Þjóðviljinn - 04.10.1990, Qupperneq 3
FRETTIR
Sérfrœðisamningar
Voru að renna út
Guðmundur Bjarnason: Nýir samningar við sérfrœð-
inga verði svipaðir og þeir sem sagt hefur verið upp
Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra segir að
ekki hefði mátt búast við öðru
en sérfræðingar í læknastétt
segðu upp samningi sínum, þar
sem samningurinn hefði verið
gerður til tveggja ára og átt að
renna út um áramót. Heilbrigð-
isráðherra segir ráðuneyti sitt
reyna að halda nýjum samning-
um í svipuðum farvegi og þeim
sem nú hefur verið sagt upp,
svo ný þensla skapist ekki á
þessu sviði.
„Það hefiir tekist að halda
kostnaði við sérfræðiþjónustu
nokkuð í skeíjum á þessum
tveimur árum, sem var markmið
samninganna og báðir samnings-
aðilar féllust á með undirritun
þeirra,“ sagði Guðmundur við
Þjóðviljann. Að öðru leyti væru
samningar í höndum fjármála-
ráðuneytis og samninganefndar
ríkisins. Þar yrði að taka á málinu
í samræmi við gerð annarra
samninga, þannig að samstaðan í
kjaramálum undanfama mánuði
verði ekki brotin.
Aðspurður sagði Guðmundur
það hafa verið skoðað, hvort heil-
brigðisyfirvöld gætu sett tak-
markanir á fjölda sérfræðinga.
Niðurstaðan hefði verið sú að það
væri vart gerlegt. Þetta væri eins
og með hveija aðra atvinnustarf-
semi, menn lærðu td. til lögfræð-
ings eða verkfræðings og settu
upp sína starfsemi.
„En við höfum vissulega
skoðað þetta vegna þess að kaup-
andinn er aðeins einn. Greiðandi
þjónustunnar er ríkið og þá hlýtur
það að vera viðfangsefni okkar að
halda utan um þessa þjónustu
eins og annað,“ sagði Guðmund-
ur Bjamason.
-hmp
r
Stundakennarar við HI
Viðraeður eru hafnar
Viðræður eru hafnar milli
menntamálaráðuneytís og
fjármálaráðuneytís annars veg-
ar og Félags háskólakennara
hins vegar vegna deilna sem
kjarabarátta stundakennara við
Háskóla íslands hefur valdið.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra segir að hann hafi átt
fúnd með aðilum í fjármálaráðu-
neytinu og Háskólanum. Einnig
hafi hann rætt við Félag háskóla-
kennara í gær. „Það kom að vísu
ekki beiðni um viðræður fyrr en í
síðustu viku, þannig að þær hafa
ekki getað hafist fyrr en nú. Við
bmgðumst við þessu um leið og
beiðnin barst okikur,“ segir hann.
Félag háskólakennara sendi í
síðustu viku frá sér ályktun þar
sem tekið er undir kröfúr stunda-
kennara um sömu laun fyrir sömu
kennslustörf, óháð því við hvaða
ríkisstofnun dagvinna þeirra er
innt af hendi. Einnig hefur stjóm
Félags hjúkmnarfræðinema sent
ffá sér ályktun, þar sem segir að
ef ekki verði komið á viðræðum
óttist þeir enn ffekari röskun á
sinu námi en orðið er. Svavar
Gestsson segir að hann leggi
áherslu á að ekki verði ffekari
röskun á námi stúdenta við HI og
að mál stundakennara leysist sem
fyrst.
ns.
Félag háskólakennara
Tekur undir kröfur
stundakennara
Félag háskólakennara hefur
sent ráðherrum fjármála
og menntamála ályktun þar
sem stjórn félagsins teiur það
ámælisvert að fjármálaráðu-
neytið hafi ekki viljað ræða
kjör fyrir stundakennslu við
Háskólans.
Einnig telur stjómin það vera
grundvallarsjónarmið að stunda-
kennarar með sambærilega
r
Ofaglœrðir á dagvist
Kópavogur
borgar best
Laun ófagiærðs starfsfólks
á dagvistarheimilum eru hæst
í Kópavogi, en þau sömu í
Reykjavík oj Hafnarfirði.
Starfsfólkið í Reykjavík og
Hafnarfirði er í Sókn, en í Kópa-
vogi er það í Starfsmannafélagi
Kópavogs. Það munar vemlegu
á þeim töxtum.
Ef tekið er dæmi af 20 ára
gömlum starfsmanni sem hefúr
starf á dagvistarheimili, hefúr
hvorki starfsreynslu né nám-
skeið að baki, fær hann 43.232
krónur í laun hjá Reykjavíkur-
borg og Hafnarfjarðarbæ. Hins
vegar fengi sami starfsmaður
48.872 krónur á mánuði hjá
Kópavogsbæ. Og þegar þessi
starfsmaður nær 22 ára aldri
fengi hann 50.640 krónur. ns.
menntun fái greidd sömu laun
fyrir kennslustörf óháð því við
hvaða ríkisstofnun dagvinna
þeirra er innt af hendi.
I ályktuninni er tekið undir
kröfur stundakennara um yfir-
vinnugreiðslur fyrir störf umfram
40 stundir á viku, en þeir sérffæð-
ingar sem skila þessum stundum í
aðalstarfi hjá ríkinu fá hins vegar
greitt miðað við dagvinnutaxta
fyrir vinnu umfram dagvinnu-
skyldu, hjá sama vinnuveitanda.
Tekið er fram að við Háskóla
Islands sé verulegur hluti kennslu
í höndum stundakennara. Það
stafi annars vegar af skilnings-
leysi ljárveitingavaldsins á þörf-
um HI fyrir nýjar kennarastöður
og hins vegar af þörfúm á sér-
þekkingu á ákveðnum afmörkuð-
um sviðum, sem æskilegt sé að
HI sæki til sérfræðinga annarra
ríkisstofnana eða á almennum
markaði. Til að tryggja gæði
rannsókna og kennslu við HI, tel-
ur Félag háskólakennara að mik-
ilvægt sé að öll háskólakennsla sé
eflirsóknarverð launanna vegna.
Það veki ugg ef launakjör stunda-
kennara verði til þess að hæfústu
menn fáist ekki til kennslu.
Þá segir að kjarabarátta félaga
í Félagi íslenskra náttúruffæðinga
hafi þegar sett mark sitt á störf
kennara og nemenda við nokkrar
námsbrautir HI á þessu misseri
og óvissa ríki um próflökurétt
nemenda í nokkrum námskeið-
um. ns.
ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA3
Lffskjarakannanir kynntar. Kristinn Karisson, yfirfélagsfraBðingur Hagstofú íslands, Hallgrimur Snorrason hagstofú-
stjóri og Stefán Ólafsson dósent. Mynd: Jim SmarL
Lífskjör
Metnaður í
lífsgæðakapphlaupinu
amkvæmt könnunum á lífs-
kjörum og lífsháttum hér á
íslandi og á Norðurlöndunum
virðist Ijóst að lífskjör hér séu
ekkert verri en annarsstaðar,
hinsvegar þurfum við að hafa
miklu meira fyrir þessum góðu
lífskjörum en viðmiðunarþjóð-
irnar. Helst leysum við þetta
vandamál með mikiili vinnu.
Við erum stórhuga íslendingar
og leggjum mikinn metnað í
lífsgæðakapphlaupið.
Hagstofa íslands og Félags-
vísindastofnun Háskóla íslands
kynntu á dögunum niðurstöður úr
lífskjarakönnun sem fram fór
1988. Einnig kynntu stofnanimar
þrjú önnur rit um lífskjör á Norð-
urlöndunum. Lífskjarakönnunin
1988 er birt í verki sem heitir
Lífskjör og lífshættir á íslandi og
er Stefán Olafsson höfúndur
skýrslunnar. Skýrslan kostar
2.000 kr. og er aðgengileg al-
menningi semog hin ritin.
Vinnum meira
Það kom ffarn á blaðamanna-
fúndi útgáfuaðilanna að Islend-
ingar eru að meðaltali yngri en
aðrir Norðurlandabúar og eiga að
jafnaði fleiri böm. Við höfum
hinsvegar minni tíma til að sinna
þessum bömum þvi við vinnum
mun meiri aukavinnu en aðrir.
Ekki viljum við verða undir í lífs-
gæðakapphlaupinu.
Það kom fram hjá Stefáni Ól-
afssyni að við Islendingar virð-
umst bregðast öðmvísi við eína-
hagssveiflum en margar aðrar
þjóðir. Hann telur að á uppgangs-
tímum fjárfestum við mikið en
beijumst síðan við að halda í fjár-
festingamar á krepputímum - t.d.
með því að auka vinnuhlutdeild
kvenna. Á næstu uppgangstímum
fjárfestum við svo enn meira.
Þess vegna stöndum við bæri-
lega í myndbandstækja- og bíla-
eign.
Þannig hafa 57 prósent Is-
lendinga myndbandstæki á heim-
ili sínu. Til viðmiðunar hafa 80
prósent þeirra sem spurðir vom
aðgang að ffystikistu, 68 prósent
hafa svalir eða verönd, 36 prósent
hafa þurrkara en einungis 28 pró-
sent hafa uppþvottavél. Ekki
kemur fram í könnuninni hve
margir hafa aðgang að fótanudd-
tækjum.
Margir bílar
Á islandi hafa samkvæmt
könnuninni nær allir aðgang að
síma, þvottavél og sjónvarpstæki
þar sem þeir búa. Um 90 prósent
landsmanna em í fjölskyldum þar
sem aðgangur er að bil. Þar af
hafa 52 prósent einn bíl, 30 pró-
sent hafa tvo bíla til umráða, sjö
prósent þijá bíla og í þremur pró-
í BRENNIDEPLI
Við erum stórhuga
Islendingar og
leggjum mikinn
metnað í lífsgæða-
kapphlaupið.
Við leysum vand-
ann með mikilli
vinnu.
sentum fjölskyldna em fjórir bílar
notaðir. „Bifreiðaeign er sam-
kvæmt þessu mjög mikil á ís-
landi,“ segir í skýrslunni.
Þessar niðurstöður koma fá-
um á óvart. íslendingar hafa alltaf
verið duglegir við að eignast hluti
þrátt fyrir að hér séu laun mun
lægri en í þeim löndum sem við
iðulega bemm okkur saman við.
Og þrátt fyrir að bílverð hér sé
helmingi hærra en miðað við sum
viðmiðunarlöndin þá virðist það
ekki koma í veg fyrir mikla bíla-
eign.
Spumingin er svo hve stórt
hlutfall sé annarsvegar af Tra-
böntum og hinsvegar Bensum.
Það verður að telja líklegt að nú
fari að halla á Trabantinn í þeim
efnum. Við virðumst vera tilbúin
að leggja á okkur meiri vinnu til
að eignast fleiri bíla. Enda höfúm
við alltaf verið í slagtogi með
Bandaríkjamönnum í þessu efhi.
En ekki lítur út fyrir að við
höfum farið sömu leið og Banda-
ríkjamenn í sjónvarpskaupum.
Þar í landi er algengast að tvö eða
fleiri sjónvarpstæki séu á heimili.
Á Islandi hafa 99 prósent fólks
aðgang að sjónvarpi. En það em
ekki nema 13 prósent sem hafa
tvö tæki og lítið eitt prósent sem
hefur aðgang að þremur imbakös-
sum. Það má leiða að því líkur að
ástæðan sé sú að það er ekki langt
síðan menn þurftu að greiða af-
notagjald að hveiju tæki og em
ekki enn famir að venjast hinu.
Annað sem vekur mikla at-
hygli þegar tölur úr könnuninni
em skoðaðar er hinn mikli munur
er virðist vera á hjólhesta- og
reiðhestaeign landsmanna. Þann-
ig hafa einungis þijú prósent um-
ráð yfir reiðhjóli en heil 20 pró-
sent hafa umráð yfir reiðhesti -
einum eða fleiri. Taka verður þó
tillit til þess að hópurinn sem
spurður var í könnuninni er allur
eldri en 16 ára.
Fá reiðhjól
Reiðhestaumráðin em nokk-
uð svipuð í öllum stéttum og það
kemur engum á óvart að þau em
mest á Norðurlandi. Hinsvegar er
enginn munur á kynjum hvað
snertir aðgang að reiðhestum.
Karlamir nota hestana þó meira.
Þar að auki em snjósleðar vin-
sælli en reiðhjólin því um fimm
prósent hafa umráð yfir sleðum.
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að
Islendingar eldri en 16 ára vilji
ekkert með reiðhjól hafa að gera.
Könnunin var gerð árið 1988
og hefúr kaupmáttur rýmað um
ein 15 prósent síðan. Höfúndar
skýrslnanna töldu þó að viðbrögð
Islendinga yrðu þau að við mynd-
um leggja enn meira á okkur til að
halda svipuðum lífskjömm.
Þannig taldi Hallgrímur Snorra-
son hagstofústjóri að þótt tíma-
kaup hér á landi væri lakara en á
hinum Norðurlöndunum væri
skatturinn hér nokkuð lægri og
vinnan meiri. Þannig hafa ein-
ungis Danir meiri ráðstöfúnar-
tekjur en Islendingar. Síðan kem-
ur í ljós í lífskjarakönnuninni hér
að við íslendingar höfúm meira
svigrúm til að skreppa úr vinnu
og annað slíkt en kollegar okkar á
hinum Norðurlöndunum. Vegna
hins langa vinnutíma virðist ekki
vera gerðar sömu kröfúr um við-
vem og vinnuframlag hér. Annars
benti Hallgrímur á að hugsanlegt
væri að þeir sem svömðu í könn-
uninni kynnu að hafa ýkt langan
vinnutíma sinn, því það væri
„fint“ að vinna mikið á Islandi.
Niðurstaðan er sú að kaup-
máttarýmun og kreppa skipta
ekki máli - við islendingar leggj-
um bara því meira á okkur til þess
að allir geti eignast myndbands-
tæki eða hest. Um leið og við
eignumst peninga - eða jafnvel
áður - ijárfestum við frekar í
eignum en að leggja peningana til
hliðar til mögm áranna. Enda er
búið að kenna þjóðinni að pen-
ingar brenni upp í verðbólgunni.
Það gera myndbandstæki ekki.
-gpm
j