Þjóðviljinn - 04.10.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Hin raunveralegu veromæti
Messíana Tómasdóttir skrifar
Sorgarkossinn
„Heimurinn hefir kysst sál mína sorgarkossi og
vill að honum sé svarað með söngvum“
(Tagore FARFUGLAR, þýð. Magnús Á. Árnason)
Hvað þýða þessar tvær ljóð-
línur í raun?
Þýða þær, að sjálfsvirðingin
skuli standa af sér allar sorgir - að
mannleg reisn sé svo sjálfsögð,
svo sjálfsagður hluti þess að vera
manneskja, að þrátt fyrir tíma-
bundið mótlæti eigi manneskjan
að geta fagnað sköpunarverkinu?
Formaður Verslunarráðs ís-
lands lét þau orð falla í sjónvarps-
viðtali fyrir skömmu, að við ís-
lendingar þyrftum að reisa þrjár
álverksmiðjur eða tilsvarandi
stórvirki innan næstu tíu ára, ef
við ætluðum ekki að dragast úr
hömlu aftur úr öðrum Evrópu-
þjóðum í hagvexti.
Mér komu orð hans í hug, þeg-
ar vinkona mín kom frá Ítalíu og
Þýskalandi í vikunni og hafði
ljóta sögu að segja um ástand
sjálfsögðustu mannréttinda - að
fá að halda sjálfsvirðingu sinni.
Atvinnuástandi er þannig háttað
í þessari hagvöxnu Evrópu, að
vonleysið blasir við fjölda manna
og eymdin er botnlaus. Fyrir
hverja er þá þessi hagvöxtur?
Ungur V-Þjóðverji, sem ég hitti
við sumarvinnu á bóndabæ hér á
landi fyrir nokkrum árum sagðist
vera svo heppinn að hafa komist í
þýska herinn. Þar fengi hann ein-
hverja menntun og hann væri
ekki atvinnulaus á meðan. Við
vitum að V-Þýskaland telst eitt af
þremur ríkustu löndum í heimi.
Hvað tekur við?
Við verðum að viðurkenna
skipbrot þess kerfis sem kenndi
sig við kommúnisma, en gerði
ekki ráð fyrir spillingu ein-
staklinga, þó svo þetta kerfi væri
upphaflega hugsað sem ham-
ingjugrundvöllur fjöldans og þar
sem jöfnuður skyldi ríkja.
En myndin er ekki svart/hvít.
Þegar ég kom til Póllands fyrir
nokkrum árum varð ég vitni að
því, hvernig fólk naut öryggis
varðandi aflcomu, hvernig lista-
lífið og listneyslan blómstraði,
hvað þetta var dásamlegt fólk og
fallega hugsandi.
Ég sá einnig ýmislegt mjög nei-
kvætt: Mengun á mjög háu stigi,
tjáningarfrelsi var ekki lögfest,
þó svo Pólverjar, vegna þess að
þeir eru eins og þeir eru, kæmust
upp með nánast hvað sem var í
því efni.
En það sem vakti mest athygli
mína og fékk mig til að hugsa
minn gang, var, að fólk leið ekki
skort, það bjó í viðunandi og
ódýru húsnæði (og ég meina við-
unandi, ekki lúxushúsnæði).
Nauðsynjar voru ódýrar og ég sá
ekki betur en nóg væri af þeim,
þ.e.a.s. nóg, ekki yfirdrifið, t.d.
fékkst klósettpappírsskammtur
mánaðarins í skiptum fyrir dag-
blöð mánaðarins á undan. En
það athyglisverðasta var þó, að
ég sá, að þessi þjóð lifði ekki á
þriðja heiminum eins og Vestur-
lönd gera, og ég komst að eftir-
farandi niðurstöðu: Ef heimsins
efnagæðum væri réttlátlega skipt
yrði útkoman líklega nokkurn
veginn sú sem ég varð vitni að í
Póllandi.
En hvaðan mun A-Evrópu nú
koma sú „hagsæld“ sem boðuð er
með breyttu hagkerfi? Þriðji
heimurinn er löngu mergsoginn
og röðin komin að alþýðu A-
Evrópu sjálfrar - eins og alþýðu
annarra landa í þessari álfu. Er
það þetta sem við erum að biðja
um?
Havel, forseti Tékkóslóvakíu,
sá góði maður, er yfirlýstur
sósíalisti. Hann gerir sér grein
fyrir voðanum, er blasir við svo-
kölluðum frjálsum heimi, þar
sem frelsi verslunar- og gróða-
hyggju kæfir frelsi einstakling-
anna til lífs í fullri mannlegri
reisn. Og eitthvað eru Tékkar
glúrnir, því að þegar verslunar-
eigendur í Vín fylltu verslanir
sínar af skrani til að selja Tékkum
þegar landamærin milli landanna
voru opnuð, þá litu Tékkar ekki
við varningnum, en streymdu
þess í stað á kaffihúsin og í Öper-
una.
Evrópuríkiö ísland
Ef ísland er svona vanþróað á
sviði hagvaxtar, hvernig stendur
þá á því, að hér hefur fólk það
sennilega betra en nokkursstaðar
annarsstaðar í heiminum?
Einnig hér er misskipt gæðum,
svo sannarlega, en er það ekki
vegna þess m.a. að við erum
komin á fleygiferð í þessa svo-
kölluðu hagvaxtarþróun? Því
einkennin leyna sér ekki: Eftir
góðæri í efnahagslegu tilliti
(þjóðartekjur, framleiðni,
o.s.frv.) er heilbrigðiskerfið í
molum, mennta- og menningar-
geirinn er sveltur og umræðan
stendur um það HVAR eigi að
reisa álver, ekki HVORT.
Og fyrirfram eru umhverfis-
málayfirvöld tilbúin að slaka á
kröfum um mengunarvarnir.
Ég er hjartanlega sammála því,
að lægstu laun og þau næstlægstu
og þarnæstlægstu eru alltof lág,
en ég er líka sammála Herði
Bergmann í því að skammtíma-
markmið verða að víkja fyrir
langtímamarkmiðum.
Við verðum að líta til lengri
tíma og sjá hlutina í samhengi.
Það þýðir ekkert að leggja allt
baráttuþrekið í baráttuna um
nokkrar krónur, meðan við
„Lifðu eins og þérfinnst að aðrir menn œttu
að lifa. Þetta eru góðfræði. Að lifa íþess
konar reisn að maður þurfi ekki að skammast
sínframmifyrir eigin samvisku, að rannsaka
innra með sjálfum sér: Hver eru hin raunveru-
legu verðmœti? A ég að sœkjast eftirsama
vindi og þessi eða hinn sem berstærri hlutfrá
borði en honum ber?“
leyfum hagkerfi okkar að stefna í
sömu viðjar og eymdarhagkerfi
flestra Evrópuríkja eru njörvuð í.
Við verðum að fara að berjast
fyrir betri heimi.
Við verðum að gera okkur
grein fyrir hvaða verðmæti við
viljum ávaxta. Hvernig skóla við
viljum, hvernig við spornum færi
við lágkúrulegum menningar-
áhrifum (mér fannst það tímanna
tákn, að dægurlagahöfundur
skyldi frá 3ja ára starfslaun, einu
sæmilegu starfslaunin hér, á með-
an virt og langmenntað tónskáld
fékk ekki þá þrjá mánuði sem
hann sótti um í fyrsta skipti).
Hvað er orðið af stóru spurn-
ingunum? Hvar er baráttan fyrir
skóginum heilbrigða og fagra?
Hvers vegna horfum við
löngunaraugum á fáein ofalin
skrauttré sem standa upp úr sjúk-
um og þreyttum jarðvegi? Viljum
við vera slík skrauttré á kostnað
deyjandi heims, deyjandi plán-
etu, hvers fegurð komandi kyn-
slóðir heyra um í þjóðsögum, ef
þær fá þá að heyra nokkrar þjóð-
sögur, ef þær fá þá yfirleitt að
lifa? Ef þessi pláneta telst þá enn
til himintungla.
Hvaða svefnþorni höfum við
verið stungin? Erum við Þjóð-
unnar Þjóðansdætur upp til hópa
eða lifir Sóley hin sólu fegri enn á
þessu landi? Og þá hvar?
í hennar anda megum við ekki
byggja eigin lífshamingju á eymd
annarra, hvorki í eigin landi né
öðrum fjarlægum. Og við verð-
um að skila þessum skika okkar
af plánetunni betri til komandi
kynslóðar en við tókum við hon-
um.
„Heimurinn hefir kysst sál mína
sorgarkossi og
vil! að honum sé svarað með
söngvum“,
Hvar standa alþýðu- og
menntamenn A-Þýskalands eftir
koss bræðra sinna í vestanverðu
landi? Koss sem reyndist úlfs-
koss. Geta þeir svarað með
fögnuði atvinnulausir og rúnir
allri trú á sj álf a sig? Þeir eru ónýt-
ir og menntun þeirra er ónýt.
Það sem mestu
varðar
Það má spyrja: Hvað get ég
gert, ég í fritíma mínum eða ég í
starfi mínu? Þar kemur enn
spurningin um mikla firringu -
skilin milli persónulegrar afstöðu
og starfs og þar kemur frelsishug-
takið enn við sögu. T.a.m. lista-
menn. Hvar rekst frelsi þeirra á
frelsi annarra manna? Ér listin
svo frjáls sem slík, að listamenn
megi enga ábyrgð bera? Og hvar
er frelsi þeirra í þessum heimi
peninga? Er frelsi og lögmál
markaðstorgsins kannski með
angana inni á vinnustofunum?
Listamenn þurfa að lifa eins og
annað fólk. Þeir vilja líka eiga, ef
ekki nýjasta módelið, þá að
minnsta kosti nothæfa bifreið,
svo þeir geti skroppið á Þingvöll
og sannfærst enn og aftur um
óendanlega fegurð þessa lands.
En hvers virði er öll sú fegurð?
Hvers virði er fallegt andlit á af-
skræmdum og sjúkum líkama?
Jú, njótum hins fagra andlits ís-
lenskrar náttúru, en vinnum að
heilbrigði og fegurð alls jarðar-
líkamans. „Það sem þér gerið
einum minna minnstu bræðra
gerið þér og mér.“ Þessi orð
Krists gætu sem best verið orð
plánetunnar jarðar. Erum við
ekki hluti þeirrar heildar sem
myndar lífríki jarðar?
Tilvistarheimspekingar sögðu:
Lifðu eins og þér finnst að aðrir
menn ættu að lifa. Þetta eru góð
fræði. Að lifa í þess konar reisn
að maður þurfi ekki að skammast
sín frammi fyrir eigin samvisku,
að rannsaka innra með sjálfum
sér: Hver eru hin raunverulegu
verðmæti. Á ég að sækjast eftir
sama vindi og þessi eða hinn sem
ber stærri hlut frá borði en hon-
um ber? Svari hver fyrir sig.
Réttur bama að fá aö vera á leikskólum
Ólöf Guðmundsdóttir skrifar
„Ónógir leikskólar erþað málefnisem heitast j
brennur áforeldrum ungra barna. Það er
réttur allra barna aðfá að sækja leikskóla með
sveigjanlegum opnunartíma, fráfjögurra og
upp í níu tíma vistun eftir atvikum, og það í
sínu heimahverfi“
Ónógir leikskólar er það mál-
efni sem heitast brennur á for-
eldrum ungra barna. Það er rétt-
ur allra barna að fá að sækja leik-
skóla með sveigjanlegan opnun-
artíma, frá fjögurra og upp í níu
tíma vistun eftir atvikum, og það í
sínu heimahverfi. Yfirvöld eiga
að hætta að draga fólk í dilka eftir
efnum og ástæðum sem bitna ein-
ungis á börnunum: Öll börn eiga
að hafa jafnan rétt til ieikskóla-
veru.
Ráðamenn þessarar þjóðar
eiga að sjá sóma sinn í því að
standa fyrir átaki í dagvistunar-
málum fyrir börn á aldrinum
hálfs til tíu ára. Þörfin fyrir aukið
rými á leikskólum og skóladag-
heimilum er alveg gífurleg. Fróð-
legt væri að sjá tölur um það hve
margir foreldrar þurfa að reiða
sig á pössun barna sinna til að
geta framfleytt sér og sínum. Hve
margir hafa aldrei lent í vand-
ræðum, með öðrum orðum, þeg-
ar dagmamman hefur orðið veik
og áríðandi fundur staðið fyrir
dyrum í vinnunni?
Ráðamenn hljóta að vita hve
knýjandi þörf er á auknu dag-
vistunarrými fýrir forskólabörn.
Borgum við það ekki of háu verði
ef þessi mál eru í ólestri meðan
við erum að vinna fyrir okkar lifi-
brauði? Eins og hver uppalandi
veit jafnast ekkert á við að vita af
barninu sínu í öruggum höndum,
sælu og glöðu. Átak í málefnum
leikskóla er því ekki aðeins
mikilsverð kjarabót fyrir ung-
barnaforeldra heldur stuðlar það
einnig að ríkari tilveru á þeim
sviðum sem ekki verða metin til
fjár.
Tökum árið 1988 sem dæmi. Á
því ári var tæplega helmings þörf
fyrir leikskólapláss hálfan daginn
fullnægt. Tölur liggja ekki fyrir
um það hve margir foreldrar sem
þarna voru með börnin sín hefðu
frekar viljað lengri vistun, en
reikna má með að stór hópur
þessara barna hafi verið í fleiri en
einni vist yfir daginn, og í sumum
tilfellum fleiri en tveimur. Heim-
ili eða stofnanir sem bjóða upp á
lengri vistun anna enn minni
hluta, eða um 12%. Enn versnar
ástandið þegar eftirspurn eftir
skóladagheimilisplássum er
skoðuð, og munu einungis um
4% barna á skólaheimilisaldri fá
þar inni. Hér er að vísu um
tveggja ára gamlar tölur að ræða,
en því miður hefur lítil sem engin
breyting átt sér stað.
Þetta vandamál má að stórum
hluta rekja til launastefnu stjórn-
valda, en fyrir bragðið hefur
reynst erfitt að manna nýja leik-
skóla.
Það er orðin staðreynd sem
ekki þýðir að horfa fram hjá að
konur eru komnar út á vinnu-
markaðinn. Það er því ekki
spurning hvort barn eigi að fá að
vera í leikskóla. Slíkt telst ekki til
þæginda í því velferðarþjóðfélagi
sem við byggjvm heldur til sjálf-
sagðra mannréttinda.
Ólöf er meinatæknir og á sæti f starfs-
hópi um dagvistarmál á vegum BSRB.
Fimmtudagur 4. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5