Þjóðviljinn - 03.08.1990, Blaðsíða 23
Nýtt helgarblað ræðir við
listmálarann L. Alcopley og
vísindamanninn A. L. Copl-
ey, ekkilNínu Tryggvadótt-
urlistakonu, semstaddurer
hér á landi
Eitt verkanna á sýningu Alcopleys. Teikningarnar og málverkin
spanna síðustu þrjá áratugi, en eru flest frá árinu 1988.
Það hvarflar ekki að mér að setjast í helgan stein, segir hæfileikamaðurinn Alcopley, sem er nýorðinn
áttræður. Hann sýnir nú verk sín í þriðja skipti á íslandi, að þessu sinni í Gallerí Nýhöfn. Myndir: Jim Smart.
Tjáning
án orða
„Listamenn tjá sig með litum
og efni, og skapa lifandi anda og
dulúð, á sama hátt vinna skáld
með orð. Skáld setja orðin saman
í eitthvert sérstakt samhengi sem
tengist reynslu þeirra. Ljóðið er
heimur skáldsins og þeirra sem
njóta ljóða þess, eins og þeirra
sem njóta verka listmálara.
En margir gera þau mistök að
telja að alla reynslu verði að setja
í orð, þeir gera sér ekki grein fyrir
að í sumum listgreinum er orðið
óþarft. Þetta á m.a. við um tónlist
og arkitektúr. Listmálarar hugsa
aldreiíorðum, heldurí litum, lín-
um og formum. En heimspeking-
um hefur sést yfir það að orðið er
alls ekki nauðsynlegt til að tjá
mannlega reynslu. Menn telja
alltaf að orða verði reynslu og
hugsanir til að þær geti orðið til. I
Biblíunni segir: í upphafi var orð-
ið. Það er alls ekki rétt. Fyrst
koma áhrif og reynsla af formum,
hljóðum og slíku, eins og hjá.
smábörnum.
Margir eiga erfitt með að skilja
og njóta listaverka nema að
koma orðum að því það sem þeir
sjá. Ég finn til með mönnum sem
verða alltaf að orða upplifun
sína. Málari hugsar í myndum.
Ég er hugsandi málari, en eins og
ég sagði þá eru hugsanir meira en
orð. Það hefur verið sagt um verk
mín að þau séu skrift án orða.
Það er mikið rétt, en því má ekki
rugla saman við tákn og táknmál,
það er ekki það sem við er átt.“
Vinnuþjarkur
Eins og komið hefur fram er
Alcopley einnig virtur vísinda-
maður á sviði lífeðlisfræði. Hann
hefur lagt stund á rannsóknir á
blóðstreymi. Síðan hann hóf að
mála árið 1930 hefur hann unnið
bæði að vísindum og listum.
Flestum reynist erfitt að hafa
nægan tíma til að sinna einu
hugðarefni, hvernig hefur Alc-
opley haft tíma til að gera hvort
tveggja?
„Eg er alltaf mjög afslappað-
aður þegar ég er ekki að vinna, og
mörgum reynist erfitt að trúa því
hversu mikill vinnuþjarkur ég get
verið þegar ég hefst handa. Jack-
árið 1937. Fimm árum seinna
gerðist hann bandarískur ríkis-
borgari.
Alcopley nam læknisfræði,
heimspeki og bókmenntir í sex
háskólum í Þýskalandi. Hann
segist hafa hneigst snemma til
bókmennta, og sem ungan mann
dreymdi hann um að gerast
leikritaskáld. Hann átti sér enn-
fremur stóra drauma um framtíð-
arleikhús.
þær miljónir sem svelta. Jafnvel á
Vesturlöndum eiga menn vart til
hnífs og skeiðar, eða í nokkurt
hús að venda þrátt fyrir ríkidæm-
ið í þeim löndum.
Ég veit ekki mikið um
stjórnmál en það ástand sem við
búum við er ekki þolandi. Að
hugsa sér að til séu kjarnorku-
sprengjur í svo miklum mæli að
þær gætu eytt jörðinni mörgum
sinnum!
Þegar ég var ungur drengur
dreymdi mig um að verða leikari,
og ég vann um skeið með
leikhópi sem ferðaðist um á
sumrin og sýndi leikrit. Ég var
mjög hæfileikaríkur leikari, og
þess vegna fékk ég að fara með
„Ég hef veríð svo lánsamurað fá marga ólíka hæfileika í
vöggugjöf. Þegar ég var ungur ferðaðist ég um Þyskalandmeð
litlum leikhopi og dreymdi um að verða leikritaskáld. Tilviljun
ein réð því að ég gerðist vísindamaður, og síðar einnig
listmálari“
son Pollock, sem var góður vinur
minn, sagði eitt sinn við mig að
hann dáðist að því hvernig ég færi
að því að sinna bæði listinni og
vísindunum. Sjálfur ætti hann
fullt í fangi með að fullnægja
kröfum listarinnar eingöngu. En
ég hef verið heppinn, bæði var
fjölskylda mín mjög skilningsrík,
og ég hef alla tíð átt góða vini sem
hafa stutt mig og hvatt til dáða.“
Úr leiklist
í læknisfræði
Alcopley fæddist í Dresden í
Þýskalandi árið 1910, en til að
gera langa sögu stutta kærði hann
sig ekki um hina pólitíska þróun í
heimalandi sínu á fjórða áratugn-
um og flutti til Bandaríkjanna
„Ég hafði fylgst með því hvern-
ig menn flykktust þúsundum
saman til að horfa á fótbolta á
stórum leikvöngum, og mig lang-
aði til að þróa leikhús á sama.
hátt. Hugmyndin er upprunalega
komin frá leikhúsum forn-
grikkja. Ég ímyndaði mér að eins
og á fótboltaleikjum nú væru ris-
akjáir þar sem menn gætu fylgst
með einstaka leikurum o.s.frv.
Þetta átti að vera algert leikhús;
blanda af leik, söng og dansi og
öðrum listgreinum. Mig dreymdi
nýjan og breyttan heim þar sem
fullkomið jafnrétti og lýðræði
gilti. Og ég trúi því að slíkt nýrra
og betra samfélag manna eigi
eftir að koma. Framfarir í vísind-
um og tækni hafa verið örar, og
það er mögulegt í dag að fæða
hópnum þrátt fyrir ungan aldur.
Ég hef verið ótúlega heppinn í lífi
mínu því að mér hafa áskotnast
svo margir hæfileikar. En sem
sagt, ég var 17 til 19 ára og ferðað-
ist um með fólki sem var töluvert
eldra en ég, samt kom það til mín
með vandamál sín, hjónabands-
vandræði, kynlífsvanda o.s.frv.
og ég spurði mig af hverju þetta
fólk kæmi til mín.
Ég hlustaði á það, en ég vissi
fátt um þess vandamál til þess var
ég of ungur. En mig langaði að
h j álpa því og þá var eina leiðin að
fara í læknisfræði og síðan í geðl-
ækningar því að á þeim tíma voru
það einvörðungu geðlæknar sem
sinntu fjölskylduvandamálum.
Endirinn varð hins vegar sá að ég
fór að fá áhuga á öðrum hliðum
og minni einingum mannskepn-
unnar en ég ætlaði mér í upphafi
og því gerðist ég vísindamaður.
Enn ein tilviljunin sem sneri
gangi lífs míns, ég hætti að hugsa
um leikhús og sneri mér að vís-
indastörfum.“
Upphafið
að öllu
Hafa einhverjir listamenn haft
meiri áhrif á þig en aðrir?
„Ég hef verið svo heppinn að
eiga marga góða listamenn að
vinum, og þeir hafa haft mest
áhrif á mig með því að hvetja mig
og viðurkenna mig sem listamann
þótt ég hafi aldrei lært neitt að
ráði í listum og listmálun."
Alcopley varð nýlega áttræður
en hann er enn að vinna, og frá
því í fyrra hefur hann verið að
vinna að bók sem kallast: Upphaf
- Kveikjan í iistum og vísindum.
„Ég hef alla tíð haft áhuga á því
hver er kveikjan að hugsunum og
verkum vísindamanna og lista-
manna. í bókinni fjalla ég bæði
um lífs og liðna hugsuði,
heimspekinga, náttúruvísinda-
menn, listamenn úr hinum ýmsu
listgreinum og fleiri.
Ég ráðlegg öllum sem eru að
hugsa um að setjast í helgan stein
að hugsa sig um tvisvar því að það
heldur mönnum ungum lengur að
vinna að einhverju sem þeir hafa
gaman af, það gildir jafnt um þá
sem ekki hafa listir eða vísindi
sem hugðarefni. Ég hef séð menn
eldast hratt eftir að þeir drógu sig
í hlé og hættu að vinna. Ekki skil
ég hvernig menn geta hlakkað til
þess að komast á eftirlaun. Þótt
menn séu komnir af léttasta
skeiði geta þeir orðið öðrum til
gagns og sjálfum sér til ánægju.
Eldra fólk getur komið að gagni í
samfélaginu á margan hátt.“
Sýning Alcopleys í Nýhöfn við
Hafnarstræti 18 stendur til 15.
þessa mánaðár, og er opin alla
virka daga nema mánudaga frá
kl. 11-18, en um helgar frá kl.
14-18.
BE
Föstudagur 3. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23