Þjóðviljinn - 18.08.1990, Qupperneq 6
ERLENDAR FRETTIR
Málið snýst um olíu
Saúdi-Arabar meinuðu í annað
sinn íröksku olíuskipi að lesta
írakska oiíu f höfninni við Muájj-
iz á fimmtudag. Sama dag fór olí-
uráðherra Saúdi-Arabíu þess á
leit að OPEC-ríkin héldu strax
fund svo mætti bæta fyrir fram-
leiðslutapið þar sem nú berst eng-
in olía frá Kúvæt og írak.
Olíuráðherra íraks sagði svo í
gær að þessi beiðni væri ekki ann-
að en yfirskin svo Saúdi-Arabía
gæti aukið framleiðslu sína.
Hann átaldi einnig Saúdi-Araba
fyrir að meina olíuskipum íraka
Líbería
Sjúkir
einir
ábát
Enginn er eftir í
Monróvíu til að sinna
sjúkum og særðum
Níu spænskir trúboðar sögðu í
gær að það væri enginn eftir i
Monróvíu, höfuðborg Líberíu, til
að sinna særðum og sjúkum. Þeir
neyddust til að yfirgefa borgina
og spítalann sem þeir ráku vegna
borgarastyrjaldarinnar sem hef-
ur geisað í átta mánuði.
Trúboðarnir yfirgáfu spítalann
ásamt 300 særðum einstaklingum
en þeir urðu að skilja marga eftir.
Við lofuðum að koma aftur en
við gátum það ekki, sagði faðir
Jose Sebastian í gær. Trúboðarn-
ir neyddust til að skilja 14 full-
orðna og 60 börn eftir í spítalan-
um.
Sebastian sagði að herlið
skæruliða hefði neytt þá til að yf-
irgefa spítalann en að þeim hafi
tekist að flytja flesta á sjúkrahús
inni í miðju landinu fjarri átökun-
um.
Vestur-afríska efnahagsbanda-
lagið hefur stofnað friðargæslu-
sveit sex landa og kallað á hinar
stríðandi fylkingar að hefja friða-
rviðræður; 2,500 manna herlið
frá Ghana, Gíneu, Gambíu, Si-
erra Leone og Togo bíður þess að
skerast í leikinn og koma á vopn-
ahléi.
Reuter/gpm
aðgang að höfninni við Muájjiz
og auka þannig á olíuskort í
heiminum, að hans áiiti. Hann
benti líka á samþykkt OPEC frá
því í síðasta mánuði þess efnis að
nauðsynlegt væri að minnka um-
frambirgðir Vesturlanda því þær
lækkuðu verðið og sköðuðu olíu-
framleiðsluríki.
Fjármálaráðherra útlaga-
stjórnar Kúvæt hvatti olíuríkin
einnig til að hittast sem fyrst og
var samþykkur framleiðslu-
aukningu. Af 13 þjóðum í OPEC
eru það helst Saúdi-Arabía og
Venesúela sem vilja framleiða
meiri olíu. Bæði ríkin eiga miklar
umframbirgðir og geta þar að
auki framleitt mun meiri olíu en
nú án mikilla vandkvæða. Sömu
sögu er ekki að segja af öðrum
OPEC-ríkjum svo sem Indónesíu
sem hefur lýst því yfir að OPEC-
ríkin eigi að bíða til loka mánað-
arins og skoða málin þá.
En Saddam Hussein ír-
aksforseti segist munu líta á það
sem árás á írak fari önnur OPEC
ríki að framleiða meiri olíu en
samþykktir samtakanna leyfa.
Olíukreppu er ekki farið að
gæta að ráði á Vesturlöndum en
þau lönd sem fara verst úr Persa-
flóadeilunni eru lönd einsog Jór-
danía og Tyrkland, fátæk lönd
sem hafa haft mikil viðskipti við
frak og jafnvel treyst á þau einsog
Jórdanía. Það var þessvegna sem
Jórdaníukonungur tók fjármála-
Blóðug átök áttu sér stað milli
Zulu-manna og áhangenda
Afríska þjóðarráðsins (ANC) í
gær í Soweto, annan daginn í röð.
Lögregla lét táragassprengjum
rigna yfír miðborgina til að
stöðva bardagana sem blossuðu
aftur upp í gær. En a.m.k. 24
hafa látið lífið síðan á fímmtudag
í bardögum þessara aðila vítt og
breitt um Soweto. Barist er með
bæði spjótum og byssum.
Nelson Mandela, varaforseti
ANC, hitti forseta Suður-Afríku
F. W. de Klerk á fimmtudag á
neyðarfundi um ástandið og lágu
átök niðri á meðan. Eftir fundinn
blossuðu þó aftur upp átök á milli
farandverkamanna af Zulu-
ættbálknum og íbúa borgarinnar
ráðherra sinn með til Bandaríkj-
anna á dögunum, hann vill fá ein-
Suður-Afríka
sem flestir eru af ættbálki Xhosa
en Mandela tilheyrir honum.
Lögregla reyndi að fá stríðandi
fylkingar til að hittast til að ræða
frið á neyðarfundi en ekki er hægt
að koma slíkum fundi á fyrir laug-
ardag. Mangosuthu Buthelezi
höfðingi hinnar hægrisinnuðu
hreyfingar Inkatha og Mandela
hafa sett skilyrði hvors annars
fyrir því að hittast fyrir sig. Afr-
íska þjóðarráðið hefur einnig á-
sakað lögregluna fyrir að draga
taum Inkatha, Zulu-manna, í
átökunum en lögreglan hefur
staðfastlega neitað því.
Mandela hvatti menn til að
hætta átökunum því þau stofn-
uðu markmiði ANC um að
blökkumenn hafi jafnan atkvæð-
hverja umbun fyrir að eiga ekki í
viðskiptum við írak.Reuter/gpm
isrétt á við hvíta í hættu. En But-
helezi höfðingi Zulu-manna
sagði að ANC væri að halda þeim
fyrir utan viðræður um framtíð
landsins. Og ásakaði þjóðarráðið
þá Inkatha um að spilla fyrir
ANC á svæðum Zulu ættbálks-
ins.
Fólk í Soweto hélt sig mest
innan dyra í gær og skólahald
lagðist áð mestu niður annan dag-
inn í röð. Átökin í Soweto hafa
staðið með hléum í fjögur ár og
hafa meira en fjögur þúsund
manns látið lífið. Átakasvæðið
stækkaði í vikunni þegar bardag-
ar brutust út í suðurhluta Jóhann-
esarborgar, rétt norður af Sow-
eto, en 160 manns Iétu lífið í þeim
átökum. Reuter/gpm
Ættbálkastríð
Pýskaland
Sameiningin
í hættu
Leiðtogar Jafnaðarmanna-
flokksins í Austur-Þýskalandi
hótuðu að koma í veg fyrir sam-
einigu þýsku ríkjanna í gær til að
hefna fyrir brottrekstur tveggja
ráðherra flokksins úr ríkistjórn
sem stýrt er af Kristilegum Demó-
krötum. Ráðherrar efnahags- og
landbúnaðarmála voru reknir á
miðvikudag. Forsætisráðherr-
ann, Lothar de Maiziere sakaði
þá um óhæfni f starfi.
Þetta varð til þess að tveir ráð-
herrar sögðu af sér. Kristilegir
Demókratar hyggjast samt halda
áfram að stýra landinu sem á í
miklum efnahagsvandræðum auk
gífurlegrar aukningar atvinnu-
leysis, sem er afleiðing upptöku
markaðashagkerf is.
Leiðtogi Jafnaðarmanna,
Wolfgang Thierse, sagði að
flokkurinn styddi ekki lengur
ríkistjórnina og myndi greiða at-
kvæði gegn sameiningar-
samkomulaginu á austur-þýska
þinginu bæði af pólitískum ástæð-
um og vegna þess að flokkurinn
gæti ekki sætt sig við lagalega hlið
samkomulagsins. Verði sam-
komulagið ekki mikið bætt get-
um við ekki annað en hafnað því,
sagði hann.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 18. ágúst 1990
Ekki munu Trabant og Golf sameinast, heldur er líklegra að Golfinn leysi
Trabantinn af hólmi.
Dagblöð í Þýskalandi ásökuðu
pólitíska leiðtoga í Austur-
Þýskalandi um að vera kauðalega
leikmenn og fyrst de Maiziere
hefði rekið tvo ráðherra fyrir
óhæfni í starfi hefðu margir fleiri
mátt fylgja með.
Flokkarnir tveir eru sammála
um að sameiningin verði að
ganga hratt fyrir sig en tilraunir
þeirra til að tímasetja samrunann
hafa leitt þá í ógöngur. Kristilegir
Demókratar vilja lýsa yfir sam-
runa ríkjanna um miðjan október
og halda síðan alþýskar kosning-
ar annan desember. Jafnaðar-
mennirnir vilja hraða þessu enn
frekar, en de Maiziere tekur það
ekki í mál.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, segist ekki geta skipt
sér af þessu máli en hann hvetur
aðilana fyrir austan til að stefna
nú ekki samkomulaginu í voða.
Á meðan semja utanríkisráð-
herrar Sovétríkjanna og Vestur-
Þýskalands um framgang mála í
Moskvu og bjuggust þeir við því í
gær að alþjóðlegt samkomulag
um sameininguna yrði tilbúið 12.
september.
Reuter/gpm
Ellilífeyris-
þjófar
Ekki það að þau steli ellilíf-
eyrinum sínum heldur stela þau
öllu steini léttara í búðunum.
Ellilífeyrisþegar í Kaupmanna-
höfn hafa nefnilega fundið sér
áhugamál: Búðarþjófnað.
Lögreglan í Kaupmannahöfn
hóf mikla herferð gegn hnupli í
búðum fyrir 10 vikum. Stærsti
hópurinn sem gripinn var glóð-
volgur við að stela voru ellilífeyr-
isþegar. Löggan stóð 106 manns
eldri en 65 ára að verki miðað við
að 81 á aldrinum 15-25 ára var
gripinn við hið ólöglega athæfi.
Kólesteról
og árásargirni
Minnki fólk kólesterólið hjá
sér á það frekar á hættu að deyja
af völdum ofbeldisverka, segir í
bresku læknariti sem kom út á
dögunum. Rannsókn sem banda-
rískir fræðimenn unnu leiðir í ljós
að fólk sem lifði á sérfæði þar sem
lítið bar á fituefnum var mun á-
rásargjamara en annað fólk.
Af hverjum 100 þús. miðaldra
hvítum karlmönnum í Bandaríkj-
unum árið 1980 létust 62 í bflslys-
um, vegna morða og af sjálfs sín
völdum. Af þeim sem fórðuðust
kólesterólið í fæðunni létust hins-
vegar nærri helmingi fleiri eða
107 af hverjum 100 þús.
Vann í
19 leikjum
Hann byrjaði að tefla fyrir
tveimur árum og er bara sex ára
en hann varð á dögunum yngsti
skákmaður í heimi sem sigrað
hefur alþjóðlegan meistara þegar
hann mátaði Orest Popovych. Sá
er bandarískur skákmaður sem er
þekktur fyrir að hafa tapað fyrir
Bobby Fischer árið 1956.
Bretinn George Hassapis
þurfti aðeins 10 mínútur og 19
leiki til að máta Popovych á ris-
askákborði úti á götu í London í
fyrradag.
Grafa göng
Bátafólkið frá Víetnam, sem
haldið er í búðum í Hong Kong,
hefur grafið göng frá búðunum
og inn í borgina til að geta keypt
mat og brennivín. Fólkið gróf 400
metra löng neðanjarðargöng að
klóakgöngum sem leiddi inn í
borgina. Steypt var upp í inn-
ganginn á klóakgöngunum en
bátafólkið gróf þá bara undir þau
göng og aftur inn.
Hæfileikar fólksins til að grafa
göng komu yfirvöldum í Hong
Kong í opna skjöldu en þeir telja
að fólkið hafi þjálfast í gerð neð-
anjarðarganga í Víetnamstríð-
inu. Fólkið keypti bjór, kínversk
vín og mat á mun hagstæðara
verði en innan búðanna.
Ekki eins
óhagstæður
Vöruskiptajöfnuður Banda-
ríkjanna við útlönd í júní var ekki
eins óhagstæður og menn bjugg-
ust við. í maí var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður un eina
7,77 milljarði dala en lækkaði í
5,07 milljarði dala í júní. Jöfnuð-
urinn hefur ekki verið eins lítið
óhagstæður og nú síðan í desemb-
er 1983.
Þetta er lækkun uppá 34,7
prósent og teljast tíðindi. Ein
ástæðan fyrir bættum jöfnuði er
að olíuverð var lágt í mánuðinum
og eyddu menn 15 prósent færri
dollurum til olíukaupa en í mán-
uðinum áður. Nú aftur á móti er
útlit fyrir að vöruskiptajöfnuður-
inn versni vegna Persaflóa-
deilunnar nema Bandaríkjamenn
minnki til muna áhuga sinn á inn-
fluttum varningi.