Þjóðviljinn - 04.10.1990, Blaðsíða 12
SÍMI 6813 33 SlMAFAX 68 19 35
lUÍMMttUINN
VESTMANNA-
EYJAR
...aila daga
ARNARFLUG
INNANLANDS hi.
ReykjavíKurflugvelli - Sími 29577
■ SPURNINGIN ■
Hvað finnst þér um sameinað
Þýskaland?
Karl Jónsson
trésmiður:
Ég er mjög hrifinn af þessari ráð-
stöfun, því þessi ríki eiga ekki að
vera sitt í hvoru lagi. Ég trúi ekki
að Þýskaland verði það stórveldi
sem það var áður.
Rögnvaldur Larsen
lyftuviðgerðarmaðun
Það er sjálfsagt gott og blessað,
þetta er nú ein þjóð. Þótt Þýska-
land sé komið langleiðina að því
að verða stórveldi, þá held ég að
þeir sem stjóma þama núna séu
skynsamari en þeir sem voru áð-
ur.
Kristín Haraldsdóttir
bréfberi:
Ég held að það sé allt í lagi. Ég er
ekki hrædd um að það verði eins
mikið stórveldi og áður, en það er
náttúrlega aldrei að vita hvað ger-
ist.
Vilbogi Magnússon
verkamaður
Það er nú það. Það er af hinu
góða, en þetta gerist of snöggt.
RAFRÚN H.F.
Smíðjuvegi 11 E
AJhliða
rafverktakaþjónusta
Sími 641012
Félagsmálaskóli alþýðu
Ákveðniþfálfun
og húsbréfa-
námskeið
Starfsemi Félagsmálaskóla alþýðu er marg-
háttuð og mörg námskeið haldin í samvinnu
við stéttarfélög hvar sem er á landinu
Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu rekur Félags-
málaskóla alþýðu og eru ýmis
námskeið í boði. I vetur verður
boðið upp á tungumálanám,
tölvunám, kjarnanámskeið,
trúnaðarmannafræðslu, nám-
skeið fyrir gjaldkera, námskeið
þar sem húsbréfakerfið verður
kynnt, námskeið sem heitir
ákveðniþjálfun og framkoma -
svo eitthvað sé nefnt.
„Námskeiðahaldið er svo fjöl-
breytt að við höfum varla tíma til
að kynna það allt,“ sagði Snorri S.
Konráðsson, framkvæmdastjóri
MFA. Námskeiðin eru fyrst og
fremst kynnt innan hinna ýmsu
stéttarfélaga, en það háir skólan-
um að hann hefur ekkert fé til
kynningarstarfseminnar. Nám-
skeiðin þurfa því að kynna sig að
mestu leyti sjálf.
Skólinn er ætlaður fólki í
BSRB og ASÍ sem eru um 90
þúsund manns. Flest námskeiðin
eru öllum opin.
Mörg námskeiðanna tengjast
endur- og viðbótarmenntun og
hefur það gefist mjög vel, enda
gefa námskeiðin möguleika á
launahækkun - og veitir ekki af
hjá mörgum. Um er að ræða ýmis
starfsfræðslunámskeið fyrir ýms-
ar starfstéttir, t.d. á sjúkrahúsum,
á heimilum fyrir aldraða og í sam-
bandi við dagvistun bama. „Það
er stöðugt vaxandi þáttur í starf-
seminni að skipuleggja svona
námskeið," sagði Snorri.
Undanfarin ár hafa námskeið
í ræðumennsku og félagsstörfum
verið vinsæl sem og trúnaðar-
mannanámskeiðin. Síðamefnda
námskeiðið hefúr nú verið haldið
reglulega síðan 1978. En síðan
1975 hefur skólinn staðið fyrir
tveggja vikna námskeiðum í Olf-
usborgum. Þangað fer skólinn
fjórum til fimm sinnum á vetri.
1 Félagsmálaskólanum stund-
uðu 565 manns nám á síðasta
starfsári. Það vekur athygli að af
þeim vom ekki nema 156 karlar,
en 409 konur.
Eitt merkilegasta námskeiðið
sem skólinn stendur fyrir er nám-
skeið fyrir aldraða. Þar er tekið á
hlutum einsog hvemig sé að eld-
ast, bæði líkamlega og andlega.
Tekið er á flestu i sambandi við
flármál, hvemig sé að skipta um
húseign o.s.frv. Einnig er rætt um
viðbrögð við andláti maka, svo
eitthvað sé nefnt.
Hér hefúr ekki allt nám-
skeiðahald Félagsmálaskóla al-
þýðu verið nefnt, en þeir sem hafa
ffekari áhuga geta haft samband
við Menningar- og ffæðslusam-
band alþýðu.
-gpm
Starfsfólk Félagsmálaskóla al
þýðu, ffá vinstri: Snorri S.
Konráðsson, Ingibjörg E. Guð-
mundsdóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir
og Finnbjöm A. Hermannsson.
Mynd: Kristinn.
Frá skólastarfinu.