Þjóðviljinn - 18.08.1990, Blaðsíða 12
þlÓÐVIUINNl
Laugardagur 18. ágúst 1990 153. tölublað 55. árgangur!
Stoltar mæður meö börn sín, Gróa Hafsteinsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Gróa meö stelpu en Bryndís með strák. Myndir: Kristinn.
Fœðingarheimili Reykjavíkur
Þrjátíu ára afmæli fagnað
Mikil hátíðahöld vegna 30 ára afmælis Fœðingarheimilisins.
Guðjón Guðnason yfirlæknir: Gefandi og skemmtilegt starf
Guðjón Guðnason yfirlæknir Fæðingarheimilis Reykjavíkur: Það sem við
tókum upp fyrir 30 árum eru sjúkrahús á Norðurlöndum að taka upp núna.
—SPURNINGIN-
Ert þú tíl í að greiða hærri
skatta tíi að stuðla að um-
hverfisvemd?
Sigurður Bjarnason
bílstjóri
Mér finnst satt að segja að ég
greiði nóg í skatta nú þegar.
Oddný Helgadóttir
ellilífeyrisþegi
Eru ekki allir tilbúnir til þess? Það
er nú svo með okkur gamal-
mennin að við greiðum sem bet-
ur fer litla skatta.
Þorsteinn Karlsson
brunavörður
Já, ég væri tilbúinn að greiða
eitthvað smávegis. Ég er sam-
mála þeirri hugmynd að leggja á
sérstakan skatt til umhverfis-
mála.
Rúnar Sighvatsson
starfsmaður Pósts og síma
Nei, mér finnst skattheimta hér á
landi vera nóg fyrir.
Elín María Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur.
Ég sé ekki ástæðu til að setja á
neinn sérstakan umhverfisskatt.
Það gæti verið spurning hvort
ekki ætti að eyrnamerkja ein-
hvern hluta af þeim skatti sem við
borgum í dag, umhverfismálum.
Idag er haldið upp á 30 ára af-
mæli Fæoingarheimilis
Reykjavíkur við Þorfinnsgötu.
Margt verður til gamans gert og
m.a. verður boðið uppá afmælis-
kaffi kl. 14.30. Guðjón Guðnason
yfirlæknir gerir grein fyrir starfi
Fæðingarheimilisins frá upphafi,
en hann hefur einmitt starfað þar
frá því það var opnað. Yfir 20
þúsund börn hafa fæðst á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur frá
byrjun.
Starfið
mjög gefandi
„Ég hefði nú ekki haldist í
þessu í 30 ár ef þetta væri ekki
gefandi og skemmtilegt starf.
Þrátt fyrir mótlæti og þrengingar
gegnum árin hefur þetta verið
yndislegt,“ segir Guðjón. „Við á
Fæðingarheimilinu höfum alveg
frá byrjun verið langt á undan
öðrum með nýjungar. Það er
náttúrlega fyrst og fremst að kon-
um er boðið upp á að fæða í heim-
ilislegu og notalegu umhverfi og
einnig vorum við fyrst með að
bjóða feðrunum að fylgjast með
fæðingunni. Við vorum auðvitað
mikið gagnrýnd fyrir það og feng-
um skömm í hattinn. Núna þykir
þetta sjálfsagður hlutur. Ymis-
legt sem við byrjuðum með fyrir
30 árum er verið að taka upp
núna á Norðurlöndum,“ segir
Guðjón.
Heimilislegt
og notalegt
Á Fæðingarheimilinu hittum
við fyrir tvær nýbakaðar mæður,
þær Gróu Hafsteinsdóttur og
Bryndísi Guðmundsdóttur. Gróa
er 23 ára gömul og var að eiga sitt
fyrsta barn. Hún segir að það sem
hafi ráðið því að hún fæddi á Fæð-
ingarheimilinu hafi verið hvatn-
ing frá öðrum. „Mér var sagt að
hér væri notalegt og heimilislegt
og starfsfólkið frábært. Það hefur
líka verið raunin. Þetta er mjög
persónulegt allt og það er öruggt
að ef ég eignast annað barn þá
kem ég hingað," segir Gróa.
Bryndís er aðeins reyndari í
móðurhlutverkinu, því hún var
að eiga sitt fjórða barn. Bryndís
sem er 31 árs gömul hefur átt öll
sín börn á Fæðingarheimilinu.
„Ég hef átt öll mín hér og er
hreykin af og fæðingamar hafa
allar gengið mjög vel. Móðir mín
mælti með Fæðingarheimilinu,
en hún átti tvö yngstu systkini
mín hér. Það er mjög gott að vera
hérna, þetta er heimilislegt og al-
veg einvala starfsfólk. Ég held að
konur geti ekki fengið betri kosf á
hvíld eftir fæðingu en hér,“ segir
Bryndís.
Sem fyrr segir verður afmælis-
hóf í dag og eru allir Reykvíking-
ar velkomnir og sérstaklega börn
sem fædd em á heimilinu, for-
eldrar þeirra og fyrrverandi
starfsmenn. Guðjón Guðnason
segir frá starfi heimilisins, og Ása
Hlfn Svavarsdóttir leikkona mun
flytja ljóð eftir Benedikt Sveins-
son lækni. Davíð Oddsson borg-
arstjóri verður meðal gesta og
börn frá Furuborg syngja sumar-
lög. Sólveig Þórðardóttir yfirljós-
móðir mun stýra kaffiboðinu og
Árni Sigfússon borgarfulltrúi og
formaður stjórnar sjúkrastofn-
ana Reykjavíkur býður gesti
velkomna. Þess má geta að Árni
er eiginmaður Bryndísar Guð-
mundsdóttir sem nú liggur á Fæð-
ingarheimilinu. í afmælistjaldi
sem sett verður upp verða súlurit
og myndir sýndar til skýringa á
starfinu. ns.