Þjóðviljinn - 04.10.1990, Qupperneq 2
FRETTIR
Hvalavinir
-Húsnœðiskerfið
Ekkert félagslegt húsnæði
Jóhanna Sigurðardóttir: Ríkisstjórnin getur ekki komið sér undan því að taka ákvörðun um hús-
næðiskerjið frá 1986. Framlög til félagslegra íbúða ekki í takti við loforð ríkisstjórnarinnar.
Vona að minn þingflokkur hafi manndóm til að styðja mig
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra er mjög
óánægð með þau framlög sem
fyrirhuguð eru í ijárlögum
næsta árs tii húsnæðiskerfisins.
Félagsmálaráðherra segir að
sér sýnist borin von að ná sam-
komulagi um sínar tiliögur inn-
an ríkisstjórnarinnar áður en
fjárlög koma til umræðu á Al-
þingi. En eins og fjárlög líti út
nú, verði engar félagslegar
íbúðir byggðar á næsta ári.
I samtali við Þjóðviljann
sagði Jóhanna ekki bara bera í
milli varðandi fjárhæðir. Málið
snerist um að ríkisstjómin og
stjómarflokkamir tækju ákvörð-
un varðandi almenna lánakerfið
frá 1986, hvort ætti að loka því
eða ekki. „Það em svona ákvarð-
anir sem ég vil fá fram hjá stjóm-
arflokkunum og mér finnst þeir
ekki geta komið sér undan þeim,“
sagði Jóhanna. Það lægju fyrir
alls konar skýrslur og úttektir um
þetta kerfi, nú síðast frá Ríkisend-
urskoðun, og menn yrðu að taka
ákvarðanir á grundvelli þeirra.
Að sögn Jóhönnu mun hún
leggja áherslu á að fá ákvarðanir
fram i stjómarflokkunum varð-
andi þetta mál. Það liggi að
minnsta kosti skýrt fyrir í hennar
þingflokki hvaða leiðir hann vill
fara. „Það er bara að hlaupa frá
vandanum að vilja ekki taka
ákvarðanir í þessu,“ sagði féfags-
málaráðherra.
Annar þáttur og ekki minni,
að sögn Jóhönnu, em ákvarðanir
varðandi félagslega íbúðakerfið.
Þannig væri skilið við mál þar, að
hún fengi ekki séð hvemig flokk-
ar sem kenndu sig við félags-
hyggju, ætluðu að standa að því
máli. „Það verður raunvemlega
um stöðvun á uppbyggingu á fé-
lagslegum íbúðum að ræða, ef
þetta verður niðurstaða fjárlaga,“
sagði Jóhanna. Hún tryði því þó
varla, vegna þess að ríkisstjómin
hefði skrifað undir það í kjara-
samningunum í febrúar, að auka
ætti framboð á félagslegum íbúð-
um. Ef um aukningu væri að
ræða, væri verið að tala um mjög
háar fjárhæðir, kannski 2-2,5 mil-
jarða króna.
Félagsmálaráðherra sagði
augljóst að með þeim upphæðum
sem nú væm í drögum að fjár-
lagafrumvarpi, yrði aðeins hægt
að standa við þegar gerðar skuld-
bindingar byggingarsjóðs verka-
manna. Það yrðu því ekki aðeins
svikin loforð um aukningu, held-
ur yrði ekki haldið í horfinu mið-
að við þá útlánagetu sem sjóður-
inn hefúr haft. „Við emm í raun
og vem að tala um að það fari
engin ný félagsleg íbúð af stað á
næsta ári, það er svo langt geng-
ið,“ sagði Jóhanna.
Félagsmálaráðherra sagðist
áskilja sér allan rétt til að fá ffarn
viðunandi niðurstöðu um þessi
mál á Alþingi. Hún vildi fá ffam
afstöðu síns þingflokks og treysti
því að hann stæði með sér. „Mér
er til efs að stjómarliðar viti hvað
felst á bakvið þessar tölur sem
birtast í fjárlögunum," sagði Jó-
hanna. Hún efaðist einnig um að
þingflokkur Alþýðubandalagsins
stæði að því að engar félagslegar
íbúðir yrðu byggðar á næsta ári.
Þá biðu fjölmargir aðilar eflir því
að ríkisstjómin tæki ákvörðun
varðandi kerfið ffá 1986 og það
væri ekki hægt að ætlast til þess
að hún mætti til þings með þessi
mál öll í uppnámi.
Félagsmálaráðherra vill að
kerfinu frá 1986 verði lokað og
hjólinu snúið við. Engu að síður
þurfi að veita einhveiju ríkisfram-
lagi í kerfið, til að byrja að mæta
uppsöfnuðum halla undanfarinna
ára. Ríkisendurskoðun teldi þörf á
460 miljónum á ári í kerfið á
næstu 10 árum, þótt því yrði lok-
að strax.
Jóhanna lagði fram tillögur á
þingflokksfúndi Alþýðuflokksins
í gær, sem hún sagðist telja að
ættu að geta verið ásættanlegar.
Hún treysti því að sinn þingflokk-
ur sýndi manndóm til að taka
nauðsynlegar ákvarðanir í mál-
inu. Allt væri þetta spuming um
áherslur og og forgang. Hún vissi
að hennar flokkur væri tilbúinn
að leggja fram tillögur um hvem-
ig ætti að mæta útgjaldaaukning-
unni sem tillögur hennar hefðu í
for með sér.
-hmp
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mætti á opinn fund hjá Röskvufélögum I Háskólanum I gær. Ráðherra
sagði markmið ríkisstjómarinnar að auka sjálfstæði háskólans á ýmsum sviðum og hún hefði sýnt það I verki, ma.
með því að auka rétt skólans til að ráða sína kennara sjálfir. Ólafur Ragnar sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um að
veita háskólanum meira svigrúm til að ákveða sjálfur ráðstöfun þess fjámnagns sem til hans væri veitt. Það væri ekki
hugmyndin að taka upp almenn skólagjöld sem stæðu undir rekstrarkostnaði skólans. Spumingin væri hvort opnað
væri á að ýmsar ríkisstofnanir hefðu möguleika til að afla fjártil að standa undir afmörkuðum verkefnum, sérstaklega
fjárfestingum og tækjakaupum. Mynd: Kristinn.
Krístfn Jónsdóttir fékk fýrstu verðlaun I Sumarteik Kodak Express gæða-
ffamköllunar „Kodak Litakrilin". Þetta var getraunasamkeppni og bárust 20
þúsund lausnir. Á myndinni sést Kristín taka við verölaununum, helgarferð til
London fyrir 80 þúsund krónur, úr höndum Amar Steinsen forstjóra ferða-
skrifstofunnar Sögu. Með á myndinni er Hreinn Magnússon verslunarstjóri
Hans Petersens I Austurveri.
Dýrið gengur laust
Dýrið gengur laust með nýj-
um mönnum í Duus húsi í kvöld.
Áður en Dýrið gengur laust á
sviðið mun hljómsveitin For
Mæka og fleiri hita upp í pottin-
um. Tónleikamir hefjast kl. 22.
Nýr framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins
Egill Heiðar Gíslason hefiir
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins í stað Sig-
urðar Geirdals, sem tók við starfi
bæjarstjóra i Kópaogi nú í sumar.
Kynning á Hússtjórnar-
skólanum
Hússtjómarskólinn í Reykja-
vík kynnir starfsemi sína laugar-
daginn 6. október. Opið hús og
kaffisala frá kl. 14 til 18.
Tveir töframenn róm-
fræðinnar
Sigurður Helgason prófessor í
stærðfræði flytur í dag fyrirlestur
á vegum Islenska stærðfræðifé-
lagsins sem hann nefnir Tveir
töframenn rúmfræðinnar, Ponce-
let og Jacobi. í herfor Napóleons
til Moskvu lenti franski stærð-
fræðingurinn Jean-Victor Ponce-
let í fangelsi í Saratov á Volgu-
bökkum, þar sem hann uppgötv-
aði eina af sínum frægustu setn-
ingum. Nokkrum ámm síðar fann
þýski stærðfræðingurinn Carl G.
J. Jakobi, sem þá var einungis 24
ára gamall, mjög merkilega sönn-
un á setningunni með allt öðmm
aðferðum. I fyrirlestrinum mun
Sigurður skýra sönnun Jakobis og
nokkrar afleiðingar setningarinn-
ar. Fyrirlesturinn er í stofu 101 í
Odda og er öllum opinn. Hann
hefrtkl. 16.30.
Félagsvist í Kópavogi
Félag eldri borgara í Kópa-
vogi verður með félagsvist í Fé-
lagsheimilinu, efri sal, annað
kvöld kl. 20.30. Dansað verður að
lokinni spilamennsku við dillandi
harmonikumúsík Jóns Inga og fé-
laga. Allir velkomnir.
Námstefna um alnæmi
Rauði kross íslands, Lands-
nefnd um alnæmisvamir og Sam-
tök áhugafólks um alnæmisvand-
ann gangast fyrir námstefnu um
alnæmi sem ber yfirskriftina
„Ólíkt fólk - ólík viðbrögð“ fostu-
daginn 5. október. Tilgangur
námstefnunnar er að efla þekk-
ingu um alnæmi og vekja um-
ræðu um andlegar, félagslegar og
siðfræðilegar hliðar sjúkdómsins.
Námstefnan er ætluð fólki sem
vinnur að heilbrigðis- og félags-
málum og öllum þeim sem áhuga
hafa á að auka þekkingu sína á al-
næmi. Námstefnugjaldið er kr.
2500. Skráning og nánari upplýs-
ingar á skrifstofú RKÍ f síma 91-
26722.
Mótmæla
þrælasölu
sjávarút-
vegsráðu-
neytis
í september drapst há-
hyrningur á besta
aldri, sem veiddur var
hér við land, í dýra-
garði í Bandaríkjunum
„Við mótmælum harðlega
þessari tuttugustu aldar þrælasölu
sem ráðuneytið er ábyrgt fyrir enn
einu sinni á skjólstæðingum okkar
til dýrafangelsa víðs vegar um ver-
öldina," segir m.a. í bréfi frá
Hvalavinafélagi íslands til Hall-
dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs-
ráðherra.
Tilefni bréfsins er nýsamþykkt
leyfisveiting sjávarútvegsráðu-
neytisins til handa sjálfseignarfyr-
irtækinu Fauna í Hafnarfirði um
veiðar á fjórum lifandi háhyming-
um hér við land til sölu til erlendra
dýragarða.
í bréfinu kemur fram að 22.
september sl hafi háhymingur, sem
veiddur var við ísland, drepist í
dýragarði Sea World í Orlando í
Bandaríkjunum, aðeins 13 ára
gamall, en háhymingar ná svipð-
uðum aldri og mannskepnan.
í bréfinu kemur ffarn að líf há-
hyminga í erlendum dýrafangels-
um „verður alltaf mjög stutt þar og
ömurlegt vægast sagt.“ Á sl. fjór-
um áram hafa Qórir háhymingar af
17 drepist í fjórum dýragörðum
Sea World, segir í bréfinu.
„Það er semsagt bæði lífstíðar-
dómur sem þessi dýr era dæmd í af
yður með þessum leyfisveitingum,
sem og hreinn dauðadómur að
auki, fari svo sem horfir með þess-
ar áframhaldandi veiðar þessa
fúrðufyrirtækis Fauna á fræðslu-
skrifstofúnni í Hafnarfirði."
I lok bréfsins er svo skorað á
sjávarútvegsráðherra að afturkalla
leyfið. Afrit vora send forsætisráð-
herra og umhverfisráðherra. -Sáf
Ásgeir Lárusson sýnir í
GalleríEinn Einn
Ásgeir Lárasson opnar sýn-
ingu í Gallerí Einn Einn við
Skólavörðustíg á laugardag 6.10,
kl. 15. Á sýningunni verða rúm-
lega tuttugu verk, flest unnin í ol-
íu. Þetta er tíunda einkasýning
Ásgeirs, en hann hefúr m.a. sýnt í
Gallerí SÚM, Suðurgötu 7, Gall-
erí Gijót, Ásmundarsal og
Mokkakaffi. Þá hefur Ásgeir tek-
ið þátt í mörgum samsýningum,
m.a. þremur FIM sýningum og
UM 83. Sýningin verður opin
alla daga frá kl. 13 til 18. Sýning-
unni lýkur fimmtudaginn 18.10.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. október 1990