Þjóðviljinn - 04.10.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 04.10.1990, Side 6
ERLENDAR FRETTIR Yfirhershöfðingi frá Jamaíku Komi til stríðs við írak vill Colin Powell að ekkert sé sparað til að brjóta óvininn hið snarasta á bak aftur Einn þeirra manna, sem at- hygli hefur beinst að í sam- bandi við Persaflóadeilu, er Colin Poweli, yfirhershöfðingi Bandarikjanna. Hann er einn þeirra manna, sem Bush forseti ráðfærir sig mest við um ástand og horfur í deilunni og á drjúg- an þátt í ákvarðanatöku Bandaríkjastjórnar á þeim vettvangi. Að maður sem Powell skuli hafa komist svo hátt er ljóst dæmi um það, hversu mjög Bandaríkin hafa breyst af völdum mannrétt- indahreyfíngar sjöunda áratugar, sem vann sinn mesta sigur með löggjöf er stjóm Johnsons forseta kom í gildi. Hingað til hafa allir yfirhershöfðingjar Bandaríkjanna verið hvítir og flestir af göfugum ættum með uppmna á Bretlands- eyjum og í Norður-Evrópu, menn sem hafa gengið i gegnum virðu- legustu háskóla. Vannsig uppí Víetnamstríðinu Colin Powell - reynslan frá Vletnam gerði hann ekki hræddan við stríð. Hann telur að Bandaríkjamenn hafi farið halloka í Víetnam í fyrsta lagi vegna þess, að þeir hafi hikað of lengi við að senda þang- að öflugan her eftir að þeir vom komnir í stríðið þar, og í öðm lagi vegna þess að stjómmálamenn í Washington hafi sett hemum skorður. Af þeim má nefna að bandaríska flughemum var ekki leyft að jafna helstu borgir Norð- ur-Víetnams, Hanoi og hafnar- borgina Haiphong, við jörðu og að eyðileggja áveitukerfi það sem er undirstaða ræktunar á Rauðár- sléttu, langauðugasta landbúnað- arhéraðinu í norðurhluta landsins. Lík í plastsekkjum Powell er því sagður leggja áherslu á að ef til stríðs komi við írak, verði allt kapp lagt á að brjóta óvininn á bak aftur hið snarasta. Til þess verði Bandarík- in að beita hveijum þeim vopn- um, er þau hafa yfir að ráða (a.m.k. hefðbundnum), ef líklegt teljist að þau komi að vemlegum notum, og vægja engu sem ætla megi að eitthvert gildi hafi til við- halds baráttuþreki andstæðings- ins. Powell og fleiri háttsettir bandarískir hershöfðingjar kváðu vera þess mjög ófúsir að leggja til atlögu við Iraksher, nema því að- eins að þeir fái þannig frjálsar hendur. Víetnamstríðið varð Banda- ríkjamönnum mikið sálrænt áfall, bæði fjölmörgum einstaklingum og þjóðinni sem heild. Fyrir Po- well, Jamaíkustrákinn frá Harl- em, varð ófriður þessi hinsvegar sá vettvangur, sem opnaði honum leið upp í efsta lag þjóðfélagsins. A vígvöllunum í Víetnam rættist hans „ameríski draumur". Hann hryllir því ekki við stríði á sama hátt og marga aðra landa hans enn eftir Víetnamófriðinn, þar á með- al marga herforingja. „Colin Po- well er fyrsti yfirhershöfðinginn frá því að Vietnamstríði lauk, sem ekki er sýknt og heilagt að vara okkur við þeim áhrifum sem það hafi á almenning þegar lík banda- rískra hermanna eru send heim í plastsekkjum,“ sagði fyrir skömmu öldungadeildarþing- maður einn í flokki repúblíkana. dþ. Leipzigbúar daufir í dálkinn Hátíðahöld af tilefhi samein- ingar Þýskalands héldu áffam þar í landi i gær og fóru yfirleitt vel og ffiðsamlega ffam. Hamingjuósk- um rigndi yfir Þjóðveija hvaðan- æva úr heimi, en í sumum ummæl- anna af því tilefni var ekki alveg laust við kvíða. Athygli vakti að tiltölulega lít- ið var um að vera á þriðjudags- kvöld í Leipzig, og voru íbúar þeirrar borgar þó öllum öðrum ffemur í forustu í þeirri friðsam- legu byltingu, sem kollvarpaði al- ræði austurþýska kommúnista- flokksins s.l. ár. Talsmenn kirkj- unnar þar, sem við þau umskipti kom mikið við sögu, létu í ljós að vissulega hefðu ibúar austanverðs Þýskalands fengið frelsi til að ferð- ast, tjá sig í fjölmiðlum og til að gera verkfoll. En andófsfólkið í fyrra hefði einnig barist fyrir inn- leiðslu samfélags í anda samstöðu, þar sem peningar hefðu ekki úr- slitavaldið. A því samfélagi bólaði ekki enn. Powell, sem nú er 53 ára og gegnt hefúr sínu núverandi emb- ætti i tæpt ár, er blökkumaður, al- inn upp í þeim nokkuð þekkta borgarhluta Harlem í New York. Foreldrar hans voru innflytjendur frá Jamaíku. Hann var að vísu i háskóla, en ekki af fínna taginu, og þar að auki enginn afbragðs- námsmaður, var lengi að ná próf- um og lauk þeim ekki með nein- um ágætum. Hann gekk heldur aldrei í herforingjaskólann í West Point, stórvirðulega stofnun sem hingað til hefur verið talinn sjálf- sagður viðkomustaður fyrir þá Bandarikjamenn, sem ætla sér verulegan frama í hemum. Hann var sendur í Víetnam- stríðið og þar reyndist hann vera í essinu sínu. Hann hækkaði þar fljótt í tign og kom sér svo i álit að eftir það lá leið hans til hæstu metorða í hemum. í ráðum með Bush Talið er að Bush hafi farið mjög að ráðum Powells um að- gerðir á Persaflóasvæðinu fyrstu vikumar eftir innrásina í Kúvæt. Fyrst eftir innrásina var sú skoð- un ríkjandi í Bandaríkjastjóm og yfirstjóm hersins að Irakar myndu sennilega þá og þegar ráð- ast inn í Saúdi-Arabíu til að her- taka olíusvæði hennar, sem em austur við Persaflóa og þvi í sæmilegu færi fyrir íraska herinn, sérstaklega eflir að hann hafði tekið Kúvæt. Powell lagði til þeg- ar í byrjun að svo fremi Bandarík- in beittu sér gegn írak í Persafl- óalöndum, þá skyldu þau bregð- ast við þegar í stað og senda á svæðið svo mikinn og öflugan her sem þau hefðu möguleika á. Reynslan úr Vietnamstríðinu er sögð hafa mótað mjög viðhorf Powells um hemaðaraðferðir. Harðnandi ásakanir Mandela Inkathamenn verkfæri leyniþjónustu Telur de Klerk ekki hafa fulla stjórn á apartheidsinnum i her og lögreglu Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), sakaði í gær leyniþjón- ustustofnanir Suður- Afríku- stjórnar um að hafa komið af stað átökunum milli ANC og súlúska flokksins Inkatha í blökkumannaútborgum Jó- hannesarborgar, sem staðið hafa yfir frá því um miðjan ág- úst og valdið dauða 750-800 manna. Eru þetta harðorðustu ásakanir Mandela í garð örygg- isliðs stjórnarinnar til þessa. I illindunum í útborgunum hafa einkum ást við stuðnings- menn ANC og farandverkamenn ffá byggðum Súlúa í Natal, sem hlynntir em Inkathaflokknum undir fomstu Mangosothus But- helezi. Stjómin heldur því fram að til átakanna hafi komið vegna þess að báðir aðilar keppi að því að ná völdum í útborgunum áður en fram fari fyrstu kosningamar með atkvæðisrétti fyrir blökku- menn. En i viðtali við japanska sjón- varpsfréttamenn í gær hélt Man- dela því fram að leyniþjónusta ríkisins (National Intelligence Service, NIS) og fyrrverandi liðs- menn leyniþjónustu hersins (sem hefur verið leyst upp) væm aðal- aflið á bakvið stríðið í útborgun- um og blökkumenn þeir, sem teldust liðsmenn Inkatha, aðeins verkfæri þeirra. Margir íbúa útborganna segj- ast hafa séð bregða fyrir í átökun- um gmnsamlegum mönnum, grímuklæddum, sem ráðist hafi á hópa fólks af handahófi með skothríð og sprengjukasti. Suður- afríska öryggisþjónustan hefúr lengi haft fyrir reglu að koma svörtum flugumönnum inn í and- stöðusamtök til að hleypa þar af stað innbyrðis eijum. NIS er í beinu sambandi við F.W. de Klerk, Suður-Afríkufor- seta. Ekki gaf Mandela í skyn að forsetinn væri samsekur, en hann og fleiri apartheidandstæðingar hafa oft áður látið að því liggja að de Klerk hefði ekki fiilla stjóm á apartheidsinnum, sem munu vera fjölmennir í her, lögreglu og leyniþjónustu. Tiltölulega lítið hefúr verið um átök og hryðjuverk í útborg- unum frá því að her og lögregla tókust á hendur eftirlit í þeim í s.l. viku og settu útgöngubann að næturlagi. Reuter/-dþ. Persaflóadeila Stríðshætta eykst Líkur benda fil að stjórnir Japans og Sovétríkjanna ótt- ist að möguleikar á að koma í veg fyrir stríð í Persafióalönd- um fari óðum þverrandi og geri nú ýtrustu tilraunir til að hindra ófrið. Jevgeníj Prímakov, sér- legur sendimaður Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta, ræddi í gær í Amman við Hússein Jórdaníu- konung og ætlaði áfram til Bag- dað til viðræðna við íraska ráða- menn, þar á meðal Saddam Hussein. Toshiki Kaifú, forsætisráð- herra Japans, er á ferðalagi um Austurlönd nær og var gert ráð fyrir að hann ræddi við Taha Yass- in Ramadan, fyrsta aðstoðarfor- sætisráðherra íraks, í Amman í dag. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að þeim ríkjum færi fjölgandi, sem hlynnt væru hemaðaraðgerðum gegn Irak, ef annað dygði ekki til að koma her þess fiá Kúvæt og ef Sameinuðu þjóðimar samþykktu hemaðaraðgerðir. íraksstjóm stendur sem fyrr við þann ásetning sinn að sleppa ekki Kúvæt, en að- alfúlltrúi hennar hjá S.þ. gaf þó í skyn í gær að ummæli Bush Bandaríkjaforseta í ræðu á alls- heijarþingi S.þ. væru athugandi. í ræðunni lét Bush að því liggja að til greina kæmi að taka deilur Isra- els og araba til umræðu í sambandi við lausn Persaflóadeilu. Ymis ar- abaríki skomðu í framhaldi af þessu á Saddam Hussein að sleppa Kúvæt, þar eð það gæti orðið Pal- estínumönnum, sem Saddam hef- ur margsagt sig bera fyrir bijósti, til hjálpar. Bílakaup ríkisins 1991 Innkaupastofnun ríkisins áætlar að kaupa um 140 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1991. Lýsingu á stærðum og útbúnaði bílanna er að fá á skrif- stofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjóða bíla sína, að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 2. nóv- ember n.k. Rúandastjórn bið- ur Belga hjálpar Belgíska stjómin tilkynnti í gær að stjóm Mið-Afríkuríkisins Rúanda hefði beðið Belgíu um hemaðarhjálp til að hrinda innrás herflokks, sem réðist inn á landið frá Úganda á sunnudag. Belgíska utanríkisráðuneytið segir að inn- rásarmenn séu nú um 70 km norð- ur af höfuðborginni Kigali og eigi þar í höggi við stjómarlið. Innrásarmenn munu flestir vera Tútsar, en sú þjóð réð mestu í landinu þar til önnur þjóð þar og stórum fjölmennari, Hútúar, tóku völdin 1959. Flúðu þá margir Tútsar til Úganda og Tansaníu og hafa hafst þar við síðan. Rúanda var undir yfirráðum Belgíu frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri til 1962, er landið varð sjálfstætt ríki. Marlene: blóð þykkara en vatn Ein af þeim fjölmörgu, sem sendu hamingjuóskir og létu í ljós ánægju af tilefni sameiningar Þýskalands var Marlene Dietrich, ein dáðustu kvikmyndadísa heims á árunum milli heimsstyij- alda. Hún er þýsk og hóf frægðar- feril sinn þarlendis en flutti til Bandaríkjanna er nasistar tóku að magnast og komst til mikils frama í Hollywood. Marlene var eindreginn andstæðingur nasista og sagði upp hollustu við foður- landið, er það var komið undir stjóm þeirra. En í gær kvaðst kvikmyndastjaman fyrrverandi, sem nú er 88 ára og býr í París, samgleðjast löndum sínum og bætti því við að vissulega væri blóð vatni þykkara. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.