Þjóðviljinn - 18.08.1990, Page 7

Þjóðviljinn - 18.08.1990, Page 7
Estelle Myers í friðarheimsókn á íslandi Estelle trúir því að upp sé að vaxa ný kynslóð manna sem líkist í háttum æ meira höf rungum. Á myndinni má sjá eitt hinna mörgu barna sem fæðst hafa í vatni og eyða miklum tíma í leik á sundi og kafi í vatni. HÖFRUNGAKONAN Estelle Myers, Höfrungakonan svokallaða, er komin til íslands til að ræða við alla þá sem þess óska um hvali, og hvað þessir íbúar hafsins geta kennt mönn- unum. Hún hefur auk þess mik- inn áhuga á að kynna Islending- um kosti vatnsfæðinga og upp- eldi barna í vatni. - Mannskepnan getur mikið lært af hvölum og höfrungum, segir Estelle sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn undan- farin tíu ár og rannsakað aukin samskipti manna og höfrunga. Öll þessi ár hefur hún einnig bar- ist ein síns liðs fyrir breyttum hugsunarhætti manna. Áður en hún steypti sér út í baráttuna fyrir bættu lífi á jörðinni í sambýli við höfrunga og hvali var hún í vel launuðu starfi sem sjónvarps- og kvikmyndagerðarmaður í New York. Meginkenning Estellu er sú að maðurinn sé að þróast í skepnu sem líkist æ meira höfrungi, þ.e.a.s. mannskepna sem er friðsamlegri, samvinnuþýðari og sterkari en menn hafa áður verið. En Estelle segir að það sem ein- kenni börn þau sem fæðast í vatni og eyða miklum tíma fyrstu árin í vatni og í snertingu við hval- skepnur sé það að þau eru algjör- lega laus við ótta, en það er ein- mitt óttinn sem gerir menn árás- argjama og keppnissjúka. Mikil- vægur þáttur í þessari þróun í betri menn eru fæðingar í vatni: Úr vatni í móðurkviði í vatn jarð- arinnar, er boðskapur Höfrunga- konunnar og fylgismanna henn- ar. Estelle hefur frá mörgu að (slensk börn í snertingu við strandaðan hval. Höfrungakonan, Estelle Myers, telur kynni manna af íbúum hafsins, hvölum og höfrungum, geta stuðlað að friði og hamingju á jörðinni. Mynd: Jim Smart. segja, og blaðamaður kemst vart að til að skjóta inn spurningum því henni er mikið niðri fyrir. Ekki að undra þegar tíu baráttuár eru að baki. Til að skilja betur hvað það er sem Estelle er að boða sýnir hún blaðamanni 45 mínútna heimildarmynd, Ocean- ia: The Promise of Tomorrow, sem hún hefur unnið að síð- astliðin níu ár. - Ég ætla að bjóða Ríkissjón- varpinu myndina til sýningar þeim að kostnaðarlausu. Mér finnst mikilvægt að íslendingar sjái hana og skilji að það eru til fleiri leiðir til að auðgast á hvölum en að drepa þá eða senda í sædýrasöfn og dýragarða. Hval- ir og höfrungar í sædýrasöfnum eiga sér einungis von um að lifa einn tíunda af þeirri ævi sem frjálsir hvalir lifa. Með öðrum orðum; þeir láta lífið okkur til skemmtunar! Menn mega samt ekki misskilja mig, ég er ekki hingað komin til að rífast við menn eða segja þeim fyrir verk- um. Mig langar eingöngu til að sýna mönnum fram á að það eru til fleiri leiðir, leiðir sem ekki ein- göngu eru jörðinni og dýraríkinu vinsamlegri, heldur gætu fært mönnum meira fé í hendur en þær leiðir sem nú eru famar. Ég hef mikinn áhuga á að ræða við þá menn sem stunda veiðar á há- hyrningum til að selja þá síðan í dýragarða og sædýrasöfn úti í heimi. Auk þess ætla ég að tala við ýmsa ráðamenn þjóðarinnar, ég á stefnumót við Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra og Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra í dag. Mig langar einnig mikið til að hitta forseta landsins og forsætisráðherra. Ekki er allt upptalið enn því að meðal þess sem ég boða, eins og áður segir, eru vatnsfæðingar og kostir þeirra fyrir bæði móður og barn, ég hef hug á því að ræða við hér- lendar ljósmæður um það mál. Ég þekki þess mörg dæmi að höfrungar og hvalir hafi dregið að afskekktum stöðum um heim all- an ótrúlegan fjölda ferðamanna, og stuðlað að uppgangi í þorpum þar sem annars var lítið við að vera. Þetta á við um smábæi utan við venjulegan ferðamanna- straum, t.d. í Ástralíu. Fréttist af höfrungum í sjónum utan við bæi flykkjast menn á vettvang í hundruða og þúsunda tali. Boðskapur minn til manna er sá að við eigum að taka okkur vini okkar hvalina til fyrirmyndar og lifa í sátt og samlyndi hvert við annað og náttúruna. Ég steypti mér út í þessa barátta fyrir öll ófædd börn og verðandi mæður þeirra. Fyrir tíu árum héldu menn mig geggjaða, nú hefur málstaður minn öðlast trúverð- ugleika. Þvi til sönnunar var mér boðið á mjög virðulega ráðstefnu sem haldin var á vegum Aga Khan í Genf, og myndin mín hlaut friðarviðurkenningu Sam- einuðu þjóðanna fyrir stuttu. ísland hefur tækifæri til að verða leiðandi afl í því að auka skilning á mikilvægi friðunar dýralífs á jörðinni, m.a. með því að sýna jarðarbúum hvalina í sínu náttúrulega umhverfi. Miljónir manna um allan heim eru með- limir í alls kyns náttúruvemdar- samtökum og þetta fólk hefði mikinn áhuga á því að sigla um hafið umhverfis fsland og horfa á hvalina sem lifa í lögsögu lands- ins. Þetta hefur verið reynt með góðum árangri í Marseilles, Júgó- slavíu og á Spáni. Það merkileg- asta er að hvalirnir virðast finna hvort þeim er ógnað eður ei, og þegar slíkar skoðunarferðir eru skipulagðar og farnar virðast þeir fúsir til samvinnu. Þeim fjölgar á viðkomandi svæði og sýna sig oft- ar. Þetta hefur verið mjög áber- andi með höfrunga. Stundum nægir að einn höfrungur taki sér bólfestu í nágrenni strandbæjar til að menn flykkist til hans, og þá gerist það oft að eftir því sem áhorfendum fjölgar fjölgar höfrungum, sem virðast kunna því vel að vera í snertingu við mannskepnuna. Ende er það að mínu mati ekki tilviljun ein að hvalir virðast svo fúsir til að nálg- ast manninn þrátt fyrir þær hætt- ur sem frá honum stafa. Hvalirnir hafa mikilvæg skilaboð að færa okkur: Við eigum að hætta að menga hafið, og lifa í friði. Höfrungamir bera og með sér þau skilaboð að við eigum að slaka á og njóta lífsins í stað þess j að vera streitt og árásargjörn. j Estelle hefur meðferðis áður- ! nefnda mynd um samskipti höfr- unga og manna, og er fús til að j sýna hana litlum hópum og ræða efni hennar, og önnur þau mál- efni sem lúta að samskiptum manna og höfmnga, og vatnsfæð- ingum. Þeim sem hefðu áhuga á því að hitta Höfrungakonuna er velkomið að hringja í síma: Gæti hvalskipaflotinn nýst [ hvalskoðunarferðir með umhverfisvern- darsinnaða ferðamenn? Laugardagur 18. ágúst 1990 feJÓÐVILJINN - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.