Þjóðviljinn - 16.08.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1990, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Húsnœðisnefndir Ráðherra tekur af tvímæli Félagsmálaráðherra hefur sent sveitarstjórnum bréf þar sem skýrt er kveðið á um að þar sem fulltrúaráð verkalýðsfélaga starfa skuli þau tilnefna fulltrúa í húsnæðisnefndir. Borgarstjórn- armeirihlutinn í Reykjavík er annarrar skoðunar og hefur beð- ið Dagsbrún og VR að tilnefna fulltrúa í húsnæðisnefnd borgar- innar. Varaformaður Dagsbrún- ar telur hins vegar að fulltrúaráð verkalýðsfélaganna eigi að til- nefna tvo fulltrúa. í lögum um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, segir að í sveitarfélögum með 10 þúsund íbúa eða fleiri skuli hús- næðisnefnd skipuð sjö fulltrúum. Fjórir koma þá frá sveitarfé- laginu, en þrír frá verkalýðs- hreyfingunni. í lögunum er talað um að stærstu samtök launafólks í sveitarfélaginu skuli tilnefna í nefndina. Borgarstjórnarmeiri- hlutinn telur að með stærstu sam- tökum geti verið átt við stærstu einstök stéttarfélög, en félags- málaráðuneytið telur að þar sé átt við heildarsamtök eins og ASÍ og BSRB. í bréfi ráðuneytisins frá í fyrradag eru tekin af öll tví- mæli um þetta og samkvæmt því á fulltrúaráð verkalýðsfélaganna að tilnefna tvo fulltrúa í húsnæð- isnefnd Reykjavíkur. Það er hins vegar óljóst hvort hægt verður að hnekkja því ef nefndin verður skipuð samkvæmt vilja borgarstjórnarmeirihlutans áður en reglugerð lítur dagsins ljós. f bréfi ráðuneytisins er einnig kveðið á um valdsvið húsnæðis- nefnda og tengsl við sveitarst- jómir, en um þetta hefur verið deilt, ekki síst í Hafnarfirði. Ráðuneytið segir að sveitar- stjórn beri fjárhagslega ábyrgð á félagslegum íbúðum og á bygg- ingarframkvæmdum öllum. I því felst meðal annars að sveitar- stjórn tekur ákvarðanir um fjölda íbúða, að stærð þeirra og gerð sé innan ramma laga og að bygging- arkostnaður eða kaupverð sé innan kostnaðargrundvallar sem húsnæðismálastjórn hefur sett. Samkvæmt bréfi ráðuneytisins á húsnæðisnefnd að annast út- boð, efniskaup, verksamnings- gerð og uppgjör byggingarkost- naðar, en allt innan þess fjárhags- lega ramma sem sveitarstjórn set- ur. Hins vegar á sveitarstjórn að ráða fasta starfsmenn nefndar- innar og semja um launakjör þeirra, en um þetta hefur verið deilt í Hafnarfirði. Bæði húsnæð- isnefnd og bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði hafa auglýst eftir starfs- mönnum fyrir nefndina. -gg SINE Ottinn ástæðulaus Samband ísienskra náms- manna erlendis samþykktu á sumrráðstefnu sinni ályktun, þar sem segir að stjórnvöld verði að vera á varðbergi vegna sameigin- legs innri markaðar Evrópu* bandalagsins 1993. Óttast þeir að íslenskir námsmenn fái ekki inni f háskólum í löndum Evrópuband- alagsins og á þá verði litið sem annars flokks fólk. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra segir þennan ótta ást- æðulausan. „Það hefur heilmikið Landgrœðsluskógar Átakiö blómstrar 1.3 miljón plantna gróðursettar í sumar Átak um landgræðsluskóga 1990 hefur gengið mjög vel, bæði hvað varðar framkvæmdir, fjár- öflun og kynningu. í sumar verða gróðursettar um 1.3 miljón plantna, en áætlað var að gróður- settar yrðu 1-1 Vi miljón plöntur í tilefni átaksins. Samkvæmt uppg- jöri í júlí hafa safnast rúmlega 43 miljónir króna. Að átakinu standa Skógrækt- arfélag íslands, Skógrækt ríkis- ins, Landgræðslan og landbúnað- arráðuneytið. Tilefni átaksins er 60 ára afmæli Skógræktarfélags- ins og hófst undirbúningur í árs- byrjun 1989. Markmiðið var að auka og efla íslenska birki- skóginn, gera íslenskt gróðurríki fjölbreyttara og sterkara og að hamla gegn uppblæstri og gróð- ureyðingu. Auk þeirra plantna sem gróð- ursettar verða í sumar, hefur framkvæmdanefnd átaksins gert samninga um framleiðslu á 1 miljón plantna fyrir árið 1991 og verða þær gróðursettar á næsta ári. Þannig mun átakið standa að framleiðslu og gróðursetningu á 2.3 miljónum plantna sem er tals- vert meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Á næsta ári verð- ur einnig fylgst með og hlúð að þeim plöntum sem gróðursettar hafa verið á þessu ári. ns. verið í gangi hjá háskólanum með þessi mál. Háskólinn hefur gert tvíhliða samninga við fjöldann allan af erlendum háskólum. Síð- an höfum við náttúrlega verið í viðræðum um menntamál, þróun þeirra og vísindi við fulltrúa Evr- ópubandalagsins í gegnum EFTA. Þannig að við teljum að þessi mál séu í ágætum farvegi," segir Svavar. Aðild að Evrópubandalaginu segir Svavar ekki skipta máli til eða frá. „Við erum komin það langt í þessum tvíhliða samning- um og í viðræðunum gegnum EFTA að það eiga ekki að koma nein vandamál upp af neinu tagi,“ segir Svavar. Fulltrúar SÍNE telja að til að geta talist fullboðlegir samanbor- ið við erlenda háskóla, þurfi Há- skóli íslands að auka fjölbreytni í náminu. Svavar Gestsson segir að sífellt sé verið að bæta við nýj- um greinum í Háskólanum, og það sé ljóst að íslenskir náms- menn geti farið til náms erlendis eins og verið hefur. „Það er engin ástæða til að gera ráð fyrir öðru. íslenskir námsmenn eiga ekki að þurfa að óttast neitt, en ef vanda- mál koma upp eiga þeir að láta ráðuneytið vita,“ segir Svavar Gestsson. ns. Misjafnt er hve langt fólk ætlar sér að hlaupa I Reykjavíkurmaraþoninu á sunnudaginn. Hvað þessir kappar ætla sér langt er óvíst en þeir virðast líklegir til alls. Mynd: Jim Smart. Reykjavík Maraþonundirbúningur Undirbúningur undir 7. Reykjavíkurmaraþonið er nú í hámarki. Maraþonið hefst á Lækjargötu á hádegi á sunnudag- inn og nú þegar hafa milli sjö og átta hundrað manns skráð sig. Búist er við mettþátttöku eða allt að 1500 manns. Hægt er velja um þrjár mis- munandi vegalengdir. Mara- þonhlaupið sem er 42,195 km, hálf-maraþon, sem er hálf sú veg- alengd, og skemmtiskokk, u.þ.b. 7 km langt og er það einkum ætl- að byrjendum og þeim sem kjósa styttri vegalengdir. Keppt er í sjö flokkum karla og sex flokkum kvenna og auk þess í þriggja manna sveitakeppni í skemmtiskokkinu og hálf- maraþoninu. el Patreksfjörður Deilur um sveitarstjóra Olafur Arnfjörð sem stóð til að ráða sem sveitarstjóra á Patr- eksfirði, útilokar ekki að hann fari í mál við Patrekshrepp verði ekki af ráðningu hans. En þegar á reyndi var ekki sá stuðningur við ráðningu Ólafs sem menn töldu í upphafi, að sögn Björns Gísla- sonar oddvita og sveitarstjórnar- fulltrúa Alþýðuflokksins. f viðtali við Ríkisútvarpið sagði Ólafur að Björn hefði kom- ið á hans fund, þar sem gengið var frá öllu í sambandi við ráðn- ingu hans nema undirskrift ráðn- ingarsamnings. f samtali við Þjóðviljann sagði Bjöm ekki ljóst hvort þetta mál stefndi meirihlutasamstarfi Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks í hættu. Hann vissi ekki til þess að Framsóknarmenn hefðu gefið út neinar yfirlýsingar í því sam- bandi. „Það var búið að semja við þá um meirihlutasamstarf og ná samkomulagi um allt annað en þetta,“ sagði Björn. Skiptar skoðanir hefðu verið um ráðning- una, en Alþýðuflokksmenn myndu standa við málefnasamn- inginn að öðru leyti. Björn sagði rétt hjá Ólafi að ekkert hefði vantað upp á ráðningu hans ann- að en undirskriftina og sjálfur, hefði hann talið ráðningu hans á- kveðna. Hins vegar hefði ráðn- ingin aldrei verið rædd í hrepps- nefnd. Björn sagði rétt að ef til vill hefði átt að fara öfugt að hlutun- um og ræða ráðninguna fyrst í hreppsnefnd. Það væri ekki skemmtileg staða ef Ólafur færi í mál við hreppinn, verði ekki af ráðningu hans. Björn sagðist ekki vilja ræða þessi mál frekar fýrr en að loknum hreppsnefnd- arfundi um miðja næstu viku, þegar það kemur í ljós hvor verð- ur ráðinn, Ólafur eða fyrrverandi sveitarstjóri, Úlfar Thoroddsen. -hmp Bráðabirgðalögin Matvælafræðingar mótmæla Aþeim fjórum árum sem við höfum haft samningsrétt hafa þeir tveir kjarasamningar sem við höfum gert við ríkið verið teknir af okkur með bráða- birgðalögum, segir í yfírlýsingu sem samþykkt var á félagsfundi matvæla- og næringarfræðinga hjá ríkinu nýlega. í yfirlýsingunni segir að samn- ingsréttur félagsmanna sé enginn og að þeir búi ekki við það lýð- ræði að geta samið um kaup og kjör. Félagsfundur lýsir yfir van- trausti á ríkisstjórnina og krefst þess að hún fari þegar frá. Fimmtudagur 16. ágúst 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.