Þjóðviljinn - 23.10.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Sparnaður vegna framtíðar Umræður um stjórnmál einskorðast í allt of ríkum mæli við fjármál og hagfræðileg úrlausnarefni. Svo langt gengur þessi tilhneiging á stundum hjá stjórn- málamönnum og fjölmiðlum að ekkert annað kemst að langtímum saman. Komi önnur pólitísk viðfangs- efni til umræðu er oftast rætt um peninga: hvað kost- ar félagsleg þjónusta, hvað kostar skólakerfið, hvað kostar heilbrigðiskerfið, hvað kosta almannatrygging- arnar, hvað kostar velferðarþjóðfélagið? Enda þótt engin ástæða sé til að draga úr því að peningar eru í þessu efni afl þeirra hluta sem gera skal, er ekki síður mikilvægt að ræða um innihaldið, hvað á félagsleg þjónusta að fela í sér, hvaða skóla- og menntunarpólitík á að reka, hvers konar heilbrigð- iskerfi viljum við búa við, hverskonar almannatrygg- ingar þurfum við, hvað er átt við moð vpifprðarhinAfó- Nú eru enn einu sinni komnar upp deilur um einn mikilvægasta þátt velferðarkerfisins, heilbrigð- isþjón- ustuna. Að venju er ekki deilt um hver stefnan eigi að vera í heilbrigðismálum heldur hverjir eiga að hafa forræði yfir tilteknum sjúkrahúsum og telur Davíð Oddsson borgarstjóri að ríkið ætli nú að hrifsa til sín Landakotsspítala og Borgarspítalann og það án þess að bætur komi fyrir. Vissulega getur verið ástæða til að vara við ofstjórn í heilbrigðismálum og af þeim ástæðum véfengja réttmæti þess að umrædd sjúkra- hús heyri beint undir ríkið. Formlegt vald yfir rekstri sjúkrahúsanna getur þó varla ráðið neinum úrslitum um gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á þessu sviði, eða svarað þeirri mikilvægu spurningu hvort við séum á réttri leið í heilbrigðismálum. Til reksturs sjúkrahúsanna fara nú miljarðar króna. Því er eðlilegt að spyrja hvort til séu leiðir til að bæta heilsufarið en koma um leið í veg fyrir síhækkandi kostnað vegna sjúkrahúsanna. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar undanfarin ár til að koma böndum á þann mikla kostnað sem fylgir heilbrigðiskerfinu. Flestar þessar aðgerðir hafa beinst að sparnaði á síðustu stigum þ.e. að draga úr kostn- aði sem fylgir þjónustunni við hina sjúku. Reynt hefur verið að semja við sérfræðinga upp á nýtt, ná tökum á kostnaði vegna lyfjakaupa að ógleymdum tilraunum með endurgreiðslukerfi vegna tannlækninga. Það vita allir að reikningarnir fyrir þessa þjónustu eru himinháir og nauðsynlegt að gæta aðhalds eftir því sem kostur er. Hitt hlýtur þó að skipta miklu meira máli þegar til lengri tíma er litið að auka svo fyrirbyggj- andi aðgerðir að verulega dragi úr þörfinni fyrir dýr- asta hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sigur íslendinga á berklaveikinni er að iíkindum skýrasta dæmið um þann árangur sem hægt er að ná með fyrirbyggjandi aðgerðum, betra húsnæði, aukið hreinlæti og útbreiddari þekking á sjúkdómnum með- al almennings, ásamt skipulegu starfi lækna og heil- brigðisyfirvalda hafa ráðið mestu um þann sigur. Því hlýtur að vera ástæða til að spyrja: Er ekki kominn tími til að stíga fyrstu stóru skrefin í þá átt að auka fjárframlög til hverskonar fyrirbyggjandi aðgerða í heilbrigðismálum, kosta meiru til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma en gert hefur verið og ná þannig fram sparnaði við sjálfar lækningarnar þó að síðar verði. hágé. Uppgjöf landbúnaðarstefnu Á síðustu misserum hefur smám saman verið að skapast einskonar samstaða um undan- hald ífá þeirri landbúnaðarstefhu sem ríkt hefur hér á landi. Sam- staðan er fólgin í því að menn vilja losna sem mest við útflutn- ingsbætur og einskonar rikis- ábyrgð á greiðslum fyrir þau mat- væli sem til verða í landinu. Menn þurfa að laga sig að að- stæðum á íslenskum neytenda- markaði, segir hver um annan þveran. Bændur líka. Svo eiga menn eftir að bíta úr nálinni með framkvæmdir og rífast af hörku um það hvaða matvæli má flytja inn og hver ekki. Den tid den sorg. íslenskur kommúnismi? Á þetta er minnst vegna Reykjavíkurbréfs Morgunblaðs- ins núna um helgina þar sem reknar eru upp stórar rokur um landbúnað. Og er ekki ófróðlegt að skoða hvemig þar er á málum haldið. Fyrst fer löng lýsing á því hve vitlaus, óhagkvæm, dýr og niður- drepandi landbúnaðarstefnan gamla hafi verið. Og þá hlýtur lesarinn að taka eftir því, að reynt er um leið að koma sökinni yfir á einhveija þá grýlu sem kölluð er forsjárhyggja og tengja hana síð- an við austurevrópskan kommún- isma og hrun hans. Reykjavíkur- bréfið segir: „I staðinn fyrir hina ósýnilegu hönd markaðarins var hönd ríkis- ins, stjómvalda og allskyns nefiida, með puttana í því hvemig samkeppninni skyldi háttað og framleiðendur landbúnaðarvara hlutu þannig ekki ósvipaða leið- sögn og þeir sem nú standa and- spænis rústum markaðslauss kommúnisma austan tjalds.“ Hvar var flokkurinn stóri? Það er að sönnu þægileg smuga sem Morgunblaðshöfúnd- ur skriður hér inn í, en aðferðin er að því leyti lágkúmleg, að svo er látið sem landbúnaðarstefna hér á landi sé afleiðing einhverrar skelfilegrar vinstrimennsku. Eða eins og Tatarinn sagði: Ég er ekki ég og hrossið á einhver annar. Spyija má: hefúr Sjálfstæðis- flokkurinn hvergi komið nærri þessari stefnu? Var hann kannski ekki öflugasti aðilinn í samstöðu um hana? (Og gat sjálfsagt fundið sér hinar mögnuðustu röksemdir fyrir því að flokkurinn væri með sinni forsjárhyggju í raun að efla einstaklingshyggju, rétta öllum bræðmm hins sjálfstæða Bjarts í Sumarhúsum örandi hönd). Eða nennir nú enginn að fletta upp í Ingólfi á Hellu, landbúnaðarráð- herra Sjálfstæðisflokksins um langan aldur? Sveitabær er musteri Reyndar er það svo, að í um- ræddu Reykjavíkurbréfi er áður en lýkur slegið yfir í allt aðra sálma. Eftir að búið er að rekja lengi og ítarlega hugmyndir ffam- tíðamefndar Sjálfstæðisflokksins um það hvemig eigi að fækka bændum stórlega í nafni hag- kvæmni, þá er bmgðið á háróm- antískan söng um mikilvægi bænda: þeir em landstólpar og menningarvitar sem lýsa þjóðinni á Evrópunnar óvissu tímum. Eða eins og segir í Morgunblaðsbréf- inu: „Sveitimar og landsbyggðin öll hafa meira hlutverki að gegna en að framleiða matvæli. í sveit- unum hefúr íslensk menning og arfleifð okkar ávallt verið varð- veitt með þeim árangri sem raun ber vitni. Sveitimar em öðmm stöðum ffemur varðveislu- og uppeldisstöðvar rótgróinnar is- lenskrar menningar. Hlutverk þeirra í þeim efúum er ómetan- legt. Þar sem tungan er ræktuð og geymd, þar sem hlúð er að arfin- um, þar slær þjóðarhjartað. Þessu skulum við ekki gleyma í öllum umræðunum um landbúnaðinn, sveitimar og ffamtíðina. Hver einasti sveitabær er musteri arf- leifðar sem er mikilvægari en öll sú ffamleiðsla sem send er á sam- keppnismarkað þéttbýlisins.“ Aðsleppaoghalda Sko Moggann! Jónas ffá Hriflu hefði ekki orðað þennan þanka betur í Tímanum fyrir fimmtíu ámm þegar hann stillti saman bændamenningunni og lýðnum á mölinni, sem sullaði í allskyns veseni og ríi. En sem fyrr segir: það er þverstæða I öllu saman. Það á bæði að halda og sleppa. Sérhver sveitabær er musteri menningarinnar - en um Ieið þarf að fækka bæjum niður í hagkvæmnisfjölda eftir alþjóð- legum mælikvarða. Markaðslög- málin eiga að ráða - en samt er hver sveitabær meira virði en af- urðir hans. Þeir hnútar sem landbúnaðar- stefna er í hér og þar, og ekki síst í sjálffi þeirri Evrópu sem að öðra leyti játar markaðstrú, þeir era nefúilega ekki nema að litlu leyti tengdir spumingum um hægri eða vinstri. Þeir era reyndar, eins og fram kemur í umræddu Reykja- víkurbréfi, tengdir því, að sveitir, bændur, dreifbýli, tengjast í vit- und manna við fleira en rekstrar- hagfræði. Með ýmsum hætti - og fer eftir löndum og menningararfi - hafa komið upp árekstrar milli kröfúgerðar sem kennd era við markaðslögmál og þeirra við- horfa að einhverskonar byggða- stefna hafi mikilvægt gildi á ein- hverju öðra sviði en því sem bók- haldið nær yfir. Það er ekkert nema gott um það að segja að Morgunblaðshöfúndurinn viður- kenni þessa vídd tilverunnar. Hitt er svo lakara hve rækilega hann forðast að horfast í augu við það að ekki verður bæði sleppt og haldið. ÁB ÞJÓÐVILJINN Síöumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aörir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Ellas Mar (pr.), Garöar Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Nanna Sigurdórsdóir, Ólafur Gíslason, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrífstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Haröarson. Auglýsingar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiöur Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.