Þjóðviljinn - 23.10.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.10.1990, Blaðsíða 11
t Morgunbæn ( skóla í Varsjá: Margir eru hræddir við klerkavald. Pólskt klerka- vald sækir fram Meðan Iífskjör halda áfram að versna í Pól- Iandi skerpast átök milli for- setaefnanna Lechs Walesa og Mazowieckis forsætisráðherra og við þær aðstæður færir kaþólska kirkjan sig svo mjög upp á skaptið að menn eru farnir að tala um hættu á að kaþólska verði einskonar op- inber ríkishugmyndafræði í Póllandi. Þingið var ekki spurt Ekki alls íyrir löngu ákvað stjóm Mazowieckis að taka upp aftur trúarbragðafræðslu í skól- um með bænahaldi á morgnana. Margir Pólveijar hafa af þessu áhyggjur, ekki síst vegna þess hvemig að var staðið: trúar- bragðaffæðslan var tekin upp án þess að málið væri borið undir þingið. Er þetta rakið til þess, að Mazowiecki hafi viljað gera biskupunum greiða til að tryggja betur stöðu sína gegn Walesa, en báðir stefna þeir á forsetakjör og báðir vilja þeir hafa gott veður hjá kirkjunni. Margir búast við því, að næst komi til þess að kirkjan ráði öllu um Qölskyldulöggjöf, getnaðar- vamir og þá fóstureyðingar. En í þessum málum öllum hafa pólskir biskupar verið mörgum öðmm ósveigjanlegri: haft er fyrir satt að þeir mundu ekki einu sinni leyfa fóstureyðingu þótt þungun hefði tekist með þeim hætti að faðir nauðgaði dóttur sinni. Sálarháski kirkjunnar Margir menntamenn tengdir stjómarfiokknum Samstöðu hafa af því áhyggjur að kirkjan eins og komi i staðinn fyrir ríkis- marxismann sem fyrir var sem opinber skyldulífskoðun. Ekki aðeins vegna þess að Pólland millistriðsáranna hafði ekki allt- of góða reynslu af því að blanda saman kirkju og stjómmálum (sú blanda ýtti m.a. dijúgum undir fjandskap í garð gyðinga). Heldur hafa sumir menn áhyggj- ur af sálarheill kirkjunnar sjálfr- ar: hún naut vinsælda og virð- ingar sem andófsafl gegn ein- ráðum kommúnistaflokki, en gæti fljótlega hrapað í áliti með- al ungra Pólveija ef hún á að fá einskonar lögsagnarvald yfir viðkvæmum sviðum mannlífis- ins. Leit að sökudólgum Aukin áhrif pólsku kirkjunn- ar em tengd hjaðningavígum í Samstöðu, sem hefúr nú klofnað eftir því hvort menn styðja held- ur Walesa eða Mazowiecki. Og á bak við þeirra ágreining þykjast menn greina baráttu milli tvennskonar viðhorfa: annars- vegar fer kaþólsk þjóðemis- hyggja (Walesa) og hinsvegar evrópskt fijálslyndi. Og þessi átök birtast ekki í formi kurteis- legs skoðanaágreinings heldur dragast þau mjög niður í svaðið í heiftúðlegri leit að sökudólgum til að kenna um bág kjör lands- manna. Stjóm Mazowieckis hefúr tekist að slá niður verðbólgu og tryggja að allt fæst í búðum. En þar með er afrekaskránni lokið: Þessar framfarir hafa kostað feiknalegar verðhækkanir svo að allur almenningur hefur alls ekki efni á að kaupa nema það allra nauðsynlegasta. Og hann á ekki von á öðru en fjöldaatvinnu- leysi: Að sönnu hafa áætlanir um einkavæðingu og markaðs- búskap ekki komið mjög til framkvæmda vegna þess að fjár- magn lætur á sér standa. En eftir því sem sá sami markaðsbú- skapur sækir ffam, þeim mun meir fjölgar stórfyrirtækjum sem lokað verður vegna þess að það þykir ekki taka því að reyna að fiikka upp á þau, eða vegna þess að þau hafa misst markaði sina í öðmm Austur-Evrópu- löndum. Og á meðan almenningur herðir sultarólina gerast mjög fyrirferðarmiklir þeir nýríku sem hafa auðgast stórlega bæði á vömskorti sem var og svo á hag- stæðri milliliðastarfsemi.Þetta fólk vílar heldur ekki fyrir sér að vekja sára gremju hinna alls- lausu með opinbemm sýningum á ríkidæmi sínu, eins og þegar giftingar eiga sér stað hjá þeim ríku með skrautsýningum og veislum sem kosta eins og árs- tekjur margra tuga manna. Af öllu saman hleðst upp gremja mikil og leit að söku- dólgum. Búið er að taka völdin af kommúnistunum svo ekki er hægt að hamast að gagni gegn þeim mikið lengur. Þeirra í stað koma þá „menntamenn“ eins og Mazowiecki og samstarfsmenn hans, sem eru grunaðir um allt mögulegt - þeir séu laumu- vinstrisinnar, óhollir kirkjunni, óþjóðhollir, enda í bland við gyðinga! Eitt dapurlegasta ein- kenni Póllands samtímans er reyndar það, að í þessu landi þar sem búið var að drepa langfiesta gyðinga og fiæma þá fáu sem eftir voru úr landi, þar er það enn áhrifarík röksemd i pólitík að klessa því á andstæðing að hann sé eiginlega júði. Ef ekki ekta, þá að minnsta kosti í anda! áb tók saman. Rfkra manna brúðkaup (Varsjá: Vaxandi bil milli r(kra og fátækra. ÞJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM. Endalok Esjuferðalagsins. Brezka hervaldið flytur þrjá ís- lendinga nauðuga af landi burt. Þrem öðrum sleppt gegn gífurlegum tryggingum. Und- arlegur úrskurður. Höjgaard & Schultz sýknaðir af verkfalls- brotum í Oskjuhlíð og við jarð- símahúsið. Taka Bandaríkin frönsku nýlenduna Mart- inique? í DAG 23. október þriðjudagur. 296. dagur árs- ins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.41 - sólariag kl. 17.42. Viðburðir Kristmann Guðmundsson skáld fæddur 1901. Hásetafé- lag Reykjavíkur stofnað 1915. Uppreisnin i Ungverjalandi 1956. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 19. til 25. október er I Borgar Apóteki og Reykjavikur Apóteki. Fyrmefnda apótekið eropið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frldögum). Siðarnefnda apótekiö er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavlk...................« 1 11 66 Kópavogur...................« 4 12 00 Seitjamarnes................« 1 84 55 Hafnarfjörður...............« 5 11 66 Garðabær....................* 5 11 66 Akureyri....................« 2 32 22 Slökkvflið og sjúkrabíiar Reykjavík.....................« 1 11 00 Kópavogur....................* 1 11 00 Seltjarnarnes................« 1 11 00 Hafnarfjörður.................« 5 11 00 Garðabær.....................« 5 11 00 Akureyri......................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tímapantanir í * 21230. Upplýsingar um lækna-og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít- alans er opin allan sólarhringinn, * 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæsl- an, « 53722. Næturvakt lækna, * 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækni «51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstööinni,« 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farslmi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHUS Heimsóknartímar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæöingardeild Land- spitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra- tími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimill Reykjavikur v/Eiríksgötu: Al- mennur tlmi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatlmi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspital- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstööin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim- sóknír annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spftali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir ungiinga, Tjarnargötu 35, « 91-622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðrum timum. « 91-28539. Sálfræöistööin: Ráðgjöf (sálfræöi- legum efnum, « 91-687075. Lögfræöiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt ( síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opið virka daga frákl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra í Skóg- arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í « 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráógjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, simsvari. Vinnuhópur um slfjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91- 626878 allan sólartiringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafvelta Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 22. október 1990 Sala Bandarikjadollar...........54,8/000 Steriingspund.............106,83300 Kanadadollar...............46,79600 Dönsk króna..................9,54460 Norsk króna................. 9,37560 Sænsk króna.................9,81120 Finnskt mark................15,33790 Franskurfranki..............10,87010 Belgiskurfranki............. 1,76720 Svissneskur franki..........43,02030 Hollenskt gyllini...........32,28960 Vesturþýskt mark............36,40050 Itölsk llra..................0,04858 Austurriskur sch.............5,17490 Portúgalskur escudo......... 0,41260 Spánskur peseti..............0,57890 Japanskt jen.................0,43416 Irskt pund..................97,65200 KROSSGÁTA Lárétt: 1 þjáning 4 sveigur 6 vökva 7 klett- ur 9 óm 12 nískupúki 14 loga 15 varkámi 16 sáðlönd 19 algengu 20 orka 21 súrefniö Lóörétt: 2 vogur 3 blunda 4 vandræði 5 horfi 7 hungri 8 lauk 10 ráfaö 11 fundarsókn 13 hópur 17 kaldi 18 leiði Lausn á síöustu krossgátu Lárétt: 1 ósár 4 form 6 ósi 7 gosi 9 tölt 12 knall 14 rýr 15 fúl 16 ætinu 19 sýki 20 ýsur 21 andrá Lóörétt: 2 svo 3 róin 4 fitl 5 ról 7 gerist 8 skrækja 10 Ölfusá 11 tildra 13 agi 17 tin 18 nýr Þriðjudagur 23. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.