Þjóðviljinn - 03.10.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.10.1990, Blaðsíða 9
FRETTIR Mógilsármálið Úttektin á Mógilsá umdeild enn Ríkisendurskoðun: Ráðuneytin segja okkur ekki fyrir verkum. Landbún- aðarráðuneyti:Hvorki annarleg sjónarmið né persónubundið mál. Jón Gunnar: Einkennilegur laugardagstitringur Landbúnaðarráðuneyti mótmælti því í fréttatilkynn- ingu á iaugardaginn, að annar- leg sjónarmið eða persónuleg aðfor að Jóni Gunnari Ottós- syni, fyrrum forstöðumanni, hafi verið forsendur þeirrar út- tektar sem Ríkisendurskoðun gerði að beiðni ráðuneytisins á fjárhag Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Þetta hafi verið venjubundin úttekt við slíkar aðstæður. Rikisendurskoðun lýsir því yfir í íféttatilkynningu á laugar- dag, að við úttektina hafi hún ein- ungis verið að sinna lögboðnu hlutverki sínu og hvorki tilefni né gerð skýrslunnar séu sérstök eða óvenjuleg. Rikisendurskoðun sé óskylt að sinna fyrirmælum eða tilmælum frá ráðherrum um rann- sóknir og athuganir.Hins vegar hafi úttektin á Mógilsá greinilega verið innan hins lögboðna hlut- verks. Landbúnaðarráðuneytið segir að tilefhið fyrir beiðninni hafi verið þrískipt, í fyrsta lagi vegna þess að forstöðumannsskiptin fóru fram á miðju ári, í öðru lagi hafi fjárreiður Mógilssárstöðvar- innar eingöngu verið í höndum forstöðumanns og í þriðja lagi hafi henn tekið með sér sjóð og bókhaldsgögn stofnunarinnar þegar hann lét af starfi. Rikisendurskoðun bendir á að Jóni Gunnari hafi verið gefinn kostur á að gera bæði við endur- skoðunarvinnuna og í skýrslunni sjálfri grein fyrir hveiju málsat- viki „sem hann telur vera til rétt- lætingar á afgreiðslu einstakra mála“. Jón Gunnar Ottósson sagðist í gær telja það vísbendingu um óvenjulegan titring þessara stofh- ana vegna málsins og óróatilfinn- ingu að standa í fféttatilkynninga- smíð um það samtimis á laugar- degi. Þversögn fælist í því að taka Rannsóknastöðina út sem sjálf- stæða stofnun en dæma hana og störf sín þar sem væri hún deild innan Skógræktarinnar. Hann teldi margt til einsdæma í allri málsmeðferðinni, svona úttekt eigi sér engin fordæmi nema þeg- ar veruleg fjármunaumsýsla sé á könnu manna, eins og þegar sýslumenn og fógetar láti af störf- um. Ekki sé farið í fundargerðir og aðrar heimildir en látið nægja að vísa í álit ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytis. Ein- kennilegt sé að vera ásakaður um að hafa notað 170 þús. kr. af starfsfé stofhunarinnar í eigin þágu, þegar um sé m.a. að ræða stöðumælasektir starfsmanna. Ekki sé hins vegar minnst á að Rannsóknastöðin hafi verið innan allra íjárlagaheimilda. Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi gerst svo innheimtumaður fyrir ríkið með bréfi til sín varðandi 170 þús. kr. endurgreiðsluna. Óskum sínum um ákveðna þætti sem ætti að hafa til hliðsjónar í út- tektinni hafi ekki verið sinnt, t.d. samanburði á starfskjörum yfir- manna innan Skógræktarinnar. Sagðist Jón Gunnar ekki sjá betur en kerfið titraði vegna þessa litla máls, og bæri það með sér hve aðfarimar væru óvenjulegar. OHT Borgaraflokkurinn Fram í öllum kjördæmum Júlíus Sólnes: Stuðn- ingsmenn Borgara- flokksins í felum. Flokkurinn á meiri möguleika í vorkosn- ingum en haustkosn- ingum Aðalstjóm Borgaraflokksins samþykkti á laugardag að flokk- urinn bjóði ffam í öllum kjör- dæmum landsins við næstu Al- þingiskosningar. Júlíus Sólnes, formaður flokksins, segir flokk- inn eiga hljómgmnn þrátt fyrir fylgisleysi í skoðanakönnunum, en stuðningsmenn flokksins séu nánast ofsóttir og hafi því hægt um sig. í samþykkt Borgaraflokksins segir að ástandið í þjóðmálum sé með þeim hætti, að meiri og vax- andi þörf sé fýrir stjómmálaafl sem Borgaraflokkinn. Flokkurinn vilji laða frarn skynsamlegar breytingar á íslensku þjóðfélagi, þar sem dregið verði úr ofurvaldi miðstýringar, landshlutum færð meiri völd og þeir beri jafnffamt fulla fjárhagslega ábyrgð á sam- neysluverkefnum innan þess ramma sem rikisvald og Alþingi setji. Júlíus Sólnes sagði Þjóðvilj- anum, að hann skammaðist sín ekki fyrir að endurtaka það sem hann hefði sagt oft áður, að stuðningsfólk flokksins flíkaði ekki stuðningi sínum, vegna þess að það hefði orðið fyrir alls konar óþægindum og hreinum ofsókn- um þegar það opinberaði stuðn- ing sinn. Stuðningurinn væri meiri en kæmi ffam í könnunum. „Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því, að það verður á brattann að sækja og við reiknum ekki með að þetta verði auðvelt,“ sagði Július. Formaðurinn sagðist ekki ótt- ast að erfitt yrði að manna fram- boðslista. Þá kallaði hann hóp óákveðinna í könnunum „næst stærsta flokk þjóðarinnar" og sagði Borgaraflokkinn ma. ætla sér að ná fylgi í þeim hópi. „Ef það verður kosið seint í haust, sem sumir eru að tala um, þá er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkur- inn græðir mest á því. En ef kosið verður í vor, tel ég að hægt verði fyrir stjómarflokkana að ná betri árangri," sagði Júlíus. -hmp ALÞYÐUBANDALAGIÐ Steingrímur Sigfússon, Ragnar Arnalds og Gunnlaugur Julíusson mæta á almennum opnum fundi á Húnavöllum, sunnudaginn 7. október n.k. Fundurinn hefst kl. 15.00. Hvað líður gerð búvörusamnings? Verður landinu skipt í framleiðslusvæði - eða miðað við landkosti hverrar jarðar? Á að leyfa sölu fullvirðisréttar? Hver verða áhrif nýs álvers á Reykjan- esi á byggðaþróun? Er hætta á að opnað verði fyrir innflutning landbúnaðarvara? Eru blikur á lofti í efnahagsmálum? Eða bjart- ari tíð framundan? Alþýðubandalagið Már Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur verður haldinn í Þingholi, Hamra- borg 11, mánudag- inn 8. október og hefst kl. 20.30. Dagskrá: _. — 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning uppstillingamefndar fyrir aðalfund félagsins. 3. Samningur um nýtt álver. Frummælendur verða þau Sigurbjörg Gísladóttir, efnaverk- fræðingur og Már Guðmundsson, hagfræðingur. 4. Önnur mál. Stjórn ABK Steingrímur Sigfússon, Ragnar Arnalds og Gunnlaugur Júlíusson mæta á almennum opnum fundi í Ásbyrgi, Laugarbakka sunnu- daginn 7. október n.k. Fundurinn hefst kl. 20.30. Hvað líður gerð búvörusamnings? Verður landinu skipt í fram- leiðslusvæði - eða miðað við landkosti hverrar jarðar? Á að leyfa sölu fullvirðisréttar? Hver verða áhrif nýs álvers á Reykjanesi á byggðaþróun? Er hætta á að opnað verði fyrir innflutning land- búnaðarvara? Eru blikur á lofti í efnahagsmálum? Eða bjartari tíð framundan? Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið á Suðurlandi Aðalfundur kjördæmlsráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldinn á Hvolsvelli 13. og 14. október. Dagskrá: Aðalfundarstörf og undirbúningur kosninga. Stjórn kjördæmlsráðs Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur um álmálið verður haldinn að Hverfisgötu 105 miðvikudaginn 10. október kl. 20.30. Samningur um nýtt álver Hjörlelfur Miðvikudaginn 10. október n.k. kl. 20.30 verður Hjörleifur gutt- ormsson alþingismaður frummælandi á félagsfundi A.B.R. um álmálið. Félagar! Fjölmennum á fundlnn og tökum þátt f umræðum. Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Kópavogi Haustferð í Landmanna laugar 27. októ- ber1990 Laugardaginn 27. október fer ABK haustferð í Landmannalaugar. Farið verður frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur Hellisheiði. Farið verður um ölfus og Flóa, austur yfir Þjórsá, upp Landveg að Tröllkonuhlaupi við Búrfell. Með viðkomu í Foss- brekkum verður farið um Sölvahraun á Landmannaleið. Skammt frá Landmannahelli verður ekiö upp á Mógilshöfða og yfir í Hrafntinnusker og skoðaður íshellirinn þar sem jarðhitinn bræðir fshelluna án afláts. Allt um kring eru spúandi hverir á þessu mikla háhitasvæði. Þaðan verður aftur haldið á Dómadalsleið og hjá Frostastaðavatni í Landmannalaugar þar sem gist verður í skála Ferðafélags íslands eftir kvöldvöku og söng. Á sunnudeginum verður árdegis gengið á Bláhnjúk en sumir taka sér styttri göngu eða baða sig í lauginni Ijúfu. Laust eftir hádegið verður haldið af stað heimleiðis. Þá verður ekið hjá Hófsvaði á Tungnaá, niður með Vestur-Bjöllum, hjá Sigölduvirkjun og Hrauneyjarfossvirkjun, yfir Þjórsá hjá Sandafelli, niður Hrossa- tungur að Gjánni og Stöng í Þjórsárdal. Þaðan verður svo ekið að Hjálparfossi og heim um Gnúpverjahrepp og Skeið. Heimkoma er áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnudagsins. Gistigjald í skála er kr. 550 og f argjald er kr. 2.500. Hálft fargjald er fyrir eftirlaunaþega og ófermda og ókeypis fyrir börn átta ára og yngri. Skráið ykkur sem allra fyrst hjá fararstjóranum Gísla Ólafi Pét- urssyni í síma 42462. ATHUGIÐ að þátttaka er ÖLLUM velkominl! Ferðanefnd ABK Alþýðubandalagið í Reykjavík Opnunartími skrifstofunnar Skrifstofa ABR, Hverfisgötu 105, verðuropin þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga á milli kl. 9 og 11. ABR ----------------------------------^--------------- Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík Fundur í borgarmálaráði ABR miðvikudaginn 3. okt. kl. 17.15 að flokksmiðstöoinni Hverfisgötu 105. Alþýðubandalagið Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalf.undur Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur verðurhaldinn laugardaginn 6.október nk. í Iðnsveinahúsinu Keflavík og hefst kl. 15. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Stjórnarkjör. 3. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs AB í Reykjanes- kjördæmi. 4. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin Margrét Ragnar Arnalds Alþýðubandalagíð Vestmannaeyjum -'élagsfundur élagsfundur Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldinn fimmtudaginn 4. október kl. 20.30. Fundarefni: Staðan í stjórnmálunum. Margrét Frímannsdóttir og Ragnar Arnalds mæta á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalags Selfoss og nágrennis verður hald- inn miðvikudaginn 3. október að Kirkjuvegi 7 kl. 20.30. Dagskrá: . 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Margrét Frímannsdóttir mætir á fundinn. __ Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.