Þjóðviljinn - 18.08.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.08.1990, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Vetnisframleiðsla Reyðarfjörður álitlegur kostur Verði tilraunaverksmiðja reist hér á landi til aðframleiða vetni verður að telja líklegast að Austfirðir séu heppilegur staður vegnanálœgðar við væntanleganotendur. GarðarIngvarsson: Vænlegrikostur enað leggja sœstreng til Evrópu Reyðarfjörður sem og aðrir firðir á Austlandi hljóta að vera vænlegastir hvað varðar staðsetningu vetnisverksmiðju. Komi til þess að við hér á landi hefjum framleiðslu á vetni til notkunar sem eldsneyti í Evrópu hlýtur staðsetning að ráðast af því hve skipin eru lengi að sigla á milli staða, sagði Garðar Ing- varsson, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu iðnaðarráð- uneytisins og Landsvirkjunar. Eins og kom fram í blaðinu í gær taka Islendingar nú þátt í við- ræðum um hvort hægt sé að fram- leiða umtalsvert magn af vetni hérlendis til notkunar í Ham- borg. Þar er ætlunin, ef af verður, að nota vetnið m.a. til að húshit- unar, á strætisvagna Hamborgar og til að framleiða rafmagn. Hugmyndir um að íslendingar komi inn í þetta rannsóknaverk- efni voru í gær kynntar fyrir dr. Martin Bangemann einum af var- aforsetum Evrópubandalagsins, en hann er staddur hérlendis í boðið iðnarráðherra. Dr. Bange- mann fer með iðnaðarmál á veg- um Evrópubandalagsins, en það greiðir hluta kostnaðarins við þessar rannsóknir. - Mér finnst þessi hugmynd ál- itlegur kostur. Ég tel að við ætt- um að einbeita okkur að því að kanna hann enn frekar, sagði Garðar. Hann tók þátt í fundi með hópi sérfræðinga sem komu til landsins nýlega til viðræðna um það, hvort hagkvæmt yrði að reisa tilraunaverksmiðju hér á landi í stað Kanada eins og nú er áformað. - Það var ákveðið að hittast aftur í október til að fara yfir þessar hugmyndir. Það hefur ver- ið ákveðið að sinna þessu verk- efni af kostgæfni hér á markaðs- skrifstofunni, því það er aldrei að vita nema þarna séu möguleikar fyrir okkur til að nýta þá orku sem við þurfum ekki á að halda, sagði Garðar og benti á að vetni- sframleiðsla myndi skapa meiri atvinnu hér á landi en ef ráðist yrði í að leggja sæstreng til Evr- ópu, sem þó væri einnig álitlegur kostur. -sg Kjarasamningar Ósáttir við samninginn Þjóðarsáttarsamningur undirritaður í gœr. Svanhildur Kaaber formaður Kennarasam- bands íslands: Treystum okkur ekki til að brjótast undan því ægivaldi sem launþegar búa við. Svanfríður Jónasdóttir aðstoðar- maður fjármálaráðherra: Mjög ánægð með þennan samning Igær var undirritaður kjara- samningur Kennarasambands íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og er hann í anda þjóðarsáttarinnar svokölluðu. Samningurinn byggir á sömu for- sendum og samningar ASI og BSRB frá því í febrúar og gildir til 31. ágúst 1991. Svanhildur Kaa- ber formaður KÍ segir að hún sé ekki sátt við þennan samning. „Ég hef aldrei tekið þátt í að gera kjarasamning sem ég hef verið fyllilega sátt við. Ég er sennilega ósáttari við þennan samning en marga aðra. Hins vegar varð niðurstaðan sú hjá samninganefnd KÍ að við hrein- lega treystum okkur ekki til að brjótast undan því ægivaldi sem launafólk í þessu landi býr við. Þess vegna var sú ákvörðun tekin að skrifa undir samninginn," segir Svanhildur Svanhildur segir að KÍ hafi ver- ið í vonlausri samningsaðstöðu vegna þess að þrátt fyrir að bráð- abirgðalögin sem voru sett á dög- unum, hafi ekki átt að ná yfir þau félög sem voru með lausa samn- inga, var augljóst að KÍ myndi ekki ná lengra. Svanhildur Kaaber og Svanfríður Jónasdóttir skrifa undir kjarasamning Kenn-arasambands (slands og ríkisins. Mynd: Kristinn. Svanfríður Jónasdóttir aðstoð- armaður fjármálaráðherra skrif- aði undir samninginn fyrir hönd fjármálaráðherra. Hún segir að þessi kjarasamningur falli inn í þjóðarsáttina að þvf leyti að hann byggi á sömu forsendum og er með sömu kauphækkanir og ASÍ og BSRB-samningarnir. „Kenn- arasamband íslands fær sína eigin launanefnd samkvæmt samn- ingnum og einnig er í honum ákvæði um að á samningstíman- um skuli verða áframhaldandi vinna að skilgreiningu kennara- starfsins og skólastjórnun," segir Svanfríður. Að sögn Svanfríðar er hún mjög ánægð með þennan samn- ing. „Það voru ekki neinir erfið- leikar í samningsgerðinni aðrir en þeir að vegna ýmissa breytinga sem eiga sér stað í skólakerfinu, þurfti að huga að býsna mörgum atriðum sem kennarar vildu ræða. Þau atriði verða rædd áfram, en koma ekki til með að leiða til neinna launabreytinga,“ segir Svanfríður. ns. Nýtt álver Rangfærslum andmælt Héraðsnefnd Eyjafjarðar: Engin gögn staðfesta að dýrara sé að reisa álver við Eyjafjörð en á Keilisnesi. Öfullnœgjandi upplýsingar rugla skoðanamyndun Héraðsnefnd Eyjafjarðar and- mælir þeim fullyrðingum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, um að kostnaðurinn við að reisa álver á Dysnesi í Eyjafirði sé 5-6 milljöðrum hærri en ef álver yrði reist á Keilisnesi. Kostnaðarút- reikningar liggi ekki fyrir í þessu sambandi. Héraðsnefndin segir að þessi fullyrðing ásamt fleirum styðjist ekki við staðreyndir, eða byggi á gömlum forsendum sem orðnar séu úreltar. Fullyrðingar um að 50-60 bú í Eyjafirði verði að leggja niður búskap með tilkomu álvers, byggja á gögnum frá árinu 1985, sem ekki eru í samræmi við þau gögn sem nú liggja fyrir, segir héraðsnefndin. Það sé hins vegar bagalegt á margan hátt, að skortur sé á nauðsynlegum upp- lýsingum, sem valdi því að af- staða margra byggi á ófullnægj- andi vitneskju. Héraðsnefnd hefur falið hér- aðsráði að koma fram fyrir hönd sveitarfélaga við Eyjafjörð í við- ræðum við Atlantsál og íslensk stjórnvöld. Ráðið hefur skrifað iðnaðaráðherra bréf og leggur þar til að birt verði álitsgerð um áhrif loftmengunar samkvæmt nýrri dreifingarspá. Einnig leggur ráðið til að haldnir verði fundir í Arnarneshreppi, Glæsi- bæjarhreppi og á Akureyri, þar sem umhverfisáhrif álvers verði upplýst. Þá verði haldinn fundur með mengunarsérfræðingum Atlantsáls, þar sem þeir skýrðu út framleiðslutæknina sem Atl- antsál ætlar sér að nota við ál- framleiðsluna. Þetta segir hér- aðsráðið nauðsynlegt að gerist áður en ákvörðun um staðarval er tekin, en þá ákvörðun á að taka í næsta mánuði. -hmp Höfn Þokkaleg humarvertíð Af þeim ellefu bátum sem hér lögðu upp humarafla eru níu búnir með sinn kvóta. Við gætum selt miklu meira magn af humri en það magn sem við vinnum, sagði Sverrir Aðalsteinsson hjá Fiskiðju Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. Á humarvertíðinni sem senn lýkur höfðu 66 bátar leyfi til að stunda veiðar. Heildarkvótinn var 2100 tonn, sem var 10% skerðing frá því í fyrra. - Við erum nokkuð ánægðir með það verð sem nú fæst fyrir humarinn. Við höfum unnið í tvenns konar pakkningar, annars vegar fer 1,5 kg pakkningar, í þær humar sem frystur er með köfnunarefni. Sú aðferð er ný hjá okkur og hefur gefist vel. Síðan pökkum við í 12 kg. pakkningar sem fara aðallega til Ítalíu. Sverrir sagði að það hafi aðal- lega verið unglingar sem unnu í humrinum og þegar mest var höfðu um fimmtíu manns atvinnu af vinnslunni í landi. -SR HELGARRUNTURINN BERJ ATÍNSLUTÍMINN er runninn upp og Ferðafélag íslands efnir til berja- og fjölskylduferðar á morgun kl. 13. Gengið verður frá Svartagili að Skógarhólum. Þeir sem heldur vilja klífa tinda en búa til krækiberj- asultu eiga þess kost að fara með sama félagi upp á Skjaldbreið, og verður lagt af stað kl. 10 á sunnudagsmorgni. Utivist býður útiveru- fólki dagsferð í Mörkina á morgun, rútan fer kl. 8. Morgunsvæfir geta skellt sér i göngu á Keili kl. 13. SUM ARTÓNLEIKAR í Skálholtskirkju verða í síðasta sinn i dag og á morgun. Að þessu sinni leikur Manuela Wiesler á flautu gestum til ánægju, bæði ein og með orgel- og sellóleikurunum Herði Áskels- syni og Ingu Rós Ingólfsdóttur. Tónleikarnir hefjast báða dagana kl. 15, síðdegistónleikar eru í dag kl. 17, og á sama tíma á morgun verður messa þar sem leikin verða atriði úr dagskrá helgarinnar. Vestur á fjörðum eru þeir félagar Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteins- son staddir, og leika fagra tónlist á selló og píanó fyrir Bolvíkinga í dag kl. 16, en Isfirðinga á morgun á sama tíma. Geir Lystrup kallast norskur vísnasöngvari sem skemmtir fólki í Norræna húsinu á morgun kl. 16. Þeir sem meira eru gefnir fyrir sveifluna en klassíkina ættu að mæta í Heita pottinn í Duus-húsi. Þar leikur Árni Scheving ásamt kvintett sínum djass frá árunum 1935-1985 kl. 21.30 annað kvöld. í Hafnarborg verður boðið upp á síðdegistónleika kl. 16.30 á morgun. Mun þar fjórtán ára drengur að nafni Halli Cauthery, sem á ættir að rekja hingað til lands, leika á fiðlu ásamt píanóleikaranum Nínu Mar- gréti Grímsdóttur verk eftir Massenet, Árna Björnsson og Manuel de Falla. Enn eru ótaldir gítartónleikar Olle Olson og Þórólfs Stefáns- sonar í Dillonshúsi á Arbæjarsafni í dag kl. 16. MYNDLISTARRÚNTURINN er fjölbreyttur að vanda. Inga Sólveig heitir ung kona sem sýnir þessa dagana Ijósmyndir á Veitingastaðn- um 22, að Laugavegi með sama númeri. A morgun eru síðustu forvöð að sjá fjölkynngisýningu Nínu Gautadóttur á Kjarvalsstöðum og skúlptúra Sigrúnar Ólafsdóttur í gryfju og forsal Nýlistasafnsins. Fimmtugur varð í gær Eyjólfur Einarsson listmálari og af því tilefni opnaði hann sýningu á nýjum málverkum í Gallerí Nýhöfn við Hafnar- stræti. í bogasal á annarri hæð verslunar Sævars Karls við Banka- stræti sýnir Halldóra Emilsdóttir litlar myndir unnar með gvasslitum á pappír. Ungur og sjálfmenntaður fatahönnuður að nafni Sverrir Sv. Sigurðsson sýnir í dag og á morgun samkvæmisjakka saumaða úr handmáluðu silki fyrir fágaðar nútímakonur í Gallerí 15 í kjallara við Skólavörðustíg 15. ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.