Ég tóíc strax til við að mála, og hef gert það síðan, eða í um fimmtíu ár. Þess má geta að þótt ég hefði fram að þessu ekki ætlað mér að gerast listmálari hafði ég ávallt teiknað og málað vel, og m. a. oft- sinnis hlotið verðlaun fyrir teikningar í skóla. Eftir að ég byrjaði að mála fyrir alvöru sýndi ég öðrum lista- mönnum verk mín, og leist þeim vel á þau og hvöttu mig óspart til að halda áfram að mála. Nú er ég viðurkenndur listamaður, og sumir taka svo djúpt í árinni að kalla mig meistara.“ Þrívíðar myndir Hvað ertu að fást við og tjá í verkum þínum? „Allir listamenn eru að tjá reynslu sína, og ég á mér reynslu sem vísindamaður. Sem slíkur hef ég mikinn áhuga á hreyfingu, byggingu og rúmi. Síðustu ára- tugi hef ég helgað lífeðlisfræði krafta mína. Þrátt fýrir að reynsla mín sem vísindamaður hafi áhrif á verk mín þurfa áhorfendur alls ekki að hafa þekkingu á vísind- astörfum mínum til að njóta verka minna. Málarinn L. Álc- opley og vísindamaðurinn L.A. Copley sækjast eftir ólíkum hlutum. Vísindi fást við að leysa ráðgátur náttúrunnar, uppgötva þau lögmál sem stjórna gangi hennar og öðlast þannig nýjan skilning á alheiminum. Listin er sköpuð fyrir menn af mönnum, og hefur í eðli sínu ekki breyst frá því að menn ristu myndir í hella. Með störfum mínum sem vísinda- maður sækist ég eftir að auka þekkingu á því sviði sem ég er að rannsaka. í listsköpun minni hef ég frjálsari hendur, með línum, litum, formum og fleiru get ég skapað ímyndaðan heim, og þarf alls ekki vera trúr náttúrunni. En sú þekking sem nútímamaðurinn býr yfir að jafnvel smæsta eining alheimsins lifi og hreyfist hefur haft áhrif á verk mín. Ég er ekki að skapa vísindalega list, en ég kæri mig heldur ekki um að hundsa reynslu þá sem ég hef af því að velta fyrir mér og fást við vísindaleg vandamál. Það er hluti af reynsluheimi mínum, sem verður ekki skilinn frá mér. Þær myndir sem ég sýni nú í Nýhöfn eru frá síðustu þremur áratugum, en flestar eru þær mál- aðar árið 1988. Á sýningunni eru smámyndir og örmyndir, sem eru á stærð við frímerki og ég hef ekki sýnt hér áður. Nokkrar mynd- anna eru langar og mjóar, þær hanga annað hvort lóðrétt eða lárétt. Þær fyrrnefndu kalla ég skýjakljúfamyndir en þær síðar- nefndu skemmtigöngumyndir. Menn neyðast til að ganga með- fram skemmtigöngumyndunum til að skoða þær, og skýjakljúfa- myndunum verður áhorfandinn að horfa upp eða niður með. Þannig hefur þriðja víddin bæst við verkin, tímavíddin.“ í sýningarskrá ritar Alcopley: „Málverk þau sem ég sýni eiga að miðla gleði, gleði sem tengist dul- úð og dásemdum lífsins og al- heimsins í sjálfum okkur og um- hverfi okkar í nánd og órafjar- lægð.“ 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.