Þjóðviljinn - 18.08.1990, Page 2
FRETTIR
Kaugmáttur
Fimmtán prósent rýmun
Kaupmáttur
launa hefur
, minnkað um 15 af hundraði
síðan í ágúst árið 1988. Ef miðað
er við síðustu tólf mánuði nemur
kaupmáttarrýrnunin 4,3 af
hundraði. Þetta kemur í Ijós þeg-
ar borin er saman hækkun launa-
vísitölu annars vegar og fram-
færsluvísitölu hins vegar. Á tíma-
bilinu ágúst 1987 til ágúst 1988
jókst kaupmáttur hins vegar
nokkuð og nú á síðustu mánuðum
hefur mjög
kaupmáttar.
dregið úr rýrnun
Hagstofan sendi í gær frá sér
tilkynningu um að launavísitala
hafi hækkað um 0,3 af hundraði
frá síðasta mánuði. Þessi hækkun
kemur eingöngu til vegna 4,5
prósent hækkunar sem félags-
dómur dæmdi félagsmönnum í
BHMR. BHMR nýtur þeirrar
hækkunar hins vegar aðeins út
þennan mánuð, en 1. september
verður hækkunin tekin af með
bráðabirgðalögum.
Sé miðað við síðustu tólf mán-
uði, hefur launavísitala hækkað
um aðeins 9,5 af hundraði. Á
sama tíma hefur framfærsluvísi-
talan hækkað um 14,2 prósent.
Kaupmáttarrýmunin nemur því
rúmlega fjómm af hundraði.
En sé miðað við síðast liðin tvö
ár nemur rýmun kaupmáttar 15
af hundraði. Það þýðir í raun að
nær sjötta hver króna hefur verið
tekin af launafólki á þessu
tveggja ára tímabili.
Mjög hefur þó dregið úr rým-
un kaupmáttar á undanförnum
misserum. Miðað við mismun á
hækkun launavísitölu og fram-
færsluvísitölu síðan í febrúar,
nemur kaupmáttarrýrnun nú 0,6
af hundraði á heilu ári.
-gg
Lœknafélag íslands
Laga-
setningu
mótmætt
Stjórn Læknafélags íslands
mótmælir harðlega setningu
bráðabirgðalaga sem nema úr
gildi kjarasmning ríkisvaldsins
við Bandalag háskólamanna,
segir í tilkynningu frá Lækanafé-
laginu. Þar segir einnig að það sé
siðferðislegt grundvallaratriði
við samingsgerð, að samningsað-
ilar geti treyst því að samningur
verði haldinn.
„Tilhliðrun samningsaðila sem
endanlega leiðir til samkomulags
byggist á þessu trausti," segir í
tilkynningunni. Það sé óþolandi
þegar þriðji aðili grípi inn í samn-
inga með lagasetningu sem ógilda
samninga, en þegar annar aðili
gerðs kjarasamnings grípi inn í
með lögum, sé um hreina vald-
níðslu að ræða.
Bein og óbein afskipti annarra
samtaka launafólks af kjara-
samningi BHMR, bera einfeldn-
inni vitni og eru sorgleg, að mati
stjórnar Læknafélagsins. Af-
skipti vinnuveitenda á frjálsum
vinnumarkaði af samningnum
séu siðlausari en svo að þau séu
umræðu verð.
Stjórn Læknafélagsins segir
meginþorra þjóðarinnar sam-
mála um að ríkið hljóti að reka að
mestu eða öllu leyti heilbrigðis-
og menntakerfið ásamt því að sjá
um margvísleg öryggsmál. Ríkið
hljóti því áfram að vera vinnu-
veitandi sem geri samninga við
sína starfsmenn. „Það er verulegt
áhyggjuefni jafnt fyrir fastráðna
sem lausráðna opinbera starfs-
menn, að þurfa að gera samninga
við vinnuveitanda sem ekki hefur
til að bera lágmarksskilning á
þeirri ábyrgð sem honum eru
lagðar á herðar,“ segir orðrétt í
tilkynningu Læknafélagsins.
-hmp
Skálholtskirkja
Lokahelgi
tónleika
Lokahelpi sumartónleika í
Skálholtskirkju er runnin upp.
Manuela Wiesler flautuleikari
heldur einleikstónleika í dag, en
hún mun einnig koma fram ásamt
Herði Áskelssyni orgelleikara og
Ingu Rós Ingólfsdóttur selló-
leikara.
Tónleikarnir hefjast kl. 15 í
dag með dagskrá tileinkaðri tón-
list Johanns Sebastians Bachs.
Kl. 17 hefjast síðan einleikstón-
leikar Manuelu Wiesler, og mun
hún flytja verk eftir Claude De-
bussy, Jacques Ibert og André
Jolivet. Á morgun verða aftur
flutt verk eftir Bach og frönsk
flaututónlist. Messa hefst kl. 17,
og verða að vanda flutt atriði úr
efnisskrá helgarinnar. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis. BE
Framkvaemdir við endurreisn Þjóðleikhússins ganga vel og má segja að hluti hússins hafi verið færður í fokhelt ástand.
Nú er niðurrif á lokastigi og vinna iðnaðarmanna við uppbyggingu hafin af fullum krafti. Mynd Jim Smart.
Þjóðleikhúsið
MúHirati lokið
Verksamningur við ístak upp á 150 miljónir. Nýir stólarfrá Stálhús-
gögnum fyrir 15 miljónir
Framkvæmdir við endurreisn
Þjóðleikhússins ganga vel og
er múrbroti vegna lagfæringa og
endurbygginga nær lokið.
Menntamálaráðherra og Páll Sig-
urjónsson, forstjóri ístaks, hafa
undirritað verksamning upp á
um 150 miljónir króna og samið
hefur verið við Stálhúsgögn um
smíði stóla fyrir liðlega 15 miljón-
ir króna.
Búið er að slá upp mótum fyrir
nýjar svalir og verða þær steyptar
á næstu dögum. Þá er búið að
panta ýmsan búnað sem þarf að
endurnýja. Stólamir sem Stál-
húsgögn munu smíða verða eins
útlits og þeir gömlu og með eins
áklæði, nýofnu.
Að jafnaði vinna um 30 manns
daglega að endurreisn Þjóðleik-
hússins í húsinu sjálfu en verða
um 70 þegar líða tekur á haustið.
Áætlað er að ljúka fram-
kvæmdum við sal, ganga á ann-
arri hæð og Kristalssal þann 15.
febrúar á næsta ári og þá hefst
leikstarfsemi í húsinu á ný.
í sumarlokun næsta sumar
verður síðan m.a. lokið við frá-
gang á göngum á jarðhæð, and-
dyri og í Leikhúskjallaranum, en
gert er ráð fyrir því að hann geti
opnað aftur í næsta mánuði eftir
lokun í sumar vegna framkvæmd-
anna.
Árni Johnsen hefur nú tekið
við formennsku í Bygginganefnd
Þjóðleikhússins en Skúli Guð-
mundsson fráfarandi formaður
sinnir sérstaklega framkvæmda-
þáttum á vegum framkvæmda-
deildar Innkaupastofnunar ríkis-
ins, sem hann veitir forstöðu.
-vd.
Kópasel
Atvinnuleysi
Algert
met í júlí
Atvinnuleysi hefur ekki verið
meira í júlímánuði i tvo áratugi. í
síðasta mánuðu voru skráðir 44
þúsund atvinnuleysisdagar á
landinu öllu, sem jafngildir að tvö
þúsund manns hafi verið án at-
vinnu í þeim mánuði. Síðasta
virkan dag júlímánaðar voru tvö
þúsund og níutíu manns atvinnu-
lausir. Sem hlutfall af heildar-
mannafla á vinnumarkaði er
atvinnuleysið 1,5%.
Eins og fyrr er atvinnuleysi
mun meira á meðal kvenna en
karla. Alls voru skráðir 26 þús-
und atvinnuleysisdagar hjá kon-
um í júlímánuði, en 18 þúsund
hjá körlum. Á landsvísu var
atvinnuleysi hjá konum 2,1% en
á einstökum svæðum var atvinnu-
leysi almennt mest á Vesturlandi
og Norðurlandi eystra þar sem
það var 2%.
Þó skráðum atvinnuleysis-
dögum Vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins hafi fækk-
að um tvö þúsund frá júnímánuði
til júlímánaðar, hefur þeim fjölg-
að um fimm þúsund miðað við
júlí í fyrra, eða um 13%. Meðal-
tal skráðra atvinnuleysisdaga síð-
ustu fimm árin er sautján þúsund
og fimm hundruð atvinnuleysis-
dagar.
A höfuðborgarsvæðinu voru
að meðaltali 1,045 manns
atvinnulausir í júlímánuði eða
1,4% . Heldur fleiri konur voru
án atvinnu en karlar, 1,9% á móti
1%. Heildaratvinnuleysi á Vest-
fjörðum var 0,6%, 1,7% á Norð-
urlandi vestra, 1,1% á Austur-
landi, 1,8% á Suðurlandi og
1,5% á Suðurnesjum. Atvinnu-
leysi er mest hjá konum á Vestur-
landi, 3,7%. -hmp
Tíska
Sjálfmeniftaður
hönnuður
Sverrir Sv. Sigurðsson er ung-
ur sjálfmenntaður tfskuhönnuð-
ur sem sýnir þessa helgi og næstu
handmálaða samkvæmisjakka úr
silki og tískuteikningar í Gallerí
15 að Skólavörðustíg 15 kjallara.
Jakkarnir, sem allir eru unnir á
þessu ári, eru hannaðir fyrir fág-
aðar nútímakonur, og eru litir og
mynstur jakkanna undir áhrifum
frá formum og litum náttúru
landsins. Höfundur segist einnig
vera undir áhrifum listmálanna
Klimts, Kjarvals og Dérains.
Sýningin verður eins og áður
segir opin um þessa helgi og þá
næstu frá kl. 13-18.
Foreldrar bíða eflir viðræðum
Það sem mér finnst verst er að
það virðist vera búið að á-
kveða að Waldorf-hópurinn yfir-
taki Ieikskólann án þess að nokk-
ur opinber aðili hafi tekið form-
lega ákvörðun. Það er alveg sama
hvaða leiðir við bendum á aðrar
og alveg sama þó við getum hrak-
ið fullyrðingar um kostnað og
barnafæð, það er bara farið í
hringi, sagði Hallveig Thordar-
son, eitt foreldra barna á leikskól-
anum Kópaseli, en hann ætla
bæjaryfirvöld í Kópavogi að
einkavæða 1. desember nk. eins
og Þjóðviljinn skýrði frá í gær.
Foreldrar hafa fundað í tvígang
síðan um mánaðamót þegar þeim
voru færðar þessar fréttir og einn-
ig hafa þeir fundað með starfs-
fólki. Bréf frá fundunum 7., 13.
og 15. ágúst hafa verið send bæj-
arstjóra, félagsmálaráði og nú
síðast bæjarráði og því lýst yfir að
vilji foreldra sé að rekstri Kópa-
sels verði haldið áfram
óbreyttum. Jafnframt segjast for-
eldrar vera tilbúnir til viðræðu
hvenær sem er, því fyrr því betra.
„Við höfum engar upplýsingar
fengið um þessa Waldorf-
uppeldisstefnu en mér skilst að
Waldorf-hópurinn vilji funda
með okkur í næstu viku,“ sagði
Hallveig. „Ég hef búið í Svíþjóð
þar sem þessi stefna er rekin í
sérskólum og ég kæri mig ekki
um að hafa mitt barn í Kópaseli
þegar þetta tekur við.“
Bæjarráði Kópavogs barst
fundarbeiðni frá foreldrum í gær-
morgun en hún var ekki tekin
fyrir á fundi ráðsins í gær. Ekki
tókst að ná tali af Sigurði Geirdal
bæjarstjóra til að fá upplýsingar
um hverju það sætti að bréfum og
óskum foreldra um fundi hefur
enn ekki verið svarað.
-vd.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
BSRB
Spamaöur bttnar á sjúkum
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja krefst þess að bætt verði
úr neyðarástandi á sjúkrahúsum
þegar í stað og að velferðakerfið
verði eflt en ekki veikt og brotið
niður. í tilkynningu frá BSRB
segir að niðurskurður í heilbrigð-
iskerfinu bitni nú með margvís-
legum hætti á sjúklingum.
„Sjúkt og gamalt fólk er sent
heim eða búnar óviðunandi að-
stæður þegar heilum deildum er
lokað í „sparnaðarskyni," segir í
tilkynningunni. Á sama tíma og
þetta viðgangist komi í Ijós að
ríkisvaldið hafi svo ríkan skilning
á vanda fyrirtækja, að hægt sé að
losa milljarða til þeirra eins og
gert hafi verið varðandi íslenska
Aðalverktaka. Að mati BSRB er
óviðunandi að stórfyrirtækjum sé
liðið að draga til sín milljarða í
eigin sjóði, á meðan laun al-
mennings eru skorin við nögl og
gömlu fólki og sjúku bókstaflega
vísað á dyr.
-hmp